Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 51
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 51 FREMSTIR FYRIR GÆÐI Milli manns og hests... ... er arhnakkur Fermingargjafir í miklu úrvali Frábær fermingartilboð Vitni óskast flugslysið í Skerjafirði Undirritaður óskar eftir að komast í samband við fólk, sem kann að hafa vitneskju og/eða gögn um hvaðeina er lýtur að flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst 2000, starf- semi flugrekenda og flugmálayfirvalda í Vestmannaeyj- um þá Verslunarmannahelgi, á Reykjavíkurflugvelli og um annað er tengist þessu beint eða óbeint. Ekki síst er sóst eftir upplýsingum um gjörðir og samtöl í tengslum við flugferðir flugrekenda til og frá Vest- mannaeyjum og gjörðir eftirlits- og vaktmanna flug- málastjórnar í Vestmannaeyjum þessa helgi (sérstak- lega þeirra 7-8 sem komu frá Reykjavík). Einnig er leit- ast eftir vitneskju um allar aðstæður og gjörðir er lúta að stjórnun flugumferðar á Reykjavíkurflugvelli fyrir og eftir brotlendingu TF-GTI í Skerjafjörðinn. Farið verður með allar ábendingar sem trúnaðarmál, sé þess óskað. Þeim, sem hafa upplýsingar og/eða gögn er lúta að þessum málum, er bent á að hafa samband við: Friðrik Þór Guðmundsson, Miðstræti 8A, 101 Reykjavík, sími 896 1243. Netfang: lillo-kristin@islandia.is MIKIL spenna er í kringum tölt- mótið Ístölt sem verslunin Tölt- heimar stendur fyrir í Skautahöll- inni í Reykjavík í kvöld. Keppendur hafa verið valdir sérstaklega til þátttöku og sagði Erling Sigurðs- son hjá Töltheimum, sem stjórnað hefur valinu, að hann hefði aldrei lent í öðru eins. Úrvalið af góðum hestum væri svo mikið að auðveld- lega hefði verið hægt að velja helm- ingi fleiri úrvalstöltara á ísinn. Auk keppnishrossanna koma fram þrír stóðhestar. Atli Guðmundsson sýn- ir Orrasoninn Svein Hervar frá Þúfu, Samantha Leidesdorff sýnir Safír frá Viðvík, sem brátt yfirgef- ur landið fyrir fullt og allt því hann hefur verið seldur til Noregs, og Björn Jónsson sýnir Glampa frá Vatnsleysu sem vanur er að heilla áhorfendur þar sem hann kemur fram. Miðasala hefur gengið vel og þegar rætt var við Erling var að verða uppselt í stúkuna. Húsið er opnað kl. 7.30 en keppnin hefst kl. 8.00. Dregið hefur verið um röð kepp- enda, en keppt verður í níu riðlum og eru þrír keppendur í hverjum riðli. Röð keppenda verður þannig: 1. riðill Vignir Siggeirsson á Kjarna frá Ási Róbert Petersen á Björmu frá Árbakka Birgitta Kristinsdóttir á Birtu frá Hvolsvelli 2. riðill Hafliði Halldórsson á Valíant frá Heggstöðum Gísli Gíslason á Birtu frá Ey Magnús Arngrímsson á Smára frá Skagaströnd 3. riðill Adolf Snæbjörnsson á Eldingu frá Hóli Tryggvi Björnsson á Snekkju frá Bakka Sveinn Ragnarsson á Leikni frá Laugarvöllum 4. riðill Ragnar Hinriksson á Feng frá Garði Vignir Jónasson á Keili frá Mið- sitju Ólafur Ásgeirsson á Glúmi frá Reykjavík 5. riðill Jón Reynir Jónsson á Ásdísi frá Lækjarbotnum Hinrik Bragason á Tralla frá Nesi Sigurbjörn Bárðarson á Óskari frá Litla-Dal 6. riðill Matthías Barðason á Ljóra frá Ketu Sigurður Sigurðarson á Óliver frá Austurkoti Elías Þórhallsson á Galsa frá Ytri-Skógum 7. riðill Gylfi Garðarsson á Erli frá Kópavogi Benedikt Líndal á Létti frá Stóra-Ási Maríanna Gunnarsdóttir á Kópi frá Kílhrauni 8. riðill Hans Kjerúlf á Laufa frá Kolla- leiru Leó Geir Arnarson á Stóra- Rauði frá Hrútsholti Svanhvít Kristjánsdóttir á Glóð frá Grjóteyri 9. riðill Ásgeir Svan Herbertsson á Flóru frá Hofi Sigurður Matthíasson á Kjarki frá Egilsstaðabæ Páll Bjarki Pálsson á Kommu frá Flugumýri. Búið var að velja Baldvin Ara Guðlaugsson á Golu frá Ysta-Gerði í hópinn en hann getur ekki mætt. Í stað hans var Maríanna Gunnars- dóttir valin en hún keppir á Kópi frá Kílhrauni. Sigurður Sigurðar- son ætlaði að keppa á Skugga- Baldri frá Litla-Dal en hefur skipt um hest og verður með Óliver frá Austurkoti. Tuttugu og sjö úrvals- töltarar keppa á ísnum Morgunblaðið/Valdimar Magnús Arngrímsson og Filma frá Árbæ sigruðu á Ístöltinu í fyrra. Nú mætir Magnús á ný með hinn glæsi- lega stóðhest Smára frá Skagaströnd og verður spennandi að sjá hvað þeir gera. KEPPT verður í tveimur flokkum, í opnum flokki, sem er hugsaður fyrir atvinnukonur og keppnisvanar, og áhugamannaflokki fyrir minna keppnisvanar konur. Tveir keppendur eru inni á vell- inum í einu og þulur stýrir þeim. Þrír dómarar dæma. Verði fleiri en 20 keppendur í hvorum flokki verður boðið upp á A- og B-úrslit. Hæg er að skrá sig á skrifstofu