Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG er Jón Múli Árnason áttræð- ur. Hann hefur verið helsti boðberi djassins á Íslandi allt frá því hann álpaðist inní útvarpsþátt Einars Páls- sonar 1945, eftir að hafa gagnrýnt Einar fyrir að kunna ekki skil á helstu sólistum Ellingtons, en það var í októ- ber 1945 að Einar byrjaði með þátt þar sem djassinn var að minnsta kosti hálfdrættingur á við aðra tónlist. Í fyrsta bindi Þjóðsagna sinna segir Jón Múli að Einar hafi svarað gagn- rýni sinni með því að segja að fyrst hann væri svona klár skyldi hann bara koma í þáttinn og þurfti ekki að segja Múlanum það tvisvar. Hann ,,ruddist með plötubunka inn í næsta þátt Einars, rambaði þar með á brautina þar sem ekki varð aftur snú- ið né heldur numið staðar fyrr en eftir hálfa öld“. Hann segist líka hafa verið vel undirbúinn. ,,Frá því ég ánetjaðist fíkninni haustið 1934 hafði ég ekki hreyft mig spönn frá rassi grammó- fónlaus, hafði fóninn með í öllum lang- ferðum, í tjöldum á skólaferðalögum, í öllum partíum innanbæjar og utan og plötustafla í sérhönnuðum hulstrum. Fór meira að segja í tíma í gaggó og hafði hann með í lúkarnum á Gull- toppi þegar síldarsumrin hófust 1937 og gat hreinlega ekki án hans verið, hvorki á sjó né landi.“ Brátt var Jóni Múla falið að sjá um djassþætti Ríkisútvarpsins og urðu þeir djassakademía þjóðarinnar þótt hann hafi ekki fengið prófessornafn- bótina fyrir þá, heldur að kenna djasssögu við Tónlistarskóla FÍH. Sú kennsla bar góðan ávöxt. Heilan djas- söguvetur í útvarpi og bókina Djass, sem út kom 1985. Þar er saga djassins rakin af næmum skilningi og ástríðu sagnamannsins, en það hefur ætíð einkennt djassfræðslu Jóns Múla að góð saga er gulli betri og ekkert skal orðað svo að ofar sé skilningi íslensks alþýðumanns. Hann hefur verið al- þýðufræðari í orðsins bestu merkingu og jafnoki okkar fremstu manna á því sviði, s.s. Sverris Kristjánssonar og Björns Th. Björnssonar. Ég ólst upp við djassþætti Jóns Múla í Ríkisút- varpinu og Willis Conovers í Voice Of America, en þegar ég fór að fást við djassskrif og þáttagerð dró ég lær- dóm af efnistökum Jóns og orðsnilld – þótt Conover væri sosum góður fyrir sinn hatt. Ég hef setið á óteljandi djasstón- leikum með Jóni og margri ráðstefn- unni. Ógleymanleg verður mér ætíð för okkar á Norrænu djassfræðinga- ráðstefnuna í Ósló 1987. Hann flutti þar erindi um fyrstu erlendu djass- leikarana er gistu Ísland og svaraði norrænum kollegum okkar, sem undruðust að Íslendingar skyldu ekki vera forustuþjóð í Norðurlandadjassi á stríðsárunum hernumdir af engil- saxneskum, meðan frændurnir voru flestir undir járnhæl nasista. Svar Jóns var sáraeinfalt og spekingarnir sátu klumsa: ,,The US army is not a jazzband.“ Jón Múli lærði hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og söng hjá Pétri Jónssyni. Hann blés lengi í kornett í skrúða Lúðrasveitar verkalýðsins. Kornett- blástur hans verður kannski ekki lengi í minnum hafður en það verða afturá móti lögin sem hann samdi. Yf- irleitt við ljóð bróður síns Jónasar. Þau eru til á fjölda hljómplatna og hafa innlendir sem erlendir djassleik- arar glímt við þau, s.s. Niels-Henning Ørsted Pedersen og Finn Ziegler, en enginn þó af jafnmikilli ástríðu og Óskar Guðjónsson saxófónleikari. Hann gaf út Söngdansa Jóns Múla með hljómsveit sinni Delerað í fyrra og í dag kemur út ný skífa: Keldu- landið þarsem hann leikur dúett með uppeldissyni Jóns Múla, Eyþóri Gunnarssyni. Í tilefni afmælisins verða tónleikar í Salnum í kvöld þar sem lög Jóns Múla hljóma í túlkun ís- lenskra djassleikara