Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 47 Klapparstíg 40 Sími 552 7977. Handmálaðir grískir íkonar Falleg fermingargjöf ÉG undirrituð ætla að byrja á því að skora á hæstvirtan forsætis- ráðherra Davíð Odds- son og ríkisstjórn landsins að kynna sér það starf sem fram fer á sambýlum landsins og þar með það álag sem því fylgir að starfa sem stuðningsfulltrúi. Einnig vil ég vitna í grein sem ég sá í Morg- unblaðinu 21. mars síð- astliðinn um störf lög- regluþjóna og vaxandi ofbeldi í garð þeirra í starfi. Hvað með okkur stuðningsfulltrúa sem þurfum að vinna við ofbeldi nær dag- lega? Þar sem ég starfa á sambýli fyrir einhverfa og því starfi fylgir of- beldi þá spyr ég: Af hverju er ekki vakin athygli á því og því starfi sem þar fer fram? Vinnum við eitthvað síðra starf en allir hinir? Svo virðist vera þar sem þetta eru mjög van- metin störf og illa launuð sem unnin eru á sambýlum landsins. Þar sem ég hef starfað með fötluðum í nær fjögur ár samfleytt verð ég að segja að með þessa reynslu og þekkingu að baki er ég ekki sátt við að vera með 79 þús. kr. í mánaðarlaun og hækka lítið sem ekkert næstu mánuði eða ár. Vil ég því koma því til skila og aft- ur skora á ríkisstjórn landsins, ríkið og þá sem eru í samninganefnd fyrir okkar hönd að semja um mannsæm- andi laun. Þar sem margir af samstarfs- mönnum mínum og ég þar með talin sjáum okkur ekki fært að lifa á þessum launum til frambúðar sjáum við þann kost vænstan að segja upp ef ekkert gengur í okkar launa- málum. Er það mín ósk og margra minna sam- starfsmanna að farið verði að borga okkur mannsæmandi laun til að við getum veitt skjólstæðingum okkar þá þjónustu sem þeir þurfa. Svo hætt verði að bjóða þeim upp á nýtt starfsfólk mjög reglulega þar sem starfs- mannaskipti eru mjög ör, meðal ann- ars af miklu álagi vegna manneklu og launa sem eru ekki mannsæmandi. Veit ég persónulega dæmi þess að skjólstæðingar hafi verið sendir veikir eða mjög slappir til vinnu og í dagvist vegna manneklu og fresta hefur þurft læknisferðum og fleiru vegna skorts á starfsfólki. Er það því okkar ósk að fá byrjunarlaunin hækkuð upp í 112 þús. á mán. eins og samþykkt var á BSRB-þingi síðast- liðið haust. Mikið var rætt um það fræga verkfall og kjaradeilu kennara sem átti sér stað nú fyrir áramót 2000– 2001. Kennarar kvarta yfir því að geta ekki lifað á um 130 þús. á mán. en hvað megum við stuðningsfulltrú- ar segja, sem kannski slefum í 90 þús. á mán., og vitna ég þá aftur í sjálfa mig sem er með nær fjögurra ára starfsreynslu með fötluðum og er með grunnlaun sem hljóða upp á 79 þús. á mán. Vil ég hér í lokin end- urtaka áskorun mína á hæstvirtan forsætisráðherra Davíð Oddsson og ríkisstjórn landsins að fara inn á sambýli landsins og kynna sér það starf sem þar fer fram og jafnvel starfa þar í einhvern tíma, til að kynnast því álagi sem oft er unnið við. Semjum um mannsæm- andi laun Steinunn Ragnhildur Guðmundsdóttir Kjör Ég skora á forsætisráð- herra og ríkisstjórn landsins, segir Steinunn Ragnhildur Guðmunds- dóttir, að fara inn á sambýli landsins og kynna sér það starf sem þar fer fram. Höfundur er starfsmaður á sambýlinu Trönuhólum 1 í Reykjavík. HINN 2. og 3. apríl nk. hittast norrænir stjórnmálamenn