Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í nýlegu áliti sínu komist að þeirri nið- urstöðu m.a. að viðbrögð lögreglunn- ar í Reykjavík hafi ekki verið í sam- ræmi við lögboðnar skyldur og hlutverk hennar þegar íbúar kvört- uðu ítrekað yfir hávaða frá atvinnu- húsnæði sem notað var undir hljóm- sveitaæfingar og óleyfilega starf- semi bílabónstöðvar. Þrír íbúanna leituðu til umboðsmanns í september 1999 og kvörtuðu yfir aðgerðaleysi lögreglunnar í tilefni af kvörtunum og tilkynningum vegna hávaða og ónæðis frá umræddu húsnæði. Höfðu íbúarnir einnig leitað til borg- aryfirvalda og umhverfisráðuneytis- ins vegna málsins en í húsnæðinu hafði einnig farið fram neysla fíkni- efna. Umboðsmaður tekur fram í álitinu að við upphaf athugunar sinnar hafi komið í ljós að lögreglan í Reykjavík taldi sig hafa takmarkaðar heimildir í lögum til aðgerða á borð við þær sem íbúarnir fóru fram á. Með hlið- sjón af því beindi umboðsmaður at- hugun sinni með almennum hætti að valdheimildum lögreglunnar þegar kvartanir og tilkynningar berast henni um hávaða og ónæði frá hús- næði í einkaeign. Hafði hann þar m.a. til hliðsjónar lög um friðhelgi eignaréttarins. Umboðsmaður Alþingis telur að í lögreglusamþykktum í Reykjavík sé beinlínis gert ráð fyrir aðkomu og ráðstöfunum lögreglu við þær að- stæður þegar mikill hávaði og ónæði hlýst af starfsemi eða athöfnum í húsi í grennd við íbúabyggð. Álita- efnið hafi ekki snúist um hvort held- ur hvaða ráðstafana lögreglunni sé heimilt að grípa til. Skortur á verklagsreglum Telur umboðsmaður að viðbrögð lögreglunnar, um að aðhafast ekki, hefðu ekki verið í samræmi við laga- legar skyldur og hlutverk með tilliti til aðkomu byggingarfulltrúans í Reykjavík eftir að hann hafði bannað allan tónlistarflutning í húsinu. Hafi viðbrögðin ekki verið til þess fallin að tryggja og vernda almannafrið. Lögreglan hafi því ekki sinnt lög- boðnu hlutverki sínu og kemur m.a. til greina að mati umboðsmanns að lögreglan girti alfarið fyrir aðgang hljómsveita að húsinu. Við athugun á málinu kemst um- boðsmaður einnig að þeirri niður- stöðu að skortur sé á almennum verklagsreglum um viðbrögð lög- reglumanna þegar ítrekað væri kvartað yfir hávaða og ónæði frá húsnæði í einkaeign. Af þeim sökum telur umboðsmaður rétt að vekja at- hygli ríkislögreglustjóra á þeim sjónarmiðum sem koma fram í álit- inu og hvort þörf sé á einhverjum viðbrögðum. „Gómsætur fjölmiðlamatur“ Beinir umboðsmaður þeim tilmæl- um til lögreglustjórans í Reykjavík að hann sjái til þess að aðkomu lög- reglunnar í kvörtunum sem þessum verði hagað í samræmi við álitið. Einnig verði athygli dómsmálaráð- herra vakin á málinu sem yfirmanns lögreglunnar. Í áliti umboðsmanns er m.a. birt bréf frá einum íbúanna til lögreglu- stjórans í Reykjavík þar sem hann lýsir ófögru ástandi vegna umrædds húsnæðis. Er talað um húsnæðið sem X og segir m.a.: „F.h. húsfélagsins [...] í Reykjavík neyðist ég til að skrifa þér nokkrar línur vegna nágranna okkar í [X]. Það hús hefur í nokkur ár hýst starf- semi sem hefur verið mjög truflandi fyrir íbúa hverfisins. Í nokkur ár var þar eiturlyfjabæli og dreifing var á þeim tíma „gómsætur fjölmiðlamat- ur“. Lögreglunni tókst loks að losa