Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 50
SKOÐUN
50 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EINN er sá síðdegisspjallari,
sem hefur fremur en aðrir spjall-
arar tileinkað sér herskáan stíl í
pistlum sínum. Eitt megineinkenni
pistla hans er, hversu
persónulegir þeir eru.
Ef hann gagnrýnir
eitthvað, gerir hann
það gjarnan með því
að persónugera gagn-
rýnina og ráðast að
þeim einstaklingum,
sem í hlut eiga. Hann
hefur náð mikilli tækni
í þessari aðferð. Hann
hefur framsetningu og
talanda sem eftir er
tekið og ratar oft
greiðlega til hlustand-
ans. Það má jafnvel
segja, að þessi höfund-
ur hafi einstaka hæfi-
leika á þessu sviði.
Þessir hæfileikar gera
persónuárásir hans beittari, svo
meira svíður undan, en gera myndi
pistill karakterlauss spjallara. Þessi
spjallari heitir því hljómfagra ís-
lenska nafni Illugi Jökulsson.
Kannski má geta sér þess til, að
hann hafi fengið þennan stíl í skírn-
argjöf, því mannsnafnið Illugi mun
þýða „herskár“.
Persónuárásir
Mörg dæmi mætti nefna um
pistla Illuga, þar sem hann hefur
veist að persónum manna. Mér er
minnisstæðastur skelfilegur pistill
sem hann flutti í ríkisútvarpinu á
síðkvöldi í nóvember 1999, þegar
hann m.a. veittist að þremur dóm-
urum Hæstaréttar fyrir að hafa
sýknað ákærðan mann vegna skorts
á sönnunum. Að þeim var vegið af
mikilli fagmennsku, með tónlist og
endurtekningum á nöfnum þeirra,
svo áheyrendur gleymdu því örugg-
lega ekki eitt augnablik, hvert beina
skyldi fordómum sínum. Mér er
nær að halda að frægur áróðurs-
meistari þriðja ríkisins hefði getað
bætt við sig með því að kynnast
tækni Illuga. Svo er annað einkenni
á pistlum Illuga. Þeir eru klafa-
bundnir. Hann er alltaf á móti sum-
um mönnum, sama hvað þeir gera
eða gera ekki, en lætur aðra í friði.
Þetta er mikill annmarki á högum
síðdegisspjallara. Góður spjallari
þarf að minnsta kosti að sýnast vera
hlutlaus.
Í Morgunblaðsgrein á þriðjudag í
síðustu viku, undir fyrirsögninni
„Að villast af vallarsýn“, svaraði ég
Máli Illuga á Skjá 1 frá vikunni fyrr
þar sem hann hafði hæðst að sjón-
armiðum mínum og Gunnars Smára
Egilssonar um tjáningarfrelsi, sem
fram höfðu komið í umræðuþætti
Egils Helgasonar á sömu sjónvarps-
stöð. Ég hvatti hann til að svara.
Það gerði hann strax sama kvöld í
Málinu á Skjá 1. Ekki er laust við,
að viðbrögð hins herskáa spjallara,
sem þarna birtust, hafi komið mér á
óvart. Meginefnið var að kvarta
undan mér við áheyrendur sína fyr-
ir að hafa veist að sér með persónu-
legum hætti í greininni. Í einfeldni
minni hafði ég haldið að beita mætti
aðferðum Illuga sjálfs í viðræðunum
við hann, þó að ég verði að við-
urkenna að hann stendur mér þar
miklu framar. Nú veit ég að það má
ekki. Hann eiginlega bað áheyrend-
ur að kenna í brjósti um sig. Hann
sagði grein mína hafa verið „lang-
hund“ og ég hefði verið reiður þegar
ég skrifaði hana. Þetta virtist mér
hann segja til að villa um fyrir þeim
hlustendum sem ekki höfðu lesið
greinina. Greinin var frekar stutt og
hún var með öllu reiðilaus. Mér
fannst sjálfum, að ég hefði skrifað
hana í léttum stíl, þó að skeytum
hafi vissulega verið beint að Illuga.
