Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINHVERJU sinni var haft eftir Ólafi Lauf- dal, veitingamanni á Broadway, í Morgun- blaðinu að hann þyrfti ekki annað en að aug- lýsa Karlakórinn Heimi í Skagafirði og Álftagerðisbræður þá smekkfylltist húsið. Og þannig fór það líka síðastliðið laugardags- kvöld þegar Heimismenn luku vel heppnuðu söngferðalagi um suðvesturhorn landsins með skemmtikvöldi. Uppselt var á borðhaldið og þeir sem komu aðeins á skemmtunina létu sér ekki um muna að standa um allt húsið á með- an þeir nutu skagfirskra tóna og gamanmála. Lætur nærri að hátt í þúsund manns hafi ver- ið á staðnum. Söngferðalag Heimis suður yfir heiðar í marsmánuði er orðiðfastur liður í starfsemi kórsins. Hann hafði haldið tónleika á Akra- nesi, í Grindavík og Langholtskirkju í Reykjavík, auk þess sem söng við vígslu hrossabúgarðs í Flóanum var stungið inn á milli atriða. Heimir og Álftagerðisbræður eru farnir að laða að söngunnendur úr flestum landshorn- um. Vitað er um marga hópa sem koma gagn- gert til Reykjavíkur að skemmta sér þá helgi sem Heimismenn eru á Broadway og ekki þarf að fjölyrða að brottfluttir Skagfirðingar koma einnig að sjá sína menn. Allir gátu tekið undir Að loknu borðhaldi hófst skemmtikvöldið á því að fjölmargir landsþekktir menn „birtust“ á sviðinu í fylgd Jóhannesar Kristjánssonar eftirhermu. Jóhannes var í hörkuformi og ekki síður Guðni Ágústsson þegar „hann“ fór að lýsa afurðum íslensku kýrinnar, hinnar dásamlegu skepnu! Álftagerðisbræður; þeir Sigfús, Pétur, Gísli og Óskar Péturssynir, stigu næstir á svið og sungu nokkur lög við undirleik Stefáns R. Gíslasonar, kórstjóra Heimis. Bræðurnir stóðu fyllilega undir vænt- ingum sem fyrri daginn og fóru skemmtilega með lög á borð við Hamraborgina, Skjónu- kvæði og O sole mio í skagfirskri útgáfu. Það kom síðan í hlut kórmanna að enda skemmtikvöldið og tóku þeir nokkur vel valin lög af söngdagskránni undir stjórn Stefáns og við píanóundirleik dr. Thomasar Higgerson. Í einsöng og upp í kvartett með kórnum tóku þátt þeir Einar Halldórsson, Birgir Þórð- arson, Jón Hallur Ingólfsson og Guðmundur Ragnarsson, auk bræðranna frá Álftagerði. Fagnaðarlátum veislugesta á Broadway ætl- aði aldrei að linna og lauk kórinn dagskránni með lagasyrpu sem allir gátu tekið undir í söng og klappi. Að skemmtikvöldinu loknu tók við dans- leikur með ókrýndum konungi sveiflunnar, Geirmundi Valtýssyni, sem sá til þess að menn gátu „tjúttað“ fram undir morgun. Morgunblaðið/Björn Jóhann Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir úr Álftagerði flytja hér Skjónukvæðið. Heimir mætir og húsið fyllist Hinir skagfirsku söngmenn í Heimi, Álftagerðisbræður og Geirmundur Valtýsson sjá til þess í mars á hverju ári að Broadway troðfyllist. Björn Jóhann Björnsson fylgdist með á skemmtikvöldi um síðustu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.