Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 31
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 31
BANDARÍSKI flugvélaframleiðand-
inn Boeing tilkynnti í vikunni að
hætt hefði verið við þróun á 520
sæta ofurjúmbóþotu og í staðinn
myndi fyrirtækið hefja smíði smærri
og nútímalegri þotu sem mun fljúga
rétt undir hljóðhraða.
Með tilkynningunni gaf Boeing í
raun eftir fyrsta sætið á farþegaþot-
umarkaðnum – sem í 35 ár hefur til-
heyrt 747 þotu fyrirtækisins – til
evrópsku flugvélasamsteypunnar
Airbus Industrie, sem er að smíða
555 sæta, tveggja hæða farþega-
þotu, Airbus A-380. En Airbus á ekk-
ert svar við nýju þotunni frá Boeing.
Á teikningum er nýja þotan
straumlínulöguð með delta-væng og
tvö hliðarstýri. Hún á að fljúga
nærri hljóðhraða, eða á Mach 0,95,
sem er um 1.200 kílómetrar á
klukkustund. Fer hraðinn þó að ein-
hverju leyti eftir lofthita og flug-
hæð.
„Þetta er sú flugvél sem við-
skiptavinir okkar hafa farið fram á
að við einbeitum okkur að,“ sagði
Alan Mulally, yfirmaður farþega-
þotuframleiðsludeildar Boeing, í yf-
irlýsingu. Hlutabréf í fyrirtækinu
hækkuðu í verði um 1,7% á mörk-
uðum í New York daginn sem til-
kynningin barst.
Nýju þotunni hefur enn ekki verið
gefið opinbert heiti, en Mulally tal-
aði um hana sem „hljóðfrátt fley“ og
sagði að með henni myndu farþegar
á leið yfir Atlantshafið verða 90 mín-
útum fljótari hvora leið og þrem
klukkustundum fljótari á leiðinni frá
vesturströnd Bandaríkjanna til As-
íu. Að Concorde-þotunni undanskil-
inni fljúga flestar farþegaþotur á
Mach 0,80 til Mach 0,85, eða á um
900 kílómetra hraða á klukkustund.
Nýja flugvélin á ennfremur að
fljúga í um 41 þúsund feta hæð, sem
er nokkur þúsund fetum hærra en
farþegaþotur gera flestar nú. Á
þetta að auka hagkvæmni og draga
úr töfum vegna mikillar umferðar,
sagði Mulally.
Horfið frá nýjum 747 og 767
Hljóðfráa fleyið mun væntanlega
fara í loftið 2006 eða 2008. Ekki hef-
ur endanlega verið gengið frá því
hversu marga farþega nýja vélin
mun taka, en líklega verða sætin á
bilinu 175 til 250, sem er mitt á milli
þess sem Boeing 767 og 777 taka.
Þróun fyrirhugaðrar 747-X-
gerðar, sem aldrei komu neinar
pantanir á frá flugfélögum, þrátt
fyrir að Airbus sópaði til sín 66 pönt-
unum á nýju A-380-þotunni, hefði
líklega kostað um fjóra milljarða
dollara og flugmálaskýrendur hafa
spáð því að Boeing myndi ekki setja
peningana í að þróa tvær nýjar flug-
vélar samtímis.
Samkvæmt tilkynningu frá fyr-
irtækinu hyggst það hefja aftur
vinnu við stækkaða gerð 747 ef og
þegar viðskiptavinir hafa áhuga.
Sú ákvörðun Boeing að einbeita
sér að þróun nýju þotunnar varð
einnig til þess að horfið var frá fyr-
irætlunum um langfleygari gerð af
Boeing 767, svokallaðri 767-400ER.
Mulally sagði að vinna við þá þotu,
sem hefði verið knúin samskonar
hreyflum og stækkaða gerðin af
747, yrði lögð á hilluna.
Hreyflarnir á nýju þotunni verða
byggðir á hreyflunum sem notaðir
eru á Boeing 777. Mulally greindi
ekki nákvæmlega frá því hvað verð-
ið á nýju þotunni myndi verða. Hann
sagði aðeins að heildar rannsóknar-
og þróunarkostnaður hjá Boeing
myndi ekki aukast og að það yrði
ekki dýrt að smíða nýju þotuna.
Ekki hefur heldur verið ákveðið
hvar þotan verður smíðuð. Víst er að
þeir 80 þúsund starfsmenn fyrirtæk-
isins í Seattle, á vesturströnd Banda-
ríkjanna, vilja fá að vita hvar hún
verður smíðuð. Ekki er langt um lið-
ið síðan þeim var tilkynnt að fyrir-
tækið ætli að flytja höfuðstöðvar sín-
ar annað. Einnig á að flytja smíði
bolsins í 757-þotur fyrirtækisins frá
Seattle til Wichita í Kansas.
Boeing boðar
hraðfleygari
farþegaþotu
Boeing
Hugmynd að útliti hinnar nýju þotu frá Boeing.
Seattle. Reuters.