Eiðfaxa og er síðasti skráningardag- ur þriðjudagurinn 3. apríl. nk. Styttist í kvenna- töltmótið ÓSKAÐ hefur verið eftir að birta eftirfarandi athugasemd vegna um- fjöllunar um sumarexem í hrossum: Sumarexem er ofnæmi í hrossum gegn próteini (ofnæmisvaka) sem berst í hestana við bit mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Ofnæmið er vandamál í íslenskum hestum á er- lendri grund. Auk þess sem sum- arexemið getur valdið hestunum mikilli þjáningu hefur það verulega neikvæð áhrif á íslenskan hrossaút- flutning. Það er því mjög brýnt að þessi sjúkdómur sé rannsakaður og reynt að finna leiðir til úrbóta. Á Tilraunastöðinni á Keldum fara nú fram rannsóknir í samvinnu við Há- skólann í Bern sem miða að því að skilgreina ofnæmisvakana í mýflug- unum og gen þeirra, skilgreina bet- ur eðli þess ónæmissvars sem stuðl- ar að sumarexeminu og þróa aðferðir til bólusetningar gegn því. Sumarexem er mjög flókinn sjúk- dómur eins og ofnæmi hjá öðrum dýrategundum og mikið rannsókn- arstarf framundan. Við fögnum ein- dregið öllum þeim sem vilja leggja lóð á vogarskálarnar til að efla og styrkja rannsóknir á sumarexemi, en virkt samstarf vísindamanna með margvíslega sérmenntun og reynslu er undirstaða þess að ár- angur náist í nútíma lífvísindum. Okkur finnst mjög miður að þessar rannsóknir skuli vera orðnar bit- bein í fjölmiðlum og um þær ritað á ófaglegan og óupplýstan hátt. Í ljósi þessa viljum við koma eft- irfarandi athugasemdum á fram- færi vegna nýlegrar umfjöllunar í Morgunblaðinu um sumarexem í hestum. Þar er um að ræða viðtal Ásdísar Haraldsdóttur við Björn Steinbjörnsson dýralækni sem birt- ist 9. mars og innsenda grein eftir Sigríði Jóhannesdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, sem birtist 20. mars. Við höfum ekki fundið neinar greinar um sumarexem í ritrýndum vísindatímaritum eftir prófessor Wolfgang Leibold eða Björn Stein- björnsson. Hvergi liggur því fyrir lýsing á svokölluðu „viðkæmnis- prófi“ (næmisprófi) á hestum fyrir sumarexemi og ekki eru neinar upplýsingar birtar um prófið þann- ig að hægt sé að leggja dóm á hvort það sé nothæft eða ekki. Mjög erfitt er að skilja viðtal Ás- dísar við Björn, en þar er ruglað saman grundvallarhugtökum í ónæmisfræði. Ómögulegt er að átta sig á því hvað felst í næmisprófinu og niðurstöður virðast byggjast á örfáum hestum. Það skal tekið fram að það voru ekki Íslendingar sem drógu sig út úr samstarfi við prófessor Wolf- gang Leibold við Dýralæknaskól- ann í Hannover (eins og segir í grein Sigríðar) heldur var það hann sem neitaði að skrifa undir sam- starfssamning. Prófessor Leibold vildi ekki raunverulegt samstarf við þá íslensku aðila sem eru að vinna á þessu sviði, þ.e. Tilraunastöðina á Keldum og Yfirdýralæknisembætt- ið, heldur vildi hann einungis að þessir aðilar aðstoðuðu við að út- vega íslenskt rannsóknarfé og legðu auk þess til ókeypis vinnu, aðstöðu og tæki. Því var ákveðið að hefja samstarf við vísindamenn í Sviss sem hafa unnið í áratugi við rannsóknir á hrossasjúkdómum, þar á meðal á sumarexemi, og birt um það greinar í ritrýndum tímarit- um en ekki einungis í dagblöðum. Meðal annars hafa þessir aðilar birt grein um próf sem þeir nota til að athuga hvaða hestar svara mý- fluguofnæmisvökum. Hestar sem svara jákvætt í þessu prófi fá sum- arexem ef þeir eru útsettir fyrir flugunni (Veterinary immunology and immunopathology 1999, 71:307–320). Hestar sem svara í prófinu á Culicoides-mýfluguna, sem lifir ekki hér á landi og er talin valda sumarexemi, svara yfirleitt líka á Simulium, íslenska bitmýið. Þrátt fyrir þessar niðurstöður telj- um við langt í frá að það sé sannað að hægt sé að segja fyrir um næmi íslenskra hrossa fyrir sumarexemi með þessu prófi eða sambærilegum prófum. Það er von okkar að umfjöllun um rannsóknir á sumarexemi í ís- lenskum hestum verði málefnalegri og rökréttari framvegis og við mun- um fúslega veita upplýsingar um gang rannsókna á sumarexemi sem unnar eru á Keldum í samstarfi við Háskólann í Bern. Sumarexem í hross- um – athugasemd Dr. Ágúst Sigurðsson hrossarækt- arráðunautur. Dr. Ólafur Andrésson lífefnafræð- ingur, Keldum. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma Hólum, Hjaltadal. Dr. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ónæmisfræðingur, Keldum. Með prentara og án prentara Fyrir rafhlöðu og 220 V AC RÖKRÁS EHF. Kirkjulundi 19, sími 565 9393 Hágæða vogir á góðu verði verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.