Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 15

Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 15
ÞAÐ ríkti sönn jólastemmning fyrir utan og inni í Grímskjöri „verslunarmiðstöð“ Grímseyinga þegar ljós voru tendruð á mynd- arlegu jólatré við verslunina. Guðrún kaupmaður og Brynjólfur hennar maður buðu íbúum upp á kaffi, gos, konfekt og smákökur í jólaskreyttri búðinni sem er eins árs um þessar mundir. Skóla- börnin mættu öll með jólasveina- húfur og sungu undir stjórn skólastjórans Dónalds Jóhann- essonar um Snæfinn snjókarl, Meiri snjó, Jólin koma og Jóla- sveinninn kemur í kvöld, við góð- ar undirtektir viðstaddra. Ánægjulegt var að um 75% eyj- arbúa tóku þátt í „miðbæj- arskemmtuninni“. Grímseyingar kveikja á jólatré Grímseyingar fjölmenntu þegar kveikt var á jólatrénu við Grímskjör. Grímsey AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 15 Handmálaðir englar sími 462 2900 Blómin í bænum Akureyri - skrifstofuhúsnæði óskast Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu u.þ.b. 150-160 fm skrifstofuhúsnæði á Akureyri. Gott aðgengi áskilið. Tilboð er greini ástand, staðsetningu, bílastæði, leigu- verð og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli 150 - Reykjavík, fyrir 19. desember nk. Fjármálaráðuneytið 4. desember 2001. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Sunnudagaskóli kl. 11, fyrst í kirkju en síðan í Safnaðarheim- ili. Bíóferð hjá Æskulýðsfélagi Akureyrar- kirkju kl. 17.30. Aðventukvöld í Akureyr- arkirkju kl. 20.30. Barna- og unglingakórar Akureyrarkirkju flytja helgileikinn „Hljóðu jólaklukkurnar“ undir stjórn Sveins Arnar Sæmundssonar. Björn Steinar Sólbergs- son verður við orgelið og lesari er Hildur Þóra Franklín. Ræðumaður verður Jón Björnsson, fyrrum félagsmálastjóri, Sól- björg Björnsdóttir syngur einsöng, Félagar í Æskulýðsfélagi kirkjunnar verða með tón- listaratriði. Sjálfshjálparhópur foreldra kl. 20.30 á mánudagskvöld í Safnaðarheim- ili. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag Mömmumorgunn kl. 10–12 á miðvikudag. „Börnin gera jólakort. TTT-starf kl. 17–18 í Safnaðarheimili. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prestanna. Eftir stundina er hægt að kaupa léttan hádegisverð. GLERÁRKIRKJA: Messa og barnasam- vera kl. 11 á morgun, sunnudag. Sameig- inlegt upphaf. Kór Háskólans á Akureyri syngur, stjórnandi og organisti er Sveinn Arnar Sæmundsson. Aðventukvöld kl. 20.30 um kvöldið. Ræðumaður er sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor. Margrét Bóasdóttir syngur einsöng. Barnakór Gler- árkirkju syngur, stjórnandi og organisti er Hjörtur Steinbergsson. Athöfninni lýkur með ljósaathöfn fermingarbarna. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðviku- dag, orgelleikur, helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttar veitingar á eftir. Opið hús fyrir mæður og börn kl. 10 til 12 á fimmtudag. Aðventusamvera eldri borgara kl. 15 á fimmtudag. Gestur samverunnar verður sr. Pétur Þórarinsson prófastur. Fé- lagar úr Kór Glerárkirkju syngja, helgistund og veitingar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, bænastund kl. 19.30 og sameiginleg samkoma með KFUM og K og Sjónarhæðarsöfnuði kl. 20. Ræðumaður Bjarni Guðleifsson. Heimilasamband kl. 15 á mánudag, Örkin kl. 17. Biblíufræðsla kl. 19 á þriðjudag. Mannakorn kl. 17.30 á miðvikudag. Krakkaklúbbur kl. 17 á fimmtudag. Unglingasamkoma kl. 20.30 um kvöldið. Flóamarkaður frá kl. 10 til 18 á föstudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 á laugardag. Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar kl. 11.30. Vakningarsamkoma kl. 16.30 þar sem Snorri Óskarsson predik- ar. Lofgjörðartónlist, fyrirbænaþjónusta og barnapössun. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudaga- skóli kl. 11 í Stærra-Árskógskirkju. Að- ventukvöld kl. 20 um kvöldið. Helgistund í Hríseyjarkirkju kl. 18 í dag, laugardag, kveikt verður á leiðalýsingunni í Kirkju- garði Hríseyjar. Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun í kirkjunni. KFUM og K: Sameinginleg samkoma á Hjálpræðishernum kl. 20 í kvöld. Jólafund- ur í yngri deild kl. 17 á mánudag. MÖÐRUVELLIR: Aðventukvöld verður í Glæsibæjarkirkju sunnudagskvöld 9. des- ember kl. 20:30. Kirkjukór Möðruvalla- klaustursprestakalls syngur aðventulög. Börn syngja Lúsíu. Fermingarbörn lesa helgileik. Jón Oddgeir Guðmundsson flytur hátíðarræðu. Mikill almennur söngur. Helgistund í umsjá sóknarprests. FRAMKVÆMDAMIÐSTÖÐ Ak- ureyrar hefur formlega tekið til starfa, en hún varð til við samruna gatnadeildar og umhverfisdeildar. Starfsmenn deildanna sameinuðu þær með táknrænum hætti er þeir fluttu frá fyrri stöðvum sínum og að hinni nýju Framkvæmdamiðstöð sem er við