Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 26
VIÐSKIPTI
26 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HAGNAÐUR Kaupfélags Eyfirð-
inga á síðasta ári nam 736 millj-
ónum króna og er þetta 92% aukn-
ing frá fyrra ári. Í fréttatilkynningu
frá félaginu segir að töluverðar
breytingar hafi orðið á rekstri þess
á árinu. Þar beri hæst að öll hluta-
bréf KEA í BGB-Snæfelli hf., sem
áður var dótturfélag KEA, hafi í
fyrra verið seld í skiptum fyrir
hlutabréf í Samherja hf. og það
félag sé ekki í samstæðuuppgjöri
KEA nú. Auk þessa hafi hlutabréf
KEA í Húsasmiðjunni hf. verið seld
á árinu.
Tekjur og gjöld af eignarhlutum í
öðrum félögum hækka úr 559 millj-
ónum króna í 1.431 milljón króna
milli ára, eða um 872 milljónir
króna og er þar aðallega um sölu-
hagnað af bréfum í Húsasmiðjunni
hf. og BGB-Snæfelli hf. að ræða.
Þetta er skýring þess að fjármuna-
liðirnir voru mun jákvæðari á síð-
asta ári en árið 1999 þrátt fyrir að
liðurinn vaxtagjöld, verðbætur og
gengismunur hafi verið neikvæður
um 950 milljónir króna í fyrra en
483 milljónir króna árið 1999. Inni í
þessum lið er gjaldfærsla á 250
milljóna króna tapi af skiptasamn-
ingum sem ekki hefur verið lokað.
Bæði ytri og innri aðstæður erfiðar
Í tilkynningu félagsins segir að á
liðnu ári hafi KEA gengið í gegnum
einhverja mestu breytingartíma
sem orðið hafi í 115 ára sögu félags-
ins. Rekstrinum hafi verið skipt
upp í sjálfstæð hlutafélög og breyt-
ingar oft verið miklar. Samanburð-
ur milli ára sé vandmeðfarinn þar
sem félagið sé að breytast úr
rekstrarfélagi í eignarhalds- og
fjármálafyrirtæki. Á þessu ári verði
KEA gert upp sem eignarhalds- og
fjármálafyrirtæki.
„Síðastliðið ár var að mínu mati
erfiðasti tíminn í því breytingaferli
sem hófst á síðari hluta árs 1998.
Þarna á ég bæði við þær breytingar
sem snúa að uppbyggingu og inn-
viðum félagsins sjálfs og einnig þær
ytri aðstæður sem við var að glíma
en þær voru okkur erfiðar á ýmsum
sviðum. Almennur kostnaður
félagsins jókst meira en búist var
við auk þess sem hækkanir á vöxt-
um og fall krónunnar hafði mikil
áhrif á heildarrekstur félagsins.
Hið jákvæða er þó að við höfum náð
verulegum árangri í rekstri félags-
ins á árinu enda hækkar vergur
hagnaður samstæðunnar um tæpar
190 milljónir króna,“ segir Eiríkur
S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri.
Aðalfundur KEA verður haldinn
28. apríl og mun stjórn félagsins
leggja til að greiddur verði 10%
arður af samvinnuhlutabréfum í B-
deild stofnsjóðs. Einnig er lagt til
að greiddir verði 4% vextir á stofn-
sjóð félagsmanna í A-deild stofn-
sjóðs eins og hann hafi verið í árs-
lok 2000.
Mikill söluhagn-
aður hjá KEA
& -
./
!
"
#
! $
. *)-
. ,++
)+.
0.(
100
,
*+,
!"
) -0(
0 00-
!"
*
.0
)-03
%&''(
(&%()
)*%
+,-
.-
'+
'
)&+/*
/&.',
+.'
