Morgunblaðið - 31.03.2001, Side 2

Morgunblaðið - 31.03.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMargrét Ólafsdóttir til Bandaríkjanna?/B3 Boris Bjarni hættur með Eyjamenn/B4 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Íslandssíma, „Tæknin skiptir máli“. Blaðinu verður dreift á höfuðborg- arsvæðið. VERÐ á papriku hefur lækkað mik- ið síðustu tvo dagana og í gær mátti víða fá græna papriku á innan við 300 kr. Innkaupsverðið á paprikunni er hins vegar um 600 kr. þannig að verslunin er að gefa mikið með vör- unni. Bónus lækkaði verðið niður í 289 kr. eftir að Fjarðarkaup bauð papriku á 295 kr. Krónan bauð papriku á 349 kr. þegar síðast frétt- ist og Nettó seldi paprikuna í gær á 299 kr. Kaupmenn eru afar óánægðir með yfirlýsingar Guðna Ágústsson- ar landbúnaðarráðherra í Morgun- blaðinu í gær, en ráðherra hélt því fram að verðmyndun á grænni papr- iku væri óeðlileg þar sem aðeins 10% smásöluverðsins væru vegna tolla en 84–85% verðsins væru á ábyrgð innflytjenda eða smásalans. Kaupmenn mótmæla þessum töl- um harðlega. Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir þessar tölur fráleitar. Ráðherra virðist miða sína útreikninga við verð á spænskri papriku sem sé afar léleg vara og nánast ekki fáanleg á íslenska markaðnum. Hann segir nær fyrir ráðherra að ganga í það verkefni að lækka tolla á grænmeti og stuðla þannig að heilbrigðri verð- myndun á grænmeti. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, er ekki síður undrandi á orðum ráðherra. Hann segist hafa rætt við Guðna fyrr í þessum mánuði og sagt honum að nú væri tækifæri til að beita skynseminni og halda lágum tollum á grænmeti neytendum og öllum almenningi til hagsbóta. Einar Þór Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Ávaxtahússins, sagði að menn yrðu að hafa í huga að paprika væri afar viðkvæm vara og verð hennar væri mjög breytilegt frá einum degi til annars. Hann sagði að verð á grænni papriku hefði t.d. lækkað um 27% í Hollandi frá því að Ávaxtahúsið gerði þar síðast innkaup. Kaupmenn bjóða papriku á 300 kónur  Segja að málflutningur/42–43 Verðstríð á grænmetismarkaði í kjölfar yfirlýsinga um verðmyndun á papriku LIÐ Menntaskólans í Reykjavík, MR, vann nauman sigur í æsi- spennandi viðureign gegn Borg- arholtsskóla í úrslitum spurn- ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í beinni útsendingu Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þetta var níunda árið í röð sem MR sigrar í Gettu betur og á tímabili leit út fyrir að nýir sigurvegarar yrðu krýndir. Borgarholtsskóli fékk fullt hús stiga, eða sex, í tveimur vísbend- ingaspurningum undir lokin og tókst að jafna metin við MR, 34- 34. Í fyrsta sinn í úrslitum keppn- innar þurfti að grípa til bráða- bana þar sem það lið sigraði sem fyrst svaraði tveimur spurn- ingum. Það var ekki fyrr en í fimmtu spurningu sem úrslitin réðust og MR sigraði með 37 stig- um gegn 36 stigum Borgarholts- skóla sem var að taka þátt í úr- slitum Gettu betur í fyrsta sinn. Þarna áttust einnig við elsti og yngsti framhaldsskóli landsins. Ljóst er að MR mætir með nýtt lið næsta vetur því liðsmennirnir þrír; Svanur, Hjalti og Sverrir, stefna að útskrift í vor. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Liðsmenn MR, þeir Svanur Pétursson, Hjalti Snær Ægisson og Sverrir Teitsson, fögnuðu gríðarlega þegar sigur var í höfn. Naumur sigur MR í Gettu betur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hittir Jacques Chirac, forseta Frakklands, í París mánudag- inn 9. apríl næst- komandi á leið sinni til höfuð- stöðva Evrópu- sambandsins, ESB, í Brussel. Ekki er um opinbera heimsókn að ræða. Davíð mun auk Evrópu- og varnarmála ræða tvíhliða mál landanna við Frakklandsforseta. Evrópumálin á dagskrá Daginn eftir, 10. apríl, á for- sætisráðherra fund með Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórn- ar ESB, og líklega mun hann einn- ig hitta Javier Solana, æðsta tals- mann utanríkis- og varnarmála hjá ESB og fyrrum framkvæmda- stjóra NATO. Þar verða Evrópu- málin á dagskrá, þróun EES-sam- starfsins og varnar- og öryggis- mál. Davíð Oddsson til Parísar og Brussel Hittir Chirac og ráðamenn ESB Davíð Oddsson STJÓRN Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. hefur ákveðið að setja hið þekkta aflaskip Guðrúnu Þor- kelsdóttur SU á sölulista. Skipið selst án aflamarks, að öðru leyti en því að réttindi til veiða á norsk- íslenska síldarstofninum fylgja með. Að sögn Elfars Aðalsteinssonar forstjóra hyggst félagið með söl- unni ná fram frekari samhæfingu í veiðum og vinnslu. Fyrirtækið eigi fyrir tvö öflug nótaveiðiskip, Hólmaborg SU og Jón Kjartansson SU, og telji að þau geti fullvel veitt þær heimildir sem fyrirtækið hafi yfir að ráða í uppsjávarfiski. „Skip- ið hefur verið lengi í eigu fyrirtæk- isins og þjónað því vel. Hins vegar hafa hin skipin okkar verið lengd, sett í þau aflmiklar aðalvélar og þau því bæði öflug nótaskip. Það er því ekki lengur þörf á því að gera út þrjú nótaskip,“ segir Elfar. Skipverjum á Guðrúnu Þorkels- dóttur SU var sagt upp störfum fyrr á árinu. Aflaskip sett á sölulista ÞRÍR bílar rákust saman á mótum Hvanneyrarvegar og Vesturlandsvegar á þjóðvegi eitt, skammt norðan Borgar- ness, um hálfsjöleytið í gær- kvöldi. Tveir bílanna voru á suð- urleið eftir Vesturlandsvegi og ætlaði sá fremri að beygja til vinstri inn á Hvanneyr- arveg þegar aftari bíllinn skall aftan á hann og kastaði honum í veg fyrir bíl sem var á norðurleið. Tveir farþegar voru í hverj- um bíl og sakaði þá ekki, að undanskildum einum öku- manni sem fór til skoðunar á heilsugæslustöðina í Borgar- nesi. Ökutækin skemmdust töluvert og varð að flytja þau öll af vettvangi með kranabíl. Þriggja bíla árekstur á þjóðvegi eitt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.