Um mig sagði hann að ég væri
fulltrúi valdhafanna, „innsti koppur
í búri í þröngum hópi valdsmanna
sem virðast eiga sér það helsta
markmið að bæla niður alla frjálsa
andstöðu við skoðanir sínar meðan
þeir njóta leifanna af valdinu.“ Slíkt
væri erindi mitt, þegar
ég andmælti þeim við-
horfum hans, að banna
ætti mönnum að tjá
skoðanir, sem telja
mætti „heimskulegan
þvætting“. Á Illuga
mátti skilja, að ég væri
hættulegur maður. Ég
stjórnaði „pólitískri
rétthugsun“ í landinu
og vildi með hama-
gangi koma í veg fyrir
að einhver nennti að
svara mér. Samt var
hann búinn að segja
rétt áður að ég hefði í
grein minni beðið sig
að svara. Ég hafði
nefnt kenningu hans
um að meina ætti mönnum að tjá ill-
ar skoðanir Illhugakenninguna. Ill-
ugi sagði það vera aumasta trix sem
þekkist undir sólinni að reyna að
koma höggi á mótstöðumann sinn
með því að níðast á nafni hans.
Sagði Illugi frá æskuminningu
sinni, þar sem Siggi sterki hefði
hæðst að sjaldgæfu nafni hans.
Siggi hefði verið átta ára. Svo bar
þessi herskái haukur upp spurningu
við mig um hver væri aldur minn,
innaní mér!
Að kaupa sér
aðgang að hlustendum
Fyrst verð ég að segja, að ég var
svo sem ekkert að níðast á nafni Ill-
uga. Ég einfaldlega heimfærði
kenningu, sem hann segist aðhyll-
ast, þó að hann vilji ekki vera höf-
undur hennar, upp á hann með
óbeinum hætti. Hafi þetta hitt hann
fyrir, er það líklega vegna þess að
honum finnst óþægilegt að hafa orð-
ið talsmaður kenningar, sem hefur
það megininntak að banna mönnum
að tjá skoðanir. Það má vel vera, að
ég hefði ekki átt að gera þetta. Ég
hefði heldur ekki gert þetta við
hvern sem er. Mér fannst ég hafa
rýmri heimild gagnvart honum
heldur en öðrum fyrir þá sök,
hvernig hann hefur oft sjálfur hagað
sér við annað fólk á opinberum vett-
vangi.
Nú um stundir má ég heyra því
haldið fram um mig, að ég sé valda-
mikill maður. Helst má skilja Illuga
og fleiri svo að stjórnarherrarnir í
landinu taki helst ekki ákvörðun í
stjórnsýslu sinni eða móti pólitíska
stefnu nema ég hafi áður verið bú-
inn að leggja blessun mína yfir. Hví-
líkt rugl! Þó að menn, sem ég tel til
vina minna, gegni trúnaðarstörfum
fyrir þjóðina, þýðir það ekki, að þeir
beri gjörðir sínar og ákvarðanir
undir mig. Þegar menn halda slíku
fram, eru þeir oftast bara að kaupa
sér aðgang á þennan ódýra hátt að
hugum þeirra sem á þá hlýða. Það
er nefnilega gömul saga og ný, að
menn hafa gaman af hvers kyns
klíku- og samsæriskenningum og
eru tilbúnir að leggja við hlustir,
þegar umræður eru kryddaðar slík-
um kenningum. Ég hef í mörg ár
verið duglegur við að taka þátt í al-
mennum umræðum í landinu um
þjóðfélagsmál, einkum þeim sem
snerta dómsýslu og lagafram-
kvæmd. Ég vona að með þeim hætti
hafi ég einhvern tíma haft einhver
almenn áhrif. Einstöku sinnum hef
ég verið spurður álits um eitthvað
og hef þá reynt að svara eftir bestu
samvisku.
Tjáningarfrelsi
Illugi Jökulsson segir, að fyrir
löngu hafi verið settar í lög og sátt-
mála allra siðaðra þjóða mjög
ákveðnar skorður við tjáningarfrelsi
kynþáttahatara. Þess vegna sé hann
ekki að boða nýja kenningu, þegar
hann aðhyllist slíkar skorður. Rétt
er að líta aðeins nánar á þetta.
Tjáningarfrelsi á Íslandi er
verndað í 73. gr. stjórnarskrárinnar.