í Oslo til að ræða stefnu- mörkun landanna „Sjálfbær þróun – ný stefna fyrir Norður- lönd“ á þemaráðstefnu Norðurlandaráðs. Til- lagan felur í sér lang- tímamarkmið um sjálfbæra þróun fram til 2020 en jafnframt ýmsar aðgerðir á næstu 3 til 4 árum. Þótt Ísland geti státað af hreinu landi og komi vel út í alþjóð- legum samanburði los- ar það okkur ekki undan ábyrgð í baráttunni gegn mengun. Okkur ber að gefa komandi kynslóðum heilbrigð uppvaxtarskilyrði og verkefni eru næg bæði á Norður- löndum og þá ekki síður í samvinnu við minna velmegandi nágranna- lönd í austri. Mengun án landamæra Mengunin þekkir ekki landa- mæri og að tryggja hreinleika hafs- ins er dæmi um verkefni þvert á öll landamæri. Umhverfismál tengd hafinu eru hluti af stefnunni sem Norðurlönd hafa verið að móta. Það er áhugavert að íslenskum stjórnmálamönnum gefist svo gott tækifæri til samvinnu um að leita sameiginlegra lausna. Það er langt frá Íslandi til mengandi stórborga Vestur-Evrópu og ennþá lengra er til umhverfisspillandi iðnaðarsvæða Austur-Evrópu. En við vitum að bæði loft- og hafstraumar flytja með sér hættuleg efni frá fjarlæg- um slóðum, efni sem að lokum safnast í fisk, spendýr og síðan fólk á norðurslóðum. Þess vegna er rík ástæða fyrir öflugri þáttöku Íslands og samvinnu við Norður- lönd og fleiri við að tryggja alþjóðlega sáttmála um umhverfi hafsins. Bellini-verkefnið, sem fékk Umhverfis- verðlaun Norður- landaráðs á síðasta ári, var kynnt hér á landi nýverið. Þar var okkur sýnt svart á hvítu að meðferð kjarnorkuúrgangs í næsta nágrenni Norðurlanda og gjöfulla fiskimiða er eins og tifandi tímasprengja. Stuðningur við Eystrasalts- löndin og Rússland Þótt Barentshafið og Eystrasalt- ið séu okkur fjarlæg hefur það þýð- ingu fyrir okkur – en auðvitað miklu fremur fyrir þau Norður- landanna sem liggja austar – að Norðurlönd styðji nýfrjálsu löndin í Eystrasalti og Rússland við að bæta umhverfið. Norræni fjárfest- ingarbankinn og Norræni umhverf- isþróunarsjóðurinn hafa lengi styrkt verkefni bæði í Rússlandi og í Eystrasaltslöndunum. Fyrir okk- ur hér á Íslandi hefur það trúlega mesta þýðingu að dregið verði úr mengun á Barentsvæðinu – þar vega Murmansk- og Arkangelsk- svæðin þyngst – þannig að minna af mengandi efnum berist frá þessum svæðum hingað norður. Vinir okkar í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku beina sjónum fremur að umhverf- ismálum í Eystrasalti og úrbótum þar. Hafstraumar láta ekki landa- mærin stöðva sig, þess vegna hefur það þýðingu fyrir okkur á Íslandi í hve ríkum mæli mengun berst með hafstraumum úr Eystrasalti inn í Norðursjó. Fyrir tuttugu árum rann allt skólp frá milljónaborginni St. Pet- ursborg (þá Leningrad) óhreinsað út í Finnska flóann en nú verður 75% af skólpinu hreinsað, m.a. vegna stuðnings Norðurlandanna við nýtt hreinsikerfi. Fyrirtækið, Vodokanal, þakkar það beinlínis stuðningi Norðurlandanna að fyr- irtækið hefur í þriðja sinn hlotið verðlaun fyrir að vera hið besta sinnar tegundar í Rússlandi. Nýtt hreinsikerfi í suðvesturhluta borg- arinnar verður svo tekið í notkun árið 2004, líka að hluta til með styrk frá Norðurlöndum. Það er ekkert leyndarmál að mengunarvandamál eru mikil bæði hvað varðar Barentshaf