Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 28
VIÐSKIPTI
28 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
• Einn traustasti og elsti
byggingaraðili á suðaustur
hluta Spánar
• Kaupendur eiga bein
viðskipti við íslenskan
starfsmann „San José“
• Sýnum lifandi myndir af
húsum á öllum
byggingarstigum
• Frí 3ja daga ferð til Spánar
fyrir kaupendur
Fiskislóð 57-59 • Reykjavík
sími 562 2950 • fax 562 3760
MIKLAR breytingar urðu á starf-
semi Pharmaco hf. á árinu 2000
með samruna þess við búlgarska
lyfjaframleiðslufyrirtækið Balkan-
pharma og sagði fráfarandi stjórn-
arformaður, Kristinn R. Gunnars-
son, á aðalfundi félagsins í gær að í
raun væri um alveg nýtt og gjör-
breytt félag að ræða frá því sem
áður var. Gert er ráð fyrir því að
vöxtur Pharmaco í Búlgaríu verði
um 20-25% á ári næstu þrjú árin en
að vöxturinn á Íslandi verði 10-12%
á ári á sama tímabili.
Kristinn sagði uppistöðuna í
rekstri félagsins nú vera samheita-
lyfjaframleiðslu og sölu um allan
heim, þó mest í Mið- og Austur-
Evrópu. „Það er augljóst að við
samruna fyrirtækjanna urðu eldri
hluthafar í Pharmaco minnihluta-
eigendur í samstæðunni en með öfl-
ugu nýju félagi eru vaxtarmögu-
leikarnir gífurlegir og möguleikar
hluthafanna til að sjá gengi bréfa
sinna vaxa langtum meiri en áður
var,“ sagði hann og benti á að gengi
bréfa í Pharmaco hafi á árinu 2000
hækkað um 93% sem var hæsta
ávöxtun fyrirtækja á markaði.
Rúmir 2 milljarðar
í uppbyggingu í ár
Áætlað er að vöxtur Pharmaco á
íslenskum markaði verði, að sögn
Kristins, 10-12% á ári næstu þrjú
árin en veltan á Íslandi nam á síð-
asta ári rúmum 30% af heildarveltu
félagsins. Vöxtur á útflutnings-
mörkuðum Pharmaco er hins vegar
áætlaður 20-25% á ári næstu þrjú
árin. „Það sem gæti truflað þessar
áætlanir er ókyrrð á stjórnmála-
lega sviðinu. Í löndum í Austur-
Evrópu getur inn- og útflutningur
lyfja orðið fyrir töfum bæði í flutn-
ingum og mikilli skriffinnsku í
kerfinu.“
Pharmaco gerir ráð fyrir 13.000
milljóna króna veltu á núlíðandi ári
og um 1.300 milljóna króna hagn-
aði, að því er fram kom í máli
Kristins. Á árinu verður farið út í
10 milljóna dollara, þ.e. um 900
milljóna króna, fjárfestingu í bygg-
ingu nýrrar töfluverksmiðju í
Dupnitsa og á sú verksmiðja að
verða tilbúin um mitt ár 2002. Þá er
áætlað að verja um 14 milljónum
dollara, eða um 1.300 milljónum
króna, til ýmiss konar uppbygging-
ar í starfandi verksmiðjum Pharm-
aco.
Hlutabréf í öðrum
félögum til sölu
Kristinn gerði að umtalsefni sölu
hluta Pharmaco á sl. ári í öðrum
félögum og sagði það hafa verið
gert í kjölfar ákvörðunarinnar um
samrunann við Balkanpharma.
Þannig hafi hlutafé í Opnum kerf-
um og RJC matvörum verið selt
auk hlutar í Delta. Nú væri einnig
verið að kanna möguleika á að selja
hlut Pharmaco í Íslenskum mat-
vælum ef rétt verð fengist eða
möguleiki á samruna skapaðist við
við annað heppilegt fyrirtæki.
„Hlutabréf í óskyldum rekstri má
búast við að verði losuð eftir því
sem þörf er fyrir slíkt og álitleg
verð eru í boði.“
Sindri Sindrason, forstjóri
Pharmaco, sagði flest varðandi
samrunann við Balkanpharma hafa
gengið betur en vænst hafði verið.
Hann tæpti á helstu áhersluatrið-
um í rekstri Balkanpharma á árinu
2001. Innanlands yrði stefnt að því
að viðhalda sölumagni fyrirtækis-
ins þrátt fyrir miklar verðhækk-
anir. Þá yrði útflutningur Balkan-
pharma aukinn og lögð þyngri
áhersla á markaðsmál, s.s. að vinna
að uppbyggingu markaða í fyrrum
Sovétríkjunum.
Ný stjórn var kjörin á fundinum
og hana sitja Björgólfur Thor
Björgólfsson formaður, Björgólfur
Guðmundsson, Friðrik Sophusson,
Peter Terziev og Kristinn R. Gunn-
arsson.
Mikill vöxtur í Búlg-
aríu á næstu árum
Pharmaco er að kanna möguleika á að selja hlut sinn í Íslenskum mat-
vælum, fáist rétt verð eða ef möguleiki skapast á samruna.
Gengi bréfa í Pharmaco hækkaði um 93% á árinu 2000
KRINGLAN hefur
hlotið alþjóðleg verð-
laun fyrir bestu út-
færslu á stækkun og
endurgerð verslunar-
miðstöðvar í Evrópu á
árinu 2000. Að sögn
Ragnars Atla Guð-
mundssonar, fram-
kvæmdastjóra Þyrp-
ingar hf., þykja
verðlaun ICSC eftir-
sóknarverð innan hins
alþjóðlega viðskipta-
samfélags en gildi
þeirra felst fyrst og
fremst í alþjóðlega við-
urkenndu gæðamati.
