Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 72
DAGBÓK 72 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Lat- ana kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Dimas fór í gær. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Félagsstarfið Norð- urbrún 1 og Furugerði 1. Þriðjudaginn 3. apríl verður farið í Fljótshlíð- ina. Stutt stopp í Hvera- gerði, súpa, brauð og kaffi í Hlíðarenda, Hvolsvelli. Njálusafnið skoðað og ekið að Tuma- stöðum. Leiðsögumaður: Anna Þrúður Þorkels- dóttir. Lagt af stað frá Norðurbrún kl. 10.15, frá Furugerði kl. 10.30. Skráning og nánari upp- lýsingar á Norðurbrún í síma 568-6960 og í Furu- gerði í síma 553-6040. Árskógar, Farið verður í Þjóðleikhúsið miðviku- daginn 11. apríl að sjá söngleikinn „ Singing in the rain“. Látið vita um þátttöku fyrir 1. apríl. Bólstaðarhlíð 43. Mið- vikudaginn 4. apríl verð- ur farið í Listasafn Ís- lands að sjá sýninguna frá Petit Palais-safninu í París „Náttúrusýnir“. Lagt af stað kl. 13.30. Ferð á Þingvöll þriðju- daginn 10. apríl, Komið við í Eden, Hveragerði á heimleið. Lagt af stað kl. 13. Tilk þátttöku fyrir 9. apríl. Skráning í síma 568-5052. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Málverkasýning Sig- urbjörns Kristinssonar verður í Hraunseli fram í maí. Félagsheimilið Hraunsel er opið virka daga frá kl. 13–17. Kaffi- veitingar kl. 15–17. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Mánudagur: Brids kl. 13.30. Dagsferð verður farin í Grindavík-Bláa lónið-Reykjanes mánu- daginn 2. apríl. Brottför kl. 10 frá Ásgarði Glæsibæ nokkur sæti laus. Leiðsögumaður Pálína Jónsdóttir. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30 og alkort kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. 27.–29. apríl 3ja daga ferð á Snæfellsnes. Gisti- staður: Snjófell á Arn- arstapa. Áætlað að fara á Snæfellsjökul. Komið að Ólafsvík, Hellissandi og Djúpalónssandi. Einnig verður litið á slóðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ 27. apríl kl. 9.00. Skráning hafin. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10–16. Upp- lýsingar í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer 565 6775. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í Íþróttahús- inu á Varmá kl. 10–11 á laugardögum. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánu- dögum kl. 9.25 og fimmtudögum kl. 9.30. Umsjón Edda Bald- ursdóttir íþróttakennari. Boccia á þriðjudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Mánudaginn 2. apríl bankaþjónusta kl. 13.30– 14.30. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Vesturgata 7. Sýning á vatnslitamyndum (frummyndum) eftir Erlu Sigurðardóttur úr bókinni „Um loftin blá“ eftir Sigurð Thorlacius verður frá 30. mars til 4. maí alla virka daga frá kl. 9–16.30. Allir vel- komnir. Föstudaginn 6. apríl kl. 14 verður sýnd- ur dömufatnaður frá Sissu á Hverfisgötu, kynnir Arnþrúður Karlsdóttir. Dansað undir stjórn Sigvalda. Veislukaffi. Allir vel- komnir. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Verið velkomin. Félagsstarf SÁÁ Félagsvist í Hreyf- ilshúsinu (3. hæð) laug- ardaga kl. 20. Allir vel- komnir. Lífeyrisdeild landsam- bands lögreglumanna. Sunnudagsfundur deild- arinnar verður á morg- un sunnudaginn 1. apríl kl. 10 í félagsheimili LR í Brautarholti 30. Félag- ar fjölmennið. Félag breiðfirskra kvenna. Páskabingó verður mánudaginn 2. apríl kl. 20. Margt eigu- legra muna. Rætt verð- ur um vorferðina á Njáluslóðir. Skógræktarfélag Kópa- vogs. Aðalfundurinn verður haldinn 2. apríl kl. 20 í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2. Venjuleg aðalfund- arstörf, sýnt myndband frá Fossá um upphaf skógræktar þar og upp- haf landgræðsluskóga í Kópavogi, önnur mál. Kaffiveitingar Allir vel- komnir. Kvenfélag Háteigs- kirkju. Aðalfundurinn verður þriðjudaginn 3. apríl kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Óvænt uppákoma. MG-félag Íslands. Aðal- fundurinn verður hald- inn laugardaginn 7. apríl kl. 14 að Hátúni 10a í kaffisal Öryrkjabanda- lags Íslands. Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. MG-félag Íslands er félag sjúklinga með Myasthenia Gravis (vöðvaslensfár) sjúk- dóminn svo og þeirra sem vilja leggja málefn- inu lið. Ferðaklúbburinn Flækjufótur. Í júní verður farin sex daga ferð um vestfirði. M.a. verður farið út á Látra- bjarg einnig í siglingu út í Vigur. Skráning og upplýsingar í síma 898- 2468. GA-fundir spilafíkla, eru kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðu- múla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort MS-félag Íslands. Félagsfundur í dag kl. 14 að Sléttuvegi 5, Magnús Ólafsson lækn- ir, John Bendikz, halda erindi um verki. Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, s. 561-6117. Minning- argjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslu- korti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningakort Breið- firðingafélagsins, eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555-0383 eða 899-1161. Í dag er laugardagur 31. mars, 90. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er full- reyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort. (Fil. 4, 12.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. FYRIR síðustu jól kom út bókin Launhelgi lyganna. Höfundur bókarinnar gef- ur hana út undir dulnefn- inu Baugalín þar sem um er að ræða sanna atburði sem snerta núlifandi fólk. Baugalín segir okkur frá æsku sinni, frá andlegu, líkamlegu og kynferðis- legu ofbeldi sem hún bjó við. Frá skelfingu lítillar stúlku þegar hinir full- orðnu bregðast henni. Hún segir frá óttanum, skömminni og einmana- leikanum. Frá sorginni og reiðinni. Frá hugrekkinu, voninni og baráttuviljan- um. Öllu þessu og miklu meira tekst höfundinum að koma til skila. Og fyrir það á hún þakkir skildar. Það er mikið þrekvirki að skrifa svona sögu og mikil gjöf sem hún gefur okkur með því að gefa hana út. Þetta er bók sem allir verða að lesa. Fyrir þá sem þekkja misnotkun af eigin raun er sagan stuðningur og hvatning. Fyrir aðra er hún mögu- leiki á að öðlast innsýn og skilning á afleiðingum kynferðislegrar misnotk- unar. Ég las þessa bók fyrir skömmu og varð uppnum- in. Þrátt fyrir að bókin fjalli um hræðilega hluti tekst höfundinum að kveikja hjá manni kraft til að berjast áfram. Því segi ég til hamingju, Baugalín, og þið sem ekki hafið lesið hana skuluð drífa í því. Þórunn Þórarinsdóttir, starfskona Stígamóta. Betri hárlitunarefni BJÖRG hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri reynslu sinni af hárlitunarefni sem hún prófaði. Sagði hún að und- anfarin ár hefði hún litað á sér hárið með kemískum efnum sem henni fannst ekki fara vel með hárið. Nýlega rakst hún á hárlit- unarefni í Heilsuhúsinu í Kringlunni, Natur Tint, sem er ekki með kemísk- um efnum og segir hún að hárið á sér sé allt annað, bæði glansi það meira og sé mikið fínna. Af hverju ekki reiðhjól? UNNUR hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri að hún væri afar óánægð með þjónustu SVA á Akureyri. Þeir neita að taka reiðhjól í vagnana á þeim forsend- um að þau eyðileggi fatn- að farþega og séu skítug, en þeir leyfa barnavagna. Af hverju leyfir SVR reið- hjól í sína vagna en ekki SVA? Tapað/fundið Lítil svört taska týnd- ist við Hallveigarstíg LÍTIL svört taska týndist aðfaranótt laugardagsins 17. mars á árshátíð á Hall- veigarstöðum, annaðhvort innanhúss eða fyrir utan húsið. Í töskunni er kross í gullfesti sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 552-4398. Nokia 8210 tapaðist RAUÐUR Nokia 8210 gsm sími tapaðist á Sport- kaffi, föstudaginn 23. mars sl. Upplýsingar í síma 567- 0443. Gullarmband týndist GULLARMBAND týndist fimmtudaginn 22. mars. Armbandið er múrsteina- keðja. Þeir sem hafa fund- ið armbandið vinsamlega hafið samband í síma 566- 6284. Dýrahald 2ja ára læðu vantar heimili TVEGGJA ára læða sem er inniköttur, blíð og góð, óskar eftir góðu heimili vegna ofnæmis á heimili. Upplýsingar í síma 699- 8923 567-2223. Karólína er týnd KARÓLÍNA er smávaxin svört læða sem týndist frá Þrastanesi í Garðabæ sunnudaginn 25. mars. Hún er með silfurlitaða og rauða hálsól en ómerkt. Þeir sem hafa orðið henn- ar varir hafi samband í síma 554-3358 eða 897- 3154. Högna vantar heimili 1 ÁRS högni, svartur og hvítur, mjög gæfur, geltur og eyrnamerktur óskar eftir heimili. Hann er bú- inn að frá ormalyf. Upp- lýsingar í síma 861-7564. Þórlaug. Babúska er týnd BABÚSKA er svört og hvít læða með ofurlítið flatt andlit og þykkan feld. Hún er eyrnamerkt og með ól sem á stendur Babúska Blönduhlíð 4. Hún hvarf að heiman frá sér 10. mars sl. Hennar er sárt saknað. Við viljum biðja fólk að athuga vel í geymslur og bílskúra í ná- grenninu. Ef einhver gæti gefið okkur einhverjar upplýsingar, vinsamlegast hafið samband í síma 562- 2390 eða 694-5917. