Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 34
LISTIR
34 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKRITIÐ um fíflið sem átti
að bjóða í kvöldverðarboð hefur
notið mikilla vinsælda um víða ver-
öld. Höfundurinn, Francis Veber,
leikstýrði sjálfur kvikmyndagerð
verksins »Le Dîner de cons« sem
var sýnd hér á kvikmyndahátíð
fyrir rúmum tveimur árum. Mynd-
in var gefin hér út á myndbandi
stuttu síðar. Nokkrar fyrri mynda
Vebers sem hann hefur tekið í
Frakklandi hafa verið endurgerðar
í Hollywood og mun bandarísk út-
gáfa myndarinnar, „Dinner for
Shmucks“, verða frumsýnd á þessu
ári með Kevin Kline í einu aðal-
hlutverkanna en Veber sjálfur er
skrifaður fyrir handriti og leik-
stjórn.
Því miður hentar ekki að stað-
færa verkið í Reykjavík, til þess er
að alltof bundið frönsku þjóðfélagi
og stórborgarfirringu Parísarborg-
ar en íslenskir áhorfendur fá nú að
sjá það í lipurri þýðingu Kristjáns
Þórðar Hrafnssonar. Það væri ekki
hægt að finna betri frumsýning-
artíma, enda eru flestir með hug-
ann við skattinn sinn, annaðhvort
nýbúnir að skila skýrslunni eða eru
að feta sig áfram í skattveröld net-
heima.
Helga I. Stefánsdóttir hannar á
mjög glæsilegan hátt stílhreina og
sannfærandi íbúð utan um leikinn
með einföldum en ríkmannlegum
húsbúnaði en mest áberandi eru
tvö málverk í stíl Modiglianis. Bún-
ingarnir eru flestir mjög eðlilegur
klæðnaður – undantekningin er
litasamsetningin hjá Marlène, en
hún er líka ýktur persónuleiki.
Ljósahönnun og hljóðvinnsla voru
eins og best verður á kosið og sást
hvergi neinn hnökri á.
Leikurinn fer nokkuð hægt af
stað og það var eins og svolítið
kraftleysi hái Baldri Trausta
Hreinssyni, sem leikur bókaútgef-
andann, og Laufeyju Brá Jónsdótt-
ur, sem leikur konu hans Christine.
Þau eru enda venjulegustu persón-
urnar í leiknum og gamanið felst í
hve illa þau hjónin verða úti í sam-
skiptum við fágætari persónuleika.
Andinn í salnum gerbreyttist um
leið og Þórhallur Sigurðsson kom
inn á sviðið í gervi sínu sem
François Pignon, óbreyttur starfs-
maður í skattinum, sem kemur á
heimili þeirra hjóna. Vissulega
skapar Þórhallur nýjan karakter á
sviðinu en samt er persóna Pign-
ons mun venjulegri en eldri hug-
arfóstur hans. Þórhallur leikur sér
því að því að skapa þrívíðari per-
sónu en oft áður með mun víðfeðm-
ara tilfinningaróf. Þórhallur heldur
uppi leiknum með mikilli innlifun,
glettilega góðri tímasetningu og
fjölbreytilegum tiktúrum sem allt
féll í góðan jarðveg. Hann fékk
nokkuð skemmtilegan mótleik frá
þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur, sem
sýndi nýja hlið á sér sem hin taum-
lausa Marlène, og Ara Matthías-
syni sem fór á kostum sem hinn
seinheppni skattrannsóknarmaður
Lucien Cheval. Björn Ingi Hilm-
arsson átti einnig nokkuð góða
spretti sem LeBlanc, gamall vinur
Brochant-hjónanna.
Þetta var hin besta skemmtun
en leikararnir þurfa að hristast
svolítið saman á næstu sýningum
áður en hún telst í góðu formi. Það
er allt fyrir hendi sem þarf – það
þarf bara að taka á honum stóra
sínum og setja kraftinn á fullt – og
vona að skatturinn komist ekki í
málið ef sýningin slær í gegn.
Menn frá skattinumLEIKLISTS ö g n í Í s l e n s k u
ó p e r u n n i
Höfundur: Francis Veber. Þýðandi:
Kristján Þórður Hrafnsson.
Leikstjóri: María Sigurðardóttir.
Leikmynda- og búningahönnuður:
Helga I. Stefánsdóttir. Hönnuður
ljósa: Halldór Örn Óskarsson.
