Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Námskynning 2001
Níu háskólar
kynntir
NÁMSKYNNINGfyrir nám á há-skólastigi verður
á morgun í húsnæði Há-
skóla Íslands í Odda og
aðalbyggingu frá kl. 13 til
17. Halldóra Tómadóttir
,kynningarfulltrúi HÍ,
hefur haft umsjón með
þessari námskynningu,
hún var spurð um um-
fang hennar.
„Það eru níu háskólar
sem kynna þarna starf-
semi sína, þeir eru starf-
ræktir í Reykjavík, á Ak-
ureyri, á Bifröst og á
Hvanneyri.“
– Sýnir reynslan að
mikil þörf sé á svona
kynningu?
„Já, sérstaklega eftir
að háskólarnir urðu
svona margir. Kynningunni er
ekki aðeins beint að nýstúdent-
um heldur öllum sem hafa áhuga
á háskólanámi. Námsráðgjöf HÍ
verður einnig á kynningunni og
mun fólk geta leitað til hennar
og fengið ráð um námsval.“
– Hvaða níu háskólar kynna
starfsemi sína á morgun?
„Háskóli Íslands, Háskólinn á
Akureyri, Háskólinn í Reykja-
vík, Kennaraháskóli Íslands,
Landbúnaðarháskólinn á
Hvanneyri, Listaháskóli Íslands,
Tónlistarskólinn í Reykjavík,
Tækniskóli Íslands og Við-
skiptaháskólinn á Bifröst.“
– Hvernig er námskynning-
unni háttað?
„Hver háskóli og deildir innan
þeirra koma með kynningarefni,
bæði bæklinga og dreifirit. Auk
þess verða kennarar og nem-
endur frá öllum deildum og geta
svarað spurningum og svo eru
margir skólar sem verða með
tæknivædda sýningu, þ.e. mynd-
bönd, tölvur. Þetta er ekki að-
eins prentuð kynning heldur
einnig myndasýning. Svo hafa
skólarnir uppfært heimasíður
sínar og getur fólk farið heim og
skoðað þar í tölvunni sinni nánar
það nám sem til boða stendur í
hverjum og einum skóla. Gerð
var heimasíða í sambandi við
þessa kynningu þar sem hægt
erað komast inn á heimasíður
allra skólanna. Sú heimasíða
hefur vefslóðina www.nams-
kynning.is“
– Hvaða kosti hefur svona
kynning?
„Meginkosturinn er að kenn-
arar komast í bein tengsl við til-
vonandi nemendur sem geta
spurt og fengið svör um tilhögun
alls konar námsgreina. Þótt fólk
lesi kennsluskrár þá kemur ekki
allt þar fram og þá er gott að
geta spurt. Kynntar verða um
122 námsleiðir“
– Er mikið um að fólk sé mjög
óvisst um hvað það vill taka sér
fyrir hendur í komandi námi?
„Já. Fjölbreytnin er orðin slík
að það er nauðsynlegt að sjá
hvað er í boði til þess að geta at-
hugað alla möguleika. Þeir sem
eru t.d. hér í Reykja-
vík vita kannski ekki
hvað er að gerast á
Akureyri, á Bifröst
eða á Hvanneyri. En
á kynningunni á
morgun verða fjórir
til fimm kennarar og
nemendur frá hverjum skóla
sem kynna starfsemina sem þar
fer fram.“
– Er mikið um að vera í ís-
lensku háskólalífi?
„Það er greinilega mikil
gróska í íslensku háskólalífi og
mikill metnaður hjá háskólunum
til að gera vel og fara nýjar leið-
ir. Ýmsar nýjar brautir eru að
hefja starfsemi og má þar nefna
upplýsingadeild við Háskólann á
Akureyri, upplýsingatæknideild
tók til starfa fyrir skömmu við
Tækniskólann, táknmálsfræði er
ný grein sem kennd er við Há-
skóla Íslands, viðskiptalögfræði
verður nú kennd við Við-
skiptaháskólann á Bifröst. Há-
skólinn í Reykjavík ætlar að
auka umfang starfsemi sinnar
og þannig mætti lengi telja.“
– Verða námsmöguleikar er-
lendis kynntir á morgun?
