Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jódís Hanna Ein-arsdóttir fæddist á Sauðárkróki hinn 16. apríl 1972. Hún lést á heimili sínu á Sæmundargötu 11 á Sauðárkróki hinn 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Einar Guð- mundsson, f. 7.4. 1945, og Anna María Hafsteinsdóttir, f. 12.9. 1952. Systkin hennar eru: Ásta Guðbjörg, f. 16.5. 1973, og Guðmundur, f. 5.10. 1978. Sambýlismaður Jódísar er Elías Guðmundsson, f. 22.5.1965. Jódís ólst upp hjá foreldrum sínum á Veðramóti og vann við ýmis landbúnaðarstörf á uppvaxtarárunum. Eftir skyldunám í Varmahlíðarskóla og stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki, ásamt ýmsum störf- um með skólanámi, hóf hún nám í bif- vélavirkjun á Bif- reiðaverkstæðinu Áka á Sauðárkróki, og lauk meistara- prófi í þeirri grein vorið 2000. Útför Jódísar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæra fjölskylda. Á stundu sem þessari eru engin orð nógu sterk eða faðmur það stór að hann geti huggað. Við erum skilin eftir með svo margar spurningar sem aldrei fást nein svör við en við verðum að trúa því að guð almáttugur taki á móti öllum sínum börnum og veiti þeim huggun og hvíld. Ég er búin að þekkja litlu stúlkuna ykkar frá því að hún var á öðru ári og kom í heimsókn á Hólaveginn til Harðar frænda og Jónu og þar sem mitt elsta barn var þar daglegur gestur urðu þær leikfélagar um tveggja ára skeið. Síðan fermdust þær saman. Síðan liðu árin, ég flutti í Birkihlíðina og var hún þar dag- lega á ferðinni á bílunum sínum, brunaði hún framhjá og veifaði þannig að ég sá hana á hverjum degi. Leiðir okkar lágu síðan saman í fjölbraut þar sem ég var nemandi um leið og hún. Einnig unnum við saman á sjúkrahúsinu og þar sem við vorum báðar í skóla unnum við mikið saman á kvöldin. Á milli okk- ar myndaðist vinátta sem sýndi mér að aldur er afstæður. Ég kynntist þar þessari yndislega lífs- glöðu stúlku fullri af áhuga á að reyna að komast á samning í bif- vélavirkjun, en bílar áttu hug hennar allan. Samt fannst mér umönnunarstörfin eiga vel við hana en þannig var Jódís, tók á öllu með gleði og krafti, svo yndislega lif- andi og geislandi ung stúlka. Ég man hvað ég gladdist inni- lega þegar ég sá hana vera komna í dekkin hjá Áka. Þá vissi ég að draumur hennar myndi rætast. Nokkrum sinnum kom hún í skúr- inn til mín, til að kíkja á litla bílinn sem þurfti kannski smástillingu á platínu millibili eða eitthvað var með kertin og einnig fór hún með bílinn hans Bassa til að hreinsa og bóna. Ég man eftir því að hún sagði mér frá spennandi hestaferð sem hún ætlaði að fara í um há- lendið og stóru augun hennar glömpuðu af spennu og hamingju. Síðast þegar við hittumst til að spjalla var hún glöð og ánægð eins og hún var í flest þau skipti sem ég hitti hana. Ég man að eftir þorra- blótið hjá Skarðshreppi núna í vet- ur, þegar Bassi kom heim, hafði hann orð á því, hvað Jódís hefði geislað af hamingju og verið svo falleg og skemmtileg. Kæru foreldrar, systkini, unn- usti og aðstandendur allir. Við sendum ykkur dýpstu samúðar- kveðjur. Elsku Jódís Hanna, hafðu þökk fyrir góðan vinskap. Algóður guð blessi minningu þína og styrki fjölskyldu þína. „Þó að ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar.“ (Höf. ók.) Margrét Sigurðardóttir, Hörður G. Ólafsson. Þegar Jóhann kom til mín fyrir u.þ.b. sjö árum og spurði mig hvernig mér litist á að hann tæki stúlku á samning í bifvélavirkjun þá hugsaði ég: „Hún hlýtur að vera eitthvað skrítin en hún hlýtur þó að hafa sérstakan áhuga.