Leikarar: Ari Matthíasson, Baldur
Trausti Hreinsson, Björn Ingi Hilm-
arsson, Elva Ósk Ólafsdóttir,
Laufey Brá Jónsdóttir og Þórhallur
Sigurðsson. Föstudagur 30. mars.
FÍFL Í HÓFI
Sveinn Haraldsson
„SÁ FÁHEYRÐI atburður gerð-
ist á frumsýningu í óperunni í gær-
kvöldi að kontrabassaleikari sinfón-
íuhljómsveitarinnar rak upp vein í
þann mund sem hljómsveitarstjór-
inn ætlaði að fara gefa hljómsveit-
inni merki um að hefja forleikinn.“
Einhvern veginn þannig gætu
forsíðufréttir dagblaðanna hljómað
ef kontrabassaleikarinn í verki Pat-
ricks Süskind léti draum sinn um
að ná athygli sópransöngkonunnar
Söru rætast, á þennan afdrifaríka
hátt. En það er ólíklegt að hann
láti verða af því þar sem öryggi
hins æviráðna opinbera starfs-
manns er honum of mikilvægt,
þrátt fyrir að það sama öryggi veki
honum ótta um stöðnun, innilokun
og sívaxandi einsemd.
Kontrabassinn hefur farið sigur-
för um heiminn síðan hann var
frumsýndur í München 1981. Leik-
hús Frú Emilíu setti leikinn upp í
bakhúsi á Laugaveginum 1988 – í
flutningi Árna Péturs Guðjónsson-
ar og leikstjórn Guðjóns Pedersen
– og er sú sýning undirritaðri enn í
fersku minni og gaman að rifja upp
kynnin við verkið.
Kontrabassinn var fyrsta skáld-
verkið sem Süskind sendi frá sér
en verulega frægð öðlaðist hann
síðar með hinni óviðjafnanlegu
skáldsögu Ilminum sem kom út á
íslensku í frábærri þýðingu Krist-
jáns Árnasonar árið 1987. Verkið
er í formi einþáttungs þar sem ein-
leikarinn (kontrabassaleikarinn)
talar til áhorfenda og fræðir þá um
kosti og ókosti kontrabassans sem
hljóðfæris og „fyrirbæris“, talar
um blendnar tilfinningar sínar í
garð hljóðfærisins og ræðir stöðu
þess í goggunarröð hljómsveitar-
innar sem og í tónlistarsögunni. Í
gegnum ræðu kontrabassaleikar-
ans fær áhorfandi jafnframt
nokkra innsýn í líf hans og tilfinn-
ingar; hann birtist okkur fyrst sem
nokkuð öruggur með sig en hægt
og hægt afklæðist hann öllum
grímum um leið og hann afklæðir
sig bókstaflega og klæðist síðan
aftur í kjól og hvítt fyrir konsert
kvöldsins sem er ópera þar sem
unga sópransöngkonan Sara – sem
kontrabassaleikarinn dáir en hefur
aldrei tekið eftir honum – er meðal
söngvara.
Kontrabassinn er afar vel skrif-
aður einþáttungur sem býður ein-
leikaranum upp á miklar sveiflur í
túlkun og Ellert A. Ingimundarson
sýndi góð tök á hlutverkinu á frum-
sýningu; fór hægt af stað en náði
góðri stígandi eftir því sem leikn-
um vatt fram og sýndi marga frá-
bæra takta, sérstaklega í „samleik“
við hið fyrirferðamikla hljóðfæri
sem á margan hátt er hljóðfæra-
leikaranum „fjötur um fót“.
Íslensk þýðing Hafliða Arn-
grímssonar og Kjartans Óskars-
sonar er á þjálu og eðlilegu máli,
leikarinn beinir máli sínu stöðug út
í salinn og nær með því að skapa
ágæta nálægð og tengsl við áhorf-
endur. Segja má að áhorfendur
séu, ásamt hljóðfærinu, í hlutverki
mótleikara í sýningunni. Rýmið
sem leikið er í er fremur þröngt og
afmarkað og gefur góða tilfinningu
fyrir innilokun og þeim einmana-
leika sem þjakar kontrabassaleik-
arann. Í verkinu vega kómíkin og
tragíkin skemmtilega salt og end-
urspeglast í þeim tónlistardæmum
sem brugðið er upp til stuðnings
textanum.
Kjartan Ragnarsson hefur skap-
að skemmtilega sýningu úr athygl-
isverðu verki sem óhætt er að
mæla með.
