Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN
46 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ATHYGLISVERÐAR upplýsing-
ar koma fram í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um þá ráðstöfun ríkis-
stjórnarinnar að setja
hluta af velferðarþjón-
ustunni í einkarekstur
með því að semja við
hlutafélagið Öldung um
byggingu og rekstur
hjúkrunarheimilis fyrir
aldraða.
Skattgreiðendur
hafðir að féþúfu
Nú er komið í ljós að
það einkarekna hjúkr-
unarheimili kostar
skattgreiðendur 14%
meira á dag, og 17%
meira ef húsnæðis-
kostnaður er tekinn
með, miðað við dag-
gjöld annarra hjúkrunarheimila.
Hver eru rökin fyrir að fara í
einkavæðingu í öldrunarþjónustunni
ef það var vitað að það yrði dýrara,
eins og heilbrigðisráðherra hefur
sagt opinberlega? Ekkert svar hefur
fengist við þessari spurningu, en oft-
ast hafa rökin fyrir einkavæðingu
verið þau að einkareksturinn væri
hagkvæmari. Svo er ekki hér.
Það er ótrúlegt ef ríkisstjórninni
finnst í góðu lagi að fara svona með
skattfé almennings. Hér er búið að
afhenda einkaaðilum rekstur hjúkr-
unarheimilis, sem er mun dýrari en
sambærilegur rekstur annarra slíkra
heimila. Hér fá einkaaðilar að hafa
skattgreiðendur að féþúfu.
Sambærileg þjónusta
á hærra verði
Auðvitað er Öldungur hf. ekki að
fara í þennan rekstur til 25 ára af
tómri góðmennsku. Á meðan önnur
hjúkrunarheimili eru rekin án hagn-
aðar ber Sóltúnsheimilinu að skila
eigendum sínum, Securitas og Ís-
lenskum aðalverktökum, arði af fjár-
festingunni. Ef þær
sjálfseignarstofnanir
sem nú reka hjúkrunar-
heimili skila einhverj-
um hagnaði ber þeim að
verja honum til að auka
og byggja upp starf-
semi sína. Svo er ekki
um þetta fyrirtæki.
Ég get ekki séð að
fyrir þessi miklu hærri
daggjöld sé verið að
veita betri eða meiri
þjónustu. Sjúklingar
fara eftir RAI-mati þar
eins og annars staðar.
Samkvæmt skýrslunni
munu fleiri faglærðir
annast þjónustuna en
umönnunartíminn er skemmri.
Það er ekki eðlilegt að bera kostn-
aðinn á þessu heimili saman við
kostnað við rúm á sjúkrahúsi eins og
ráðherrar hafa gert í umræðunni,
þetta er hjúkrunarheimili og skil-
greint sem slíkt.
Mikið sjúkir á öllum
heimilunum
Þau rök að sjúklingar í Sóltúni séu
veikari en á öðrum hjúkrunarheim-
ilum standast varla. Inn á hjúkrunar-
heimilin hér á höfuðborgarsvæðinu
kemst ekki nema fársjúkt fólk við
þær aðstæður sem nú ríkja. Á
fimmta hundrað manns bíða nú eftir
hjúkrunarplássi og þar af eru á
þriðja hundrað í mjög brýnni þörf.
Það er vissulega mikil þörf á fleiri
hjúkrunarrýmum á höfuðborgar-
svæðinu, í ljósi þess fjölda sem bíður
og þess að sjúkrahúsin eru yfirfull af
öldruðum sjúklingum sem þyrftu að
komast á hjúkrunarheimili. En þær
staðreyndir afsaka ekki ráðstöfun
sem þessa.