KEVIN Maxwell, sonur viðskipta-
jöfursins Roberts heitins Maxwells,
bar mikla ábyrgð á hruni viðskipta-
veldis föður síns fyrir níu árum, sam-
kvæmt skýrslu sem eftirlitsmenn
breska viðskiptaráðuneytisins birtu í
gær. Bandaríska fjárfestingarfyrir-
tækið Goldman Sachs er einnig
gagnrýnt í skýrslunni.
Eftirlitsmennirnir staðfestu að
Robert Maxwell hefði stolið rúmum
400 milljónum punda, jafnvirði 52
milljarða króna, úr lífeyrissjóðum
starfsmanna sinna og notað féð til að
fjárfesta í öðrum fyrirtækjum. Max-
well hefði einnig keypt og selt hluta-
bréf í fyrirtækjum sínum með leyni-
legum hætti í því skyni að hafa áhrif
á gengi þeirra á hlutabréfamarkaðn-
um.
„Robert Maxwell bar mesta
ábyrgð í þessu máli,“ sögðu eftirlits-
mennirnir, dómarinn sir John Thom-
as og endurskoðandinn Raymond
Turner, í skýrslunni. „Kevin Max-
well ber einnig mikla ábyrgð hvað
varðar mörg atvikanna.“
Í skýrslunni segir að Kevin Max-
well hafi veitt föður sínum „verulega
aðstoð“ við að taka féð út úr lífeyr-
issjóðunum. „Í ljósi þessa teljum við
að framferði Kevins Maxwells hafi
verið óafsakanlegt,“ sögðu eftirlits-
mennirnir.
Ný saksókn talin ólíkleg
Robert Maxwell lést árið 1991, 67
ára að aldri, eftir að hafa fallið í sjó-
inn af snekkju sinni undan strönd
Kanaríeyja.
Synir Maxwells, Kevin og Ian,
voru sýknaðir af ákærum um fjár-
svik árið 1996. Að sögn breska út-
varpsins BBC er ólíklegt að þeir
verði sóttir til saka aftur. Viðskipta-
ráðuneytið er þó að kanna hvort
frekari aðgerðir séu réttlætanlegar
og orðrómur er á kreiki um að
bræðrunum verði bannað að reka
fyrirtæki.
Goldman Sachs bar
„verulega ábyrgð“
Eftirlitsmennirnir sögðu að Ro-
bert Maxwell hefði einkum notað
þjónustu Goldman Sachs til að kaupa
og selja hlutabréf í fyrirtækjum sín-
um, Maxwell Communication Corp-
oration og Mirror Group sem gefur
út dagblaðið Mirror. Fjárfestingar-
fyrirtækið bæri „verulega ábyrgð“ á
þeim viðskiptum.
Fram kemur í skýrslunni að end-
urskoðendafyrirtækið Coopers &
Lybrand Deloitte vissi einnig af því
að Maxwell notaði lífeyrissjóðina til
að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum.
„Við, og eflaust mörg fleiri fyrir-
tæki, vorum blekktir af ásettu ráði,“
sagði talsmaður Goldman Sachs og
kvaðst harma þátt fjárfestingarfyr-
irtækisins í málinu.
Í skýrslunni segir að eftirlitsmenn
viðskiptaráðuneytisins hafi fyrst
varað við því í byrjun áttunda ára-
tugs síðustu aldar að Robert Max-
well væri „óhæfur“ til að stjórna fyr-
irtæki sem er skráð á hluta-
bréfamarkaði. Fjármálafyrirtækin í
London hafi því átt að vita að þau
yrðu að hafa varann á í viðskiptum
við hann.
Eftirlitsmennirnir hófu rannsókn-
ina 8. júní 1992 og hún hefur kostað
um 8 milljónir punda, rúman milljarð
króna.
Ný skýrsla um hrun viðskiptaveldis Roberts Maxwells
Sonur Maxwells
bar „mikla ábyrgð“
London. Reuters.
AP
Kevin Maxwell, sonur viðskipta-
jöfursins Roberts Maxwells,
ræðir við blaðamenn á skrif-
stofu sinni í London í gær.
TALSMAÐUR sænska umhverfis-
ráðuneytisins greindi frá því í gær,
að Svíþjóð skyti gjarnan skjólshúsi
yfir villtan úlf, sem norsk stjórn-
völd hafa gefið út leyfi til að fella en
dýraverndarsinnar vilja að fái að
lifa óáreittur á heimaslóðum sínum
í skógi vöxnu hálendinu upp af
Atnadalen í Noregi, nærri landa-
mærunum að Svíþjóð.
Samtökin Fellesaksjon for ulv,
sem norski kappakstursökumaður-
inn Martin Schanche fer fyrir,
höfðu á þriðjudag sent sænska
sendiherranum í Ósló bréf, þar
sem beiðst var „pólitísks hælis“ í
Svíþjóð fyrir úlfinn „Martin“, sem
mun vera sá síðasti úr hópi 10 úlfa,
sem fyrr í vetur var gefið út veiði-
leyfi á í Noregi, eftir að sauðfjár-
bændur í Hedmark (Heiðmörk)
kvörtuðu yfir því hvað dýrbítarnir
væru farnir að færa sig mikið upp á
skaftið.
Úlfur velkominn í Svíþjóð
Stokkhólmi. AFP.