“ Eftir smá umhugsun sagði ég að mér litist bara vel á að fá Jódísi í vinnu enda hafði ég heyrt að hún væri af- burðadugleg. Mér líkaði strax vel við hana enda gekk hún til allra verka með glöðu geði, þrátt fyrir að leiðinlegustu verkin lentu á henni nokkuð oft til að byrja með, en ég var ákveðinn í að hlífa henni ekki þótt hún væri eina stúlkan á gólfinu. Í fyrstu bjóst ég við fordómum gagnvart Jódísi en ég man aldrei eftir að borið hafi á því. Menn lýstu oft mikilli ánægju með störf henn- ar og nokkrir báðu sérstaklega um að hún yrði látin vinna í bílum þeirra. Jódís gaf verkstæðinu sérstakt yfirbragð og ég var stoltur af því að setja hana í erfið verkefni sem hún leysti af hendi með glæsibrag og bros á vör, geislandi af krafti og lífsgleði. Því segi ég: „Jódís, verst að þú þurftir að yfirgefa okkur þegar allt virtist í góðum gír og ný og spenn- andi verkefni framundan, en ég þakka þér fyrir allt og ég þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þótt þau kynni hafi verið allt of stutt.“ Þú munt ávallt vera ofarlega í huga mér. Guð blessi minningu Jódísar. Fjölskyldu hennar votta ég inni- lega samúð. Ingimundur Ingvarsson. Elsku Jódís. Við viljum minnast þín með þessu ljóði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri trega tárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við vottum fjölskyldu, ættingj- um og vinum dýpstu samúð okkar. Þínar vinkonur úr körfunni, Birna, Hrafnhildur Sonja, Ingibjörg Marín, Inga N. Sigríður, Halldóra, Sig- urlaug og Sigrún. Fyrir rúmum sjö árum gekk inn á bílaverkstæðið ÁKA ung, ákveðin kona og bað um að komast að sem lærlingur í bifvélavirkjun. Eftir smá umhugsun var ákveðið að slá til og var það ákvörðun sem nokkr- um árum síðar skilaði sveinsprófi og í júní sl. var meistarabréfið komið upp á vegg. En sl. sunnudag fengum við þær sorgarfréttir að Jódís væri fallin frá. Við stöndum eftir og getum ekki annað en spurt okkur: Af hverju? Af hverju þurfti þessi lífsglaða manneskja með framtíðina fyrir sér að hverfa frá okkur? Sorg og söknuður nístir mann að innan vegna þessa óbæt- anlega skarðs sem höggvið var í raðir okkar. En samt sem áður er ekki annað hægt en að staldra við og brosa yfir minningunum og gleðjast yfir hve lánsöm við vorum að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast svo stórfenglegri konu. Hlátur hennar sem bergmálaði um verk- stæðið mun ávallt lifa í hjarta okk- ar. Við sendum Ella, fjölskyldu Jó- dísar og öðrum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsmenn ÁKA. Það er erfitt að trúa því að ein af okkar gömlu bekkjarsystrum úr grunnskóla sé dáin. Minningarnar hrannast upp og ósjálfrátt leitar hugur okkar til fortíðar þegar við vorum áhyggjulausir, orkumiklir unglingar. Jódís var bekkjarsystir okkar úr Varmahlíðarskóla og var ein af mörgum sem var á heima- vistinni. Í slíkum skóla, þar sem sumir þurfa að gista ungir að aldri fjarri fjölskyldu sinni fimm daga vikunnar, verður skólinn sem ann- að heimili. Tengslin og vináttan milli nemenda og starfsfólks verða oft nánari en í öðrum skólum. Fyr- ir utan það að við stunduðum skól- ann saman, snæddum við saman í mötuneytinu, lærðum saman eftir skóla í lestímum og ekki má gleyma öllu félagslífinu, íþróttun- um, spilavistinni og diskótekunum. Á þessum líflega og skemmtilega stað setti Jódís svip sinn á um- hverfið. Aldrei var nein lognmolla í kringum hana Jódísi. Hún hafði óskoraða leiðtogahæfileika, var glaðleg, með bros á vör og rjóð í kinnum. Á unglingsárunum var hún stærri og sterkari en við hinar stelpurnar og malaði strákana í sjómanni, auk þess að standa fram- arlega í íþróttum. Mörgum stund- um var varið í körfubolta, fótbolta og frjálsar íþróttir. Jódís skapaði sér sinn eigin stíl hvað varðar hárgreiðslu og klæða- burð þegar við náðum allar hátindi gelgjunnar. Ljósa hárið var spreyj- að upp í hálfgerðan hanakamb á hverjum