Bæta þarf kjör
umönnunarstétta
Ríkisstjórnin er tilbúin að færa
skattpeninga með þessum hætti til
fjármagnseigenda og þá vantar ekki
peningana. Ef áhugi væri hins vegar
á því að efla umönnunarþjónustuna
væri skjótvirkast að hækka laun
starfsfólks. Mannekla í heilbrigðis-
þjónustunni er hluti vandans, eins og
sést á því að í vetur voru um 60
hjúkrunarrúm auð á höfuðborgar-
svæðinu vegna skorts á starfsfólki á
meðan hundruð aldraðra biðu í mik-
illi þörf eftir plássi á hjúkrunarheim-
ili.
Að mati okkar í Samfylkingunni er
í lagi að einkaaðilar taki að sér rekst-
ur ákveðinnar stoðþjónustu í velferð-
arkerfinu en ekki þegar kemur að
heilbrigðisþjónustunni sjálfri. Leita
ber hagkvæmustu leiða til hagsbóta
fyrir skattgreiðendur og þá sem á
þjónustunni þurfa að halda.
Það er skylda stjórnvalda á hverj-
um tíma.
Dýrari kostur
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Velferð
Hver eru rökin fyrir
einkavæðingu í öldr-
unarþjónustunni, spyr
Ásta R. Jóhannesdóttir,
ef vitað var að hún
yrði dýrari?
S
kýrt var frá því á dög-
unum, að frá og með
næsta hausti myndu
fleiri konur en karlar
leggja stund á nám í
lögfræði í Bandaríkjunum. Und-
anfarin ár hefur verið ljóst í
hvað stefndi og ekki seinna
vænna að velta fyrir sér hvaða
áhrif þessi þróun mun hafa.
Sumir segja nefnilega að 10 eða
20 konur í hundrað karla hópi
nái ekki að
breyta neinu
í karlaheim-
inum. Til
þess þurfi
þær að vera
um helm-
ingur hóps-
ins. Og núna
eru þær ríflega helmingur.
Í frétt stórblaðsins New York
Times á dögunum var því m.a.
varpað fram að fjölgun lög-
fræðimenntaðra kvenna myndi
leiða til þess að fleiri konur
hrepptu æðstu stöður innan fyr-
irtækja, næðu frama í stjórn-
málum og almennum áhrifastöð-
um. Lögfræðimenntaðir karlar
hafa löngum setið að þessum
kjötkötlum og því eðlilegt að
álykta að nú muni konurnar fá
sinn helmingshlut af feitu stöð-
unum, þegar þær verða orðnar
ríflegur helmingur lögfræði-
menntaðra starfskrafta. Nema
hvað.
Umræða um konur og laga-
nám hefur hins vegar ekki ein-
göngu verið með þessum brag í
Bandaríkjunum. Þar hefur
þvert á móti verið fjallað tölu-
vert um hve erfitt uppdráttar
konur eiga í laganáminu sjálfu
og þegar þær hasla sér völl í
starfi eftir nám. Árið 1996
gerðu bandarísk lögmanna-
samtök könnun á högum kvenna
í lagaskólum og niðurstaðan
vakti verulega athygli. Það kom
nefnilega í ljós að jafnvel þótt
konur væru um helmingur nem-
enda miðaðist námið oftar en
ekki við þarfir karlanna og þeim
var gjarnan hampað á kostnað
skólasystranna. Í stuttu máli
var niðurstaðan sú, að „æðri“
menntun á borð við háskólanám
í lögfræði tryggði konum svo
sannarlega ekki jafnrétti til
náms innan sumra skólanna.
Lögmannasamtökin gáfu út
leiðbeiningar til háskólanna um
hvernig þeir gætu bætt ástandið
og miðað við fréttaflutning er
fylgst ágætlega með framgangi
mála.
Látum nú vera þótt konur
þurfi að bíta á jaxlinn og slást
við úrelt sjónarmið innan há-
skólanna á meðan þær stunda
nám sitt. Það er ekkert nýtt. Og
það er líka til mikils að vinna,
því um leið og þær útskrifast
geta þær auðvitað keppt á jafn-
réttisgrundvelli við karlana um
forstjórastörfin og pólitíska
framann. Þær eru með sömu
menntunina, frá sömu gömlu,
góðu skólunum.
