Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stykkishólmi - Iðntæknistofnun hefur kynnt starfsemi sína víða um land að undanförnu. Haldinn var fundur í Stykkishólmi í þeim til- gangi. Þar mættu Hallgrímur Jón- asson, forstjóri Iðntæknistofnunar, Hannes Hafsteinsson, forstöðumað- ur matvælarannsóknasviðs, og Ing- ólfur Þorbjörnsson, forstöðumaður efnis- og umhverfistæknisviðs. Í lok fundarins veitti Hallgrímur Jónasson forstjóri hvatningarverð- laun í atvinnumálum á svæðinu. Við- urkenninguna hlaut Rakel Ólsen, framkvæmdastjóri Sigurðar Ágústs- sonar ehf. í Stykkishólmi. Fyrirtæki hennar hefur verið brautryðjandi í vinnslu hörpudisks og lagt mikla vinnu og fjármuni í þróun í vinnslu á rækju og kavíar. Í kavíarvinnslu Sig- urðar Ágústssonar ehf. er verið að þróa nýja rétti úr hrognum og er sú vinna að skila árangri. Impra fyrir frumkvöðla Það kom fram að hjá Iðntækni- stofnun vinna um 75 starfsmenn á sex sviðum. Markmið stofnunarinn- ar er að leggja áherslu á þróun, ný- sköpun og framleiðni. Lögð var áhersla á að kynna starfsemi Impru. Impra er þjónustumiðstöð fyrir frumkvöðla og fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem hægt er að fá að- stoð við að þróa hugmyndir, fram- leiða og svo markaðssetja. Tilgang- urinn er að hjálpa þessum aðilum af stað og koma í veg fyrir að hver sé í sínu horni að „finna upp hjólið“, sem ef til vill leiðir til uppgjafar. Hjá Impru fá frumkvöðlar hvatn- ingu og hjálp til að halda áfram. Þar eru samankomnar ýmsar upplýsing- ar sem aðrir hafa aflað og geta reynst gagnlegar. Impra hefur nú þegar stuðlað að rekstri nýrra fyr- irtækja sem skapa vinnu og verð- mæti. Iðntæknistofnun kynnir starfsemi sína Rakel Ólsen fær braut- ryðjandaverðlaun Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Magnús Bæringsson, verksmiðjustjóri hjá Sigurði Ágústssyni ehf. í Stykkishólmi, tekur við frumkvöðlaviðurkenningu fyrir hönd Rakelar Olsen. Það er Hallgrímur Jónasson sem afhendir viðurkenninguna. Hvammstanga - Á bænum Efri-Fitjum í Húnaþingi vestra bar ær tveim lömbum 26. mars. Er það fyrsti sauðburður sem vitað er um í héraðinu á þessu ári. Ærin var keypt í haust frá Bessastöðum við Hrútafjörð, en ekki var þá ljóst um burð hjá ánni svo snemma. Lömbin voru gleðigjafar hjá unga fólkinu á bænum, sem fengu að halda á lömbunum. Ábúendurnir, Gréta og Gunn- ar, kipptu sér hinsvegar ekki upp við atburðinn, enda eiga þau von á hátt í eitt þúsund lömbum á sauðburði í vor. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Nína Guðbjörg og Jóhann- es Geir Gunnarsbörn með nýbornu lömbin. Snemm- borin lömb Norður-Héraði - Páll Benedikts- son, bóndi og refaskytta á Hákon- arstöðum, hefur skotið níu refi í vetur úr skothúsi sínu sem hann hlóð sjálfur. Páll hirðir skinnin af öllum refum sem hann skýtur og lætur verka og þurrka skinnin í skinnaverkun og selur þau til ferðamanna á sumrin. Nokkur eftirspurn hefur verið eftir þessum skinnum síðustu sum- ur en þau hafa verið til sölu meðal annars á Sænautaseli þar sem er endurbyggður torfbær og rekin í honum nokkur ferðaþjónusta. Páll segir að þar sem áhugi hafi verið fyrir hendi að fá þessi skinn keypt hafi sér þótt ófært að henda þess- um skinnum og ákveðið að gera prufu á að koma þeim á markað að- allega til ferðamanna. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Páll Benediktsson, bóndi og refaskytta á Hákonarstöðum, að flá ref sem hann skaut á dögunum. Verkar og selur skinn af villtum ref Egilsstöðum - Fræðslunet Austur- lands og Austfirska menntasmiðjan hafa staðið að mánaðarlöngu nám- skeiði fyrir atvinnuleitendur í Fjarðabyggð. Þátttakendur eru ell- efu talsins, tíu konur og einn karl. Emil Björnsson hjá Fræðslunet- inu, segir námskeiðið mjög metn- aðarfullt og að það bjóði upp á fjöl- breytt námsefni, svo sem eins og listsköpun, sjálfseflingu, tölvu- fræðslu og aðferðafræði upplýs- ingaöflunar. „Fólki virðist líða vel og líka námið vel,“ segir Emil. Hópurinn var á dögunum í kynn- ingarferð hjá fyrirtækjum og stofnunum á Egilsstöðum og ein- mitt í góðu yfirlæti hjá Svæðisút- varpi Austurlands að kíkja á upp- töku frá nýafstaðinni Fegurðar- samkeppni, þegar fréttaritara bar að garði. „Við erum í fyrirtækjakynningu hér uppfrá og komum hingað til að breyta aðeins um umhverfi,“ sagði Þorleifur Guðjónsson sem er einn þátttakenda. „Þetta er heilmikið og fjölbreytt prógram sem við erum búin að fara í gegnum og við erum núna á síðustu metrunum. Við er- um atvinnulaus öllsömul og sumir eru á milli í atvinnu og aðrir að leita að vinnu. Við höfum mörg hver misst vinnu vegna samdráttar og ýmsar fleiri ástæður liggja að baki atvinnuleysi okkar.