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hugrekki Víkverji skrifar... ÞEIR sem leið eiga vestast íVesturbæ geta litið augum nýjustu tísku í umferðareyjum. Þetta er upphækkuð eyja með grjóthrúgu ofan á. Ekki er ólíklegt að þar ofan á eigi síðan að koma gróður líka. Grjóteyju þessari er búið að koma fyrir á hringtorginu fyrir framan JL-húsið við Hring- braut, þar sem Sæbraut, Hring- braut og Ánanaust mætast. Sjálfsagt er ekkert mál fyrir þá sem aka á upphækkuðum jeppum eða vörubílum að sjá hverjir eru á torginu, en fyrir þá sem aka á venjulegum fólksbíl er útsýni yfir umferð á torginu ekkert. Víkverji veltir því fyrir sér hvort af þessu skapist ekki mikil slysahætta? x x x KONA sem Víkverji þekkir fór áítalskan veitingastað um síð- ustu helgi og var ekki alveg sátt við þjónustuna sem hún fékk. Hún fór þangað í fylgd tveggja vina. Konan pantaði salat og spurði hvort brauð fylgdi. Jú, það fylgir brauðbolla. Hún pantaði þá líka hvítlauksbrauð, sem er karfa með fimm sneiðum, og ætlaði að deila með sessunaut sín- um. Svo kom maturinn en ekkert brauð. Konan tók ekki beint eftir því til að byrja með og byrjaði á salatinu. Eftir liðlega hálftíma spurði hún um brauðið með salatinu en bað þjónustustúlkuna jafnframt að gleyma hvítlauksbrauðinu úr þessu. Að tuttugu mínútum liðnum spurði hún aftur hvað brauðinu liði. Stúlkan sagði að það væri bara svo mikið að gera í eldhúsinu – verið væri að bera fram mat fyrir tuttugu manna hóp og þetta væri ansi snúið. Henni var bent á að þetta væri hluti af rétti sem pantaður hefði verið og það kæmi þeim ekki við hvort mikið væri að gera í eldhúsinu eða ekki. Hún var beðin að skila því til kokks- ins, að hér væri fólk á ferð sem vildi fá sinn rétt allan. Stúlkan ítrekaði á ný pattstöðuna í málinu og bætti því við að kokkurinn væri skapstór og hún treysti sér bara ekki til þess að standa uppi í hárinu á honum. Hún gerði sig ekki líklega til þess að skila kvörtun okkar inn í eldhús. Þegar reikningurinn barst var ekki að sjá að brauðleysið hefði verið dregið frá upphæðinni. Þessi kona sagði að hún og hennar vinir myndu ekki borða á þessum stað aftur í bráð. x x x VÍKVERJI er þessa dagana aðfá kímblöðin upp úr moldinni í bökkum sem hann er með víða um húsið. Þetta eru bæði blóma- og grænmetisfræ sem sáð var. Hann hefur verið að taka plastið af bökk- unum og þessar agnarsmáu grænu spírur fá nú að teygja sig til sólar. Víkverji getur ekki annað en hvatt alla þá sem eiga sólríka stofu- glugga, svo ekki sé nú talað um sól- stofur, til að kaupa sér fræpoka og sá svona eins og í einn bakka. Börn hafa alltaf gaman af því að fá að fylgjast með þegar fræ eru gróð- ursett og þangað til þau eru t.d. orð- in að tómataplöntum eða fallegum blómum úti í garði. Það er ekki mik- ið mál að setja niður fræ, það þarf fræ, mold, bakka og plast til að hylja með uns kímblöðin fara að koma í ljós. Eftir það er bara að setja bakkana á sólríkan stað og vökva reglulega uns jurtirnar eru settar í potta. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ofboðslegur, 8 málmi, 9 sól, 10 spil, 11 votlendið, 13 líkamshlutar, 15 álft- ar, 18 kindar, 21 hand- festa, 22 aula, 23 korns, 24 óhræsinu. LÓÐRÉTT: 2 ræktuð lönd, 3 eldstæði, 4 eimyrjan, 5 alda, 6 fá- nýti, 7 brumhnappur, 12 greinir, 14 hæða, 15 róa, 16 kærleikshót, 17 yfir- höfn, 18 fjöldi, 19 sigruð, 20 prestur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 sýkna, 4 sægur, 7 klárs, 8 myldi, 9 alt, 11 leif, 13 unnt, 14 ylgur, 15 svil, 17 töng, 20 orm, 22 túlar, 23 jaðar, 24 renna, 25 regni. Lóðrétt: 1 sýkil, 2 kjáni, 3 ausa, 4 sumt, 5 gælin, 6 reist, 10 logar, 12 fyl, 13 urt, 15 sýtir, 16 illan, 18 örðug, 19 garri, 20 orka, 21 mjór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.