Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í Morgunblaðinu fimmtudaginn 1. mars rak ég augun í það að Mannvernd hyggst lög- sækja ríkið vegna laga um miðlægan gagna- grunn, þau standist ekki stjórnarskrá. Mér þykir mjög und- arlegt hvernig þessi samtök stilla málinu ítrekað upp þannig að það sé verið að vinna gegn hagsmunum sjúk- linga með flutningi sjúkragagna í miðlæg- an gagnagrunn. Að upplýsingar um sjúk- linga sem komið er fyr- ir í slíkum grunni verði notaðar gegn þeim. Hvernig hugsunarháttur er þetta? Mér þætti gaman að vita hve margir eru í þessum samtökum. Ég er alin upp við það að vísindi og fram- farir í læknisfræði séu hafin yfir deil- ur og hagsmunapot. Hagsmunir al- mennings hafa alltaf verið látnir ganga fyrir þegar um stórfelldar framfarir í læknavísindum er að ræða. Fyrir nú utan það að þegar meiri þekking á sjúkdómum, sem flestir ganga í erfðir, liggur fyrir eru mun meiri líkur á að lækning finnist. Ég hefði haldið að það væri mann- verndarstefna í hnotskurn. Ég hefði haldið að það væri markmið allra, líka mannverndarsinna, að leitast við að útrýma sjúkdómum. Ég hefði haldið að geðsjúkdómar væru þar engin undantekning. Ætla forsvars- menn geðsjúkra að gera möguleika þeirra á lækningu í framtíðinni minni en annarra með því að vinna gegn því að upplýsingar um geðsjúkdóma verði unnar með sambærilegum hætti? Ég hefði haldið að það ætti að vera sameiginlegt keppikefli að koma á sem víðtæk- astri sátt um þessi mál. Ég er orðin hundleið á því að tiltölulega fá- mennur hagsmunahóp- ur með lækna í broddi fylkingar ráðist að framförum og þar með framtíðargrundvelli læknavísindanna og reyni að grafa þannig undan þeim. Maður spyr sig hverra hags- munum þeir telji sig vera að þjóna að ala á ótta og fordómum með- al skjólstæðinga sinna. Í sama Morg- unblaði var grein frá formanni læknafélagsins þar sem kveður við nýjan tón gagnvart Íslenskri erfða- greiningu. Telur hann fyrirtækið mikla lyftistöng fyrir rannsóknir en talar um vinnufrið meðal starfsfólks og maður spyr sig hvað hann meinar. Er hann að meina að einhver annar ætti að stýra fyrirtækinu en Kári Stefánsson? Er hann að segja að þetta sé eftir allt saman persónuleg kreppa lækna gagnvart Kára Stef- ánssyni? Áður en Kári kom að rann- saka MS-sjúkdóminn var erfitt að fá fjármagn til rannsókna, nú eru settir meiri peningar en nokkru sinni áður í rannsóknir á MS og ótal öðrum sjúk- dómum. Af hverju er svona sjaldan talað um það? Háværir læknar í forystu lækna- félagsins, sem hafa hugsanlega ein- hverra persónulegra stundarhags- muna af eigin rannsóknum að gæta, munu ekki liðka fyrir þessu máli. Þeir hafa brugðist skyldu sinni gagn- vart sjúklingum sínum. Sú skylda er að þjóna þeim og framfylgja vilja þeirra en ekki drottna yfir og nota í eiginhagsmunaskyni upplýsingar sem sjúklingurinn hefur lagt fram sjálfviljugur, sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Þessar upplýsingar eru sjúklinganna og þjóðarinnar allrar, ekki einkaeign læknanna. Læknar eiga ekki að koma fram og reyna að hamla því að vilji almennings nái fram að ganga. Íslendingar hafa jafn- an staðið saman um þjóðþrifamál og nægir þar að minna á baráttuna gegn berklum. Þá var ekki spurt um for- dóma eða atvinnuöryggi þegar Sæ- björg, skip Slysavarnafélagsins, sigldi hringinn í kringum landið, sýni voru tekin úr allri þjóðinni og ekki fór framhjá neinum hverjir voru leynilegir smitberar. Árangurinn var sem betur fer sá að berklum var útrýmt. Hvað varð þá um fordómana og það að heilu heim- ilin voru sniðgengin af ótta við