Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 49
MÉR hefur borist svofellt
bréf sem ég birti með þökkum:
„Gísla Jónssyni málræktar-
manni frá Skilríkum mönnum.
Fyrst viljum við þakka verj-
anda Catilínu hlýleg orð, en við
vitum að skólabróðir okkar hef-
ur alltaf talið Catilínu saklausan
og Cicero farið offari í eigin-
hagsmunaskyni. Nokkur atriði í
ísl. nútímamáli ergja okkur. Til
dæmis er sífelld og ónauðsynleg
notkun orðsins þjóðfélag. Menn
tala um hvað sé sagt og gert „úti
í þjóðfélaginu“, eins og þeir
sjálfir séu ekki hluti af því. Okk-
ur er spurn: hvar annars staðar
eru þeir þá? Eru þeir að „tala
niður“ til alþýðunnar?
Var það ekki Laxness sem
segir frá kynnum sínum af því
kvikindi í Skandinavíu sem var
kallað „samfúnnet“.
Einnig er notkun orðanna
„einstaklingur“ og „aðili“
einkar ljót og oft á kostnað
orðsins maður. Eru orðin mað-
ur og kona ekki góð og gjald-
geng lengur?
Annar skólabróðir okkar,
Björn Þorleifsson, stundum
kallaður „öryrki“, skaut því
fram, þar sem við vorum, að of-
notkun sagnarinnar að vera
væri mikil og ónauðsynleg. T.d.
eru íþróttamenn að spila vel,
fyrirtæki eru að sýna góðan
hagnað og svo framvegis.
Íþróttamenn spila vel, fyrirtæki
sýna góðan árangur; sögnin að
vera er ónauðsynleg.
Að öðru: Í haust kom út hjá
MacMillan í London bók sem
heitir The Ice Master og er eftir
unga konu, Jennifer Niven.
Þessi bók er um hina illræmdu
för skipsins Karluk árið 1913.
Leiðangrinum stýrði Vilhjálm-
ur Stefánsson. Skilríkir menn
lásu bók þessa um jólin og hafa
síðan beðið eftir að Stofnun Vil-
hjálms Stefánssonar, sem okk-
ur skilst að starfi í tengslum við
Háskólann á Akureyri, láti eitt-
hvað frá sér fara til varnar Vil-
hjálmi, en um hann er farið
óvægilegum orðum, og jafnvel
háðskum í bókinni, t.d. í formál-
anum á bls. IX, þar sem vitnað
er í Roald Amundsen og sagt að
hann hafi nefnt Vilhjálm „the
greatest humbug alive“ og
fleira er sagt í þessa veru og
þarfnast ekki skýringa. Við
vildum láta þetta koma fram, þó
að það heyri ekki undir íslenskt
mál í þrengsta skilningi.
Sittu svo heill í sæmd þinni.
Kveðjur frá Skilríkum mönn-
um.“
Hlymrekur handan kvað:
Í Verona abbadís var
á veitingahúsinu þar:
„Get ég fengið ábót-
a, með gulrót?“
„Já, en okurdýrt exemplar.“
Umsjónarmaður birtir með
ánægju hugvekju þá sem hér
fer á eftir frá Árna Björnssyni
þjóðháttafræðingi og spyr jafn-
framt hver sé smekkur manna í
þessu efni:
„Klaufaspark og klaufna-
spark.
Gin- og klaufaveiki er í um-
ræðu þessar vikur og því
klingja klaufir jórturdýra oftar
við í eyrum en ella. Smekkmað-
ur á mál hafði rekist á orðið
klaufaför í próförk að landlýs-
ingu og eitthvað angraði máltil-
finningu hans. Var ekki áður
talað um að einhver slæmska
væri milli klaufnanna á bless-
aðri kúnni?
Nú var leitað til málfræðinga
og svörin voru sem vænta mátti
á þá lund að samkvæmt reglu
ætti ekki að vera n í eignarfalli
fleirtölu slíkra orða, en spurn-
ingin væri samt áhugaverð. Þá
var leitað til viðurkenndra mál-
snillinga og viðbrögð voru þau í
stuttu máli að reglan segði nei,
en smekkurinn já. Einnig var á
það bent að til væri fléttan
geitnaskóf og margir myndu
skófnapottinn hans Hjálmars
tudda hjá Jóni Thoroddsen þótt
á hvorugum staðnum ætti að
vera n eftir reglunni.