Rangárvelli. Húsakynni þar eru rúm, um 1900 fermetrar að stærð og skiptast í skrifstofur, starfsmanna- rými, lager, verkstæði, tækja- og efnisgeymslur. Þar er einnig sér- útbúin dýrageymsla. Útisvæðið er um 5.000 fermetrar að stærð og þá hafa starfsmenn miðstöðvarinnar aðgang að mötuneyti nágranna sinna hjá Norðurorku. Starfsað- staða batnar þannig til mikilla muna. Alls starfa um 60 manns hjá Framkvæmdamiðstöðinni, en fjöldi starfsmanna er breytilegur eftir árstíma, þannig bætast um 60–70 verkamenn við yfir sumarmánuðina auk unglinga í unglingavinnunni. Helstu verkefni Framkvæmda- miðstöðvarinnar eru viðhald og hirðing grænna svæða og garða bæjarins, umsjón með unglinga- vinnu, viðhald gatna og umferð- armannvirkja, umsjón með búfjár- haldi og gæludýraeftirliti, sorp- hirða, snjómokstur, hálkueyðing og gatnahreinsun, rekstur fráveitu- kerfa, meindýraeyðing, jólaskreyt- ingar og umsjón með leiksvæðum bæjarins. Þá sér miðstöðin um rekstur ræktunarstöðvar, lysti- garðs, malbikunarstöðvar og mal- arnáms. Morgunblaðið/Kristján Starfsmenn hjá gatna- og umhverfisdeild Akureyrarbæjar kvöddu sína gömlu vinnustaði og komu saman á nýjum sameiginlegum vinnustað, Framkvæmdamiðstöð Akureyrar, sem er við Rangárvelli. Framkvæmdamið- stöð tekin til starfa JÓLAVERSLUN á Akureyri er rétt að komast í gang og ekki er annað að heyra á verslunarmönn- um en að þeir séu nokkuð bjart- sýnir á mikla verslun fyrir þessi jól. Í dag, laugardag, hefst nýtt kreditkortatímabil og það hefur vafalaust nokkuð að segja. Ragnar Sverrisson kaupmaður í JMJ og formaður Kaupmanna- félags Akureyrar rekur verslanir bæði í miðbænum og á Gler- ártorgi og hann sagði að jóla- verslunin væri ekki komin í fullan gang. Hins vegar hafi verið tölu- vert að gera um helgar og mikið af utanbæjarfólki á ferðinni og hann gerir ráð fyrir að jólaversl- unin komist í fullan gang um þessa helgi. Ragnar sagðist gera ráð fyrir svipaðri jólaverslun og undanfarin ár og ekki minni. Pálmi Stefánsson kaupmaður í Tónabúðinni í verslunarmiðstöð- inni Sunnuhlíð sagði að eiginleg jólaverslun færi ekki af stað fyrr en eftir 10. desember, það segði sér reynsla síðustu 35 ára. Pálmi sagðist bjartsýnn á góða jólaversl- un, þótt víða væri sultarhljóð og þá aðallega í fjölmiðlum og hann taldi menn kannski gera heldur mikið úr því ástandi. Orri Stefánsson hjá versluninni Toppmenn og Sport í Skipagötu sagði að jólaverslunin væri að komast í gang og hann gerði ráð fyrir að töluvert gæti verið um að vera um helgina. Það réðist þó m.a. af veðri og færð. Orri var líkt og aðrir bjartsýnn á góða verslun en vissulega væri mikið eftir enn. Jólaversl- un að kom- ast í fullan gang Morgunblaðið/Kristján Jólaverslun er að komast í fullan gang en margir eru þó þegar farnir að líta í kringum sig eftir einhverju spennandi. STJÓRN handknattleiksdeildar KA hefur ákveðið að una niður- stöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli félagsins gegn dönsk- um leikmanni, Bo Stage, sem lék með félaginu fyrir um tveimur ár- um og verður dóminum því ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Árni Þór Freysteinsson formað- ur handknattleiksdeildar KA sagði að það hefði verið mat manna að una niðurstöðunni. Eins og fram hefur komið var KA dæmt til að greiða danska leikmanninum laun fyrir febrúar í fyrra, sem hann taldi sig eiga inni og gerði kröfu um. Mánaðarlaun Danans voru 31.000 danskar krónur, um 400.000 íslenskar krónur á núvirði en að auki var félagið dæmt til að greiða dráttarvexti frá mars í fyrra og 180.000 krónur í málskostnað. Áð- urnefnd upphæð í dómi héraðs- dóms var lækkuð um 18.000 ís- lenskar krónur þar sem leikmaðurinn hefði ekki skilað úlpu sem hann fékk að láni á samningstímanum. Laun í hærri kantinum Laun danska leikmannsins verða að teljast í hærri kantinum í ís- lenskum handknattleik og í raun boltaíþróttum hérlendis yfirleitt. Aðspurður hvort launatölur í lík- ingu við þetta væru enn í gangi hjá KA sagði Árni Þór að það væri langur vegur frá. Hann sagði að um trúnaðarupplýsingar væri að ræða „en það eru engar tölur í lík- ingu við þetta í gangi – ekki hjá einum einasta leikmanni. Enda er fjárhagsstaðan hjá okkur mjög erfið eins og hjá öðrum.“ KA unir niður- stöðu héraðsdóms Fyrirlestur um skap- andi starf ARNA Valsdóttir lektor við kennaradeild Háskólans á Ak- ureyri flytur fyrirlestur í stofu L-203 í húsakynnum skólans við Sólborg á mánudag, 10. des- ember kl. 16. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Reggio Emilia, Skapandi starf sem leiðir til náms. Hugmyndafræði Reggio Emilia er kennd við samnefnda borg á Ítalíu, en það eru leik- urinn, skapandi hugsun og starf markvisst notuð sem leið til náms.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.