Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMargrét Ólafsdóttir til Bandaríkjanna?/B3 Boris Bjarni hættur með Eyjamenn/B4 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Íslandssíma, „Tæknin skiptir máli“. Blaðinu verður dreift á höfuðborg- arsvæðið. VERÐ á papriku hefur lækkað mik- ið síðustu tvo dagana og í gær mátti víða fá græna papriku á innan við 300 kr. Innkaupsverðið á paprikunni er hins vegar um 600 kr. þannig að verslunin er að gefa mikið með vör- unni. Bónus lækkaði verðið niður í 289 kr. eftir að Fjarðarkaup bauð papriku á 295 kr. Krónan bauð papriku á 349 kr. þegar síðast frétt- ist og Nettó seldi paprikuna í gær á 299 kr. Kaupmenn eru afar óánægðir með yfirlýsingar Guðna Ágústsson- ar landbúnaðarráðherra í Morgun- blaðinu í gær, en ráðherra hélt því fram að verðmyndun á grænni papr- iku væri óeðlileg þar sem aðeins 10% smásöluverðsins væru vegna tolla en 84–85% verðsins væru á ábyrgð innflytjenda eða smásalans. Kaupmenn mótmæla þessum töl- um harðlega. Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir þessar tölur fráleitar. Ráðherra virðist miða sína útreikninga við verð á spænskri papriku sem sé afar léleg vara og nánast ekki fáanleg á íslenska markaðnum. Hann segir nær fyrir ráðherra að ganga í það verkefni að lækka tolla á grænmeti og stuðla þannig að heilbrigðri verð- myndun á grænmeti. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, er ekki síður undrandi á orðum ráðherra. Hann segist hafa rætt við Guðna fyrr í þessum mánuði og sagt honum að nú væri tækifæri til að beita skynseminni og halda lágum tollum á grænmeti neytendum og öllum almenningi til hagsbóta. Einar Þór Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Ávaxtahússins, sagði að menn yrðu að hafa í huga að paprika væri afar viðkvæm vara og verð hennar væri mjög breytilegt frá einum degi til annars. Hann sagði að verð á grænni papriku hefði t.d. lækkað um 27% í Hollandi frá því að Ávaxtahúsið gerði þar síðast innkaup. Kaupmenn bjóða papriku á 300 kónur  Segja að málflutningur/42–43 Verðstríð á grænmetismarkaði í kjölfar yfirlýsinga um verðmyndun á papriku LIÐ Menntaskólans í Reykjavík, MR, vann nauman sigur í æsi- spennandi viðureign gegn Borg- arholtsskóla í úrslitum spurn- ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í beinni útsendingu Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þetta var níunda árið í röð sem MR sigrar í Gettu betur og á tímabili leit út fyrir að nýir sigurvegarar yrðu krýndir. Borgarholtsskóli fékk fullt hús stiga, eða sex, í tveimur vísbend- ingaspurningum undir lokin og tókst að jafna metin við MR, 34- 34. Í fyrsta sinn í úrslitum keppn- innar þurfti að grípa til bráða- bana þar sem það lið sigraði sem fyrst svaraði tveimur spurn- ingum. Það var ekki fyrr en í fimmtu spurningu sem úrslitin réðust og MR sigraði með 37 stig- um gegn 36 stigum Borgarholts- skóla sem var að taka þátt í úr- slitum Gettu betur í fyrsta sinn. Þarna áttust einnig við elsti og yngsti framhaldsskóli landsins. Ljóst er að MR mætir með nýtt lið næsta vetur því liðsmennirnir þrír; Svanur, Hjalti og Sverrir, stefna að útskrift í vor. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Liðsmenn MR, þeir Svanur Pétursson, Hjalti Snær Ægisson og Sverrir Teitsson, fögnuðu gríðarlega þegar sigur var í höfn. Naumur sigur MR í Gettu betur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hittir Jacques Chirac, forseta Frakklands, í París mánudag- inn 9. apríl næst- komandi á leið sinni til höfuð- stöðva Evrópu- sambandsins, ESB, í Brussel. Ekki er um opinbera heimsókn að ræða. Davíð mun auk Evrópu- og varnarmála ræða tvíhliða mál landanna við Frakklandsforseta. Evrópumálin á dagskrá Daginn eftir, 10. apríl, á for- sætisráðherra fund með Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórn- ar ESB, og líklega mun hann einn- ig hitta Javier Solana, æðsta tals- mann utanríkis- og varnarmála hjá ESB og fyrrum framkvæmda- stjóra NATO. Þar verða Evrópu- málin á dagskrá, þróun EES-sam- starfsins og varnar- og öryggis- mál. Davíð Oddsson til Parísar og Brussel Hittir Chirac og ráðamenn ESB Davíð Oddsson STJÓRN Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. hefur ákveðið að setja hið þekkta aflaskip Guðrúnu Þor- kelsdóttur SU á sölulista. Skipið selst án aflamarks, að öðru leyti en því að réttindi til veiða á norsk- íslenska síldarstofninum fylgja með. Að sögn Elfars Aðalsteinssonar forstjóra hyggst félagið með söl- unni ná fram frekari samhæfingu í veiðum og vinnslu. Fyrirtækið eigi fyrir tvö öflug nótaveiðiskip, Hólmaborg SU og Jón Kjartansson SU, og telji að þau geti fullvel veitt þær heimildir sem fyrirtækið hafi yfir að ráða í uppsjávarfiski. „Skip- ið hefur verið lengi í eigu fyrirtæk- isins og þjónað því vel. Hins vegar hafa hin skipin okkar verið lengd, sett í þau aflmiklar aðalvélar og þau því bæði öflug nótaskip. Það er því ekki lengur þörf á því að gera út þrjú nótaskip,“ segir Elfar. Skipverjum á Guðrúnu Þorkels- dóttur SU var sagt upp störfum fyrr á árinu. Aflaskip sett á sölulista ÞRÍR bílar rákust saman á mótum Hvanneyrarvegar og Vesturlandsvegar á þjóðvegi eitt, skammt norðan Borgar- ness, um hálfsjöleytið í gær- kvöldi. Tveir bílanna voru á suð- urleið eftir Vesturlandsvegi og ætlaði sá fremri að beygja til vinstri inn á Hvanneyr- arveg þegar aftari bíllinn skall aftan á hann og kastaði honum í veg fyrir bíl sem var á norðurleið. Tveir farþegar voru í hverj- um bíl og sakaði þá ekki, að undanskildum einum öku- manni sem fór til skoðunar á heilsugæslustöðina í Borgar- nesi. Ökutækin skemmdust töluvert og varð að flytja þau öll af vettvangi með kranabíl. Þriggja bíla árekstur á þjóðvegi eitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.