Loks var leitað í Orðabók
Háskóla Íslands og þar gaf á að
líta. Látra-Björg nefnir klaufna-
spark í vísu á 18. öld, tímaritið
Hirðir sem sjálfur Halldór Kr.
Friðriksson átti hlut að eftir
miðja 19. öld nefnir bæði
klaufnaveiki og klaufnakirtil,
Guðmundur Friðjónsson á
Sandi talar um klaufnaför, Eyj-
ólfur Guðmundsson á Hvoli um
klaufnagang, Stephan G. Steph-
ansson og Theodóra Thorodd-
sen um klaufnaklór í merking-
unni hrafnaspark. Fleiri dæmi
er þar að finna.
Ljóst virðist hvað gerst hefur.
Smekkvísir menn nota eignar-
fallið klaufna í samsetningum
fram um 1900. Þá fara málfræð-
ingar að búa til reglur sem
stundum stangast á við smekk-
vísina. Gin- og klaufnaveiki færi
betur í munni en það sjúkdóms-
heiti sem nú er notað.“
Úr bréfasímanum
Reyndu að kveðja með kurteisi og stæl,
karlfauskur, í þessu pæl.
Enginn ljær þér nú eyra
né langar í meira
leirburðarstagl og holtaþokuvæl
(Anonymus).
Umsjónarmaður þakkar
kveðjuna og gleðst yfir því að
sendandi kunni Jónas Hall-
grímsson.
Auk þess er lagt til: 1) Að
menn steinhætti að hafa vit-
laust eignarfall af kvenkynsorð-
um sem enda á ing. Menn afsala
sér rétti til nýtingar, ekki „til
nýtingu“. Og menn krefjast
tryggingar vegna byggingar, en
menn krefjast ekki „trygg-
ingu“, „vegna byggingu“. 2) Að í
stað grískættaða orðsins
„dramatúrg“ komi íslenska orð-
ið leiksmiður, sbr. gr. ergos =
sá sem vinnur, gerir eitthvað;
ergon = verk.
Og svo var það maðurinn sem
hélt að búsáhöld þýddi vínglös.
Aftanskrift: Fyrir glöp um-
sjónarmanns var Þórður mis-
nefndur Þórir á einum stað í síð-
asta þætti. Bæði hann og aðrir
eru beðnir velvirðingar á þessu.
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1103. þáttur
ÞIÐ sjálfstæðis-
menn eruð alltaf í bók-
haldinu. Ég er nú í póli-
tík en ekki neinu
bókhaldi. Eitthvað á
þessa leið mælti Ingi-
björg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri í um-
ræðuþætti með oddvita
sjálfstæðismanna í
borgarstjórn. Verið var
að ræða fjármálastefnu
R-listans; met hans í
skattahækkunum á
Reykvíkinga og
skuldasöfnun borgar-
innar á mesta góðæris-
skeiði þjóðarinnar og
stórfelldar bókhalds-
blekkingar til að fela skuldirnar.
Þetta umræðuefni var of óþægilegt
fyrir borgarstjóra til að hún gæti
rætt það málefnalega.
Viðhorf
borgarstjóra
Það er vissulega athyglisvert að
borgarstjóri skuli mæla slík orð í op-
inberum sjónvarpsþætti. Borgar-
stjóri er ekki einungis pólitískur
oddviti meirihlutans,
hann er einnig æðsti
embættismaður borg-
arbúa, sem ber öðrum
fremur ábyrgð á því að
fjármál borgarinnar
séu í góðu horfi. Hann
ber ábyrgð á því að
bókhald borgarinnar
gefi sem réttasta mynd
af fjármálum hennar,
sé sett fram á eins
skýran hátt og kostur
er og hafið yfir allan
grun um blekkingar.
Einhverjir hefðu ætlað
að slíkur embættis-
maður myndi a.m.k.
ekki tala af óvirðingu
um bókhald en ef til vill var borg-
arstjórinn einungis að segja kjós-
endum sínum það að fyrir sér væri
bókhald eitt og pólitík annað.