Soff ía Auður Birgisdótt ir
Vein kontra-
bassaleikarans
LEIKLIST
L e i k f é l a g
R e y k j a v í k u r
Höfundur: Patrick Süskind. Íslensk
þýðing: Hafliði Arngrímsson og
Kjartan Óskarsson. Leikstjóri:
Kjartan Ragnarsson. Leikari:
Ellert A. Ingimundarson. Leik-
mynd og búningar: Axel Hall-
kell Jóhannesson. Hljóð: Ólafur
Örn Thoroddsen. Lýsing: Lárus
Björnsson. Litla svið Borgar-
leikhússins, 30. mars.
KONTRABASSINN
ÞÓTT ótrúlegt megi virðast var
óperunni Carmen eftir franska tón-
skáldið Georges Bizet fálega tekið á
frumsýningu verksins fyrir réttum
126 árum. Óperuna þótti helst skorta
fagrar laglínur og dramatík. Vera má
að þessi gagnrýni á tónlist óperunnar
hafi að einhverju leyti verið lituð af
sögu verksins og aðalpersónunni,
Carmen. Flestar kvenpersónur óp-
erubókmenntanna til þessa höfðu
verið dyggðum prýddar stúlkur eða
hjartahlýjar konur sem innst inni
voru góðar þótt ytri aðstæður hefðu
gert þær hálfvegis utangarðs. En
Carmen þótti bara vond. Hún elti eig-
in duttlunga; – elskaði þá sem henni
sýndist, þegar henni sýndist, og kast-
aði ástmönnum frá sér samviskulaust
þegar hún var búin að fá leið á þeim.
Sýning Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands í gærkvöldi var í heild sinni
ákaflega vel lukkuð. Strax í forleik
fyrsta þáttar var ljóst að hér var
kominn feiknagóður hljómsveitar-
stjóri, með markvisst og músíkalskt
taktslag og framúrskarandi í rytm-
ískri nákvæmni. Það var unun að
hlusta á hljómsveitina undir stjórn
þessa manns. Það var hálfgert bak-
slag að heyra í körlum Kórs Íslensku
óperunnar sem sungu langt undir
getu í fyrsta þætti. Ólafur Kjartan
Sigurðarson var frábær í sínu litla
hlutverki sem Morales og Hulda
Björk Garðarsdóttir var mjög góð
Micaela. Mario Malagnini sem Don
José var nokkuð mistækur; – ekkert
sérstakur framan af, en sótti í sig
veðrið er á leið. Upphaf blómaaríunn-
ar í öðrum þætti var beinlínis falskt,
en eftir nokkra takta náði hann sér á
strik og óx ásmegin jafnt og þétt allt
til enda óperunnar. Christopher Ro-
bertson var stórkostlegur Escamillo
og söng nautabanaaríu sína í öðrum
þætti eftirminnilega vel. Sú sem átti
sviðið var Sylvie Brunet í hlutverki
Carmenar. Þessi frábæra söngkona
fór létt með hlutverk sígaunastúlk-
unnar örgeðja og söngur hennar var í
alla staði framúrskarandi góður.
Hana vantaði hins vegar talsvert á
leikræna sviðinu; – hún var eiginleg
allt of pen og settleg Carmen og vant-
aði þann grófa og hráa losta sem
manni finnst Carmen eiga að hafa til
að bera. Hún var þokkafull og veru-
lega indæl, en ekkert sexí. En söng-
urinn bætti það sannarlega upp, og
hún beitti brjósttónum óspart til að
ná fram grófari raddblæ. Söngur
hennar var jafn og góður alla óperuna
og hápunktarnir voru að sjálfsögðu
Habañeran í fyrsta þætti og söngur-
inn sem hún syngur til Don José á
kránni í öðrum þætti. Þar dansar hún
honum eins konar einkadans til að
tæla hann til að flýja með sér; – dans-
inn var allt of snyrtilegur og vantaði
alla erótík, þótt söngurinn væri listi-
lega góður. Aðrar persónur voru allar
góðar. Zuniga, sunginn af Sándori
Egri, var afar sannfærandi valds-
maður og þær Ingveldur Ýr Jóns-
dóttir og Iane Roulleau voru stór-
góðar sem sígarettustúlkurnar
Mercedes og Frasquita og Laurent
Alvaro og Georges Gautier voru góð-
ir sem smyglararnir Le Dancaïre og
Le Remendado. Kvintett þeirra fjög-
urra síðastnefndu og Carmenar í öðr-
um þætti var frábærlega sunginn.
