Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ skapa evruna var byltingarkennd nýjung í Evrópusambandi, hvers eðli er frekar að þróast hægt og rólega, og Efnahags- og myntbandalagið vakti umræðu um alla álfuna og út yf- ir hana. Áform um nýja varnarmála- stefnu ESB hafa hins vegar ekki not- ið mikillar athygli fram að þessu. En þetta hefur breytzt. Bandaríkjamenn spyrja æ oftar: „Hvers vegna að standa í þessu?“ og benda á það hve skilvirkt batterí Atlantshafsbanda- lagið sé. Evrópumenn eiga oft í erf- iðleikum með að finna svör við slíkum spurningum, að hluta til vegna þess að það er ekkert eitt svar til við þeim. Fyrir þá sem trúa á nánari sam- runa í Evrópu er eflt samstarf á sviði varnarmála augljóslega eftirsóknar- vert. Aðrir leggja áherzlu á hið hag- nýta og benda á að aðildarríki ESB geti fengið miklu meiru áorkað á sviði utanríkis- og varnarmála með því að leiða saman hesta sína frekar en að húka hver í sínu horni. Þessir nytja- hyggjumenn vísa til þess, að áskor- unum utan frá fer sífjölgandi – á Balkanskaga, í Miðausturlöndum, Afríku og víðar – og þær kalla á sam- ræmd viðbrögð. Þriðja röksemdin, sem einkum er haldið á lofti af frönskum Gaullistum og sér í lagi vinstrisinnum í megin- landsríkjum ESB, gengur út á að Evrópa þurfi á eigin utanríkis- og varnarmálastefnu að halda til þess að komast undan yfirráðum Banda- ríkjamanna. Slík and-bandarísk sjón- armið eru þó ekki mjög útbreidd. Stuðningsmenn sameiginlegrar ut- anríkis- og varnarmálastefnu ESB sjá fyrir sér að Evrópa sem fær er um að sjá um eigin varnir sé Banda- ríkjunum betri bandamaður. Óvissu og efasemda hefur nú orðið vart vegna þess hve óljóst er hvaða verkefnum hinar áformuðu hrað- sveitir ESB muni gegna í raun, en áformin um að koma þeim á fót eru lykilatriði í þróun hinnar sameigin- legu varnarmálastefnu. Hraðsveitun- um mun ætlað að vera færar um að sinna svokölluðum „Petersberg- verkefnum“. En að koma á friði, sem er eitt þessara verkefna, gæti náð yf- ir vítt svið, allt frá verkefnum á borð við Alba-leiðangurinn árið 1997, þeg- ar Ítalir fóru fyrir 6.000 manna her- liði sem ætlað var að koma böndum á stjórnleysi í Albaníu, til inngrips í vopnuð átök eins og þegar skæru- liðar í Sierra Leone sóttu að friðar- gæzluliðum Sameinuðu þjóðanna eða umfangsmeiri hernaðaraðgerða eins og í Persaflóastríðinu 1991. Vegna þess að allar ríkisstjórnir í ESB vita, að Evrópa muni um fyrirsjáanlega framtíð ekki vera fær um að fram- kvæma annað en mjög takmarkaðar hernaðaraðgerðir, er lítið vit í að eyða miklu púðri í að skilgreina hvernig hraðliði ESB verði beitt. Bandaríkjamenn ættu að fagna hinu vaxandi vægi og ábyrgðartil- finningu Evrópu sem endurspeglast í hraðliði ESB. Vissulega er það rétt, að hlutverk Bandaríkjanna í NATO – þessu snilldarverkfæri sem gagnast Bandaríkjunum, með blessun Evr- ópu, til stofnanabundinna áhrifa yfir „gömlu álfunni“ – myndi minnka. Því að NATO yrði bandalag þar sem tvö stórveldi í stað eins stórs og 18 minni bandamanna myndu samhæfa stefnu og viðbrögð við hættuástandi. Ávinn- ingurinn sem hér er í húfi er miklu meiri en þau óþægindi sem þetta gæti skapað athafnasvigrúmi Banda- ríkjanna. Styrkt geta Evrópu á þessu sviði myndi gera Bandaríkjamönnum kleift að láta bandamenn sína um að sjá um ýmis vandræðamál í og í kringum Evrópu. Aukinheldur mun aukið varnarhlutverk ESB minnka þrýstinginn á NATO að taka inn ríkin í Mið- og Austur-Evrópu sem sækj- ast eftir aðild. Evrópusamband, sem er umhugað um eigin varnir, án þess þó að bjóða upp á jafnsterkar örygg- isskuldbindingar og NATO, býður umsóknarríkjunum möguleikann á að tilheyra sönnu öryggisbandalagi. Það sem meira máli skiptir þó er sú staðreynd, að sköpun