„ICSC er alþjóðlegt
fagráð og einu alþjóðasamtök þeirra
hagsmunaaðila sem tengjast versl-
unarmiðstöðvum. Höfuðstöðvar
ráðsins eru í New York en aðild að
þeim eiga um 39 þúsund aðilar frá
tæplega áttatíu löndum, þó aðallega
Bandaríkjunum, Kanada og Evr-
ópu.“
Ragnar segir að í verðlaunum
ICSC felist ekki einvörðungu viður-
kenning fyrir Kringluna sem versl-
unarmiðstöðvar á heimsmælikvarða
heldur einnig fyrir Reykjavík sem
vaxandi miðstöð verslunar og við-
skipta í alþjóðlegu samhengi.
Aðspurður segir Ragnar að sem
dæmi um ávinning fyrir sigurvegara
keppninnar megi nefna að samning-
ar við eftirsótt vöru-
merki verði þeim auð-
sóttari. „Fyrir jafn-
smátt markaðssvæði
og Ísland er það sér-
stakur ávinningur. Er-
lendir aðilar hafa nú
þegar boðað komu sína
til þess að skoða.“
Ragnar segir að á
síðasta ári hafi um
110.000 manns sótt
Kringluna heim í
hverri viku. „Við erum
mjög metnaðgjörn fyr-
ir hönd Þyrpingar og
stefnum að því að fyr-
irtækið vaxi um 15 til
16% á ári. Það er
ákveðin þróun að eiga sér stað hér á
Íslandi þótt hún hafi farið hægt af
stað. Stjórnendur fyrirtækja eru að
gera sér betur grein fyrir því að fast-
eignir eru bara hluti af rekstri fyr-
irtækja; fé er takmörkuð auðlind og
menn sjá að það getur verið skyn-
samlegt að verja þeim frekar í lyk-
ilstarfsemi sína, og fela sérhæfðu
fasteigna fyrirtæki eins og Þyrpingu
um rekstur fasteigna sinna. Þetta er
vel þekkt erlendis en þessi hugsun er
nokkuð ný á Íslandi.“
Ragnar segir að Þyrping reki nú
fasteignir sem telji 113.000 fermetra,
þar á meðal megi nefna Hótel Esju
og Hótel Loftleiði, Holtagarða,
Spöngina, Eiðistorg og Kringluna.“
Ragnar Atli
Guðmundsson
Kringlan fær
verðlaun ICSC
SAMVINNUFERÐIR–Landsýn hf.
voru reknar með 306 milljóna króna
tapi á síðastliðnu ári og sagði í til-
kynningu félagsins til VÞÍ í gær að
sú niðurstaða væri algjörlega óvið-
unandi. Hins vegar hafi verið ljóst
eftir sex mánaða uppgjör félagsins í
fyrra hvert stefndi og nú hefur starf-
semin verið aðlöguð að 35% sam-
drætti í sætaframboði. Starfsfólki
hefur verið fækkað um 25% og samn-
ingar við helstu birgja endurskoðað-
ir ásamt því sem ýmsir verkferlar
hafa verið endurskoðaðir. Þá hefur
rekstur Samvinnuferða–Landsýnar
og Ferðaskrifstofu stúdenta verið
sameinaður undir einu þaki.
Ákveðið var í desember að færa
hlutafé félagsins niður um 40%, eða
um 80 milljónir króna til jöfnunar
taps og auka í kjölfarið hlutafé
félagsins um 350 milljónir króna að
nafn- og söluverði. Tekið er tillit til
hlutafjáraukningarinnar í uppgjöri
ársins.
„Það er mat stjórnenda Sam-
vinnuferða–Landsýnar að þær að-
gerðir sem gripið hefur verið til muni
gera félaginu kleift að snúa rekstr-
inum til betri vegar,“ segir í tilkynn-
ingunni. „Bókanir í ferðir á vegum
félagsins á árinu 2001 fara ágætlega
af stað. Það er hins vegar ljóst að öll
frávik frá áætluðum rekstrartekjum
hafa bein áhrif á rekstrarniðurstöð-
una, hvort sem er til hækkunar eða
lækkunar, þar sem kostnaður í flugi
og gistingu er tiltölulega fastur.“
Þrátt fyrir slaka afkomu reyndist
eiginfjárhlutfall félagsins 20,3% í
árslok 2000. Hins vegar var veltufé
frá rekstri neikvætt um 401 milljón
króna á árinu og gengistap félagsins
nam rúmum 50 milljónum króna. Þá
voru viðskiptakröfur félagsins færð-
ar niður um 18 milljónir króna á
árinu.
Aðalfundur Samvinnuferða–
Landsýnar hf. verður haldinn 26.
apríl nk.
Rúmlega 300
m.kr. tap hjá SL
$%
&%
!
"
#
! $
" $
- 0)(
) +1+
)(
1-)
1(+
41)
-+/,
)+0
1 -1+
4(+1
01
-+)3
+.
1-+
)&,%/
)&,(-
).
/
+
-
)*.
,%%
7',
''
.-0/1
'0'
'-%
#
'&)*(1
#
#
#
#
! "
! "
! "
)1 1- )1 1- ##