Miðað við hvernig þeim kon-
um gengur, sem starfa sem lög-
menn í Bandaríkjunum, er
ástæða til að efast um að for-
stjórajeppinn bíði á bak við
næsta horn í lífi þeirra sem
hasla sér völl í atvinnulífinu.
Kvenkyns lögmenn eiga sem
sagt undir högg að sækja, jafn-
vel þótt þær séu auðvitað með
sömu menntun og karlarnir. Yf-
irlit bandarísku lögmanna-
samtakanna fyrir árið 2000 sýn-
ir til dæmis, að meðalárslaun
kvennanna eru 73% af árs-
launum karlanna. Þær þurfa
enn að sæta því að framamögu-
leikar þeirra minnka ef þær
ákveða að eignast fjölskyldu.
Óskir þeirra um sveigjanlegan
vinnutíma eru virtar að vettugi,
þótt viðurkennt sé að þær beri
enn hitann og þungann af heim-
ilishaldi og enn er því mjög
haldið á lofti að konur séu miklu
líklegri en karlar til að hætta í
faginu. Bandarísku lögmanna-
samtökin segja slíkar yfirlýs-
ingar mjög óréttlátar, enda séu
konur aðeins 1–2% líklegri en
karlar til að kasta menntun
sinni á glæ með þeim hætti [það
kemur ekki fram af hverju sum-
ar konur hætta, en einhverjar
gera það líklega vegna afstöðu
vinnuveitendanna til barneigna].
Þessi þjóðsaga um hina óáreið-
anlegu konu er hins vegar líf-
seig og gefur þá mynd af konum
að þeim sé ekki beinlínis alvara
með vali sínu á ævistarfi.
Því hefur lengi verið haldið á
lofti að menntun sé lykill að
jafnrétti. Það er líka rétt svo
langt sem það nær. En mennt-
unin ein hefur ekki skilað kon-
um sama árangri og körlum
með sömu menntun. Konur geta
lært lögfræði, viðskiptafræði,
verkfræði og öll hin fræðin sem
í eina tíð voru álitin karlafræði,
en menntunin ein og sér tryggir
þeim ekki endilega veganesti
upp í efstu þrep metorðastig-
ans. Misréttið á sér dýpri rætur
en svo. Og líklegast mæta þær
enn harðari andstöðu eftir því
sem þær leita ofar í þjóðfélags-
þrepin. Þar eru karlar fyrir,
sem sleppa ekki bitlingunum
sínum baráttulaust.
Fari nú svo, að fjölgun
kvenna í lögfræðinámi leiði til
fjölgunar þeirra í yfirmanns-
stöðum framtíðarinnar, þá virð-
ist einn fylgifiskur þeirrar þró-
unar vera ljós. Laun yfirmanna
framtíðarinnar verða lægri en
þau eru nú. Núna eru alla vega
mestar líkur á að lögfræði-
menntaða konan sem gegnir
forstjórastöðunni fái lægri laun
en lögfræðimenntaði karlinn
sem gegndi þeirri stöðu áður,
eða gegnir henni síðar. Það er
vegna þess, að menntun er að-
eins einn lykillinn að jafnrétti.
Skrárnar eru fleiri.
Lægri for-
stjóralaun
Látum nú vera þótt konur þurfi
að bíta á jaxlinn og slást við úrelt
sjónarmið innan háskólanna á
meðan þær stunda nám sitt. Það er
ekkert nýtt. Og það er líka til mikils að
vinna, því um leið og þær útskrifast
geta þær auðvitað keppt á jafnréttis-
grundvelli við karlana um forstjóra-
störfin og pólitíska framann.