..*
)(0%1
! "
! "
! "
)1 1- )1 1- ##
BIRGIR Þór Runólfsson, dósent við
hagfræðiskor Háskóla Íslands, segir
að samkeppnislögin séu ófram-
kvæmanleg og þær grunnaðferðir
sem Samkeppnisstofnun notar til að
mæla markaðsráðandi stöðu ekki
eiga sér neinar fræðilegar forsend-
ur. Þetta kom fram í máli Birgis
Þórs á hádegisverðarfundi Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna um
samkeppnismál, sem haldinn var í
gær. Framsögumenn á fundinum
auk Birgis Þórs voru Ari Edwald,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, og Kolbeinn Kristins-
son, framkvæmdastjóri Myllunnar–
Brauðs hf.
Birgir Þór fjallaði um það í erindi
sínu hvort og þá hvaða hagfræði
lægi að baki frumvarpi til sam-
keppnislaga frá árinu 1993 og frum-
varpi til laga um breytingu á sam-
keppnislögum sem tóku gildi í
desember síðastliðnum. Hann sagði
að í greinargerð með frumvörpunum
gætti víða ósamræmis og fram
kæmu skoðanir sem væru í algjöru
ósamræmi við allar hagfræðikenn-
ingar og hagfræðirannsóknir. Allt
það sem í lögunum snéri að sam-
keppni á markaði væri með sama
hætti, og lögin væru í raun algjör-
lega óframkvæmanleg.
Þá gagnrýndi Birgir Þór þær
grunnaðferðir sem Samkeppnis-
stofnun notar til að mæla markaðs-
ráðandi stöðu og sagði þær ekki við-
urkenndar innan hagfræðinnar og
ekki eiga sér neinar fræðilegar for-
sendur. Hins vegar væru þær við-
urkenndar meðal samkeppnisstofn-
ana víðs vegar um heiminn.
Breytingar óhjákvæmilegar
Ari Edwald sagði að það væri ekki
hlutverk Samkeppnisstofnunar að
stýra uppbyggingu íslensks atvinnu-
lífs. Hún réðist á frjálsum markaði
og stofnunin ætti fyrst og fremst að
einbeita sér gegn ólögmætu atferli.
Hann sagði að það sem skipti
mestu máli væri að bregðast við mis-
notkun á markaðsráðandi stöðu, en
ekki að banna markaðsráðandi stöðu
í sjálfri sér. Þetta hafi verið kjarninn
í athugasemdum Samtaka atvinnu-
lífsins og flestra annarra samtaka í
íslensku atvinnu- og viðskiptalífi við
frumvarp til laga að breyttum sam-
keppnislögum. „Því miður kusu við-
skiptaráðherra og alþingismenn að
hundsa þessar athugasemdir alger-
lega. Ég tel þessa afgreiðslu slíkan
ágalla á lögunum sem nú gilda, að
það sé óhjákvæmilegt að gera á
þeim frekari breytingar,“ sagði Ari.
Samkeppnisráð fór offari
Kolbeinn Kristinsson gerði grein
fyrir máli samkeppnisráðs gegn
samruna Myllunnar–Brauðs og
Samsölubakarísins, en samkeppnis-
ráð tapaði málinu hjá áfrýjunar-
nefnd samkeppnismála.
Kolbeinn sagði að raunin væri sú
að samruninn hefði enginn áhrif haft
á kjör viðskiptavina Myllunnar–
Brauðs. Frá samruna félagana þar
til í dag hefði verð á framleiðsluvör-
um Myllunar–Brauðs hækkað í tví-
gang, eða samtals um 7,5%, en á
sama tímabili hefði vísitala neyslu-
verðs hækkað um 11,8%. Samein-
ingin var framkvæmd seint á árinu
1998 og sagði Kolbeinn tap Myll-
unnar–Brauðs á því ári hafa verið 17
milljónir króna, en hagnað ársins
1999 verið um 62 milljónir. Veltan
hefði hins vegar verið svipuð bæði
árin.
„Hér var engin slík hætta á ferð,
og fór samkeppnisráð offari í þessu
máli sem og í mörgum öðrum mál-
um. Ef áfrýjunarnefndar nyti ekki
við væri skaði úrskurða samkeppn-
isráðs verulegur fyrir íslenskt efna-
hagslíf og íbúa landsins,“ sagði Kol-
beinn.
