Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 22
AKUREYRI
22 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fulltrúakjör á ársfund
ASÍ
Samkvæmt lögum Einingar-Iðju fara kosningar fulltrúa fé-
lagsins á ársfund Alþýðusambands Íslands fram að við-
hafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í samræmi við reglugerð
ASÍ um slíkar kosningar.
Félagið hefur rétt til að senda 10 fulltrúa á ársfundinn, sem
haldinn verður á Hótel Loftleiðum í Reykjavík dagana 28.-
29. maí 2001.
Framboðslistum eða tillögum um fulltrúa til þessa ársfund-
ar, þar sem tilgreind eru nöfn aðalfulltrúa í samræmi við
framanskráð og jafn margra til vara, ber að skila á skrif-
stofu félagsins á Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl.
12 á hádegi mánudaginn 9. apríl 2001. Hverjum framboðs-
lista skulu fylgja meðmæli 80 fullgildra félagsmanna.
Akureyri 29. mars 2001.
Stjórn Einingar-Iðju
SÓKNARPRESTUR Gríms-
eyinga, séra Magnús Gunnarsson,
prestur á Dalvík, lagði á sig sjö
tíma siglingu til og frá Dalvík til
að fara yfir boðskap páskanna
með skólabörnunum í Grunnskól-
anum í Grímsey.
Séra Magnús kom í skólann rétt
um hádegisbil eftir sjóferð í
þungri undiröldu.
Meðan Magnús kenndi skóla-
börnunum brast á bylur og er Sæ-
fari lagði frá Grímsey sást ekki í
heiðgula ferjuna í sortanum. En
boðskapur páskahátíðarinnar
komst til skila – þökk sé séra
Magnúsi.
Sóknarpresturinn heimsótti skólabörn í Grímsey
Var sjö
tíma á sjó
Morgunblaðið/Helga Mattína
Sr. Magnús Gunnarsson með skólabörnum í Grímsey.
NÝR leikskóli, Iðavöllur, verður
formlega opnaður í dag, laugardag,
en börnin fluttu inn í leikskólann
sinn nú fyrr í vikunni. Húsið er nýtt
og reisulegt en það var byggt á
grunni gamla Iðavallar sem orðinn
var úr sér genginn og lúinn.
„Þetta er í alla staði afar vandað
og glæsilegt hús og það eru allir
mjög ánægðir með að vera komnir
hingað inn,“ sagði Kristlaug Svav-
arsdóttir leikskólastjóri. Hún sagði
að í húsinu væri afar skemmtileg
birta, vinnuumhverfið væri þægilegt
og andrúmsloftið gott.
Húsið, sem er um 650 fermetrar
að stærð, býður upp á 90 rými og er
þar um að ræða umtalsverða fjölgun
frá því sem áður var á Iðavöllum, en
þar voru 24 rými. Nokkur biðlisti
hafði orðið til á meðan þetta milli-
bilsástand varði og unnið var við
byggingu leikskólans, en nú strax
eftir helgi verða tekin inn 22 ný
börn á leikskólann. „Við byrjum á
því að hafa þau hér í hópaaðlögun,
það hefur verið reynt áður og gefist
vel,“ sagði Kristlaug.
Á meðan leikskólinn var í bygg-
ingu voru börnin í húsnæði í Gler-
árkirkju en þau fluttu öll formlega
með dótið sitt fyrir í vikunni. „Það
var alveg ágætt að vera í kirkjunni,
en auðvitað þykir okkur mjög gott
að vera núna komin heim,“ sagði
Kristlaug. Flest barnanna búa á
Oddeyri, þannig að nú er mun
styttra að fara í leikskólann en áður
þegar farið var á milli bæjarhluta.
Iðavöllur skiptist í fjórar deildir
en þær heita, Jötunheimur, Þrym-
heimur, Glaðheimur og Álfheimur.
Kristlaug sagði að það hefði ekki
vafist lengi fyrir börnunum að læra
þessi nýju nöfn sem uppruna sinn
eiga í goðafræðinni. „Við vorum í
fyrstu hrædd um að þau næðu ekki
þessum erfiðu nöfnum, en raunin
var önnur, þau voru fljót að læra
þau.“
Um 30 manns starfa á Iðavöllum
þegar allt er talið.
