Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 9
HÆSTIRÉTTUR ómerkti á
fimmtudag dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur í máli sem kona höfðaði
gegn íslenska ríkinu vegna mistaka
sem hún telur að hafi átt sér stað við
meðferð í kjölfar brjóstaminnkunar-
aðgerðar árið 1991. Eftir aðgerðina
komst drep í geirvörtusvæði og hef-
ur þurft að gera margar lýtaaðgerðir
á brjóstinu vegna þessa.
Í dómi Hæstaréttar segir að and-
stæð læknisfræðileg álit liggi fyrir í
málinu og því hefði verið nauðsyn-
legt að leita álits læknaráðs á ýmsum
atriðum. Þá sé dómnum sem féll í
héraði verulega áfátt að öðru leyti.
Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt:
„Reifun á málavöxtum, málsástæð-
um og lagarökum er aðallega fólgin í
því að taka upp orðrétta kafla úr
stefnu og greinargerð. Ýmist er alls
ekki eða á ófullnægjandi hátt gerð
grein fyrir ýmsum mikilvægum
gögnum, svo sem vottorðum og bréf-
um lækna. Sérstaka athygli vekur,
að ekki er minnst á álitsgerð land-
læknis 9. júní 2000, sem þó gæti haft
verulega þýðingu í málinu. Í niður-
stöðukafla dómsins skortir mjög á,
að skýr afstaða sé tekin til máls-
ástæðna og lagaraka. Er þetta and-
stætt 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991
um meðferð einkamála. Verður ekki
hjá því komist að ómerkja héraðs-
dóm svo og málsmeðferð frá og með
málflutningi og vísa málinu heim í
hérað til löglegrar meðferðar,
gagnaöflunar og uppkvaðningar
dóms að nýju.“
Hæstaréttardómararnir Garðar
Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir,
Haraldur Henrysson, Hrafn Braga-
son og Pétur Kr. Hafstein kváðu upp
dóminn.
Hæstiréttur ómerkir
dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur
Málsmeð-
ferð var
verulega
ábótavant
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar
Fermingartilboð
Snittur, brauðtertur, alhliða veisluþjónusta
Pantið tímanlega
Stúdíó Brauð,
Arnarbakka 2 - sími 577 5750
! "# $ #"#
Frakkar stuttir og síðir
Ótrúlegt úrval af
buxum og peysum
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Dúndur útsala á ekta pelsum
Allt að 50% afsláttur á meðan birgðir endast
Handunnin húsgögn allt að 50% afsláttur.
Mikið úrval af fermingargjöfum, gjafavörum,
sérkennilegum ljósum, fatnaði o.fl
Opið virka daga frá kl. 11-18
og laugard. frá kl. 11-16.
Sigurstjarnan,
Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin),
sími 588 4545.
Vor
Sumar
2001
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík ,
sími 562 2862
Aðalheiður
Snyrtifræðingur
Dagný Elsa
Hómópati Hómópati
Harpa Jóna Ágústa Sigrún Sigrún Sól
Alexandertæknikennari Nuddari, kinesiolog Svæðanuddari, kinesiolog,
ilmolíuþerapisti
SólmundsdóttirGuðjónsdóttirRagnheiðardóttirGuðmundsdóttirEinarsdóttirHjelm
Gefðu nytsama
fermingargjöf
Gott úrval af seðlaveskjum.
Vinsælu skartgripaskrínin
eru komin.
Líttu í gluggana
kr. 4
.800