„Alþjóðaskrifstofa háskóla-
stigsins og Fulbright-stofnunin
verða með kynningu á þeim
möguleikum sem bjóðast nem-
endum sem vilja taka hluta af
námi sínu erlendis. Samband ís-
lenskra námsmanna verður
einnig með kynningu. Stúdenta-
ráð verður og með upplýsinga-
miðlun, svo og Félagsstofnun
stúdenta sem veitir upplýsingar
um íbúðir fyrir námsmenn og at-
vinnumiðlun fyrir námsmenn.
Þá verða gefnar þar upplýsingar
um dagvist fyrir börn náms-
fólks.“
– Er háskólanám nægilega
mikið í umræðunni í fjölmiðlum
yfirleitt að þínu mati?
„Það mætti vera meira. Það
mætti líka gera almenningi ljós-
ari grein fyrir hvað háskóla-
menntun af ýmsu tagi felur í sér
og til hvers hún er.“
– Er háskólasamfélagið þá of
einangrað í samfélaginu?
„Það hefur kannski verið það
en háskólarnir hafa markvisst
aukið tengsl sín við atvinnulífið,
auk þess sem þeir sjá
vinnumarkaðinum fyr-
ir hæfum starfskröft-
um. Ég held að há-
skólarnir séu að reyna
að ná betur til al-
mennings og sýna
fram á að háskólanám
er ekki annað en eðlilegur hluti
af lífi í nútímasamfélagi. Ungu
fólki stendur stundum ógn af
háskólum, halda að þetta séu
gamlar og rykfallnar stofnanir
þar sem einstaklingurinn missir
völdin í eigin lífi en þannig eru
nútímaháskólar ekki, þar fer
fram blómlegt starf og félagslíf.
Halldóra Tómasdóttir
Halldóra Tómasdóttir fæddist
í Reykjavík 1967. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Verslunarskóla Ís-
lands 1987. Hún tók BA-próf í ís-
lensku frá Háskóla Íslands 1993
og BA-próf í dönsku tók hún frá
Kaupmannahafnarháskóla 1999.
Hún hefur starfað m.a. hjá Þjóð-
arbókhlöðunni og er nú kynning-
arfulltrúi hjá Háskóla Íslands.
Halldóra er gift Úlfari Trausta
Þorvaldssyni sölumanni og ráð-
gjafa.
Háskólarnir
hafa mark-
visst aukið
tengsl sín við
atvinnulífið
ÍSLENSKIR lýtalæknar fara eftir
alþjóðlegum stöðlum sem heimila
notkun sílikons í brjóstafyllingar
og er innflutningur á efninu sam-
kvæmt þessum stöðlum. Þórir Har-
aldsson, aðstoðarmaður heilbrigð-
isráðherra, sagði sílikonnotkunina
bundna samþykktum Evrópska
efnahagssvæðisins um þau lækn-
ingatæki og lækningavörur sem
notuð væru í löndum svæðisins.
„Það gilda strangar samhæfðar
reglur á Evrópska efnahagssvæð-
inu sem við förum eftir líkt og aðr-
ar Evrópuþjóðir,“ sagði Þórir en
Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, hefur gagnrýnt notk-
un sílikons í brjóstafyllingar þar
sem slíkt hefur verið bannað víða
erlendis. Þórir svaraði þeirri gagn-
rýni þannig að á meðan Evrópu-
staðlarnir væru með þeim hætti
sem nú er yrði bann við notkun
sílikonfyllinga á Íslandi klárlega
metið sem viðskiptaþvingun og því
yrði þarafleiðandi ekki komið á hér
á landi.
Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra um sílikonfyllingar
Bann yrði metið sem
viðskiptaþvingun
Skítt með krónuræfilinn, sjáðu bara um að dýrið gangi ekki laust, Birgir minn.