Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 27
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 27 EFTIR tveggja ára þóf og kosninga- loforð um að himinninn yfir Englandi væri „ekki til sölu“ hefur breska stjórnin nú ákveðið að Airline Group, fyrirtæki í eigu sjö breskra flugfélaga fái að kaupa breska flugumferðareft- irlitið, National Air Traffic Service, Nats. Málið hefur valdið heitum deil- um í Verkamannaflokknum. Með þessari ákvörðun verður Bretland fyrsta Evrópulandið til að einkavæða flugstjórn, en fleiri Evrópulönd hafa slíkt í huga. Í samtali við BBC sagði forsvars- maður nýja fyrirtæksins að þar sem flugfélögin ættu mikilla hagsmuna að gæta um flugöryggi væri engin hætta á öðru en verkefnið yrði tekið föstum tökum. Verkalýðsfélag flugumferðar- stjóra hefur lýst ánægju með mála- lyktir, þar sem Airline Group muni ekki ætla að reka Nats í hagnaðar- skyni og því verði ekki grafið undan flugöryggi. Þessi óvænta ákvörðun, sem skilur eftir nokkur fyrirtæki er sóttust eftir eftirlitinu með sárt enni er talið enn eitt merki um að breska stjórnin sé að hreinsa hjá sér skrif- borðið fyrir vorkosningar. Óvænt og umdeild ákvörðun Airline Group er í eigu sjö breskra flugfélaga og keppinauta, British Airways, BMI British Midland, Virgin Atlantic, Britannia, Monarch, EasyJet og Airtours. Fyrirtækin, sem kepptu um hnossið voru meðal annars Serco, breskt þjónustufyrirtæki, Novares í eigu bandaríska flugvéla- og her- gagnaframleiðandans Lockheed Martin og Airways Corporation, nýsjálenska flugumferðareftirlitið í eigu nýsjálensku ríkisstjórnarinnar. Málið hefur verið mikið deilumál í Verkamannaflokknum og hópur þing- manna hans hefur greitt atkvæði gegn einkavæðingu Nats í þinginu. Verkalýðsfélög hafa einnig lýst kvíða sínum, en kvíði þeirra beindist eink- um gegn því að Serco, sterkasti keppinauturinn, fengi reksturinn, því álitið var að Serco stefndi á stórfelld- an niðurskurð og rekstur í hagnaðar- skyni. John Prescott aðstoðarforsætis- ráðherra tilkynnti um söluna til Air- line Group á þriðjudaginn og hún kom algjörlega á óvart, því þó málið hafi verið lengi í deiglunni var ekkert sem benti til að komið væri að endanlegum ákvörðunum. Airline Group mun kaupa 46 pró- sent af Nats, fyrir 800 milljónir punda, en skuldbindur sig auk þess til að leggja einn milljarð punda í fjár- festingar á næstu sex árum, til dæmis í ný tölvukerfi og nýja þjónustumið- stöð í Prestwick. Ríkið heldur 49 pró- senta hluta í Nats, skipar nokkra af stjórnarmönnunum en Airline fer með allan rekstur. Fyrirtækin sjö eiga öll jafnstóran hlut í Airline Group. Fimm prósent af Nats verða í eigu starfsmannafélags Nats. Salan á enn eftir að hljóta bless- un ESB, en ýmis erlend flugfélög eru hrædd um að bresk flugfélög muni hljóta forgangsmeðferð. Eigendur Airline Group mega ekki selja hlut sinn, en það er gert til að koma í veg fyrir yfirtöku annarra aðila. Líkt og í öðrum Evrópulöndum vex flugumferð ört í Bretlandi, um fimm prósent á ári. Að sögn Times hafa evr- ópsk flugumferðaryfirvöld varað við að verði flugumsjón ekki bætt í Evr- ópu muni hætta á að ekki verði lengur hægt að anna flugumferð 2005. Breska flugumferð- areftirlitið einkavætt London. Morgunblaðið. Stórglæsileg sýning á þýskum heilsárs húsbílum og hjólhýsum frá Knaus sem er leiðandi merki í Evrópu Knaus húsbílar og hjólhýsi – aðeins það besta! Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Símar 565 6241 og 544 4210 Fax 544 4211. Síðasta sýningarhelgi Sýningunni lýkur þriðjud. 3. apríl Opið alla daga frá kl. 10.00-18.00 Þjónustuaðili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.