Söngur Kórs Íslensku óperunnar olli
nokkrum vonbrigðum; sérstaklega
framan af. Textaframburður hjá
körlum í fyrsta þætti var slakur og ís-
lensku framstæðu essin allt of áber-
andi. Þriðji þátturinn, þar sem Carm-
en og Don José eru með smyglurum
til fjalla, var sístur í flutningnum í
gærkvöldi, og var daufur ef undan er
skilin frábærlega sungin aría Huldu
Bjarkar, Je dis que rien ne m’épouv-
ante, í hlutverki Micaelu. Fjórði þátt-
urinn var hins vegar stórkostlega
góður og þar náði dramatíkin há-
marki í magnaðri spennu milli Carm-
enar og Don José. Mario Malagnini
var kominn í mikið söngstuð og var
virkilega sannfærandi í örvæntingu
hins kokkálaða Don José og Sylvie
Brunet var hreint út sagt frábær.
Stærsta plús kvöldsins fær þó Sinfón-
íuhljómsveit Íslands sem lék frábær-
lega vel undir stjórn Anissimovs.
Sviðsetning verksins tókst prýðilega,
en það verður að segjast eins og er að
búningar kórfólksins voru einum of
kunnuglegir; – manni finnst maður
vera búinn að sjá þessar litlausu dul-
ur í að minnsta kosti annarri hverri
uppsetningu Óperunnar á liðnum ár-
um. Meira að segja hermannabún-
ingar dátanna í fyrsta þætti; – gott ef
þeir eiga ekki uppruna sinn í sýningu
Þjóðleikhússins á Höfuðsmanninum
frá Köpernick fyrir nokkrum áratug-
um. Það hefði gjarnan mátt kosta
meiru til í búningum kórfólksins til að
koma til móts við annars stórgóða
sýningu.
Morgunblaðið/Ásdís
„Carmen“, söngkonan Sylvie Brunet og stjórnandinn Alexander Anissimov, hyllt að flutningi loknum.
Góð Carmen, en lostalaus
Bergþóra Jónsdótt ir
TÓNLIST
L a u g a r d a l s h ö l l
Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kór Ís-
lensku óperunnar og einsöngvarar
flytja Carmen, óperu í fjórum þátt-
um eftir Georges Bizet við óp-
erutexta Henris Meilhacs og Ludo-
vics Hallévys sem byggður er á
sögu eftir Prosper Mérimée. Söngv-
arar: Sylvie Brunet, Mario Mal-
agnini, Christopher Robertson,
Hulda Björk Garðarsdóttir, Iane
Roulleau, Ingveldur Ýr Jónsdóttir,
Sándor Egri, Ólafur Kjartan Sig-
urðarson, Laurent Alvaro, Georges
Gautier. Hljómsveitarstjóri: Alex-
ander Anissimov. Kórstjóri: Garðar
Cortes. Sviðsetning: Sonja Frisll-
Schröder. Föstudag kl. 19.30.
ÓPERA
SPÆNSKI tenórsöngvarinn José
Carreras mun halda hljómleika í
Laugardalshöll 17. september nk.
og mun Sinfóníuhljómsveit Íslands
leika undir en kór íslensku óper-
unnar syngja bakraddir. Sigrún
Hjálmstýsdóttir mun syngja nokkur
lög með Carreras. Stjórnandi á tón-
leikunum verður David Gimenez.
Carreras er einn þriggja dýrustu
listamanna heimsins í dag, ásamt
félögum sínum í Tenórunum þrem-
ur, þeim Pavarotti og Domingo.
Að sögn Alfreðs Alfreðssonar,
eins umboðsmannanna sem gengst
fyrir hljómleikunum, verður lögð
áhersla á að gera þá eins glæsilega
og kostur er. Laugardalshöllin
verður færð í sérstakan búning, og
verður salnum skipt í fimm svæði
sem í gilda fimm mismunandi miða-
verð á bilinu 5.500 til 25.000 krón-
ur.
„Carreras samþykkti að halda
þessa hljómleika, ekki síst af áhuga
fyrir því að koma til Íslands, en
hann mun koma daginn fyrir hljóm-
leikana og dvelja hér á landi í þrjá
daga.“
Carreras mun fastsetja efnis-
skrána þegar nær dregur hljóm-
leikunum, sem verða um tveggja
tíma langir. Miðasala hefst 17. apríl
næstkomandi, og verður hægt að
kaupa þá á netinu á www.mida-
sala.is.
Carreras í Laugardalshöll