undir forustu Óskars. Jón Múli er að sjálfsögðu heiðurs- félagi Jazzvakningar og Lúðrasveitar verkalýðsins og djassklúbbur Reyk- víkinga heitir í höfuðið á honum: Múl- inn Hann hefur alltaf trúað á tilgang- inn í lífinu og mannskepnuna, þrátt fyrir allt sem á hefur gengið í veröld- inni, og jafnan vitnað til þess að fyrst jafnmögnuð list og djassinn væri til hlyti eitthvað vit að vera í tilverunni hulið okkar skilningi. Jón Múli Árnason er áttræður í dag. Af því tilefni verða haldnir djasstónleikar í Salnum kl. 20.30. Vernharður Linnet fjallar hér um „helsta boðbera djassins á Íslandi“. Louis Armstrong með kynni sínum, Jóni Múla Árnasyni, að loknum fjórðu og síðustu hljómleikum sínum í Háskólabíói í febrúar 1965. Djassprófessorinn áttræður SÝNING á verkum Birgis Snæ- bjarnar Birgissonar og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar verður opnuð í dag kl. 16 á Myndlistarvori Íslands- banka-FBA í Vestmannaeyjum. Birgir Snæbjörn og Sigtryggur Bjarni tilheyra félagsskap sem kennt hefur sig við Gullpensil. Þeir hafa hvorugur sýnt verk sín í Eyjum áður. „Ég vinn frekar hægt og fyrirvar- inn var ekki mjög langur. Ég er nýbúinn að sýna stóra seríu í Gerð- arsafni sem ég hafði unnið að í tvö ár. Ég hef þó verið að vinna aðra hluti með og á þó nokkur ósýnd verk, þannig að ég verð með þau og kannski aðeins eldri myndir og nokkrar teikningar á sýningunni,“ segir Birgir. „Ég vona því að sýn- ingin verði góður spegill á mig og er mjög spenntur.“ Birgir segir að hann hafi verið að mála börn og unglinga. „Þetta eru myndir sem virðast nokkuð saklaus- ar við fyrstu sýn, en í þeim er þó al- varlegur undirtónn. Ég verð með eina mynd sem er byrjun á nýrri ser- íu sem fjallar um leiki unglinga. Þetta eru þó leikir sem geta verið al- varlegir og uppstilling myndanna er þannig að áhorfandinn getur alltaf verið þátttakandi í leiknum.“ Sandur í Sahara Þegar Sigtryggur er inntur eftir því hvað hann ætli að sýna, segist hann sposkur á svip ætla að selja sand í Sahara. „Ég er sem sagt með myndir af sjó. Þetta er hlutur sem ég hef fengist við undanfarin fjögur ár. Það er eitthvað við sjávarflötinn, myndflötinn og dýptina. Sjávarflöt- urinn er yfirleitt tiltölulega sléttur. Ég horfi þó á sjávarflötinn sem af- strakt fyrirbæri og það er hið sjón- ræna í honum sem heillar mig og möguleikarnir til þess að skapa dýpt. Ég verð með fjórar nýjar myndir sem ég málaði sérstaklega fyrir þessa sýningu, auk tveggja eldri, en ég held að þetta verði „púra“ sjór.“ Sýningarnar verða settar upp í gamla Vélasalnum á horni Vestur- vegar og Græðisbrautar. Aðgangur er ókeypis. Sýningin er lokuð virka daga. Opið er um helgar frá kl. 14– 19. Sýningunni lýkur 8. apríl. Af börnum og sæ Morgunblaðið/Sigurgeir Birgir Snæbjörn Birgisson og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson eru lista- menn Myndlistarvors í Eyjum að þessu sinni. KÓR Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Laugarneskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Flutt verður tónverkið Dauðadansinn eftir Hugo Distler. Kvæðið er eftir J. Klöcking í þýð- ingu Hjartar Guðmundssonar. Gísli Pétur Hinriksson nemandi Leiklist- arskólans les hlutverk dauðans en aðrir lesarar eru söngvarar úr kórn- um. Sungið verður á þýsku en lesið á íslensku. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriksson. Einnig munu nemendur tón- menntakennaradeildar taka próf í kórstjórn og stjórna æfingakór deildarinnar. Tveir nemendur úr söngdeild skólans syngja einsöng við undirleik Hrefnu Unnar Egg- ertsdóttur píanóleikara. Kór Tón- listarskól- ans syngur í Laugar- neskirkju Í NORRÆNA húsinu verður opnuð í dag, laugardag, dagskrá til kynning- ar á menningu frá Norðurbotni í Sví- þjóð. Þar kennir ýmissa grasa og verður kynning á hverjum degi til 6. apríl. Dagskráin hefst kl. 19. Þá verður opnuð sýning á verkum listamanna frá Norðurbotni. Kl. 20 verður hlaðborð með sæl- keraréttum frá Norðurbotni þar sem matreiðslumeistarinn Tommy Skare sér um veitingarnar. Kl. 21.30 verður fluttur tónrænn skúlptúr fyrir slagverk og eld úti á grasflöt Norræna hússins. Yfirskrift gjörningsins er Slag- síða. Norður- botnsdagar Listasafn ASÍ við Freyjugötu Sýningu Guðrúnar Gunnarsdóttur á þrívíðum ljóðum lýkur á morgun, sunnudag. Sýningu lýkur FJÓRÐU og síðustu tónleikar Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar og listastofnunar Hafn- arborgar á þessu starfsári, verða haldnir sunnudagskvöldið 1. apríl, kl. 20. Meðlimir Tríós Reykjavíkur eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvar- an sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Að þessu sinni verða ein- göngu flutt verk eftir Lud- wig van Beethoven. Að sögn Gunnars Kvaran end- urspegla verkin á efnis- skránni þau þrjú tímabil sem sköpunarferli Beethovens er gjarnan skipt í. „Þróun Beethovens sem tónskálds var í raun með ólík- indum og helgast það af því hversu mikill byltingarmaður hann var, bæði hvað varðar tónsmíðar og lífs- stíl. Allt frá því að Beethoven hóf tónsmíðaferil sinn, mætti hann mót- stöðu fólks sem þótti verkin of flókin og erfið, jafnvel hjá meistara sínum Haydn. Þannig fór Beethoven alla tíð sínar leiðir og ofbauð því stund- um umhverfi sínu með bylting- arkenndri tónsköpun.“ Gunnar bendir einnig á að Beethoven hafi í raun verið fyrsti listamaður vest- rænnar menningarsögu sem naut fullkomins listræns og fjárhagslegs sjálfstæðis og var það vegna veg- legra fjárframlaga velgjörð- armanna Beethovens úr aðalsstétt. Þannig var tónskáldið ekki undir þjónustu við aðalinn komið eins og önnur tónskáld, í og fyrir hans tíð. „Beethoven hafði erfiða skapsmuni og var framkoma hans gagnvart hans nánustu ekki ætíð til fyr- irmyndar. Hins vegar skín svo gríð- arlega mikill mann- kærleikur og göfgi úr tónlist hans.“ Tónleikarnir hefjast á sónötu ópus 24 fyrir fiðlu og píanó, en hún er þekkt undir heitinu Vorsónatan. „Það er afskaplega bjart og fallegt yfir þessu verki og því hefur það fengið þetta heiti. Þetta er mjög skemmtilegt verk til að hefja tónleikana á, enda er næstum því komið vor,“ segir Gunnar. Því næst verður leikin sónata ópus 102, nr. 1 fyrir selló og píanó, sem samin var árið 1815, 15 árum á eftir Vorsónötunni. „Verkið markar þáttaskil í tónsköpun Beethovens. Það er fyrsta verkið sem tilheyrir þriðja tímabilinu, þar sem Beethoven gerir gagngerar breytingar og endurskoðanir á því sem hann hafði verið að gera fram að því. Í verkinu brýtur hann upp formið, sem er gífurlega knappt og samþjappað, og óvenjulegt fyrir hans samtíma,“ segir Gunnar. Eftir hlé verður flutt verk sem samið var undir lok annars tímabils meistarans, árið 1811. „Um er að ræða „Erkihertogatríóið“ svonefnda sem er frægasta píanótríóið eftir Beethoven. Það er tileinkað hinum mikla velgjörðarmanni og aðdáanda Beethovens, Rudolph erkihertoga. Verkið er langt og mikið og geysi- lega magnað,“ segir Gunnar. Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg Tríó Reykjavíkur. Peter Máté, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. Tónleikar helgaðir meistara Beethoven Ludwig van Beethoven Morgunblaðið/Árni Sæberg ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.