Þessi ummæli borgarstjóra rifjuð-
ust ósjálfrátt upp þegar hún brást
við skýrslu Borgarendurskoðunar
um framkvæmdir við tengibyggingu
Borgarleikhússins og Listasafn
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Borg-
arstjóri hafði forgöngu um þessar
framkvæmdir á sínum tíma og notaði
þær óspart í pólitískum tilgangi. Of-
urkapp var t.d. lagt á að opna Lista-
safnið í Hafnarhúsinu fyrir kosning-
arnar 1998 og sú ákvörðun ein og sér
hafði ómældan kostnað í för með sér.
Gæluverkefni
borgarstjóra
Upphafleg fjárhagsáætlun vegna
framkvæmdanna í Hafnarhúsinu
hljóðaði upp á 370 milljónir króna
(miðað við fast verðlag í des. 2000) og
er kaupverð hússins ekki inni í þeirri
tölu. Ný fjárhagsáætlun var síðar
gerð og fór hún upp í 530 milljónir.
Nú stefnir í að framkvæmdakostn-
aður verði um 740 milljónir króna.
Verkið fer því um 370 milljónum
fram úr upphaflegum hugmyndum
eða sem nemur 100%
Áætlaðar heildargreiðslur borgar-
sjóðs vegna tengibyggingar milli
Borgarleikhússins og Kringlunnar
námu upphaflega 62,5 milljónum
króna. Í skýrslu borgarendurskoð-
unar kemur fram að kostnaðartölur í
áætluninni byggðust ekki á haldbær-
um forsendum. Við verklok hafði
hlutur borgarsjóðs í byggingunni
meira en þrefaldast og endaði í 205
milljónum króna.
Þessar framúrkeyrslur í gælu-
verkefnum borgarstjórans nema
samtals 512 milljónum króna miðað
við upphaflegar áætlanir og skýra
líklega af hverju hún er haldin svona
mikilli bókhaldsfælni. Þessi fælni
virðist síðan hafa orðið til þess að
borgarstjóri lagði upplýsingar um
kostnaðarhækkanir ekki fyrir borg-
arráð þegar þær lágu fyrir eins og
æðsta embættismanni borgarinnar
ber skylda til að gera.
Borgarstjóri víkur
sér undan ábyrgð
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri tekst þó á sama hátt við
þetta mál og önnur sem snúa að
slæmum fjárhag borgarinnar. Fyrst
segir hún ekki neitt og reynir að
þegja sem lengst um málið. Þegar
borgarstjóri kemst ekki lengur hjá
því að ræða um málið við fjölmiðla og
á borgarstjórnarfundi segir hún eins
lítið og hún getur en gefur í skyn að
hún hafi hvergi komið nærri. Þannig
reynir hún að koma sökinni á hálfs
milljarðs króna framúrkeyrslu í
tveimur verkefnum á alla aðra í
borgarkerfinu en sjálfa sig. Það má
vera að slík viðbrögð séu mannleg en
stórmannleg eru þau ekki.
Er 500 milljóna króna
framúrkeyrsla eðlileg?
Kjartan
Magnússon
Borgarpólitík
Borgarstjóri reynir,
segir Kjartan Magn-
ússon, að koma sökinni
á hálfs milljarðs króna
framúrkeyrslu á alla
aðra í borgarkerfinu
en sjálfa sig.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Í 70 ÁR hefur Bún-
aðarbankinn þjónað
landsmönnum dyggi-
lega og hefur alla tíð
verið best rekni banki
landsins. Þegar banka-
fárviðrið geisaði á tí-
unda áratugnum og
ríkisbönkunum var leg-
ið á hálsi fyrir ógæti-
lega útlánastarfsemi
var staðreyndin sú að
Búnaðarbankinn var
með minnstu afskrift-
irnar og mun minni en
hlutafélagabankarnir.
Þá greiddi Búnaðar-
bankinn einn banka
tekjuskatt í mörg ár og
segir það eitt um hversu vel hann var
rekinn. Ég sat í bankaráði bankans á
árunum 1990-1994 og kynntist þá all-
vel rekstrarfyrirkomulagi bankans
og það get ég fullyrt að í fyrirrúmi
sat ávallt velferð bankans og við-
skiptavinanna. Bankastjórar og
bankaráðsmenn lögðu alltaf metnað
sinn í að sinna sínu starfi, með vel-
ferð bankans að leiðarljósi. Ég tel að
það hafi bankaráðin alla tíð gert og
hin farsælu ár fráfarandi bankaráðs
og formanns þess hafa örugglega
ekki verið dans á rósum undir sí-
felldum árásum viðskiptaráðherra.