smit? Þeir hurfu líka. Þekkingin útrýmdi fordómunum. Mannvernd hvað? Vilborg Traustadóttir Höfundur er formaður MS-félags Íslands. Gagnagrunnur Ég er alin upp við það, segir Vilborg Trausta- dóttir, að vísindi og framfarir í læknisfræði séu hafin yfir deilur og hagsmunapot. Í GREIN sinni í Mbl. 10. mars sl. ver Þorvaldur E. Sigurðs- son framkvæmda- stjóri landfyllingu í Arnarnesvogi með eft- irfarandi orðum: „Landfyllingar hafa verið notaðar í fjölda ára bæði hér á Íslandi sem og erlendis. Hvernig myndi Reykjavík líta út ef menn hefðu ekki unn- ið land með landfyll- ingum? Reykjavík hef- ur verið mótuð og stækkuð eins og hefur þótt henta og áratuga hefð er fyrir því að vinna land úr sjó. Nú er tækifærið komið upp í hendurnar á Garðabæ.“ Úreltur hugsunarháttur Tilvitnuð orð, sem eru dæmigerð fyrir málflutning landfyllingar- manna, bera vott um úreltan hugs- unarhátt og skammsýni. Engu er líkara en breytt viðhorf í umhverf- ismálum hafi algerlega farið framhjá greinarhöfundi en sem betur fer er almennt vaxandi skiln- ingur á gildi náttúrulegs umhverf- is, m.a. í þéttbýli. Þjóðunum í kringum okkur er orðið ljóst hversu verðmætt náttúrulegt um- hverfi er og um leið af hversu mik- illi skammsýni vaðið hefur verið of- an í einstakar náttúruperlur og náttúruleg sérkenni eyðilögð. Verndun strandsvæða, lífauðugra fjara og leira er flestum siðmennt- uðum þjóðum nú kappsmál. Vog- urinn, sem hér um ræðir og hug- myndir eru uppi um að nota sem byggingarland fyrir nokkurra hæða fjölbýlishús á flatarmáli sem jafngildir 10 Laugardalsvöllum, er allur á náttúruminjaskrá og á skrá yfir svæði í Evrópu sem eiga að hafa forgang hvað varðar verndun. Verndun Skerjafjarðar Athyglisvert er í þessu sambandi að í viðtali við DV þriðjudaginn 13. mars sl. lét Inga Jóna Þórðardótt- ir, oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn Reykjavíkur, m.a. eftirfar- andi orð falla: „Ég er líka þeirrar skoðunar að við eigum ekki að eyði- leggja ströndina okkar við Skerja- fjörð með hugsanlegri flugbrautar- lagningu. Þar með yrðum við búin að eyðileggja ströndina og valda umhverfisspjöllum sem við getum ekki tekið til baka.“ Þessi yfirlýs- ing leiðtoga borgarstjórnarflokks stærsta stjórnmálaflokks þjóðar- innar í fjölmennasta sveitarfélagi landsins ber vott um framsýni og skilning á mikilvægi náttúrulegs umhverfis í þéttbýli. Mjög hefur verið gengið á fjörur og leirur á höfuðborgarsvæðinu á undanförn- um árum og hafa þær víðast hvar verið eyðilagðar. Í hluta Skerja- fjarðar og voganna sem ganga inn úr honum, þ.e. Fossvogs, Kópa- vogs, Arnarnesvogs og Lambhúsa- tjarnar, er að finna helstu fjörur og leirur á höfuðborgarsvæðinu sem enn eru óraskaðar á þessu svæði. Hugmyndir um landfyllingu í Arnar- nesvogi eru settar fram af mun minna til- efni en flugvöllur á Lönguskerjum og án þess að nokkrir al- mannahagsmunir krefjist. Þess er að vænta að bæjarfulltrú- ar í Garðabæ sýni ekki minni skilning á verndun náttúru Skerjafjarðar en starfssystir þeirra í Reykjavík og ýti hug- myndum um landfyll- ingu í Arnarnesvogi út af borðinu. Auðugt lífríki Arnarnesvogur er ekki að ástæðulausu á náttúruminjaskrá og jafnframt hluti svæðis sem er á skrá Alþjóðafuglaverndarsam- bandsins (BirdLife International) yfir svæði sem hafa alþjóðlegt verndargildi. Vogurinn er í miðju lífríkis sem er eitt af mestu fugla- svæðum landsins, m.a. hvað varðar fjölbreytileika tegunda og mikil- vægi leiranna fyrir farfugla á lang- ferðum heimsálfa á milli. Vogurinn er eitt af helstu sérkennum Garða- bæjar og gildi hans mun ekki minnka eftir