Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 67
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 67
DAGSKRÁ kvikmyndahátíðarinnar
Kvikar myndir: Pólitík er sem hér
segir:
31. mars. Opið milli 12 og 17.
Loft: Frjáls flokkur.
Gólf: Áróðursm. Kl. 15 ýmsir titlar.
Gryfja: Heimildarmyndir: Kl. 13
Titicut Follies eftir Fredrick Wise-
man. Kl. 14.30 Painters Paintings eft-
ir Emile De Antonio.
MÍR-salurinn: Kvikmyndas. kl. 20.
Hiroshima Mon Amour (1959) eftir
Alain Resnais. Frönsk/japönsk. 90
mín.
1. apríl. Opið milli 12 og 17.
Loft: Frjáls flokkur.
Gólf: Áróðursm.: Kl. 15 ýmsir titlar.
Gryfja: Heimildarmyndir: Kl. 13 Le
Joli Mai eftir Chris Marker, kl. 15 Án
titils eftir Pétur Má Gunnarsson.
MÍR-salurinn: Kvikmyndasýning
kl. 20. Metropolis (1926) eftir Fritz
Lang. Þýsk. 120 mín.
2. apríl. Opið milli 12 og 17.
Loft: Frjáls flokkur.
Gólf: Áróðursmyndir: Kl. 15 ýmsir
titlar. Gryfja: Heimildarm.: Kl. 13
myndir eftir John Grierson. Kl. 15
Triumph des Willens eftir Leni Rief-
enstahl.
MÍR-salurinn. Kvikmyndasýning
kl. 20. Verkfall (1924) eftir Sergei Eis-
enstein.
3. apríl. Opið milli 12 og 17.
Loft: Frjáls flokkur.
Gólf: Áróðursm.: Kl. 15 ýmsir titlar.
Gryfja: Heimildarm.: Kl. 13 Titicut
Follies eftir Fredrick Wiseman. Kl.
14.30 Painters Paintings eftir Emile
De Antonio.
MÍR-salurinn: Kvikmyndasýning
kl. 20. Bóndi (1974 ) eftir Þorstein
Jónsson. Grenada, Grenada, Grenada
mín (1967) eftir Romans Karmen.
5. apríl. Opið milli 12 og 17.
Loft: Frjáls flokkur.
Gólf: Áróðursmyndir: Kl. 15 ýmsir
titlar.
Gryfja: Heimildarmyndir: Kl. 13
Le Joli Mai eftir Cris Marker. Kl. 15
Án titils eftir Pétur Má Gunnarsson.
MÍR- salurinn: Kvikmyndasýning
kl. 20. Reynsluár Tékkóslóvakíu
(1969) eftir A. Koloshin. Rússnesk.
6. apríl. Opið milli 12 og 17.
Loft: Frjáls flokkur.
Gólf: Áróðursmyndir: Kl. 15 ýmsir
titlar. Gryfja: Heimildarmyndir: Kl.
14. Kvikmyndir Þorsteins Jónssonar,
Gagn og gaman, Fiskur undir steini
Lífsmark, Öskudagur.
MÍR-salurinn: Kvikmyndasýning
kl. 20. Berlin: die Sinfonie der Gross-
stadt (1929), Walther Ruttman.
7. apríl. Opið milli 12 og 17.
Loft: Frjáls flokkur.
Gólf: Áróðursmyndir: Kl. 14 ýmsir
titlar. Gryfja: Málþing kl 15: Kalda-
stríðið og kvikmyndapólitíkin.
8. apríl. Opið 12 - 17. Hátíðin endar.
Loft: Frjáls flokkur.
Gólf: Áróðursmyndir.
Gryfja: Heimildarmyndir: Kl. 14
kvikmyndir Þorsteins Jónssonar:
Gagn og gaman
Fiskur undir steini
Lífsmark
Öskudagur.
Dagskrá hátíðarinnar Kvikar myndir
AÐALFUNDUR Félags um
Þjóðlagasetur séra Bjarna Þor-
steinssonar verður haldinn í safn-
aðarheimili Siglufjarðarkirkju í
dag, laugardaginn 31. mars, kl. 17.
Á fundinum verða áætlanir
félagsins varðandi framkvæmdir
við Þjóðlagasetrið ræddar og
teikningar sýndar. Þá verður sagt
frá þjóðlagahátíð á Siglufirði dag-
ana 10.-15. júlí.
Kvikmyndir og pólitík
Rangt var farið með opnunartíma
Nýlistasafnsins í tengslum við kvik-
myndahátíðina Kvikar myndir sem
stendur yfir til 8. apríl. Safnið er opið
frá kl. 12–17 alla daga nema mánu-
daga. Er beðist velvirðingar á þessu.
Hljómleikar til
heiðurs Jóni Múla
Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í
gær að tónleikar til heiðurs Jóni
Múla Árnasyni, áttræðum, voru
sagðir vera þá um kvöldið. Rétt er
hins vegar að þeir verða í kvöld kl.