og Eystra- salt auk þess sem hætta er á kjarnaúrgangi og öðrum mengandi úrgangi. Orð og athafnir fara saman Það er náin og traustvekjandi samvinna sem skapar möguleika á lausnum til frambúðar og það er þýðingarmikið að starfa með Norð- urlöndum og öðrum nágrannalönd- um um að tryggja hreint vatn, loft og jörð. Þemaráðstefna Norðurlandaráðs 2. og 3. apríl er mikilvægur um- ræðuvettvangur til að ræða um- hverfismál í löndunum okkar og til að styðja úrbætur í umhverfismál- um í nágrenni Norðurlanda. Hér fara orð og athafnir saman því verkin tala. Hinn almenni borgari á Norðurlöndum á að geta fundið að góð stefna er mótuð til að tryggja hreinna umhverfi á komandi árum. Norðurlönd á réttri braut Rannveig Guðmundsdóttir Náttúruvernd Þýðingarmikið er að starfa með Norðurlönd- um og öðrum nágranna- löndum, segir Rannveig Guðmundsdóttir, við að tryggja hreint vatn, loft og jörð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í forsætisnefnd Norðurlandaráðs. ÞEGAR ég skrifaði grein mína um leikritið Fjalla-Eyvind, sem birtist í þessu blaði 23. þ.m., var ekki ætlun mín að efna til þrætu- bókar við dr. Jón Viðar Jónsson, því það er álíka uppbyggilegt og að þrasa við steinana í Elliðaárdalnum sem eru hér rétt neðan við heimili mitt. Ég held að það hafi komið mjög skýrt fram í grein minni, að ég var að viðra skoðanir Gunn- ars R. Hansen leik- stjóra sem að flestra dómi þekkti best þetta leikrit og til- urð þess. Hann studdist við skoðanir ekkju Jóhanns, Ib, sem afhenti hon- um bréf og gögn úr fórum manns síns sem auðvitað bættu við þekk- inguna, alveg eins og skoðanir Sig- urðar Nordals á hrossakjötsend- inum mótuðust af kynnum hans við skáldið. Dr. Jón Viðar telur pendúls- samlíkingu mína vera á misskilningi byggða. Þetta segir hann þótt hann viti að til eru mörg auðlesin bréf og gögn sem réttlættu þessa skoðun. Mig langar til að birta þýð- ingu dr. Jóns Viðars á einu þessara bréfa (bréf Jóhanns til Ib, 2. ágúst 1911) : ,,--- þýska þýðandanum mínum [Alfons Feodor Cohn] liggur mjög á svari, hann skrifaði mér bréf sem var næstum eins þykkt og heil bók, og hvað heldurðu, hann réðst heiftarlega á endinn í leikritinu mínu – ég svaraði honum um hæl með bréfi sem var næstum því jafn- langt og reyndi að skýra fyrir hon- um að endirinn væri einmitt það fal- legasta í verkinu ---“. Þarna er Jóhann að tala um endinn með hest- inum, eins og hann orðaði það sjálf- ur. – Dr. Jón Viðar getur svo bent á gerðir skáldsins og önnur bréf frá hans hendi sem segja það gagn- stæða, sbr. leikskrárgrein Gunnars R. Hansen. Lokaorð doktorsins, í svarinu til mín, eru sérviskusjónar- mið sem eiga sér bakgrunn í reyk- vískum leikstjórastælum og þvælum bókmenntafræðinga. Hitt er svo annað mál að hann, og hvaða leik- félag sem er, getur sett verkið á svið með tragíska endinum ef svo er kos- ið. En hvort það er gert að vilja Jó- hanns Sigurjónssonar er svo álita- mál eins og Gunnar R. Hansen hefur bent á. Enn um Fjalla-Eyvind Eiríkur Eiríksson Höfundur er fyrrverandi prentari. Leiklist Hitt er svo annað mál, segir Eiríkur Eiríksson, að hann, og hvaða leikfélag sem er, getur sett verkið á svið með tragíska endinum ef svo er kosið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.