VIÐHORF
Eftir Hönnu
Katrínu
Friðriksson
hkfridriksson-
@ucdavis.edu
Á SAMA tíma og
tónlistarlíf blómstrar
hér á landi og tónlist-
arskólum vex fiskur
um hrygg eru menn að
vakna til vitundar um
nauðsyn þess að skrá
tónlistarsögu lands-
manna og gera hana
aðgengilega almenn-
ingi. Nýjasta hug-
myndin í þessa veru er
þingsályktunartillaga
um stofnun tónminja-
safns á Stokkseyri þar
sem ætlunin er að
varpa ljósi á tónlistar-
menningu Íslendinga á
20. öld, bæði menn og
málefni.
Fyrir tæpum þremur árum var
hugmyndinni um Þjóðlagasetur
séra Bjarna Þorsteinssonar fyrst
hreyft. Löngu þótti tímabært að
þjóðlagasafnarans og frumkvöðuls-
ins á Siglufirði yrði minnst með við-
eigandi hætti. Um leið gerðu menn
sér vonir um að skapa nýjan vett-
vang fyrir rannsóknir á íslenskum
þjóðlögum og auka áhuga bæði
flytjenda og hlustenda á þeim. Sigl-
firðingar hafa sýnt hugmyndinni
mikinn áhuga og bæjarfélagið hefur
þegar veitt miklu fé í framkvæmd
hennar.
Á síðastliðnu ári festi Félag um
Þjóðlagasetur séra Bjarna Þor-
steinssonar kaup á elsta húsi bæj-
arins, svokölluðu Maðdömuhúsi,
sem byggt var árið 1883. Séra
Bjarni bjó í húsinu á árunum 1888-
1898, eða á meðan hann vann sem
harðast að þjóðlagasöfnun sinni.
Ekkert hús á Íslandi er því betur
fallið til þess að hýsa
Þjóðlagasetur séra
Bjarna Þorsteinssonar
en þessi fyrrum bú-
staður hans.
Þjóðlagasetrinu á
Siglufirði er ætlað vera
lifandi sögustaður þar
sem brugðið verður
ljósi á tónlistarmenn-
ingu þjóðarinnar fyrr á
öldum. Þar verða
myndir og hljóðupp-
tökur, aðstaða til tón-
leikahalds auk rann-
sóknaraðstöðu fyrir
þjóðlagafræðinga og
tónskáld. Þá verður
sérstaklega fjallað um þá sem söfn-
uðu þjóðlögunum auk séra Bjarna
Þorsteinssonar.
Menntamálráðherra lýsti á þjóð-
lagahátíð á Siglufirði sl. sumar yfir
stuðningi við þá uppbyggingu sem
þegar er hafin þar á sviði íslenskra
þjóðlaga. Nú hafa þingmenn frum-
kvæði að því að koma á fót tón-
minjasafni á Stokkseyri. Það er
fagnaðarefni að yfirvöld skuli sýna
tónmenningu þjóðarinnar slíkan vel-
vilja. Öll tónlistarsöfn, hvort heldur
þjóðlagasetur á Siglufirði, tónminja-
safn á Stokkseyri eða poppminja-
safn í Keflavík, munu styðja hvert
við bakið á öðru og draga í samein-
ingu upp heilsteypta mynd af tón-
listarsögu þjóðarinnar. Þau munu
verða öflugur bakhjarl ferðaþjón-
ustunnar á hverjum stað auk þess
að vera lifandi menningarsetur.
Þjóðlagasetur á
Siglufirði og tónminja-
safn á Stokkseyri
Gunnsteinn
Ólafsson
Tónlistarsaga
Þjóðlagasetrinu á Siglu-
firði er ætlað vera lif-
andi sögustaður, segir
Gunnsteinn Ólafsson,
þar sem brugðið
verður ljósi á tónlistar-
menningu þjóðarinnar
fyrr á öldum.
Höfundur er formaður Félags
um Þjóðlagasetur séra Bjarna
Þorsteinssonar.
Mynd/Örlygur Kristfinnsson
Maðdömuhúsið á Siglufirði þar
sem Þjóðlagasetur sr. Bjarna
Þorsteinssonar verður til húsa.