Morgunblaðið/Arnaldur
Birgir Þór Runólfsson, dósent við Háskóla Íslands, flytur framsöguerindi sitt á fundi SUS um samkeppnismál.
Samkeppnislögin
óframkvæmanleg
TAP SR-mjöls hf. á síðasta ári nam
799 milljónum króna samanborið
við 267 milljóna króna tap árið
1999. Þá er uppleyst skattaleg
skuldbinding félagsins frá fyrri ár-
um, en sú færsla nemur 128 millj-
ónum króna á þessu ári. Skattalegt
hagræði vegna taprekstrar árið
2000 er ekki fært til tekna. Fjár-
munagjöld félagsins námu 368
milljónum króna en árið 1999 var
sambærileg tala jákvæð um 35
milljónir. Breytingin skýrist af
mikilli lækkun krónunnar auk þess
sem skammtímaskuldir félagsins
eru verulega meiri undir lok ársins
en í fyrra og félagið því viðkvæm-
ara fyrir gengisbreytingum en ella.
Vaxtaálag innlendra banka hefur
allt að því þrefaldast á tveimur ár-
um, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu til Verðbréfaþings Íslands.
Fjárfest í varanlegum rekstr-
arfjármunum fyrir 596 millj.
Hækkun skulda er tilkomin
vegna birgðabreytinga milli ára, en
einnig fjárfestinga í dótturfélögum,
fjárfestingum í verksmiðjum og
eignfærðum endurbótum. Lágt
verð afurða á erlendum mörkuðum,
hátt orkuverð og lækkun á íslensku
krónunni sem varð aðallega á síð-
ustu mánuðum ársins er meginor-
sök slæmrar afkomu félagsins.
Fjárfesting í varanlegum rekstr-
arfjármunum á árinu nam 596
milljónum króna á árinu og er
meginhluti hennar vegna kaupa á
skipi og veiðiheimildum af Útgerð-
arfélagi Akureyringa samtals um
458 milljónir króna og fékk Út-
gerðarfélagið 120 milljónir króna
að nafnverði hlutafjár í SR-mjöli
sem endurgjald. Aðrar fjárfesting-
ar námu um 138 milljónum króna.
Í tilkynningu kemur fram að
óvissa ríki á mörkuðum m.a. vegna
díoxínumræðu, kúariðu og gin- og
klaufaveiki. Verð á mjöli og lýsi
hefur þó hækkað að undanförnu.
Ekki er fyrirsjáanlegt að olíuverð
lækki á næstunni og mun það hafa
neikvæð áhrif á rekstur verksmiðja
félagsins og skipa þess. „Á fyrstu 3
mánuðum þessa árs er búið að
vinnu úr um 147 þúsund tonnum af
loðnu. Í fyrra var slegið met í
vinnslu á vetrarvertíð, 187 þúsund
tonn voru þá unnin. Ljóst er að ef
ekki hefði komið til verkfalls hefði
verið unnið mun meira magn. Þótt
verkfalli hafi verið aflýst eftir
nokkra daga, fór mikilvægur tími
til spillis, leita þurfti að loðnunni á
ný auk þess sem veður hamlaði
veiði,“ að því er fram kemur í til-
kynningu.
Stjórn SR-mjöls gerir ekki til-
lögu um greiðslu arðs til hluthafa.
Dagsetning aðalfundar hefur ekki
verið ákvörðuð.
Tap SR-mjöls
799 milljónir
2
23
$
&45
6$$
!
"
#
! $
) //,
)(*
) ()+
/.)
4)/.
1-.
4111
-*..
$ - ,/*
- .,)
$ 410
,0
+3
4-00+3
1,/
.&',%
'%'
)&/(,
,)*
.,
/.
7,)
)&(%+
)&+/%
.,
,+
'1
7%0%-1
'*/
#
%& '()*
! "
! "
! "
)1 1- )1 1- ##