Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 57 Hann minntist alltaf þessara tíma- móta með því að kaupa eitthvað gott með kaffinu þennan dag. Sveinn var góður yfirmaður, aldrei skipti hann skapi þau ár sem við störfuðum saman, skaplaus var hann samt ekki og oft voru um- ræðurnar á kaffistofunni hinar líf- legustu þegar þjóðmálin voru rædd og ekki allir sammála. Hann kallaði okkur stundum stelpurnar sínar og víst bar hann hag okkar fyrir brjósti. Sveinn var mikill hæfileikamaður, sat í bæjarstjórn um tíma, var í leikfélaginu og virk- ur í Kiwanis. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og voru fótbolti og box þar efst á blaði. Það var brosmildur Sveinn sem mætti í vinnu þegar ÍBV hafði unnið leiki, en ef illa gekk sagði hann alltaf: „Við tökum nú bara einn leik í einu.“ Í enska boltanum átti Svenni sitt lið, Chelsea, og vafalaust hefur það verið hans mesta upplifun þegar hann og Ollý kona hans fóru til Englands í fyrrahaust og sáu Chelsea bursta Man. United. Sveinn veiktist í ágúst síðastliðnum. Hann tók veik- indi sín alvarlega og ætlaði sér að vinna bug á þeim. Allt stefndi í rétta átt og í janúar var hann far- inn að vinna nokkra tíma á dag. En skjótt skipast veður í lofti. Svenni veiktist af lungnabólgu sem ekki varð við ráðið. Við syrgjum góðan yfirmann og sendum Ollý, börnum og tengda- börnum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Sigríður, Ásta og Karen. Ég var staddur í leikhússalnum í Eyjum þegar vinur minn hringdi og lét mig vita að hann Svenni Tom væri látinn. Ég settist og horfði á autt sviðið og hugur minn fylltist sorg og eftirsjá. Minning- arnar streymdu fram og ég sá fyr- ir mér vin minn Svein Tómasson, manninn, sem verið hafði einn af máttarstólpum Leikfélags Vest- mannaeyja í áratugi, hvers manns hugljúfi og fyrirmynd í ósérhlífni og krafti og þeirri leikgleði sem til þurfti til að ná settu marki. Það var sama hvort það var dramatík, kómik, söngur eða nokk- ur dansspor, alls staðar var Svenni Tom sem á heimavelli og ef ein- hver hnútur var í maganum á erf- iðri æfingu losaði Svenni okkur við slíkt í kaffipásum. Hann var m.a. hafsjór skopsagna og dembdi þeim yfir okkur með leikrænum tilburð- um og með fylgdi smitandi skelli- hlátur sem áður en varði hafði breiðst út til allra viðstaddra. Þannig var Svenni. Við áttum sam- an ótal ógleymanlegar stundir á sviðinu, bæði sem samleikarar og einnig þegar ég var í hlutverki leikstjóra. Sveinn var ofurnæmur og fæddur leikari. Tilbrigðin í tali og hreyfingum komu eins og ósjálfrátt innan frá og smellpöss- uðu við það hlutverk sem hann glímdi við í það og það skiptið. Það er oft erfitt í minni bæj- arfélögum að fá í öll hlutverk í mannmörgu leikriti en segði mað- ur „hann Svenni Tom verður með“ auðveldaði það oft málin. Hann var stólpinn sem við byggðum í kring- um. Við Svenni vorum æskufélagar, hann á Faxastíg og ég á Vest- mannabraut, og „Litla gatan“ lá þar á milli. Hann árinu eldri og því yfirleitt einum á undan. Ég man mjög vel eftir fermingardeginum hans. Við hittumst á lóðinni við Hjalla. Hann uppdressaður í nýj- um jakkafötum og ég fullur aðdá- unar. Já – nú er maður sko kom- inn í fullorðinna manna tölu – og lét hann mig óspart heyra það að ennþá væri ég bara í stuttbuxna- deildinni. Glettnin í augum hans og stríðnisglampinn var þá þegar til staðar. „Ég næ þér á næsta ári,“ var svarið og þessu fylgdu svo klapp á öxl og