20.30 í Salnum, Tónleikahúsi Kópa-
vogs. Miðaverð er 1.500 kr. Beðist er
velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer
sunnudaginn 1. apríl kl. 10.30 í
óvissuferð þar sem ekkert er gefið
uppi um gönguleið nema að þar er að
sjá fallegan foss.
Þetta er um 3 klst. auðveld ganga
og er verð 1.400 kr. fyrir félaga og
1.600 kr. fyrir aðra. Brottför frá BSÍ
og þar eru farmiðar seldir í miðasölu.
Ekki þarf að panta fyrirfram í dags-
ferðir Útivistar og allir eru velkomn-
ir.
Óvissuferð
á vegum
Útivistar
JÓHANN Sigurjónsson, bæjarstjóri í
Mosfellsbæ, verður á meðal þátttak-
enda í hreysti-móti, sem haldið verður
í Íþróttamiðstöðinni í Varmá í Mos-
fellsbæ í dag. Á mótinu, sem hefst
klukkan þrjú og stendur til klukkan
fimm, munu 22 karlmenn og 12 konur
keppa um svokallaðan Galaxy-bikar.
Hjalti „Úrsus“ Árnason, einn af
skipuleggjendum mótsins, sagði að
keppt væri í ýmsum þrautum og því
þyrftu keppendur að vera í góðu lík-
amlegu ástandi. Einnig þyrfti útlitið
að vera í lagi því einnig væri dæmt út
frá því.
Hjalti sagðist búast við góðri
stemmningu á mótinu en miðaverð er
1.200 krónur fyrir fullorðna og 600
fyrir börn. Að sögn Hjalta hefur
áhuginn fyrir mótum af þessu tagi
farið mjög vaxandi, bæði hér og er-
lendis, og sagði hann að áhuginn héld-
ist í hendur við aukna vitund almenn-
ings um kosti heilbrigðs lífernis.
Í tilefni af mótinu bíður Íþróttamið-
stöðin í Varmá upp á sérstakt sund-
tilboð, sem gildir fram að páskum.
Allir þeir sem skokka á upphituðu
hlaupabrautinni fyrir framan íþrótta-
húsið fá frítt í sund á eftir.
Hreysti-
mót í
Mosfellsbæ
FERÐAFÉLAG Íslands efnir til
skíðagönguferðar á Holtavörðu-
heiði 1. apríl. Brottför frá BSÍ er
kl. 9 f.h. á sunnudag og eftir við-
komu á skrifstofu FÍ í Mörkinni 6
verður ekið norður á Holtavörðu-
heiði og sprett þar vel úr skíða-
göngusporum. Fararstjóri í þess-
ari ferð er Sigríður H. Þor-
bjarnardóttir, sem er þaulvön
fararstjórn. Að þessu sinni er af-
sláttur fyrir félagsfólk af fargjaldi,
félagsmenn greiða 3.200 kr. en
aðrir 3.500 kr.
Skíðagöngu-
ferð hjá FÍ
♦ ♦ ♦
NÝTT dagblað hefur göngu
sína mánudaginn 23. apríl
næstkomandi, að því er segir í
fréttatilkynningu. Blaðið á að
heita Fréttablaðið og verður
gefið út af samnefndu fé-
lagi.
„Fréttablaðinu verður dreift
frítt í 75 þúsund eintökum inn
á hvert heimili á höfuðborg-
arsvæðinu og í samstarfi við
DV annars staðar á landinu.
Blaðið verður 24–32 síður að
stærð og kemur út alla virka
daga, frá mánudegi til föstu-
dags. Í því verða stuttar, skýr-
ar og upplýsandi fréttir af at-
burðum og viðfangsefnum
heima og erlendis.
Áhersla verður lögð á að
gefa yfirlit um það sem í boði
er til afþreyingar og fróðleiks
hvern dag vikunnar. Blaðið er
óháð og tekur ekki afstöðu til
pólitískra deilumála en mun
leitast við að fjalla um
skoðanir og viðhorf sem
fréttaefni,“ segir í tilkynning-
unni.
Ritstjóri Fréttablaðsins verð-
ur Einar Karl Haraldsson, að
því er fram kemur í tilkynning-
unni. Fulltrúi útgefenda verður
Gunnar Smári Egilsson og
fréttastjóri Pétur Gunnarsson.
Gert er ráð fyrir 16 blaða-
mönnum á ritstjórn auk ann-
arra starfsmanna.
Fyrirtækið Póstflutningar
ehf. hefur verið stofnað til þess
m.a. að annast dreifingu
Fréttablaðsins.
MorgunblaðiðArnaldur
Einar Karl Haraldsson er ritstjóri Fréttablaðsins.
Stefnt að útkomu
Fréttablaðsins 23. apríl