Þá hafa bankastjórar, sem hafa unn-
ið bankanum vel í tugi ára, mátt þola
ósmekklegar dylgjur í lok farsæls
starfsferils síns.
Á aðalfundi bankans hélt við-
skiptaráðherra ræðu, þar sem fram
kom meðal annars að „óheppileg“
umræða um bankann á undanförn-
um misserum og árum hefði skaðað
hann. Heppilegast hefði verið fyrir
ráðherra að minnast ekki á þau
ósköp, því þar hefur enginn verið
duglegri en ráðherrann sjálfur, að
dreifa óhróðri um bankann og sýna
öðrum hluthöfum, starfsfólki og við-
skiptavinum megnustu fyrirlitningu
með allskyns yfirlýsingum.
Það hefur enginn skaðað bankann
meira en einmitt ráðherrann sjálfur.
Þær ávirðingar sem ráðherrann hef-
ur pantað, í hinum ýmsu skúmaskot-
um Framsóknarflokksins og ráðu-
neytisins, til að koma höggi á
forráðamenn bankans
eiga eftir að gufa upp.
Það hefur sýnt sig í
gegnum árin, í öðrum
tilbúnum málum, að
þar var á ferðinni
stormur í vatnsglasi.
Sá málatilbúnaður sem
ráðherrann hefur við-
haft á undanförnum
mánuðum er að mestu
tilbúningur til að þjóna
eiginhagsmunum ráð-
herrans og skjólstæð-
inga hans. Ég, sem
einn af mörgum litlum
hluthöfum, fagna þeirri
yfirlýsingu ráðherrans,
að væntanlega yrði
þetta í síðasta sinn sem hann ávarp-
aði aðalfund, því nú skyldi bankinn
seldur. Það þýðir væntanlega, að
hætt verður að leitast við að stjórna
daglegum rekstri bankans úr ráðu-
neytinu og þá einnig hætt þeim
hráskinnsleik sem einna helst minnir
á aðförina að hafskipsmönnum á sín-
um tíma. „Ég skipa bankaráð“ voru
algengar yfirlýsingar ráðherra, enda
aldrei dottið í hug að það eru hátt í 30
þúsund aðrir hluthafar með um 30%
hlutafé sem eiga einhvern rétt.
Hrokinn leyfir ekki að öðruvísi sé
talað, því í augum ráðherra eru 30
þúsund hluthafar hvort sem er ein-
hver skítseiði sem ekki er orðum á
eyðandi. Ráðherrann þurfti að koma
manni að sem bankastjóra, úr sínu
kjördæmi og það var aðalatriðið, og
til þess reytti hann miskunnarlaust
æruna af fólki, svo það mætti takast.
Þetta minnir á stjórnarfar í fyrrum
austrænum ríkjum, enda framsókn-
armenn iðnir við að flytja Reykvík-
inga nauðungarflutningum út á
landsbyggðina, að hætti Stalíns, og
skilja svo ekkert í því að Reykvík-
ingar kjósi þá ekki. Það er ekki að
furða, þótt Framsóknarflokkurinn
bjóði fram í leyni til borgarstjórnar,
þar sem hann hefir á að skipa tveim-
ur borgarfulltrúum, en það er í engu
samræmi við kjörfylgi flokksins. Það
var ánægjulegt og tími til kominn að
tekið væri fram fyrir hendurnar á
ráðherranum og bankaráði gert
kleift að ráða bankastjóra á fagleg-
um grunni, þrátt fyrir að það kostaði
einhver hrossakaup í bankaráði. Ég
er viss um að það ágæta fólk, sem nú
hefir verið kosið í bankaráð bankans,
muni standa vörð um hagsmuni
bankans og formaðurinn, sem er
landsmönnum kunnur af farsælum
störfum á öðrum vettvangi, mun
örugglega ekki gefa ráðuneytinu, né
ráðherranum, tækifæri til að stjórna
daglegum rekstri bankans.
Ráðherrann
og Búnaðar-
bankinn
Þórir
Lárusson
Ríkisbankar
Enginn hefur verið
duglegri en ráðherrann
sjálfur, segir Þórir
Lárusson, að dreifa
óhróðri um bankann.
Höfundur er frv. bankaráðsmaður.