“ Þátttakendur gerðu góðan róm að námskeiðinu og tóku undir þau orð Þorleifs að það væri liður í því að styrkja þau í að finna sig í ein- hverju. Hrafnhildur Geirsdóttir, sem einnig hefur sótt námskeiðið, segir að ástandið sé erfitt á Fjörð- unum, samdráttur í öllu og geysi- lega mikið um uppsagnir á starfs- fólki. „Maður sér ekki alveg hvað get- ur verið fram undan í atvinnumál- unum og fólk spyr sig orðið hvort Fjarðabyggð muni leggjast í eyði með þessu framhaldi,“ segir Hrafn- hildur. Hún segist hvergi sjá neina raunverulega uppbyggingu í at- vinnulífi eystra og nefnir í því sam- hengi að mörgum finnist orðið langsótt að álver muni rísa á Reyð- arfirði. „Þess vegna er svona nám- skeið mjög mikilvægt til að byggja upp kraft í fólki,“ segir Hrafnhild- ur að lokum. Námskeiðið hefur verið haldið í Austrahúsinu á Eskifirði og er kostað af Svæðisvinnumiðlun Aust- urlands. Margir að missa vinnu vegna samdráttar á Fjörðunum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þátttakendur í námskeiði fyrir atvinnuleitendur í Fjarðabyggð sóttu Svæðisútvarp Austurlands heim á dögunum. Selfossi - Nemendur 10. bekkj- ar Sandvíkurskóla tóku sig til og skelltu sér í maraþonnám í síðustu viku með það að mark- miði að slá tvær flugur í einu höggi, að afla fjár til skóla- ferðalags og að læra meira enda styttist í samræmd próf hjá þeim. Styrktaraðilarnir, einstak- lingar og fyrirtæki, veðjuðu á námsáhugann og krakkarnir sátu stíft við undir umsjón kennara sinna og pældu í gegn- um námsgögnin af miklum móð. Öðru hverju var gert hlé á náminu til þess að skerpa hug- ann og gera stundina skemmti- legri. Morgunblaðið/Sig. Jónss. Setið við og pælt í gegnum námsgögnin. Maraþonnám í Sandvík- urskóla á Selfossi Fagradal - Á bænum Þórisholti í Mýrdal var verið að taka í notkun nýja færibandalínu til að hreinsa og pakka rófum þegar fréttaritari brá sér þangað í heimsókn. Í Þórisholti hafa verið ræktaðar rófur um nokkurra ára skeið og er þetta samvinnuræktun milli bændanna í Þórisholti og á Litlu- Heiði. Síðastliðið haust voru tekin upp í kringum 150 tonn af rófum og er það því mikið verk að koma öllum þessum rófum til neytenda, þvo þær, hreinsa og setja í poka. Þess vegna ákváðu þeir bændur að láta smíða fyrir sig tæki þar sem hægt væri að vinna alla þætti verksins á sem einfaldastan hátt. Þetta er nokkurs konar færiband þar sem rófurnar byrja á að fara úr stórsekk í þvottavél, síðan situr fólkið við færibandið og hreinsar af þeim alla óæskilega anga og að lokum renna þær í poka þar sem sjálfvirk vigt sér um að rétt magn sé í hverjum poka. Afkastageta línunnar er í kringum eitt tonn á klukkutíma. Sex manns sitja við að hreinsa og flokka og einn maður setur róf- ur úr stórsekkjum í þvottavélina og síðan tekur annar maður fullu pokana frá færibandinu og staflar þeim á bretti og þaðan eru pok- arnir síðan fluttir með flutningabíl til Reykjavíkur þar sem Ávaxta- húsið kaupir alla framleiðsluna. Þeir fengu til liðs við sig Smára Tómasson smið, sem búsettur er í Vík og vinnur við ýmiskonar smíð- ar og uppfinningar á tækjum til hagræðingar í landbúnaði. Smíð- aði hann og útfærði þetta færi- band eftir þeirra hugmyndum. Þessi vél á örugglega eftir að létta mikið vinnuna í kringum rófurnar. Að sögn Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti, er næsta mál að láta hanna og smíða hentuga vél til að taka upp rófurnar í haust. Þá verði rófuræktin orðin þokkalega vélvædd en til þessa hafi þær verið teknar upp með höndunum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rófur gerðar klárar til sölu við nýju vinnslulínuna. Rófubændur vélvæðast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.