okkur við þennan ófögnuð en því miður var Adam ekki lengi í Paradís og ný starfsemi hóf göngu sína. Hús- ið var æfingahúsnæði hljómsveita. Þarna æfa fjölmargar hljómsveitir og byrja æfingar oft að morgni og standa langt fram á kvöld með mis- löngum hléum. Þessari starfsemi fylgir oft og tíðum mikil umferð. Íbú- ar hafa oftsinnis beðið húsráðanda í [X] og fleiri að draga úr hávaða og hefur því einatt verið illa tekið og jafnvel hótanir um að nágrannar gætu haft verra af. Farartæki hafa verið skemmd í kjölfarið.“ Umboðsmaður Alþingis um kvartanir íbúa yfir hávaða frá húsnæði í einkaeign Lögreglan sinnti ekki lögboðnu hlutverki sínu AFLMESTA leysigeislatæki lands- ins var ræst í húsnæði Raunvís- indastofnunar Háskólans í gær. Tækið verður notað undir stjórn prófessors Ágústs Kvarans við rannsóknir í efna- og eðlisfræði til að kanna áhrif þess að geisla efni með ofursterku samþjöppuðu ljósi. Þegar ofursterku ljósi er beint á efni sundrast sameindir þess í smærri agnir á borð við atóm, jónir og rafeindir. Í læknisfræði er þessi eiginleiki m.a. notaður til að fram- kvæma skurðaðgerðir og í efna- og eðlisfræði eru mælingar á sam- eindabrotum notaðar við efna- greiningar eða til að kanna eig- inleika sameinda. Ágúst segir tækið gjörbreyta aðstæðum til rannsókn- anna þar sem það er tífalt öflugra en leysigeislatækið sem hingað til hefur verið notað. „Þetta er miklu meira afl en við höfum haft en það hefur háð okkur hvað það hefur verið lítil orka en aflið ræður úrslit- um með árangurinn. Því meiri orku sem við höfum því meiri möguleiki er að greina mjög lítið efnismagn – allt niður í örfá mólekúl,“ sagði Ágúst. Þróa nýja aðferð „Við erum að hluta til að þróa nýja aðferð til að nota svona há- orkugeisla við rannsóknir á sam- eindabyggingu og öðru slíku, þ.e. grunnrannsóknir á samsetningu efnis.“ Samstarfsmaður Ágústs er vísindamaðurinn Victor Huasheng Wang en hann hefur sérhæft sig í meðferð leysigeislatækja. Samhliða þessum rannsóknum hafa vísindamennirnir þróað frá grunni aðferð og tölvuhermilíkan sem notað er til að túlka mælinið- urstöðurnar. Leysigeislatækið var keypt til Raunvísindastofnunar Háskólans fyrir styrkfé frá Rannís og rann- sóknasjóðum Háskóla Íslands. Victor Huasheng Wang ræsti nýtt leysigeislatæki Raunvísindastofnunar Háskólans. Tífalt öflugra en fyrri tæki Aflmesta leysigeislatæki landsins tekið í notkun ÍSLANDSPÓSTUR hefur afhent Kirkjugörðum Reykjavíkurprófasts- dæma ösku bandarískrar konu sem barst hingað til lands á dögunum. Að sögn Þórsteins Ragnarssonar, for- stjóra Kirkjugarðanna, verður ask- an grafin í duftgarðinum í Gufunes- kirkjugarði, leiðið númerað og nafn konunnar, sem er Vera Andersen, ritað í legstaðaskrá. Eins og Morgunblaðið greindi frá á miðvikudag barst með öskunni bréf stílað á Íslandspóst þar sem óskað var eftir því að ösku konunn- ar, eða þeim hluta hennar sem send- ur var hingað, yrði dreift á fallegum stað á Íslandi. Að sögn Þórsteins er það óheimilt samkvæmt íslenskum lögum og þegar starfsmaður Ís- landspósts hafði samband við Kirkjugarðana til að kynna sér regl- ur er gilda um málið var honum tjáð það. Starfsmaðurinn hafi þá afhent öskuna og beðið um að henni yrði komið fyrir á lögmætan hátt, sem