Morgunblaðið - 31.03.2001, Page 78

Morgunblaðið - 31.03.2001, Page 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINHVERJU sinni var haft eftir Ólafi Lauf- dal, veitingamanni á Broadway, í Morgun- blaðinu að hann þyrfti ekki annað en að aug- lýsa Karlakórinn Heimi í Skagafirði og Álftagerðisbræður þá smekkfylltist húsið. Og þannig fór það líka síðastliðið laugardags- kvöld þegar Heimismenn luku vel heppnuðu söngferðalagi um suðvesturhorn landsins með skemmtikvöldi. Uppselt var á borðhaldið og þeir sem komu aðeins á skemmtunina létu sér ekki um muna að standa um allt húsið á með- an þeir nutu skagfirskra tóna og gamanmála. Lætur nærri að hátt í þúsund manns hafi ver- ið á staðnum. Söngferðalag Heimis suður yfir heiðar í marsmánuði er orðiðfastur liður í starfsemi kórsins. Hann hafði haldið tónleika á Akra- nesi, í Grindavík og Langholtskirkju í Reykjavík, auk þess sem söng við vígslu hrossabúgarðs í Flóanum var stungið inn á milli atriða. Heimir og Álftagerðisbræður eru farnir að laða að söngunnendur úr flestum landshorn- um. Vitað er um marga hópa sem koma gagn- gert til Reykjavíkur að skemmta sér þá helgi sem Heimismenn eru á Broadway og ekki þarf að fjölyrða að brottfluttir Skagfirðingar koma einnig að sjá sína menn. Allir gátu tekið undir Að loknu borðhaldi hófst skemmtikvöldið á því að fjölmargir landsþekktir menn „birtust“ á sviðinu í fylgd Jóhannesar Kristjánssonar eftirhermu. Jóhannes var í hörkuformi og ekki síður Guðni Ágústsson þegar „hann“ fór að lýsa afurðum íslensku kýrinnar, hinnar dásamlegu skepnu! Álftagerðisbræður; þeir Sigfús, Pétur, Gísli og Óskar Péturssynir, stigu næstir á svið og sungu nokkur lög við undirleik Stefáns R. Gíslasonar, kórstjóra Heimis. Bræðurnir stóðu fyllilega undir vænt- ingum sem fyrri daginn og fóru skemmtilega með lög á borð við Hamraborgina, Skjónu- kvæði og O sole mio í skagfirskri útgáfu. Það kom síðan í hlut kórmanna að enda skemmtikvöldið og tóku þeir nokkur vel valin lög af söngdagskránni undir stjórn Stefáns og við píanóundirleik dr. Thomasar Higgerson. Í einsöng og upp í kvartett með kórnum tóku þátt þeir Einar Halldórsson, Birgir Þórð- arson, Jón Hallur Ingólfsson og Guðmundur Ragnarsson, auk bræðranna frá Álftagerði. Fagnaðarlátum veislugesta á Broadway ætl- aði aldrei að linna og lauk kórinn dagskránni með lagasyrpu sem allir gátu tekið undir í söng og klappi. Að skemmtikvöldinu loknu tók við dans- leikur með ókrýndum konungi sveiflunnar, Geirmundi Valtýssyni, sem sá til þess að menn gátu „tjúttað“ fram undir morgun. Morgunblaðið/Björn Jóhann Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir úr Álftagerði flytja hér Skjónukvæðið. Heimir mætir og húsið fyllist Hinir skagfirsku söngmenn í Heimi, Álftagerðisbræður og Geirmundur Valtýsson sjá til þess í mars á hverju ári að Broadway troðfyllist. Björn Jóhann Björnsson fylgdist með á skemmtikvöldi um síðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.