Greinin hljóðar svo:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og
sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós
hugsanir sínar, en ábyrgjast verður
hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og
aðrar sambærilegar tálmanir á tján-
ingarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja
skorður með lögum í þágu allsherj-
arreglu eða öryggis ríkisins, til
verndar heilsu eða siðgæði manna
eða vegna réttinda eða mannorðs
annarra, enda teljist þær nauðsyn-
legar og samrýmist lýðræðishefð-
um.
Fyrirkomulag ákvæðisins er að
banna fyrirfram skorður við tján-
ingu með ritskoðun eða sambæri-
legri tálmun. Menn þurfa þrátt fyrir
það að bera eftirá ábyrgð á tjáningu
sinni fyrir dómi. Síðan er tekið fram
hvaða atvik megi valda því að settar
séu í lög skorður við tjáningarfrelsi.
Þá er átt við skorður sem fela í sér
ábyrgð eftirá. Dæmi um skorður
sem helgast af réttindum annarra
felast til dæmis í lagavernd ærunn-
ar. Í texta ákvæðisins er það hvað
þýðingarmest, að skorður verði að
teljast nauðsynlegar og samrýmast
lýðræðishefðum. Þetta íslenska
stjórnarskrárákvæði er sambæri-
legt hliðstæðum ákvæðum annarra
ríkja og er að efni til að mestu sam-
hljóða ákvæðinu um þetta efni í
Mannréttindasáttmála Evrópu.
Orðræða Illuga um tjáningar-
frelsið verður ekki betur skilin en
svo, að hann telji að setja eigi í lög
ákvæði sem banni fyrirfram birt-
ingu á viðtali á borð við viðtalið sem
DV birti á dögunum við ungan
mann úr svonefndu Félagi íslenskra
þjóðernissinna. Hann tók dæmi af
Adolf Hitler og valdatöku nasista í
Þýskalandi. Ef Hitler hefði verið
meinað að tjá skoðanir sínar, telur
Illugi að nasistar hefðu ekki komist
til valda, og hörmungar heimsstyrj-
aldarinnar síðari ekki orðið. Með
öðrum orðum megi kenna tjáning-
arfrelsinu um þessa dapurlegu at-
burði. Þetta er afar sérkennilegur
boðskapur. Með sömu rökum mætti
í dag harma að ritskoðun skyldi
ekki hafa komið í veg fyrir að Hall-
dór Laxness gæfi úr Gerska æv-
intýrið. Sú bók hafði inni að halda
mikla lofgjörð um Sovétríki Stalíns,
sem stóðu fyrir samskonar voða-
verkum gagnvart fólki og þriðja ríki
Hitlers. Þau þjóðfélagskerfi sem
leiða slíkt af sér hafa ekki orðið til
vegna tjáningarfrelsisins. Þvert á
móti nærast þau á skoðanakúgun,
eins og þessi tvö dæmi sanna. Skoð-
anakúgun í eina átt, elur nefnilega
af sér skoðanakúgun í aðra. Fyr-
irbærið verður tæki í höndum vald-
hafa til að halda aftur af óæskileg-
um skoðunum.
Svo er að sjá sem Illugi telji að
lagaákvæði, sem banni fyrirfram
birtingu sams konar viðtala og DV
birti, sé að finna í lögum „allra sið-
aðra þjóða“. Þetta er ekki rétt. Slík
lagasetning myndi líka fara í bága
við íslensku stjórnarskrána, þar
sem í henni myndi felast tálmun
sambærileg við ritskoðun. Þegar Ill-
ugi talar um þetta hefur hann lík-
lega í huga lagaákvæði sem víða
þekkjast, og eru hliðstæð grein
233.a. íslensku hegningarlaganna:
Hver sem með háði, rógi, smán-
un, ógnun eða á annan hátt ræðst
opinberlega á mann eða hóp manna
vegna þjóðernis þeirra, litarháttar,
kynþáttar, trúarbragða eða kyn-
hneigðar sæti sektum eða fangelsi
allt að 2 árum.
Ekki held ég að nein ummæli,
sem birtust í viðtali DV hafi brotið
gegn þessu lagaákvæði. Í viðtalinu
birtust sjónarmið um þjóðernis-
hyggju og andúð gegn flutningi út-
lendinga til Íslands, sem mér sýnast
svipuð sjónarmiðum sem uppi eru í
stjórnmálaflokkum í nokkrum Evr-
ópuríkjum. Þessi sjónarmið eru auð-
vitað hvergi bönnuð með lögum.
