Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 25
• Smiðjuvegur 5
• 200 Kópavogur
• Sími 58·50·500
• Símbréf 58·50·508
• Árval · s: 564 3232
• www.skolavorubudin.is
1,3 milljarða halli
á vöruskiptum
Í FEBRÚARMÁNUÐI voru fluttar
út vörur fyrir 13,2 milljarða króna og
inn fyrir 14,5 milljarða króna fob.
Vöruskiptin í febrúar voru því óhag-
stæð um 1,3 milljarða en í febrúar í
fyrra voru þau hagstæð um 0,7 millj-
arða á föstu gengi. Fyrstu tvo mán-
uði ársins voru fluttar út vörur fyrir
27,6 milljarða króna en inn fyrir tæpa
28,3 milljarða króna fob. Halli var því
á vöruskiptunum við útlönd sem nam
600 milljónum króna en á sama tíma
árið áður voru þau óhagstæð um 1,3
milljarð á föstu gengi. Fyrstu tvo
mánuði ársins var vöruskiptajöfnuð-
urinn því 700 milljónum króna hag-
stæðari en á sama tíma í fyrra.
Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur
fram að verðmæti vöruútflutnings
fyrstu tvo mánuði ársins var 3,4 millj-
örðum eða 14% meira á föstu gengi
en á sama tíma árið áður. Aukningin
stafar af útflutningi iðnaðarvöru, að-
allega áli. Sjávarafurðir voru 55% alls
útflutnings og var verðmæti þeirra
3% meira en á sama tíma árið áður.
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu
tvo mánuði ársins var 2,7 milljörðum
eða 11% meira á föstu gengi en á
sama tíma árið áður. Aðallega má
rekja vöxtinn til aukins innflutnings
á hrávörum og rekstrarvörum.
!!!"!#"$%
'
!
"!#
! " # !
$
$!
%
$%
"
$
&
'
$
&! ' (
( )*+)
,-,,
,.)*
-./-
, )-),
/()
(-(0
1 -,++
1 ./(+
//)0
-/.
(-/
0 -/-/
0(//
1 11)*
-/1,
0 01)+
/,1
1./0
1 (//,
1 -)*+
(*./
1 +-,+
!
2,+)3
2-*+3
20))3
!
410+3
2)1/3
4.+3
4/+13
2//3
4)*/3
4)1.3
"#$%&
'(
)
*
(+"),
& "
!% !
%'
DANSKA vindmyllufyrirtækið
Vestas Wind System skilaði upp-
gjöri í vikunni og var það mun
betra en markaðurinn vænti.
Hagnaðaraukning frá fyrra ári var
32% en fyrirtækið tilkynnti 866
milljóna danskra króna hagnað fyr-
ir skatta sem samsvarar um 8,7
milljörðum íslenskra króna. Velta
fyrirtækisins jókst um 38% í 6,5
milljarða danskra króna og áætl-
anir Vestas gera ráð fyrir 39%
aukningu hagnaðar á þessu ári.
Gengi hlutabréfa fyrirtækisins
hækkaði um 6% á miðvikudag þeg-
ar uppgjörið var kynnt.
Vestas hefur náð góðri stöðu á
Bretlandi og Írlandi með markaðs-
hlutdeild upp á um 80%, að því er
fram kemur í Morgunpunktum
Kaupþings í vikunni.
Vestas Wind System
Uppgjör um-
fram væntingar
alltaf á þriðjudögum