morgni með mörgum bun- um af hárspreyi og var ekkert til sparað til að fullkomna verkið. Ekki má svo gleyma hinum sívin- sælu háls- og armgaddaböndum. Eftir samræmdu prófin lágu leiðir okkar í ólíkar áttir eins og gengur og gerist þegar skyldunámi lýkur. Jódís fór á Krókinn og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Sauðár- króks. Elsku Jódís. Þú hafðir alltaf frumkvæði að því að bekkurinn okkar hittist í þau skipti sem bekkjarmót voru haldin. Nú mun- um við minnast þín í þau skipti sem við hittumst á ný. Við minnumst yndislegrar manneskju og góðrar vinkonu sem gaf okkur margar dýrmætar sam- verustundir. Kæru Einar, Maja, Ásta Guð- björg, Mundi og Elli. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Ása, Berglind, Erla, Guð- rún, Heiðrún, Herdís, Ingibjörg, Rósa og Svava. Elsku Jódís. Vegna þess hversu snemma þú varst kölluð frá langar okkur að kveðja þig með nokkrum minningum um þig, t.d. þegar við vissum að þú yrðir að vinna, að þú mættir alltaf með góða skapið og bros á vör, tilbúin að bjarga hlutunum og koma okkur í réttan gír. Manstu eftir kvöldinu þínu, „Hard Rock“, þar sem þú naust þín til hins ýtrasta, vannst meðal ann- ars til verðlauna sem rokkari kvöldsins? Og ekki má gleyma helíumhelg- inni þar sem þú og aðrir starfs- menn fóru á kostum. Ekki efuðumst við um áhugamál þín; þar fóru fremst í flokki hestar og hestöfl, og að vera í góðra vina hópi og gleðin var alltaf til staðar. En ekki eru til orð sem fá því lýst hvernig persóna þú varst, elsku Jódís, en okkur langar að senda þér okkar hinstu kveðju með þessum erindum: Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Ég lofa góðan Guð sem gefur dag og nótt minn vökudag, minn draum og nótt. Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín svo víð sem veröld er og vonar stjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. Kom, nótt, með náð og frið, kom nær, minn faðir hár, og leggðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl, hvert brot og sár. (Sigurbj. Ein.) Fjölskyldu og aðstandendum viljum við votta dýpstu samúð okk- ar, og sérstaklega þér, Elli minn. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Starfsliðið á barnum. Elsku Jódís. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta og viljum þakka þér fyrir allar frábæru sam- verustundirnar. Þú varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú varst og hreifst alla með þér. Þú varst alltaf í góðu skapi og sást alltaf jákvæðu hliðarnar á öllu. Þú settir þig aldrei á háan hest þó að þú værir elst af okkur öllum. Við sjáum þig ennþá fyrir okkur í íþróttahúsinu, geisl- andi af gleði, fulla af orku og þú vissir ekki hvað það var að stoppa eða taka vatnspásu. Það eru varla til orð sem lýsa því hvað þú varst frábær. Ég bið þess heitt og vona að vaki yfir þér Guð og englaher hans og taki þig að sér. Við biðjum góðan Guð að styrkja fjölskyldu þína í hennar miklu sorg. Stelpurnar í körfunni. Mig langar að segja nokkur orð um Jódísi á Veðramóti. Hún var mjög skemmtileg kona. Ég kynnt- ist henni fyrst þegar hún kom með hrossin með systur sinni. Það var JÓDÍS HANNA EINARSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. 7      /   8   #  $ ) $   #3   3     3           /D    66 .&)!  !2            $  )  )/  $    >) 2 .*%.))!  # &% # *)(! &**+ !  *%.))!  3 !*) 6%%'-$ &*%.))!  3 & 8* 0**+ # (! &**+ &.0( 3 !*)!*%.))!  E &*%.))!  #(&0)4 2 0%**+ ' '$  + ' ' '$ 2 /    D      #+ ! +  $ ) 3 %9  :3 )   // 5/ )3    '-$ )( *%.))! 2 /       /D   3   $%0  (*)0(,-0    0  :3     6   ; /  ! %<'' !  !&- 3 !*)!*%.))!  8*) .4 3 !*)!*%.))!    !  -.**+ !   F ! 3 !*)!**+ '-$ ( 0%*%.))!  !  #!&% 5.  %.))! 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.