Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Konur Tengjast plánetur ófrjósemi? Krabbamein Spá mikilli fjölgun tilfella Læknisfræði Iðraólga er algengur sjúkdómur Offita Blóðpróf nýtt til hættumats?HEILSA FJÖLDI dauðsfalla af völdum krabbameins mun tvöfaldast á næstu 20 árum, að því er fyrrverandi yfirmaður Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO, sagði í byrjun vikunnar. Prófessor Karol Sikora sagði að WHO áætlaði að fjöldi nýrra krabba- meinstilfella myndi aukast úr 10 milljónum í 20 milljónir á ári og fjöldi dauðsfalla fara úr sex milljónum í 12 milljónir á ári. Þrír af hverjum fjór- um sjúklinga munu vera íbúar þró- unarlanda, þar sem úrbætur í hrein- lætismálum, húsnæðismálum og heilsugæslu munu lengja meðalæv- ina, en um leið fjölga þeim sem ná að komast í þann aldurshóp sem er í mestri hættu á að fá krabbamein, út- skýrði Sikora. Hann er nú yfirmaður krabba- meinslækninga við Hammersmith- sjúkrahúsið í London, og sagði að reykingar og mataræði væru hvort um sig talin valda þrem milljónum krabbameinstilfella árlega. „Vand- inn við mataræðið er, að ólíkt reyk- ingum getum við ekki hætt að borða,“ sagði Sikora í fyrirlestri hjá Royal Society í London. Lífræn fæða veldur líka krabbameini Hann dró í efa að neysla lífrænnar fæðu og grænmetisfæðu dragi úr hættunni á krabbameini. Það séu ekki ástæður til að ætla að lífræn fæða sé síður krabbameinsvaldandi en venjulegar landbúnaðarvörur. „Það er mun meira af náttúrulegum krabbameinsvöldum í plöntum en vottum af meindýraeitri.“ Sikora sagði ennfremur að sýking- ar væru orsök hvorki meira né minna en 1,5 milljóna tilfella legháls- krabba, lifrarkrabba og eitlaæxla. Bóluefni gætu ef til vill komið í veg fyrir þessar gerðir krabbameins, en engu að síður forðist stjórnmála- menn að horfast í augu við þetta þar eð þeir sjá ekki fram neinn hag af þessu fyrr en löngu eftir að ferli þeirra verði lokið. Sikora beindi hörðustu gagnrýni sinni að slæmu ástandi krabbameinsþjónustu í Bretlandi, og sagði að Bretar eyddu meiru í lyf við hægðatregðu en lyf við krabbameini. Bretar verji einungis einu pundi til krabbameinslyfja á mann, samanborið við 2,3 pund í Frakklandi og 2,9 pund í Þýskalandi. Telja megi að um 200 milljónum punda til viðbótar sé þörf árlega til að krabbameinslyfjagjöf í Bretlandi komist jafnfætis meðaltalinu í Evr- ópu. Hann rifjaði upp að vel gerðar rannsóknir hafi sýnt fram á, að bati af fjórum algengustu gerðu krabba- meins, lungna, brjóst, ristil og blöðruhálskirtils, sé mun fátíðari í Bretlandi en mörgum öðrum Evr- ópulöndum. Þótt tafir á greiningu og meðferð væru algengar í Bretlandi kvaðst Sikora efast um að þetta væru helstu ástæður þess að bati væri fátíður. „Líklega er ástæðan samspil gæða skurðaðgerða, geisla- meðferðar, lyfjameðferðar yfirleitt, og samræmingar á þeim.“ Spáir tvöföldun dauðs- falla af völdum krabba London. Reuters. Associated Press Flestir þeirra sem sýkjast af krabbameini á næstu áratugum munu ekki eiga völ á þeirri þjónustu sem þekkist á Vesturlöndum. SAMKVÆMT ritgerð í nýjasta hefti læknaritsins The Lancet hafa fund- ist vísbendingar um að reykingar setji í gang gen, eða arfbera, sem á þátt í að eyða kollageni, sem er byggingarprótín sem gerir húðina teygjanlega. Tengslin á milli reykinga og hrukkumyndunar hafa verið þekkt lengi, en vísindamenn hafa ekki vitað nákvæmlega hvernig sígarettur valda því að húðin eldist. Rannsókn- in sem greint er frá í The Lancet var unnin af vísindamönnum við St. John’s-rannsóknarstofnunina í húð- sjúkdómafræðum í London. Í ljós kom, að umræddur arfberi, sem áður hafði verið talinn eiga þátt í því að hrukkur mynduðust af völdum of mikilla sólbaða, var mjög virkur í reykingafólki en bærði ekki á sér hjá þeim sem ekki reykja. Uppgötvunin varð fyrir tilviljun. Vísindamennirnir voru að kanna hvort arfberinn, svonefndur „matrix metalloproteinase-1“, eða MMP-1, yrði virkari þegar gervi-sólarljósi er beint að húðinni. Þeir lýstu á þjó- hnappa 33 einstaklinga og