Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 23
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 23
VALDIMAR Jónsson bóndi í Ytra-
Felli í Eyjafjarðarsveit breytti sl.
sumar og haust stórri heyhlöðu í
svokallað kalt fjós með legubás-
um. Valdimar mun vera sá fyrsti
hér á landi sem byggir þessa fjós-
gerð.
Byggingin er óeinangruð og er
þannig loftræst að kalda loftið er
tekið inn um svokallað vindnet
(gardínur) efst á langhlið fjóssins
og vegna meiri eðlisþyngdar fer
það niður og kýrnar hita það
upp. Þaðan stígur loftið upp og
fer út um mæninn. Vindnetið er
það þétt að í verstu veðrum snjó-
aði nánast ekkert inn.Valdimar
sagði að kýrnar væru rólegar og
þeim virtist líða mjög vel en þær
hafa legubása með mjúkum mott-
um. Hann sagði að hitastigið
hefði lægst farið í 5 stiga frost og
það virtist ekki gera kúnum neitt
til.
Mjaltabásinn er tölvustýrður og
mjög fullkominn og getur Valdi-
mar mjólkað 10 kýr í einu en
sjálfvirkir aftakarar sjá um að
taka af kúnum. Valdimar sagðist
vera 50-60 mínútur að mjólka 50
kýr.
Hann sagðist hafa kynnt sér
svona köld fjós erlendis og t.d. í
Kanada væru þau mjög algeng ef
ekki alls ráðandi. Þau væru mun
ódýrari í byggingu og einnig
mætti alltaf einangra seinna ef
þurfa þætti.
Kýrnar hraustari
Sú reynsla sem komin er gefur
vísbendingar um að kýrnar séu
hraustari en í hefðbundnum fjós-
um og algengir sjúkdómar, svo
sem doði, súrdoði og júgurbólga
hefðu lítið sem ekkert látið á sér
kræla og lyfjanotkun því verið í
lágmarki, að sögn Valdimars.
Morgunblaðið/Benjamín
Valdimar Jónsson í kalda fjósinu á Ytra-Felli í Eyjafjarðarsveit.
Kalda fjósið reynist vel
Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið.
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11 á morgun. Gott væri að
börnin kæmu með mynd af sér til að
setja á vinatré. Guðsþjónusta kl. 14.
Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Kór
Akureyrarkirkju syngur. Kaffitón-
leikar kórs Akureyrarkirkju kl. 15 í
safnaðarheimili. Fundur Æskulýðs-
félags í kapellu kl. 17. Biblíulestur kl.
20.30 á mánudagskvöld. Tíu boðorð,
Guð einn sem var og er. Umsjón séra
Guðmundur Guðmundsson. Morgun-
söngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudag.
Mömmumorgunn kl. 10 á miðviku-
dag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl.
12 á fimmtudag, bænaefnum má
koma til prestanna. Léttur hádegis-
verður á eftir.
GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta í kirkjunni kl. 11 á morgun,
sunnudag. Barnakór Glerárkirkju
syngur. Sara og Ósk ræða við börnin.
Kyrrðar- og tilbeiðslustund í kirkj-
unni kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegis-
samvera á miðvikudag kl. 12, helgi-
stund, fyrirbænir og sakramenti.
Léttur hádegisverður í safnaðarsal á
vægu verði. Opið hús fyrir mæður og
börn frá 10 til 12 á fimmtudag. Æfing
barnakórsins kl. 17.30 á fimmtudag.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs-
brotning kl. 20 í kvöld, laugardag.
Ræðumaður er Jón Þór Eyjólfsson,
forstöðumaður Hvítasunnukirkjunn-
ar Klettsins. Sunnudagaskóli fjöl-
skyldunnar kl. 11.30 á morgun,
sunnudag. G. Theódór Birgisson for-
stöðumaður sér um kennsluna. Ald-
ursskipt kennsla þar sem allir fá eitt-
hvað við sitt hæfi. Vakningasamkoma
kl. 16.30 sama dag. Þar verður flutt
fjölbreytt lofgjörðartónlist, ræður-
maður er Jón Þór Eyjólfsson. Fyr-
irbænaþjónusta, krakkakirkja og
barnapössun. Bænastundir alla virka
daga kl. 06.30.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta verður fyrir allt
prestakallið í Möðruvallakirkju
sunnudaginn 1. apríl kl. 11 f.h. Mikill
almennur söngur fyrir fólk á öllum
aldri. Mætum öll og njótum samveru
í húsi Guðs.
SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í
Lundarskóla kl. 13.30 á morgun,
sunnudag. Almenn samkoma á Sjón-
arhæð, Hafnarstræti 63, kl. 17.
Fundur fyrir 6-12 ára krakka á Sjón-
arhæð kl. 17.30 á mánudag.
Kirkjustarf
Foreldra- og kenn-
arafélög grunnskól-
anna á Akureyri
Fundur
um kvíða
og einelti
KRISTJÁN Már Kristjánsson sál-
fræðingur fjallar um kvíða og einelti
á fræðslufundi sem Foreldra- og
kennarafélög grunnskóla Akureyrar
efna til. Fundurinn verður haldinn í
nýjum samkomusal Lundarskóla og
hefst kl. 20 næstkomandi þriðju-
dagskvöld, 3. apríl.
Fundurinn er öllum opinn en fyrri
fundur félaganna, sem fjallaði um
gildi samveru foreldra og barna, var
einkar vel sóttur, þá mættu vel á
fjórða hundrað manns.
♦ ♦ ♦