Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 1
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Brimið gekk yfir Svanborgu SH í gærkvöld þar sem báturinn lá skorðaður í klettunum nálægt Skálasnagavita á Snæfellsnesi.
Samkvæmt upplýsingum Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar var
veður mjög vont á þessum slóðum,
suðsuðvestan 20 til 25 metrar á
sekúndu, slydduél og lítið skyggni.
Voru aðstæður til björgunar mjög
erfiðar og mikið brim við strönd-
ina.
Neyðarkall barst frá bátnum kl.
17.46 um að hann ætti í vandræð-
um vegna bilunar í vél og ræki upp
undir kletta á Öndverðarnesi, vest-
ast á Snæfellsnesi. Nærstödd skip
reyndu þegar í stað að nálgast bát-
inn en urðu frá að hverfa vegna
veðurs og hversu nálægt strönd-
inni báturinn var.
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, var einnig send á slysstað
en varð frá að hverfa vegna bil-
unar í sjálfstýringu er hún var
komin í grennd við Snæfellsnes.
Björgunarskipið Björg frá Rifi fór
einnig á vettvang en komst ekki að
bátnum sökum veðurs.
Skorðaðist í stórgrýti 10–20
metra út frá klettabeltinu
Björgunarsveitir af öllu Snæ-
fellsnesi voru kallaðar út og
sjúkrabílar og læknir sendir á
vettvang. Erfitt var að komast á
slysstað og þurftu björgunarsveit-
armenn að fara fótgangandi yfir
hraungrýti síðustu tvo kílómetrana
fram á bjargbrúnina en komust
ekki niður að bátnum sem þá hafði
rekið upp að klettabeltinu og
skorðast í stórgrýti um 10 til 20
metra út af bjarginu.
TF-SIF, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, var komin til leitar og
björgunaraðgerða upp úr kl. 21 og
tvær þyrlur frá varnarliðinu. Um
klukkan 23 í gærkvöld hafði björg-
unarmönnum tekist að komast nið-
ur á klettasyllu í fjörunni en kom-
ust ekki út í bátinn vegna veðurs
og aðstæðna á slysstað.
Alls tóku um 70 björgunarsveit-
armenn þátt í björgunaraðgerðum
og seint í gærkvöld stóð yfir flutn-
ingur fleiri björgunarsveitarmanna
af Vesturlandi sem ætluðu að taka
þátt í leitinni í nótt. Veður hafði þá
nokkuð tekið að lægja. Reiknað
var með að þyrlurnar hættu leit
um miðnætti. Mjög slitrótt fjar-
skiptasamband var á slysstað í
gær sem jók á erfiðleika við
björgunaraðgerðir en unnið var að
því í gærkvöld að koma upp
endurvörpum til að bæta sam-
bandið.
Þyrla bjargaði einum manni þegar bátur fórst við Snæfellsnes í gærkvöld
Þriggja sjómanna af
Svanborgu SH er saknað
Morgunblaðið/Hafþór
Svanborg SH 404 frá Ólafsvík er
30 brúttólesta stálskip, smíðað í
Hafnarfirði árið 1999.
EINUM manni var bjargað en
þriggja er enn saknað af Svan-
borgu SH 404, 30 tonna vélskipi
frá Ólafsvík, sem rak vegna vél-
arbilunar upp að klettóttri
strönd og strandaði skammt
sunnan við Skálasnagavita á
Snæfellsnesi í vonskuveðri í
gærkvöld. Manninum var bjarg-
að um borð í þyrlu varnarliðsins
um kl. 21.30 í gærkvöld, en þá
tókst að hífa manninn upp úr
bátnum og var hann fluttur í
heilsugæslustöðina í Ólafsvík.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Ólafsvík var maður-
inn tiltölulega vel á sig kominn.
Leit að mönnunum þremur sem
saknað er stóð enn yfir þegar
Morgunblaðið fór í prentun.
Erfiðar aðstæður/6
282. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 8. DESEMBER 2001
„STJÓRN talibana er fallin. Afganar
eru lausir við hana,“ sagði Hamid
Karzai, leiðtogi nýrrar bráðabirgða-
stjórnar í Afganistan, er talibanar í
Kandahar höfðu ýmist gefist upp eða
flúið borgina. Ekki var vitað hvar
Mohammed Omar, leiðtogi talibana,
var niðurkominn en hans og Osama
bin Ladens, leiðtoga al-Qaeda, er
ákaft leitað.
Karzai sagði, að Omar hefði fengið
tækifæri til að fordæma hryðjuverk
en ekki nýtt það og því yrði hann
handtekinn og leiddur fyrir rétt.
Kvaðst hann ekki vita hvar hann
væri, en hann og pakistanska leyni-
þjónustan telja líklegast, að hann
hafi reynt að flýja til fjalla í Zabul-
héraði, norðaustur af Kandahar.
Bandarískir hermenn börðust í gær
við talibana á flótta og var reynt að
hindra þá í að komast undan.
Harðir bardagar voru við hellana í
Tora Bora þar sem talið er, að bin
Laden haldi sig. Höfðu andstæðing-
ar talibana náð á sitt vald nokkrum
hellum en sögðu, að liðsmenn bin
Ladens hefðu verið búnir að færa sig
ofar í fjöllin með fjölskyldur sínar.
Bandaríkjamenn héldu uppi loft-
árásum á hellasvæðið en ólíklegt
þykir, að bin Laden hafi komist yfir
til Pakistans þar sem öll fjallaskörð
eru ófær vegna snjóa. Bandarískir
hermenn fóru í gær um borð í kaup-
skip á Arabíuflóa en þeir leita alls að
23 skipum, sem bandarískar og
norskar leyniþjónustuheimildir
segja, að bin Laden eigi eða séu á
hans vegum.
Stjórn talibana í Afganistan fallin
Omars og bin
Ladens leitað
Bin Laden/26
Washington, Kabúl. AP, AFP.