mældu virkni arfberans fyrir og eftir lýs- inguna. Þar eð þessi líkamshluti hafði notið minnst sólarljóss var mestrar breytinga að vænta í honum við tilraunina. Það kom vísindamönnunum á óvart að áður en ljóslampanum var beint að þjóhnöppunum var arfber- inn mjög virkur í sumum, en í öðrum lét hann ekki á sér kræla. Í ljós kom að munurinn á milli hópanna var sá, að í öðrum var fólk sem reykti, en í hinum fólk sem reykti ekki. „Þegar maður reykir er meira um að vera í lungunum, og það hefur keðjuverkandi áhrif,“ sagði Gillian Murphy, frumulíffræðingur sem sinnt hefur rannsóknum á MMP-1 en vann ekki að umræddri rannsókn. „Lungun eru svo stór líffæri að mól- ikúlin frá sígarettureyknum og við- gerðarferlið berast út í blóðið og út í húðina.“ Áhrifin gætu orðið svipuð og af sólarljósi, sagði Murphy. Reykingar og hrukkur London. AP. Reuters Arfberinn gangsettur. TENGLAR .............................................. Tímaritið The Lancet: www.thelancet.com Upplýsingavefur um húðina: www.skincarephysicians.com/ agingskinnet/index.html BARNLAUSUM breskum konum hefur verið boðið að taka þátt í rannsókn sem ætlað er að athuga hvort tengsl geti verið á milli meðferðar við ófrjósemi og stöðu himintungla. Rannsókn þessi verður unnin á vegum Háskólans í Southampton á Englandi en það er 47 ára gamall stjörnuspekingur, Pat Harris, sem fer fyrir henni. Harris er félagi í sérstökum rannsóknarhópi sem há- skólinn starfrækir og ætlað er að rannsaka stjörnu- speki á gagnrýninn hátt. Pat Harris hefur unnið að gerð rannsóknarinnar síðustu 18 mánuðina og er henni ætlað að standast alla vísindalega mælikvarða sem lagðir eru á slíkt athæfi. Þátt munu taka 50 konur, sem ýmist gangast undir eða hafa gengist undir meðferð við ófrjósemi. Af þátt- takendum verður krafist að þeir geti lagt fram ít- arlegar upplýsingar, sem tengjast dag- og tímasetn- ingum. Til hliðsjónar munu taka þátt tveir hópar til við- bótar. Hvor um sig mun samanstanda af 50 konum. Í öðrum þeirra verða konur sem eru ófrískar eða hafa í huga að geta barn. Í hinum samanburðarhópnum verða 50 konur sem þegar hafa fætt börn inn í þennan heim. Pat Harris hyggst rannsaka stjörnukort þessara kvenna á því tímabili sem þær ýmist ganga með barn eða þiggja meðferð við ófrjósemi. Með þessu móti er ætlunin sú að leiða í ljós hvort greina megi tengsl á milli stöðu pláneta og líkna á getnaði. Er þá einkum horft til Júpíters og Satúrnusar. Um 25.000 konur gangast undir meðferð vegna ófrjósemi á ári hverju í Bretlandi. Hins vegar eignast aðeins fimmta hver þeirra barn. Til eru læknar sem velt hafa upp þeim möguleika að kvíði eða angist sem viðkomandi kona finnur fyrir geti haft áhrif á líkur á því að meðferð skili árangri. Er þá einkum horft til Satúrnusar en kvíði er sálahræring sem mun eignuð honum. Pat Harris segir að tímasetningin skipti öllu í stjörnuspekilegu tilliti. Aukinheldur munu konurnar svara spurningalistum sem ætlað er að mæla kvíða á mismunandi stigum ófrjósemismeðferðar. Hún upp- lýsir að árangur á þessu sviði muni að líkindum eink- um tengjast áhrifum frá Júpíter. Háskólaprófessor einn, Chris Bagley, hefur krafist þess að próf Pat Harris verði hannað þannig að það geri ráð fyrir þeim möguleika að stjörnuspeki verði á engan veg tengd þessum vanda kvennanna. Roy nokkur Gillett, sem er forseti Stjörnuspeki- félags Stóra-Bretlands, segir að hér sé um merka rannsókn að ræða. „Skili hún jákvæðum og vísinda- lega heldum niðurstöðum verður þetta mjög spenn- andi.“ Lykilsins að ófrjósemi að leita í stjörnunum? The Daily Telegraph. Associated Press Í fiskamerkinu Stjörnuspeki getur sýnilega gagnast við ýmsar kringumstæður. Á myndinni ræðir stjörnuspeking- urinn Genia Wennerstrom við viðskiptavin sinn á kattasýningu einni eigi alllítilli í New York. Wenn- erstrom sérhæfir sig í gerð stjörnukorta fyrir ketti og á myndinni heldur hún á einum slíkum. Stjörnu- spekingurinn hallast að því að kisi sé í fiskamerkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.