Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 30
ERLENT
30 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nýr sýningarsalur
Opið
hús
í dag kl. 11-16
Við erum á horni
Brautarholts og Mjölnisholts,
rétt fyrir ofan Hlemm.
- persónulega eldhúsið
Eldaskálinn
Brautarholti 3, 105 Reykjavík
S: 562 1420, www.invita.com
Invita á Íslandi í 20 ár
Ýmis afmælistilboð
EITRAÐIR þörungar sem
breitt höfðu úr sér við suður-
strönd Noregs og drepið þar
nærri 1.000 tonn af eldislaxi
virðist vera á undanhaldi.
„Síðustu mælingar sýna að
þörungum er farið að fækka í
hafinu á þessu svæði,“ hefur
Reuters eftir Olav Lekve, tals-
manns Fiskistofu Noregs. Gizk-
aði Lekve á, að þörungarnir,
sem valda dauða fiska með því
að stífla tálknin á þeim, hefðu sl.
hálfan mánuð kæft á bilinu 900-
1000 tonn af eldislaxi. Þetta er
mesta tjón sem þörungaplága
hefur valdið í Noregi til þessa.
Fyrra met var sett í maí 1998,
þegar um 800 tonn af eldisfiski
drápust. Spáði Lekve því að þör-
ungabreiðan héldi áfram að
skreppa saman á næstu dögum.
Gusmao
hættir
XANANA Gusmao, leiðtogi
sjálfstæðishreyfingar Austur-
Tímor, hefur tilkynnt að hann
hyggist draga
sig í hlé frá
stjórnmálum
og muni ekki
verða í fram-
boði í kom-
andi forseta-
kosningum í
landinu.
Gengið hafði
verið út frá
því sem vísu,
að Gusmao, sem í yfir tuttugu ár
var óumdeildur leiðtogi baráttu
Austur-Tímorbúa gegn yfirráð-
um Indónesíu, yrði kjörinn
fyrsti forseti sjálfstæðis Austur-
Tímors í kosningum sem fara
eiga fram síðar á þessu ári.
Margrét
prinsessa á
sjúkrahúsi
MARGRÉT prinsessa, yngri
systir Elísabetar Englands-
drottningar, hefur misst afl í
vinstri hluta líkamans eftir slag
sem hún fékk á þriðjudag. Upp-
lýsti skrifstofa drottningar þetta
í gær. Margrét, sem er sjötug að
aldri, hefur nú þrisvar sinnum
fengið slag, en hún hefur lengi
reykt mikið.
STUTT
Þörungar
á undan-
haldi
Xanana
Gusmao
BRESKA verslanakeðjan Marks &
Spencer tilkynnti í fyrradag að
rekstri allra verslana hennar á
meginlandi Evrópu yrði hætt fyr-
ir lok ársins. 3.350 starfsmönnum
í sjö löndum verður sagt upp
störfum.
Mikil reiði var meðal starfs-
manna Marks & Spencer í Frakk-
landi þar sem fyrirtækið hefur
rekið átján verslanir, þar af
helminginn í París. Starfsmenn
þeirra eru alls 1.700. „Ég hef eytt
tíu árum í þetta fyrirtæki, hjálp-
að því að vaxa. En að lokum
sviku Englendingarnir okkur.
Þeir studdu okkur ekki og höfðu
ekki trú á okkur,“ sagði 29 ára
starfskona Marks & Spencer í
París.
Matvörusala fyrirtækisins hef-
ur gengið vel í París en fatn-
aðardeildin átt í miklum erf-
iðleikum. Nokkur hagnaður var
af rekstri verslananna í Frakk-
landi árið 1997 en síðan þá hafa
þær verið reknar með tapi. Salan
minnkaði um tæp 9% á síðasta
ári.
Viðskiptavinir safnast hér sam-
an við lokaðar dyr verslunar
Marks & Spencer í miðborg Par-
ísar. Versluninni var lokað í gær
þegar starfsmönnum hennar var
skýrt frá því að rekstrinum yrði
hætt.
Marks & Spencer lokar verslunum
AP
BASKNESKA aðskilnaðarhreyfing-
in ETA gáfu í gær út viðvörun til
evrópskra ferðamanna að þeim væri
hollara að halda sig fjarri vinsælum
ferðamannastöðum Spánar, þar sem
hreyfingin liti á slíka staði sem vett-
vang fyrir „vopnaðar aðgerðir“ sín-
ar.
Í yfirlýsingu frá ETA sem birt
var í basknesku dagblöðunum Gara
og Egunkaria segir: „ETA vill að
þeir sem kjósa að verja orlofs- og
frítíma sínum á þessum ferða-
mannastöðum viti, að samtökin líta á
þessa staði sem vettvang fyrir að-
gerðir sínar. Svo að forðast megi
óæskilegar afleiðingar mælum við
eindregið með því að þeir fari ekki á
þessa staði. Þar sem [Spánn] er
ferðamannasvæði sem aðallega er
sótt af Evrópumönnum er þessari
áskorun sérstaklega beint til
þeirra.“
Tilkynningin virtist vísbending
um, að ETA hyggi á nýja sprengju-
tilræðaherferð gegn ferðamannaiðn-
aðinum á Spáni. Í yfirlýsingunni
gekkst ETA við tilræði sem framið
var á hóteli í Katalóníu hinn 17.
marz sl., þegar lögreglumaður lét
lífið er bílsprengja sprakk í strand-
bænum Rosas og önnur daginn eftir
í nágrenni Valencia.