Rétt er að ég taki fram, að ég hef
áreiðanlega jafnmikla andúð á þess-
um sjónarmiðum og Illugi Jökuls-
son virðist hafa. Ég vil að erlendir
menn njóti víðtæks frelsis til að
flytja til Íslands og setjast hér að.
Mér er framandi sú mannfyrirlitn-
ing, sem felst í því að telja menn
fædda á Íslandi merkilegri spírur
en útlendinga. Ég er viss um að
skoðanir af þessum toga eiga ekki
mikla möguleika til útbreiðslu á Ís-
landi.
Frjálst og opið þjóðfélag
Ég er á hinn bóginn með öllu and-
vígur því, að reynt sé að koma í veg
fyrir að skoðanir eins og þær, sem
birtust í DV, fái að koma fyrir al-
menningssjónir í landinu. Mér
finnst það þvert á móti nauðsynlegt,
að almenningi séu kynntar slíkar
skoðanir séu þær á annað borð fyrir
hendi í samfélaginu. Það er háttur
hins frjálsa, opna þjóðfélags að fást
við viðfangsefni af þessu tagi uppi á
borðum. Það er þýðingarmikið að
t.d. við Illugi, sem teljum okkur vita
svo miklu betur heldur en þau ung-
menni, sem verða höll undir skoð-
anir af þessu tagi, fáum tækifæri til
að leiða þeim fyrir sjónir, hvers
vegna þau fari svo villur vegar. Það
getum við aðeins gert með því að
þekkja sjónarmiðin og fá þau fram í
dagsljósið. Það er að mínu mati í
grundvallaratriðum rangt, að reyna
að koma í veg fyrir, að slík sjón-
armið fái að birtast. Sé það gert,
einangrast þeir menn, sem aðhyllast
þau. Þeir tala þá bara hver við ann-
an á skúmaskotafundum, þar sem
enginn er viðstaddur til að reyna að
tala um fyrir þeim. Í slíku andrúms-
lofti er miklu meiri hætta á, að slíkir
hópar breytist úr því að verða sam-
tals- og skoðanahópar yfir í að verða
hópar sem vilja grípa til glæpsam-
legra úrræða gegn þeim, sem þeir
beina spjótum sínum að. Dapurleg
dæmi um slíkt þekkjast erlendis.
Það er því ástæða til að spyrja Ill-
uga og aðra þjóðlífsspámenn: Hvers
vegna að óttast frelsið? Frjálst og
opið þjóðfélag elur miklu síður af
sér ofbeldi og mannfyrirlitningu, en
þjóðfélag ófrelsis og kúgunar. Það
er líka áreiðanlega miklu skemmti-
legra að vera síðdegisspjallari í
frjálsu þjóðfélagi en ófrjálsu.
Að því er snertir Illuga sérstak-
lega vildi ég mega leggja til við
hann að hann breyti um stíl. Hann
ætti að reyna að brjóta af sér klaf-
ann. Svo held ég að honum yrði bet-
ur ágengt í þjóðfélagsgagnrýni sinni
ef hann dragi úr persónuárásum
sínum en einbeitti sér meira að mál-
efnunum. Það er í reynd meiri
áskorun fólgin í því fyrir síðdeg-
isspjallara að beita ríkulegum hæfi-
leikum, eins og Illugi hefur vissu-
lega yfir að ráða, til að halda athygli
áheyrendanna án þess að beita til
þess tækni illmælginnar.
Og Illugi! Kirkjubækur telja mig
53ja ára gamlan, sjálfum finnst mér
ég nokkuð yngri, innan í mér.
ÓTTINN VIÐ FRELSIÐ
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Frjálst og opið þjóð-
félag, segir Jón Steinar
Gunnlaugsson, elur
miklu síður af sér of-
beldi og mannfyrirlitn-
ingu, en þjóðfélag
ófrelsis og kúgunar.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 29. mars hófst
þriggja kvölda Butler tvímenningur
í boði 11-11 verslananna. Sautján pör
mættu til leiks þannig að það er opið
fyrir eitt par að skella sér með í tví-
menninginn. Þeir sem hafa áhuga á
því að vera með vinsamlega hringið í
síma 586-1319 (Heimir).