er í þar til gerðum grafreit. Hann segir ekki hægt að gera ættingjum viðvart um hvernig í pottinn er búið, né er hægt að endursenda öskuna þar sem heimilisfang sendanda hafi ekki ver- ið skráð á sendinguna. Lögin í endurskoðun Þórsteinn segir umrædd lög, sem eru frá 1993, þó vera í endurskoðun og að ákvæðið sem kveður á um að óheimilt sé að varðveita ösku annars staðar en í kirkjugarði eða löggiltum grafreit sé eitt þeirra atriða sem ráð- herra kirkjumála hafi lagt áherslu á að yrði athugað. En hvers vegna var þetta ákvæði sett inn á sínum tíma? Þórsteinn telur að hagsýni gæti hafa ráðið því: „Það gæti verið að yfirvöld hafi viljað vita um legstað allra og hafa skipulag á því hvar jarðvistar- leifar fólks væru, hvort sem þær væru í ösku eða í öðru formi.“ Hann segir það ekki á sínu for- ræði að veita undanþágu vegna sér- stöðu málsins heldur sé það fremur á valdi ráðuneytisins. „Við vinnum bara eftir lögunum og höfum ekki heimild til að dreifa öskunni. Það er nú bara lagabókstafurinn sem blífur þarna.“ Íslandspóstur hefur afhent Kirkjugörðunum öskuna Verður grafin í Gufuneskirkjugarði RAGNAR Arnalds, sem ákveðið hefur að ganga til liðs við Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð, VG, en hann studdi Samfylkinguna í síð- ustu kosningum, segist aðspurður ekki hafa gegnt eða gegna neinum trúnaðarstörfum fyrir Samfylk- inguna. Hann var kjörinn í banka- ráð Seðlabanka Íslands sem fulltrúi Alþýðubandalagsins og stjórnarand- stöðunnar haustið 1998 en segir að alls ekki beri að líta svo á að hann sitji í bankaráðinu sem fulltrúi Sam- fylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, mun ekki óska afsagnar Ragnars úr bankaráði og óskar honum velfarnaðar hjá VG. „Sumir halda að ég hafi tekið sæti í bankaráði Seðlabankans sem fulltrúi Samfylkingarinnar, en það er ekki rétt,“ segir Ragnar Arnalds. „Það var þingflokkur Alþýðubanda- lagsins sem tilnefndi mig til setu í bankaráði að höfðu samráði við Kvennalistann og þingflokk vinstri- manna og óháðra.“ Aðspurður segir Ragnar að sú ákvörðun sín að ganga til liðs við VG hafi engin áhrif á stjórnarsetu sína í Seðlabankanum. „Breytingar á flokkslegri afstöðu manna hafa yf- irleitt engin áhrif á setu þeirra í kjörnum nefndum og ráðum,“ segir hann og ítrekar að hann hafi ekki gegnt neinu trúnaðarstarfi fyrir Samfylkinguna. Eina opinbera trún- aðarstarf sitt sé það sem að framan var getið. Fráleitt að krefjast afsagnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist aðspurð- ur ekki munu óska eftir því að Ragnar segi sig úr bankaráði. „Ragnar Arnalds var kjörinn í bankaráð Seðlabankans af hálfu Al- þingis og situr þar sem slíkur. Það er fráleitt að ég krefjist afsagnar hans fyrir hönd Samfylkingarinn- ar.“ Inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Ragnars um að ganga til liðs við VG eftir að hafa stutt Sam- fylkinguna í síðustu kosningum seg- ist Össur óska Ragnari velfarnaðar. „Ragnar var pólitískur skörungur sem vann jafnaðarstefnunni ákaf- lega vel og ég óska honum alls vel- farnaðar. Hann er alltaf velkominn til baka.“ Gegnir ekki trún- aðarstörfum fyr- ir Samfylkinguna Ragnar Arnalds genginn í raðir VG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.