skellihlátur, svo gekk hann sporléttur framhjá Arn- arhóli í átt að Tommahúsi. Eflaust voru þessi spor eftir ferminguna upphaf eða hluti af öllum þeim gæfusporum sem hann steig á lífs- leiðinni sér og sínum til heilla. Eitt dæmi vil ég nefna af mörg- um sem sýnir áhuga Sveins og ósérhlífni. Það var árið 1958, Sveinn var þá vélstjóri á Ísleifi öðrum á vetrarvertíð. Þegar leik- félagið fór svo af stað með æfingar var auðvitað leitað til Svenna, að hann tæki að sér eitt hlutverkið. Þó svo að sjómannsstarfið á vetr- arvertíð hafi þótt ærið nóg starf sló Svenni til. Þann tíma sem aðrir notuðu gjarnan til hvíldar var sjó- arinn á fullri ferð á æfingu á svið- inu í Samkomuhúsinu. Æfingum sem byrjuðu eftir bíó á kvöldin og stóðu fram á nótt og jafnvel allt að ræsi. Svo þegar kom að sýningum þurfti einu sinni eða tvisvar að fresta þeim um einn tíma eða tvo, af því að Ísleifur var ekki kominn að. En Eyjamenn – leikhúsgest- irnir – skildu sinn mann, sættu sig við töfina og gáfu honum gott klapp þegar hann birtist á sviðinu. Og Sveinn stóð ekki einn, því kon- an hans Ólöf Waage, eða hún Ollý okkar eins og við köllum hana, stóð eins og klettur við hlið hans og aðstoðaði hann á allan hátt, m.a. með því að sætta sig við allar fjarvistirnar vegna æfinga og amsturs. Síðar þegar börn þeirra uxu úr grasi gekk hún af fullum krafti til liðs við okkur í leikfélag- inu, bæði sem leikari og síðar sem formaður félagsins, enda með bakteríuna í blóðinu – Waage. Þess má geta að dóttursonur þeirra, Sveinn Waage, var síðar kosinn „fyndnasti maður landsins“ – reytti af sér brandarana og suma taktana kannaðist maður við frá afanum og ömmunni. Það má skrifa mörg orð um Svein og lífshlaup hans. Mark- mannsins, sem þaut á milli stanga á vellinum við Hástein, sjóarans síkáta – og söngvarans sem greip í hljóðnemann til að rífa upp stemmninguna á dansleikjum og öðrum mannamótum – skoðana- fasta pólitíkusins sem stjórnaði bænum okkar ásamt öðrum góðum mönnum, sem forseti bæjarstjórn- ar o.s.frv. En lífið var ekki alltaf dans á rósum á Brekkugötu 15 frekar en hjá öðrum. Veikindi og fleira spil- aði þar inn í. Eflaust hefur það gefið Ollý styrkinn og kraftinn til sigurs í hennar veikindum að hafa eiginmanninn ávallt við hlið sér með sína sterku arma og bjart- sýni. Og þegar hlutverkin svo snerust við á síðastliðnum mán- uðum sýndi Ollý sem oftar styrk sinn, æðruleysið og blíðuna, sem eflaust hefur gert öðrum hið óum- flýjanlega léttbærara. Elsku Ollý mín, ég vil fyrir hönd okkar félaganna í Leikfélagi Vest- mannaeyja senda þér, fjölskyldu þinni og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng og frá- bæran félaga vera okkur öllum huggun harmi gegn. Sigurgeir Scheving. Við kveðjum í dag kæran vin, Svein Tómasson. Það sannast einu sinni enn að maðurinn ákvarðar en Guð ræður. Kæri vinur, þessar örfáu línur eru kveðja okkar til þín: „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku Ólöf og ástvinir allir, megi minningin um góðan dreng verða ljósið okkar. Sigurður Waage og Ingi- björg Bergrós. Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum, með fjöll í feldi grænum, mín fagra Heimaey. Við lífsins fögnuð fundum, á fyrstu bernskustundum, er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. (Ási í Bæ.) Þetta kvæði eftir Ása í Bæ kem- ur uppí hugann, þegar við reikum í huganum áratugi til baka,þegar við störðum á sjóndeildarhringinn og biðum eftir að sjá ástkæru eyj- una okkar rísa úr sænum, þegar við félagarnir vorum að koma úr löngum útilegum úr úthafinu eða Norðursjónum. Já, lífið er hverfult og enginn veit sitt skapadægur og alltaf kemur dauðinn okkur að óvörum, þó að hann sé það eina ,sem við getum gengið að með fullri vissu í lífinu. Við Sveinn vorum skipsfélagar á Ísleifi um árabil, þó að vináttan og kynnin hafi verið frá frumbernsku. Sveinn var mjög góður félagi, allt- af léttur í lund og skemmtilegur og alltaf tilbúinn í aðgerðir til að stytta sér og öðrum stundir og gera gaman sem veitti ekki af í langtíma útilegum, þegar hver dagur var öðrum líkur og menn urðu að stytta sér stundir með ýmsum uppátækjum. Þá var ekki búið að finna upp hugtakið áfalla- hjálp, enda engin þörf á slíku í þá daga. Sveinn var mjög vel lesinn og hafði yndi af bókalestri og bókagrúski og hafði gaman af að miðla þekkingu sinni til skipsfélag- anna. Það var venja, þegar lagt var af stað til lands að koma saman í stýrishúsinu og taka þar saman lagið og var Sveinn þar fremstur í flokki, enda gamall dægurlaga- söngvari og áhugaleikari. Sveinn var liðtækur til allra verka og mjög samviskusamur og góður vélstjóri. Eitt sinn er við vorum á leið frá Þýskalandi með saltfarm og vorum staddir á Fær- eyja banka í vitlausu veðri og stórsjó, var Sveinn á vakt seint um kvöld. Hann var nýkominn upp úr vélarrúminu, þegar honum fannst hann þurfa að fara aftur niður í vél. Þegar hann kom svo niður var eldur laus, en olíurör hafði sprung- ið og sprautaðist olían á sjóðheitt púströrið og hefði Sveinn ekki komið niður á réttu augnabliki, hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Við félagarnir vorum svo lán- samir að hitta Svein rétt fyrir síð- ustu jól, en þá var hann í krabba- meinsmeðferð í Reykjavík. Við heimsóttum hann á Rauðakross- hótelið og áttum með honum kvöldstund, sem aldrei gleymist .Sveinn var þá fullur af bjartsýni og var fullviss um að vinna sigur á vágesti þeim er hafði tekið sér ból- festu í honum. Við félagarnir þrír rifjuðum upp gamlar samveru- og gleðistundir, sem við áttum saman á árum áður og það var hlegið og gantast og ekki að sjá að þetta væri í síðasta sinn, sem okkar fundum bæri saman, þó kannski höfum við allir vitað betur. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu Sveins Tómassonar og vott- um Ólöfu eiginkonu hans og börn- um þeirra og öðrum ættingjum innilegustu samúð. Far í friði, vinur. Kári Birgir og Jón Berg. ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina                           ! " #  ! !            !  "#  $       "           %&'' ( $   ) * + **   , $ %  !&'( )**+  ,- $ %*%.))!  ! ! /& **+ 0% $ %**+   0%*%.))!  )&! $ %**+ !  12 $ %**+ #(! #(&( ! *%.))!  ' '$  + ' ' '$ 2 -       #      - ! +  (*!   3 !*)  ( )*%.))!  0%  ( )**+ .  ( )*%.))!     ( )*%.))!   4(! .4*%.))! 2 -                   567 6 "  ./ $  0   !'-$ -.*%.))!  8*) .0*%.))!  9 & )( **+ ' % &! 5+ '-$ **+ 8*%* 3 !*)0%*%.))!  .0* ( :. 5+ '-$ **+ 5.  !  5+ '-$ **+     8 *)*%.))!  ' '$  + ' ' '$ 2 1       6 %& 4(!0!&! #$   (*!   # )#  2    3  4'  5/ )3 3/  #(&  8 %.))! 2 "                     ;/6 ( *& 0  + ( ! <== (,- 6   $ " *    0    &  >) )( *%.))!  . !  - %.))!  >) #2 .**+ )(  5. - *+ 8& 4(!   %.))!  ' '$  + &  '$ 2 /       ? @   A 6# 6 )!& 4(!0!&!*  (B 1+ ) !C4(, ;&. %      .(& 3 2 .(&**+ &+0( 5+ (&*%.))! 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.