Nýr og stærri
Iðavöllur risinn
Morgunblaðið/Kristján
Nýja húsnæði leikskólans Iðavallar á Akureyri er hið glæsilegasta og
verður tekið formlega í notkun í dag. Börnin fluttu inn í húsnæðið fyrr í
vikunni og una hag sínum vel.
GÖNGUDEILD sem starfar í
tengslum við geðdeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri hefur ver-
ið opnuð í húsnæði þar sem barna-
deild FSA var áður, á þriðju hæð í
elstu byggingu sjúkrahússins.
Elsa Guðmundsdóttir, yfirlæknir
á göngudeild, sagði að slík þjónusta
hefði ekki áður verið í boði á Ak-
ureyri en nú væri bætt úr brýnni
þörf. „Með því að opna þess deild
komum við á móts við auknar þarfir
í samfélaginu fyrir þjónustu af
þessu tagi,“ sagði Elsa.
Hún sagði að á göngudeildinni
yrði komið til móts við þá skjól-
stæðinga sem ekki þurfa að leggj-
ast inn á legudeildir og eins yrði
með tilkomu deildarinnar hægt að
útskrifa fólk fyrr af legudeildum og
þannig losa um rými sem væru
mjög ásetin þar.
Húsnæðið þegar of lítið
Húsnæðið hefur verið lagað að
hinni nýju starfsemi, en það er 3–
400 fermetrar að stærð. Elsa sagði
að húsnæðið væri í raun þegar of
lítið, því þörfin fyrir þjónustu væri
það mikil. Hún sagði að ekki væri
endilega víst að um endanlegt hús-
næði yrði að ræða, en starfsemin
færi nú af stað og það væri fyrir
mestu. „Það hefur alltaf vantað
þennan þátt inn í geðlæknisþjón-
ustuna hér í bænum, þannig að nú
verður bætt úr brýnni þörf. Þetta
er, ef svo má segja, punkturinn yfir
i-ið,“ sagði Elsa.
Hún sagði að fyrir væru legu-
deild, dagdeild, tvö áfangaheimili, í
Álfabyggð og Skútagili, og þá væri
athvarfið Lautin starfandi í Þing-
vallastræti.
„Það er aukin vakning í þjóð-
félaginu fyrir þessum málum, fólk
er opnara fyrir einkennum geðsjúk-
dóma, þekkingin hefur aukist og
fordómarnir eru minni,“ sagði Elsa.
Göngudeildin verður opin dag-
lega frá kl. 8 til 16.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Starfsfólk göngudeildar, í fremri röð frá vinstri eru Hulda Baldursdóttir deildarstjóri, Guðrún Jóhannesdóttir
læknaritari, Jónheiður Kristjánsdóttir mótttökuritari og Elsa Guðmundsdóttir yfirlæknir en í aftari röð eru
Þormóður Svavarsson félagsráðgjafi, Rúnar Andrason sálfræðingur, Rögnvaldur Símonarson iðjuþjálfi, Sig-
mundur Sigfússon forstöðulæknir og Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir.
Göngudeild fyrir
geðsjúka opnuð hjá FSA
FIMM ættliðir í beinan karllegg
hittust á dögunum á Seli, hjúkrunar-
deild Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri. Á myndinni eru f.v. sá elsti
Leó Sigurðsson, fæddur 1911, Sig-
urður Leósson, fæddur 1934, Sigurð-
ur L. Sigurðsson, fæddur 1963, Elv-
ar Már Sigurðsson, fæddur 1982 og í
fangi hans sá yngsti, Elvar Birgir
Elvarsson, fæddur árið 2000.
Fimm ættliðir í karllegg
Stjórnarkjör
Eining-Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um
menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs
fyrir starfsárið 2001-2002 að viðhafðri allsherjaratkvæða-
greiðslu.
Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni, vara-
formanni, ritara og gjaldkera ásamt 65 manns í trúnaðar-
ráð, tveimur skoðunarmönnum reikninga og einum til vara
eða tillögur um menn í eitthvert, einhver eða öll stjórnar-
sætin, sem kjósa skal til. Hverjum framboðslista eða til-
lögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 fullgildra félags-
manna.
Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins
Skipagötu 14 Akureyri eigi síðar en kl. 1200 á hádegi
mánudaginn 9. apríl 2001.
Akureyri 29. mars 2001.
Stjórn Einingar-Iðju