Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 23 VALDIMAR Jónsson bóndi í Ytra- Felli í Eyjafjarðarsveit breytti sl. sumar og haust stórri heyhlöðu í svokallað kalt fjós með legubás- um. Valdimar mun vera sá fyrsti hér á landi sem byggir þessa fjós- gerð. Byggingin er óeinangruð og er þannig loftræst að kalda loftið er tekið inn um svokallað vindnet (gardínur) efst á langhlið fjóssins og vegna meiri eðlisþyngdar fer það niður og kýrnar hita það upp. Þaðan stígur loftið upp og fer út um mæninn. Vindnetið er það þétt að í verstu veðrum snjó- aði nánast ekkert inn.Valdimar sagði að kýrnar væru rólegar og þeim virtist líða mjög vel en þær hafa legubása með mjúkum mott- um. Hann sagði að hitastigið hefði lægst farið í 5 stiga frost og það virtist ekki gera kúnum neitt til. Mjaltabásinn er tölvustýrður og mjög fullkominn og getur Valdi- mar mjólkað 10 kýr í einu en sjálfvirkir aftakarar sjá um að taka af kúnum. Valdimar sagðist vera 50-60 mínútur að mjólka 50 kýr. Hann sagðist hafa kynnt sér svona köld fjós erlendis og t.d. í Kanada væru þau mjög algeng ef ekki alls ráðandi. Þau væru mun ódýrari í byggingu og einnig mætti alltaf einangra seinna ef þurfa þætti. Kýrnar hraustari Sú reynsla sem komin er gefur vísbendingar um að kýrnar séu hraustari en í hefðbundnum fjós- um og algengir sjúkdómar, svo sem doði, súrdoði og júgurbólga hefðu lítið sem ekkert látið á sér kræla og lyfjanotkun því verið í lágmarki, að sögn Valdimars. Morgunblaðið/Benjamín Valdimar Jónsson í kalda fjósinu á Ytra-Felli í Eyjafjarðarsveit. Kalda fjósið reynist vel Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. AKUREYRARKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 á morgun. Gott væri að börnin kæmu með mynd af sér til að setja á vinatré. Guðsþjónusta kl. 14. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Kór Akureyrarkirkju syngur. Kaffitón- leikar kórs Akureyrarkirkju kl. 15 í safnaðarheimili. Fundur Æskulýðs- félags í kapellu kl. 17. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld. Tíu boðorð, Guð einn sem var og er. Umsjón séra Guðmundur Guðmundsson. Morgun- söngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn kl. 10 á miðviku- dag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag, bænaefnum má koma til prestanna. Léttur hádegis- verður á eftir. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta í kirkjunni kl. 11 á morgun, sunnudag. Barnakór Glerárkirkju syngur. Sara og Ósk ræða við börnin. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í kirkj- unni kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegis- samvera á miðvikudag kl. 12, helgi- stund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn frá 10 til 12 á fimmtudag. Æfing barnakórsins kl. 17.30 á fimmtudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning kl. 20 í kvöld, laugardag. Ræðumaður er Jón Þór Eyjólfsson, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunn- ar Klettsins. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. G. Theódór Birgisson for- stöðumaður sér um kennsluna. Ald- ursskipt kennsla þar sem allir fá eitt- hvað við sitt hæfi. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag. Þar verður flutt fjölbreytt lofgjörðartónlist, ræður- maður er Jón Þór Eyjólfsson. Fyr- irbænaþjónusta, krakkakirkja og barnapössun. Bænastundir alla virka daga kl. 06.30. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju sunnudaginn 1. apríl kl. 11 f.h. Mikill almennur söngur fyrir fólk á öllum aldri. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma á Sjón- arhæð, Hafnarstræti 63, kl. 17. Fundur fyrir 6-12 ára krakka á Sjón- arhæð kl. 17.30 á mánudag. Kirkjustarf Foreldra- og kenn- arafélög grunnskól- anna á Akureyri Fundur um kvíða og einelti KRISTJÁN Már Kristjánsson sál- fræðingur fjallar um kvíða og einelti á fræðslufundi sem Foreldra- og kennarafélög grunnskóla Akureyrar efna til. Fundurinn verður haldinn í nýjum samkomusal Lundarskóla og hefst kl. 20 næstkomandi þriðju- dagskvöld, 3. apríl. Fundurinn er öllum opinn en fyrri fundur félaganna, sem fjallaði um gildi samveru foreldra og barna, var einkar vel sóttur, þá mættu vel á fjórða hundrað manns. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.