sameinaðrar og frjálsrar Evrópu er stærsti sigur bandarískrar utanríkisstefnu síðast- liðinn aldarhelming. Til þess að full- gera það stefnumið verður Evrópu- sambandið að verða fullþroska gerandi í alþjóðakerfinu. Því eru þær áskoranir sem Banda- ríkin standa frammi fyrir vegna sam- eiginlegrar varnarmálastefnu ESB fyrst og fremst sálfræðilegs eðlis. Í Evrópu snúast þessar áskoranir um vilja og pólitíska forystu, sem ekki er hægt að vænta að nefndir skili. Hér leggjum við til nokkrar stofn- ana- og stefnubreytingar, þar á með- al:  að sameina starf Chris Pattens, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn ESB, og Javiers Sol- ana, sérlegs fulltrúa ESB í utanríkis- og öryggismálum, svo að ESB geti mælt einni röddu á þessu sviði;  að auka vægi hinnar nýstofnuðu stjórnmála- og öryggismálanefndar í Brussel, til að draga saman milli- ríkja- og yfirþjóðlegar hliðar utanrík- ismála ESB;  að setja samræmt markmið um útgjöld til varnarmála í öllum aðild- arríkjum ESB, þar sem þau skuld- byndu sig öll til að verja að minnsta kosti 2% af vergri þjóðarframleiðslu til málaflokksins, og fjórðungur varn- armálaútgjaldanna fari í kaup á vopnabúnaði og rannsóknir og þróun í varnarmálaiðnaði;  að eyrnamerkja hluta ESB- fjárlaganna varnarmálum, til að fjár- magna sameiginleg verkefni, búnað og vígbúnaðaráætlanir;  að stofna sérstakan eftirlitshóp hernaðarskipuleggjenda, sem ættu sér sínar bækistöðvar innan skrif- stofu ráðherraráðs ESB, til þess að samhæfa ráðgjöf til ríkisstjórna sem ætti að hvetja þær til að bæta hern- aðargetu hvers aðildarríkis. Völd til að stofna til bandalaga, þrýsta á ríkisstjórnir að standa við umsamda fresti, safna stuðningi við ákveðnar aðgerðir eða taka á sig sök fyrir mistök, verður að koma frá hinni hefðbundnu uppsprettu póli- tískrar forystu, þjóðríkinu. Þar sem ekkert eitt þjóðríki ESB getur veitt þá afgerandi forystu sem Bandaríkin gegndu á dögum kalda stríðsins verða Bretland, Frakkland og Þýzka- land að axla þetta hlutverk í Evrópu. Ef eitt þeirra skyldi vera mótfallið til- teknum aðgerðum myndi slíkt ónýta samheldni og trúverðugleika hvers konar aðgerða af hálfu ESB. En séu þessi þrjú ríki samstiga um að grípa til aðgerða má slá því föstu að þau muni endurspegla vilja flestra, ef ekki allra annarra aðildarríkja ESB. Að tilheyra þessu þríeyki felur ekki í sér vald til að gefa öðrum skip- anir heldur ábyrgðina á að veita for- ystu. Takist þessum þremur ekki að komast að samkomulagi um hvernig skuli bregðast við ef hættuástand kemur upp mun Evrópa í heild halda að sér höndum; sé þríeykið samstiga mun öll Evrópa axla ábyrgð. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar verða því að byrja að hugsa um ESB sem heild, bera mestu byrðarnar og taka á sig mestu áhættuna. Forysta þeirra verður að vera óformleg, gegnsæ og opin öðrum. Því miður er, eins og sakir standa, ekkert þessara landa tilbúið til að taka á sig þessi verkefni, sem enginn er öfundsverður af en einhver verður þó óhjákvæmilega að sinna. En skuldbinding þeirra við hina hernaðarlegu byltingu Evrópu mun örugglega færa þau nær því að uppfylla þessi verkefni. Hernaðar- bylting Evrópu Reuters Spænski herinn efndi í vikunni til æfinga með nýja gerð af léttum skriðdrekum er nefnast Pizarro í Cerro Mur- iano-herstöðinni, skammt frá Cordoba. Höfundar leggja til að ESB-ríki auki samstarf um vopnakaup. eftir Gilles Andréani, Christoph Bertram og Charles Grant Gilles Andréani stýrði áætlanastarfs- liði franska utanríkisráðuneytisins frá 1995 til 1999; Christoph Bertram er forstöðumaður Stiftung Wissen- schaft und Politik, stærstu rann- sóknastofnunar Þýzkalands í al- þjóðamálum; Charles Grant er forstöðumaður brezku