Morgunblaðið - 31.03.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.03.2001, Qupperneq 28
VIÐSKIPTI 28 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ • Einn traustasti og elsti byggingaraðili á suðaustur hluta Spánar • Kaupendur eiga bein viðskipti við íslenskan starfsmann „San José“ • Sýnum lifandi myndir af húsum á öllum byggingarstigum • Frí 3ja daga ferð til Spánar fyrir kaupendur Fiskislóð 57-59 • Reykjavík sími 562 2950 • fax 562 3760 MIKLAR breytingar urðu á starf- semi Pharmaco hf. á árinu 2000 með samruna þess við búlgarska lyfjaframleiðslufyrirtækið Balkan- pharma og sagði fráfarandi stjórn- arformaður, Kristinn R. Gunnars- son, á aðalfundi félagsins í gær að í raun væri um alveg nýtt og gjör- breytt félag að ræða frá því sem áður var. Gert er ráð fyrir því að vöxtur Pharmaco í Búlgaríu verði um 20-25% á ári næstu þrjú árin en að vöxturinn á Íslandi verði 10-12% á ári á sama tímabili. Kristinn sagði uppistöðuna í rekstri félagsins nú vera samheita- lyfjaframleiðslu og sölu um allan heim, þó mest í Mið- og Austur- Evrópu. „Það er augljóst að við samruna fyrirtækjanna urðu eldri hluthafar í Pharmaco minnihluta- eigendur í samstæðunni en með öfl- ugu nýju félagi eru vaxtarmögu- leikarnir gífurlegir og möguleikar hluthafanna til að sjá gengi bréfa sinna vaxa langtum meiri en áður var,“ sagði hann og benti á að gengi bréfa í Pharmaco hafi á árinu 2000 hækkað um 93% sem var hæsta ávöxtun fyrirtækja á markaði. Rúmir 2 milljarðar í uppbyggingu í ár Áætlað er að vöxtur Pharmaco á íslenskum markaði verði, að sögn Kristins, 10-12% á ári næstu þrjú árin en veltan á Íslandi nam á síð- asta ári rúmum 30% af heildarveltu félagsins. Vöxtur á útflutnings- mörkuðum Pharmaco er hins vegar áætlaður 20-25% á ári næstu þrjú árin. „Það sem gæti truflað þessar áætlanir er ókyrrð á stjórnmála- lega sviðinu. Í löndum í Austur- Evrópu getur inn- og útflutningur lyfja orðið fyrir töfum bæði í flutn- ingum og mikilli skriffinnsku í kerfinu.“ Pharmaco gerir ráð fyrir 13.000 milljóna króna veltu á núlíðandi ári og um 1.300 milljóna króna hagn- aði, að því er fram kom í máli Kristins. Á árinu verður farið út í 10 milljóna dollara, þ.e. um 900 milljóna króna, fjárfestingu í bygg- ingu nýrrar töfluverksmiðju í Dupnitsa og á sú verksmiðja að verða tilbúin um mitt ár 2002. Þá er áætlað að verja um 14 milljónum dollara, eða um 1.300 milljónum króna, til ýmiss konar uppbygging- ar í starfandi verksmiðjum Pharm- aco. Hlutabréf í öðrum félögum til sölu Kristinn gerði að umtalsefni sölu hluta Pharmaco á sl. ári í öðrum félögum og sagði það hafa verið gert í kjölfar ákvörðunarinnar um samrunann við Balkanpharma. Þannig hafi hlutafé í Opnum kerf- um og RJC matvörum verið selt auk hlutar í Delta. Nú væri einnig verið að kanna möguleika á að selja hlut Pharmaco í Íslenskum mat- vælum ef rétt verð fengist eða möguleiki á samruna skapaðist við við annað heppilegt fyrirtæki. „Hlutabréf í óskyldum rekstri má búast við að verði losuð eftir því sem þörf er fyrir slíkt og álitleg verð eru í boði.“ Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco, sagði flest varðandi samrunann við Balkanpharma hafa gengið betur en vænst hafði verið. Hann tæpti á helstu áhersluatrið- um í rekstri Balkanpharma á árinu 2001. Innanlands yrði stefnt að því að viðhalda sölumagni fyrirtækis- ins þrátt fyrir miklar verðhækk- anir. Þá yrði útflutningur Balkan- pharma aukinn og lögð þyngri áhersla á markaðsmál, s.s. að vinna að uppbyggingu markaða í fyrrum Sovétríkjunum. Ný stjórn var kjörin á fundinum og hana sitja Björgólfur Thor Björgólfsson formaður, Björgólfur Guðmundsson, Friðrik Sophusson, Peter Terziev og Kristinn R. Gunn- arsson. Mikill vöxtur í Búlg- aríu á næstu árum Pharmaco er að kanna möguleika á að selja hlut sinn í Íslenskum mat- vælum, fáist rétt verð eða ef möguleiki skapast á samruna. Gengi bréfa í Pharmaco hækkaði um 93% á árinu 2000 KRINGLAN hefur hlotið alþjóðleg verð- laun fyrir bestu út- færslu á stækkun og endurgerð verslunar- miðstöðvar í Evrópu á árinu 2000. Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, fram- kvæmdastjóra Þyrp- ingar hf., þykja verðlaun ICSC eftir- sóknarverð innan hins alþjóðlega viðskipta- samfélags en gildi þeirra felst fyrst og fremst í alþjóðlega við- urkenndu gæðamati. „ICSC er alþjóðlegt fagráð og einu alþjóðasamtök þeirra hagsmunaaðila sem tengjast versl- unarmiðstöðvum. Höfuðstöðvar ráðsins eru í New York en aðild að þeim eiga um 39 þúsund aðilar frá tæplega áttatíu löndum, þó aðallega Bandaríkjunum, Kanada og Evr- ópu.“ Ragnar segir að í verðlaunum ICSC felist ekki einvörðungu viður- kenning fyrir Kringluna sem versl- unarmiðstöðvar á heimsmælikvarða heldur einnig fyrir Reykjavík sem vaxandi miðstöð verslunar og við- skipta í alþjóðlegu samhengi. Aðspurður segir Ragnar að sem dæmi um ávinning fyrir sigurvegara keppninnar megi nefna að samning- ar við eftirsótt vöru- merki verði þeim auð- sóttari. „Fyrir jafn- smátt markaðssvæði og Ísland er það sér- stakur ávinningur. Er- lendir aðilar hafa nú þegar boðað komu sína til þess að skoða.“ Ragnar segir að á síðasta ári hafi um 110.000 manns sótt Kringluna heim í hverri viku. „Við erum mjög metnaðgjörn fyr- ir hönd Þyrpingar og stefnum að því að fyr- irtækið vaxi um 15 til 16% á ári. Það er ákveðin þróun að eiga sér stað hér á Íslandi þótt hún hafi farið hægt af stað. Stjórnendur fyrirtækja eru að gera sér betur grein fyrir því að fast- eignir eru bara hluti af rekstri fyr- irtækja; fé er takmörkuð auðlind og menn sjá að það getur verið skyn- samlegt að verja þeim frekar í lyk- ilstarfsemi sína, og fela sérhæfðu fasteigna fyrirtæki eins og Þyrpingu um rekstur fasteigna sinna. Þetta er vel þekkt erlendis en þessi hugsun er nokkuð ný á Íslandi.“ Ragnar segir að Þyrping reki nú fasteignir sem telji 113.000 fermetra, þar á meðal megi nefna Hótel Esju og Hótel Loftleiði, Holtagarða, Spöngina, Eiðistorg og Kringluna.“ Ragnar Atli Guðmundsson Kringlan fær verðlaun ICSC SAMVINNUFERÐIR–Landsýn hf. voru reknar með 306 milljóna króna tapi á síðastliðnu ári og sagði í til- kynningu félagsins til VÞÍ í gær að sú niðurstaða væri algjörlega óvið- unandi. Hins vegar hafi verið ljóst eftir sex mánaða uppgjör félagsins í fyrra hvert stefndi og nú hefur starf- semin verið aðlöguð að 35% sam- drætti í sætaframboði. Starfsfólki hefur verið fækkað um 25% og samn- ingar við helstu birgja endurskoðað- ir ásamt því sem ýmsir verkferlar hafa verið endurskoðaðir. Þá hefur rekstur Samvinnuferða–Landsýnar og Ferðaskrifstofu stúdenta verið sameinaður undir einu þaki. Ákveðið var í desember að færa hlutafé félagsins niður um 40%, eða um 80 milljónir króna til jöfnunar taps og auka í kjölfarið hlutafé félagsins um 350 milljónir króna að nafn- og söluverði. Tekið er tillit til hlutafjáraukningarinnar í uppgjöri ársins. „Það er mat stjórnenda Sam- vinnuferða–Landsýnar að þær að- gerðir sem gripið hefur verið til muni gera félaginu kleift að snúa rekstr- inum til betri vegar,“ segir í tilkynn- ingunni. „Bókanir í ferðir á vegum félagsins á árinu 2001 fara ágætlega af stað. Það er hins vegar ljóst að öll frávik frá áætluðum rekstrartekjum hafa bein áhrif á rekstrarniðurstöð- una, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar, þar sem kostnaður í flugi og gistingu er tiltölulega fastur.“ Þrátt fyrir slaka afkomu reyndist eiginfjárhlutfall félagsins 20,3% í árslok 2000. Hins vegar var veltufé frá rekstri neikvætt um 401 milljón króna á árinu og gengistap félagsins nam rúmum 50 milljónum króna. Þá voru viðskiptakröfur félagsins færð- ar niður um 18 milljónir króna á árinu. Aðalfundur Samvinnuferða– Landsýnar hf. verður haldinn 26. apríl nk. Rúmlega 300 m.kr. tap hjá SL               $%              &%                          !        "        #   ! $   "  $         - 0)( ) +1+  )( 1-)  1(+ 41) -+/,  )+0 1 -1+  4(+1 01 -+)3 +. 1-+ )&,%/ )&,(-  ). /  + -   )*. ,%%  7', '' .-0/1 '0' '-%   #  '&)*(1 #  #     #   #        ! "  ! "  ! "        )1 1-  )1 1- ##          
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.