Staðan í keppninni er þessi eftir
fyrsta kvöldið.
Heimir Þ. Tryggvas. – Leifur Kristjánss. 52
Magnús Aspelund – Steingrímur Jónass. 47
Baldur Bjartmarss. – Guðm. Sigurjónss. 33
Guðmundur Grétarss. – Þorsteinn Berg 31
Keppnin heldur áfram fimmtu-
daginn 5. apríl og hefst spila-
mennska kl. 19.45. Spilað er í Þing-
hóli, Hamraborg.
Tuttugu pör
í Gullsmáranum
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á tíu borðum
fimmtudaginn 29. marz. Miðlungur
168. Efst voru:
NS
Kristján Guðm. – Sigurður Jóhannsson 218
Sigurþór Halldórsson – Viðar Jónsson 203
Unnur Jónsdóttir – Heiður Gestsdóttir 195
AV
Sigurður Björnsson – Auðunsson 206
Karl Gunnarsson – Kristinn Guðm. 186
Jóhanna Jónsdóttir – Magnús Gíslason 177
Dóra Friðleifsdóttir – Guðjón Ottósson 177
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Þar sem Bridssambandið setti á
æfingu fyrir kvennalandsliðið á
mánudaginn 26. mars 2001 ákváð-
um við að fresta upphafi á 5
kvölda Barometer-tvímenningi
sem átti að hefjast 26. mars. til 2.
apríl 2001.
Mánudaginn 26. marz var spil-
aður Michell tv+imenningur þar
sem 25 pör spiluðu.
Hæsta skor í N/S:
Hermann Friðrikss. - Guðm. Baldurss.352
Jón V. Jónmundss.- Torfi Ásgeirss.351
Þórður Ingólfss. - Björn Friðrikss.334
Hæsta skor í A/V:
Valdimar Sveinss. - Friðjón Margeirss.368
Haraldur Ingason - Hafþór Kristjánss.364
Jón St. Ingólfss. - Freyja Sveinsdóttir358
Mánudaginn 2. apríl 2001 hefst 5
kvölda tvímenningur, Barómeter,
þetta er eitt áhugaverðasta keppn-
isform í tvímenningi, því eru allir
sem áhuga hafa á brids velkomnir
til keppni á mánudögum kl. 19.30.
Skráning hjá spilastjóra ef mætt
er stundvíslega kl. 19.30. Spila-
stjóri er Ísak Örn Sigurðsson.
Spilakvöld Brids-
skólans og BSÍ
16 pör spiluðu 26.mars. Úrslit
urðu þessi:
N-S riðill
Ásbjörn Þorleifss. – Kristín Hilmarsd. 109
Bjarni Jónatanss. – Hjálmtýr Baldurs. 104
Guðmundur Lúðvíks – Svala Sigvaldad.101
A-V riðill
Jóna Samsonard. – Kristinn Stefánss. 132
Björn Hrafnkelss. – Ólöf Vala Ingvarsd.95
Kristján Nielsen – Einar Jóhannss. 92
Spilað er í Þönglabakka 1, 3.h.
alla mánudaga kl. 20:00. Umsjón-
armaður er Hjálmtýr Baldvinsson.
Allir eru velkomnir og aðstoðað er
við myndun para.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtudaginn 22. mars. 21 par. Með-
alskor 216 stig.
Árangur N-S
Björn E. Péturss. – Hilmar Ólafss. 285
Helgi Vilhjálmss. – Gunnar Sigurðss. 237
Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 230
Árangur A-V
Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 249
Oliver Kristóferss. – Magnús Jósefss. 244
Ólafur Ingvarsson – Jóhann Lútherss. 227
Tvímenningskeppni spiluð mánud.
26. mars. 21 par. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S
Alda Hansen – Margrét Margeirsd. 254
Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 252
Alfreð Kristjánss. – Bragi Björnss. 243
Árangur A-V
Ólafur Ingvarss. – Jóhann Lútherss. 251
Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslas. 230
Hannes Ingibergss. – Albert Þorsteinss. 229