því sem byggðin þétt- ist í nágrenni hans. Við Garðbæingar erum heppnir að hafa slíkar náttúruminjar innan okkar sveitarfélags. Okkur ber að varðveita þetta og önnur nátt- úruleg sérkenni Garðabæjar sem auðga líf okkar og gefa byggðinni aukið gildi og skila þessum nátt- úruarfi óskertum til komandi kyn- slóða. Nægilegt byggingarland í Garðabæ Þegar upp koma hugmyndir um að fylla upp í og byggja ofan í skráðar náttúruminjar í Garðabæ er eðlilegt að menn spyrji hvort skortur sé á byggingarlandi í þessu sveitarfélagi. Því fer fjarri, enda er leitun að sveitarfélagi hér um slóðir sem á kost á öðru eins landrými og Garðabær. Til marks um það er að á fundi Sjálfstæðisfélags Garða- bæjar um skipulags- og bygging- armál á dögunum voru kynnt áform bæjaryfirvalda um íbúðarbyggð á Garðaholti sem fela í sér tvöföldun íbúafjölda sveitarfélagsins. Í Garðabæ er margvíslegt annað byggingarland, m.a. Arnarnesland- ið austan Hafnarfjarðarvegar. Byggð án landfyllingar Ljóst er að góður fjárhagslegur grundvöllur er fyrir því að reisa íbúðarbyggð á iðnaðarsvæðinu í botni Arnarnesvogs og á landspild- unni vestur af því – án landfyll- ingar út í voginn. Hugmyndir fram- kvæmdaraðila um íbúðarbyggð á þessu svæði, þ.e. án landfyllingar, gera ráð fyrir um 450 íbúðum og 1.250 manna byggð sem myndi fela í sér um 15% fjölgun íbúa Garða- bæjar. Engin þörf er því fyrir hina umdeildu landfyllingu út í voginn og vandséð að hún þjóni öðrum hagsmunum en gróðasjónarmiðum byggingarfélagsins, sanddælufyrir- tækisins og fasteignasalans. Veiga- mikil náttúruverndarsjónarmið, svo og tillit til réttmætra hags- muna núverandi íbúa við Arnarnes- vog sem hafa ekki mátt ætla að vogurinn yrði byggingarland, mæla hins vegar eindregið gegn því að fyllt verði upp í og byggt ofan í voginn. Byggð við Arn- arnesvog án landfyllingar Sigríður Einarsdóttir Höfundur er flugstjóri og íbúi við Arnarnesvog. Náttúruvernd Engin þörf er því fyrir hina umdeildu landfyll- ingu út í voginn, segir Sigríður Einarsdóttir, og vandséð að hún þjóni öðrum hagsmunum en gróðasjónarmiðum. Í HAFNARFIRÐI tóku Framsóknarflokk- ur og Sjálfstæðisflokk- ur við þröngu búi að af- loknum kosningum 1998. Þessir flokkar leituðu leiða, fundu leiðir og eru víða í for- göngu á sviði sveitar- stjórnarmála. Ný hugs- un og afstaða, stundum ögrandi, til hlutverks sveitarfélaga. Hafnar- firði hefur verið lyft úr depurð fyrri ára. „Við verðum að horfa fram á veginn, ráða í framvinduna og taka rétt mið áfram. Við eig- um ekki að einblína til hægri eða vinstri, heldur stefna fram í þágu allrar þjóðarinnar. Á þeirri leið þurf- um við að horfa til beggja átta, gefa öllum skoðunum rúm og sérhverjum einstaklingi tækifæri til að vera með í göngunni fram á veg. Ef við sjáum ekki til þess að flokkurinn breytist í takt við tímann og hafi frumkvæði að framþróun á sem flestum sviðum er- um við að bregðast skyldum okkar.“ Svo mæltist formanni Framsóknar- flokksins Halldóri Ásgrímssyni á ný- afstöðnu flokksþingi. Lýsir hann stöðu Framsóknarflokksins í Hafn- arfirði mjög vel með þessum orðum. Framsóknarflokkur og Sjálfstæð- isflokkur tóku opnum örmum nýjum úrlausnum í húsnæðismálum. Við- bótarlán fyrir þá sem eru að hefja sinn búskap og þá sem við þrengri efnahag búa hafa opnað dyr fyrir tæplega 400 íbúðaeigendur á kjör- tímabilinu. Ekki lengur verið að skammta íbúðir eins og í gamla félagslega kerfinu, heldur velur fólkið sín- ar íbúðir og staðsetn- ingu. Afstaða þeirra til lífsins er önnur og sterkari. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur settu sér markmið að gera þjónustusamninga við flestar stofnanir bæjarins og opna þar með fyrir frekari fag- lega og rekstrarlega ábyrgð stjórnenda þeirra og starfsmanna. Þetta er vandasamt verk til að ekki þurfi að taka þessa samninga sí- fellt upp aftur. Við höfum gert þjón- ustusamning um leikskóla, Hjalla- stefnan, sem nú hefur verið framlengdur. Mörg sveitarfélög gera slíkt hið sama. Við styrkjum, eins og mörg önnur sveitarfélög einkarekna leikskóla, skóla sem einstaklingar hafa opnað og reka. Ég trúi því ein- dregið að fólk eigi að hafa val. Sem framsóknarmaður trúi ég á jafnræði í verki, að allir eigi jafna möguleika án tillits til efnahags, að val sé fyrir alla. Það er hiti í ýmsum vegna útboðs á þjónustusamningi í Áslandi um grunnskóla. Þessi samningur er í engu frábrugðinn þjónustusamning- um við aðra grunnskóla, utan þess að ekki er til staðar starfsfólk til að semja við, heldur leitum við eftir því að semja við hóp skólafólks eða aðila sem tekur að sér að finna slíkan hóp starfsmanna. Grunnskólinn er hverf- askóli, enginn borgar nein aukagjöld önnur en finna má í öllum grunnskól- um í Hafnarfirði í dag. Sá sem fær þjónustusamninginn þarf að gera skýra grein fyrir skólastefnu sinni. Þetta er þjónustusamningur um kennslu, eftirlit verður til staðar, þetta er ekki einkaskóli. Einkaskólar eru þó mikilvægir og gegna hlutverki. Ég segi stoltur frá því að börnin mín hafi verið í Ísaks- skóla, Miðskóla og Tjarnarskóla og eru þau hreykin af því. Við erum ekki öll steypt í sama mót og höfum ekki sömu þarfir, jafnvel þó sumir haldi að hægt sé að neyða fólk til þess. Tím- arnir eru bara breyttir. Það er eins og orðið einka sé skammaryrði hjá sumum. Það er miður. Við sem þjóð værum ekki það sem við erum í dag ef ekki væru ein- staklingar og fjölskyldur sem hefðu lagt mikið á sig til að byggja upp líf sitt og sinna samferðamanna. Að síðustu nokkur orð um heil- brigðismál. Heilsugæslan er í dag ekki við góða heilsu. Nýir samningar fyrir um 3 árum, þar sem læknar lögðu sjálfir línurnar, er ástæða þess. Leita þarf lausna og enn kemur hug- takið einka upp, og peningar og mis- munun. Áratugum saman hafa heim- ilislæknar rekið sínar eigin stofur á föstum taxta frá ríki. Þetta er einka- rekstur, en um leið þjónustusamn- ingur. Hver er hættan að leyfa heim- ilislækni að vinna við þessar aðstæður? Heimilislæknir verður að svara fyrir þjónustuna gagnvart skjólstæðingum líkt og skólastjórinn í Áslandi. Verum ekki að blanda saman grýlu mismunar og þess heilbrigðiskerfis sem við höfum í dag. Flestir sérfræð- ingar landsins eru í einkarekstri með formlegan eða óformlegan þjónustu- samning við ríkið. Þessi íslenska lausn er góð, er einstök og leiðir ekki til mismununar. Heimilislæknar eiga að fá að velja sér rekstrarform. Við núverandi aðstæður er stéttin að gufa upp, faglegur metnaður að hverfa eða horfinn. Afleiðingin er skortur á þjónustu og kostnaðarauki fyrir okkur öll. Gerum þjónustu- samninga við heimilislækna, gefum þeim val um starf á eigin stofu eða á heilsugæslustöð. Gefum fólki val. Við lifum á nýju árþúsundi, á nýrri öld. Kommúnisminn er dauður, kapital- isminn hefur ekki reynst lausn okkar tíma. Það er hins vegar val og ábyrgð einstaklingsins og siðferðileg afstaða hans eða hennar sem mótar líf og til- veru okkar í dag. Hafnarfjarðarleiðin Þorsteinn Njálsson Höfundur er læknir, oddiviti Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Sveitarstjórnarmál Hafnarfirði, segir Þorsteinn Njálsson, hefur verið lyft úr depurð fyrri ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.