rann- sóknastofnunarinnar Centre for European Reform. Styrkt geta Evrópu á þessu sviði myndi gera Bandaríkjamönn- um kleift að láta bandamenn sína um að sjá um ýmis vand- ræðamál í og í kring- um Evrópu. © Project Syndicate ALLIR 18 sem um borð voru fórust þegar Gulfstream III einkaþota fórst í lendingu á flugvellinum í Aspen í Color- ado-ríki í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Snjókoma og þoka var á þegar slysið varð. Talsmaður bandaríska flugmálaeftirlitsins, FAA, stað- festi við CNN sjónvarpsstöðina að þotan hefði hrapað um klukkan sjö að staðartíma á fimmtudagskvöld eða um tvö aðfaranótt gærdagsins að íslenskum tíma. Þrír voru í áhöfn og 15 farþegar. Ekki er vitað hvað olli slysinu, og ekki barst neyðarkall frá vélinni áður en hún fórst. Að sögn flugmanna getur verið vandasamt að lenda á vellinum við Aspen, jafnvel í góðu veðri. Vegna landslagsins þarf aðflug að flugvell- inum að vera mjög bratt. Þotan var í leiguflugi og lagði upp frá Burbank í Kali- forníu og lenti í Los Angeles, þar sem farþegar gengu um borð, áður en lagt var upp til Aspen, sem er vinsæll skíða- staður í Klettafjöllunum. Fyrirtækið Avjet sá um rekstur hennar, en það veitir mörgum fyrirtækjum og fólki í skemmtanaiðnaðinum þjónustu. Framkvæmdastjóri Avj- et vildi ekker segja um það hvort þekkt fólk hafi verið meðal farþega. Samkvæmt upplýsingum frá flugturninum var þotan í lendingu í sjónflugi. Um 20 mínútum áður en hún átti að lenda minnkaði skyggni á svæðinu verulega. Bandaríska samgönguöryggisráðið, NTSB, sagði að svo virtist sem þotan hafi rekist í hæðardrag skammt frá flugbrautar- enda. Hefðu flugritar vélarinnar fundist í gærmorgun. 18 fórust í Aspen AP Flak þotunnar á slysstað við flugvöllinn í Aspen. Denver. AFP, Reuters. SVÍAR unnu að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum allt frá lok- um síðari heimsstyrjaldarinnar og fram til ársins 1970, samkvæmt skýrslu sem samin var fyrir sænsku kjarnorkueftirlitsnefndina (FOA) og birt var í gær. Höfundur skýrslunnar er Thom- as Jonter, prófessor í stjórnmála- fræði við háskólann í Uppsölum. Hann segir að rannsóknir sínar hafi leitt í ljós að sænski herinn hafi óskað eftir leyfi frá FOA til að hefja undirbúning að smíði kjarna- vopna innan tveggja vikna frá því að Bandaríkjaher varpaði kjarn- orkusprengju á japönsku borgina Hiroshima í ágúst 1945. Í skýrslunni kemur fram að sænski herinn staðhæfði árið 1954 að nauðsynlegt væri að búa yfir kjarnorkuvopnum til að verja stöðu Svíþjóðar sem óháðs ríkis. Frá þeim tíma og fram til 1960 föl- uðust Svíar ítrekeftir slíkum vopn- um frá Bandaríkjamönnum, án ár- angurs. Jonter sagði á fréttamannafundi í Stokkhólmi í gær að Svíar hefðu búið yfir tækniþekkingu og plútóni til að smíða kjarnavopn frá árinu 1955 og að það hefði tekið þá um tvö ár að smíða þær 100 skamm- drægu kjarnaflaugar sem herinn taldi nauðsynlegar vörnum lands- ins. Var þá gert ráð fyrir því að flugherinn og sjóherinn réðu yfir slíkum vopnum, en einnig var rætt um að koma upp skotpöllum fyrir kjarnaflaugar á landi. Í skýrslunni segir að ýmis sænsk fyrirtæki hafi komið að þessum áformum, þar á meðal orkufyrirtækið ABB, hergagna- framleiðandinn Bofors og SAAB. Sænska þingið samþykkti árið 1958 lög sem lögðu bann við smíði kjarnavopna í landinu. Að sögn Jonters var þó unnið að þróun kjarnavopna langt fram á sjöunda áratuginn. Rannsóknunum var hætt þegar Svíar undirrituðu al- þjóðlega samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna árið 1968 og endanlega var úti um kjarn- orkuáformin þegar sænska þingið staðfesti samninginn tveimur árum síðar. Svíar unnu að þró- un kjarnavopna Stokkhólmur. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.