Í báðum tilvikum var sprengjun-
um komið fyrir á ferðamannastöðum
í grennd við hótel. Í tilkynningunni
viðurkenndi ETA ennfremur að
hafa stolið 1.600 kg af sprengiefni úr
verksmiðju í Grenoble í Suðaustur-
Frakklandi hinn 8. marz sl.
Spánarferða-
menn varaðir við
San Sebastian. AFP.
STUÐNINGUR meðal Norðmanna
við aðild að Evrópusambandinu
(ESB) hefur tekið dýfu að und-
anförnu, sam-
kvæmt niðurstöð-
um nýjustu
skoðanakönnunar-
innar um þetta
efni.
Samkvæmt nið-
urstöðum könnun-
arinnar, sem Op-
inion gerði og birtar voru í
Aftenposten, eru nú 46,9% þjóð-
arinnar fylgjandi inngöngu í ESB
en 53,1% á móti. Hefur afstaða
Norðmanna til ESB ekki verið nei-
kvæðari frá því fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna um aðildarsamn-
inginn í nóvember 1994. Fylgi við
ESB-aðild náði
hámarki í könn-
unum í fyrrasum-
ar, 56,1%, en mið-
að við niður-
stöðuna nú hafa
yfir 9% lands-
manna skipt um
skoðun síðan.
Telja stjórnmálaskýrendur senni-
legt að umtalið í kring um kúariðu-
fárið og gin- og klaufaveikifarald-
urinn í ESB hafi orðið til að spilla
ímynd þess í hugum margra.
Stuðningur við
ESB minnkar
Skoðanakönnun í Noregi
JENS Stoltenberg, forsætis-
ráðherra Noregs, hefur lofað,
að undir hans stjórn verði öll-
um nýjum
ríkisstofn-
unum komið
fyrir úti á
landi, að
sögn Dags-
avisen. Þar
að auki
verða
nokkrar
stofnanir
fluttar frá
Ósló.
Norska ríkisstjórnin hefur
samþykkt, að hér eftir verði
nýjum ríkisstofnunum komið
fyrir utan Óslóar, og áætlað er,
að við það muni störfum utan
höfuðborgarinnar fjölga um
mörg þúsund á næstu árum.
Auk þess verða nokkrar
stofnanir fluttar út á land, til
dæmis strandgæslan, sem fer
til Álasunds, og rafmagnseft-
irlitið, sem verður í Túnsbergi.
Kom þetta fram í norskum fjöl-
miðlum í gær.
Stoltenberg útilokar raunar
ekki, að ný störf hjá ríkinu
verði til í Ósló, en þá aðeins að
vandlega athuguðu máli.
Forsætisráðherra
Noregs
Ný störf
hjá rík-
inu út
á land
Jens
Stoltenberg
KATHLEEN Treanor sagði að sér
hefði orðið illt þegar hún las útdrátt
úr væntanlegri bók um Timothy
McVeigh og sprengjutilræðið í Okla-
hómaborg 1995, þegar 168 manns
fórust, þ. á m. fjögurra ára dóttir og
tengdaforeldrar Treanors.
„Þakka ykkur fyrir að gera
[McVeigh] að píslarvotti,“ sagði
Treanor hæðnislega og beindi orðum
sínum til höfunda bókarinnar,
tveggja bandarískra fréttamanna. Í
viðtölum við þá viðurkenndi
McVeigh í fyrsta sinn beinlínis að
hafa staðið að sprengjutilræðinu.
Hann hefur verið dæmdur til dauða
og á að fullnægja dómnum 16. maí
nk.
Hann segir ennfremur í bókinni að
hann hafi enga samúð með fórnar-
lömbunum, og sagði að þau 19 börn
sem fórust hafi verið „fórnarkostn-
aður“. Tilræðið segir hann hafa verið
hefnd fyrir aðgerðir bandarísku al-
ríkislögreglunnar.
„Þessi bók gerir að engu tilgang-
inn með því að taka [McVeigh] af
lífi,“ sagði Treanor. „Þetta veitir
honum þann vettvang sem hann var
að leita að.“ Hún hvatti fólk til að
kaupa ekki bókina.
Faðir McVeighs, Bill McVeigh,
ætlar ekki að vera viðstaddur aftöku
sonar síns, og vonar að hann láti í
ljós iðrun vegna verknaðarins, að því
er blaðið USA Today greindi frá í
gær. Sagði Bill það samkvæmt
beiðni Timothys að hann yrði ekki
meðal þeirra sex sem verða vitni að
aftökunni.
Fordæma bók
um McVeigh
Oklahóma, Washington. AP, Reuters.