Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TIL eru þeir tónlistamenn hér heima sem leggja meiri áherslu á sannfærandi samsetningu efnis á geislaplötur sínar en stundarhags- muni með tilviljanakenndu efnisvali sem ætlað er fyrst og fremst að falla sem flestum í geð og selja vel. Þau Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil tilheyra tvímælalaust fyrri hópnum. Hér hefur efnisvalið greinilega verið ígrundað vandlega þannig að heildarmyndin á útgáfunni verði sannfærandi. Og ekki hefur breiði vegurinn verið valinn. Hér er að mestum hluta á ferðinni tónlist þar sem fjallað er um alvöru lífsins og dauðann. Það er ekki fyrr en með Haugtussa-söngvum Griegs að brúnin léttist á tónlistinni og er það vel til fallið að ljúka efnisskránni á ögn glaðlegri nótum. Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil hafa hér sett saman heildstætt prógramm ljóðasöngs- laga eftir fjóra af mestu tónjöfrum þessa forms á 19. öld. Eftir Franz Schubert og Hugo Wolf flytja þau Mignon-söngvana fjóra við sömu ljóð Goethes úr Wilhelm Meisters Lehr- jahre. Fróðlegt er að bera saman efnistök tónskáldanna beggja í þess- ari nýju hljóðritun. Sameiginlegt fyrir þá Schubert og Wolf er trú- verðug nálgun við efnið: sorgin og þráin er þarna rauði þráðurinn. Ein- manaleikinn hjá Schubert er óend- anlega átakanlegur í undurfagurri tónlist hans en Wolf tjáir harminn á rómantískari hátt sem á köflum jaðr- ar við „hysteríu“. Flutningur þeirra Rannveigar Fríðu og Gerrit Schuil á þessum margræðu söngvum er í senn trúverðugur, blæbrigðaríkur og innilegur. Söngva Maríu Stúart má að vissu leyti telja svanasöng Schumanns enda lagaflokkurinn það síðasta sem tónskáldið samdi í þessu formi. Geðheilsa Schumanns var þá mjög bágborin og ekki er laust við að það endurspeglist í þessum ein- kennilega djúpu en einföldu sönglög- um sem eru svo myrk og svo óra- langt frá hinum leiftrandi, melódíska Schumann sem menn þekkja svo vel. Þetta eru vafalaust ákaflega vanda- söm lög í flutningi, en á hann ber engan skugga hér enda virðast lista- mennirnir vera eitt með tónlistinni. Edvard Grieg var hinn ótvíræði meistari hins norræna sönglags. Hann var gæddur óvenjulegri melódískri náðargáfu og ekki síst mikill snillingur píanó- sins sem glöggt má heyra í fjölmörgum pí- anóverkum hans og frábærri píanóröddinni við sönglögin. Það er óneitanlega léttir að hverfa með þeim Rannveigu Fríðu og Gerrit Schuil inn í norsku sveitarómantíkina í Haugtussa op. 67 eftir Grieg. Hjal- andi lækir, bláberjalyng, ævintýrin og að sjálfsögðu ástin eru viðfangs- efni Griegs í þessum átta lögum sem eru við ljóð Arne Garborgs. Hér er rækilega skipt um gír og túlkunin geislar af hlýju og birtu. Gerrit Schuil sannar á þessari plötu, og það ekki hvað síst í Haugtussa, hvílíkur afburða píanó- leikari hann er, og hve vel hann sér til þess að jafnvægis sé gætt. Hann hefur einstakt lag á því að leyfa pí- anómeðleiknum að njóta sín án þess að það gangi út yfir söngröddina. Þeir Schubert, Schumann og Grieg voru óumdeildir meistarar píanósins og Gerrit Schuil gerir píanóröddinni hin bestu skil sem hugsast geta. Efsta stigið notar maður helst ekki í svona umfjöllun en kannski má snúa hlutunum við eins og í kaffi- auglýsingunni forðum: Er Rannveig Fríða Bragadóttir besta mezzó-sópr- ansöngkona á Íslandi? Takk fyrir góðan disk. Alvörugefin rómantík með glaðlegri endi TÓNLIST Geislaplötur Franz Schubert: Gesänge der Mignon D 877 og D 321: Heiß mich nicht reden, Nur wer die Sehnsucht kennt, So laßt mich scheinen, Kennst du das Land? Ro- bert Schumann: Gedichte der Königin Maria Stuart op. 135: Abschied von Frankreich, Nach der Geburt ihres Sohn- es, An die Königin Elisabeth, Abschied von der Welt, Gebet. Hugo Wolf: Mignon Lieder: Heiß mich nicht reden, Nur wer die Sehnsucht kennt, So laßt mich scheinen, Kennst du das Land? Edvard Grieg: Haugtussa op. 67: Det syng, Veslemøy, Blåbær-li, Møte, Elsk, Kill- ingdans, Vond dag, Ved gjætlebekken. Söngur: Rannveig Fríða Bragadóttir (mezzó-sópran). Meðleikur: Gerrit Schuil (píanó). Hljóðritunarvinna: Bjarni Rúnar Bjarnason, Hreinn Valdimarsson og Vig- fús Ingvarsson. Heildarlengd: 69’19. Út- gáfa: Edda – miðlun og útgáfa. Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil Rannveig Fríða Bragadóttir Gerrit Schuil Valdemar Pálsson ÞORGEIR J. Andrésson tenór- söngvari hefur gefið út geisladisk þar sem hann syngur íslensk ein- söngslög og fjórar óperuaríur eft- ir Richard Wagner. Meðleikari Þorgeirs á diskinum er Jónas Ingimundarson. „Maður hugleiðir þetta lengi með sjálfum sér hvort maður eigi að gera þetta eða ekki,“ segir Þorgeir, „það fer mestur tíminn í það; – ég held að það hafi farið nokkur ár í það hjá mér, en svo ákvað ég fyrir rúmu ári að láta verða af þessu. Ég hafði þá sam- band við góða menn til að vera með mér í þessu, þá fyrst og fremst píanóleikarann, Jónas Ingi- mundarson; – ég réðst þar á garð- inn þar sem hann er hæstur; – en Jónas tók mjög vel í þetta, og svo fékk ég upptökumann, Halldór Víkingsson; – og svo þarf maður auðvitað að láta gera bækling, og þar fékk ég Trausta Jónsson veð- urfræðing til að skrifa, en Trausti þekkir mjög vel til íslenskrar tón- listar; – þekkir höfundana og sögu þeirra. Ég fékk svo Reyni Axelsson til að skrifa fyrir mig um aríurnar. Hann skrifaði um söguþráðinn í Hollendingnum fljúgandi og Lohengrin og þýddi svo aríurnar orð fyrir orð á ís- lensku. Ég hef nú sagt við gár- ungana í kringum mig að ef þeim líkar ekki söngurinn, þá geti þeir hent diskinum og átt bókina, því hún er talsverð bókmennt. Svo varð ég auðvitað að velja lög sem pössuðu mér; – lög sem ég hef annaðhvort sungið sjálfur eða lög sem ég hef heyrt aðra syngja og kannski sagt við sjálfan mig: Mik- ið ansans ári væri nú gaman að glíma við þetta sjálfur. Ekki það að mér hafi ekki þótt nógu vel gert hjá kollegum mínum, heldur langaði mig bara til að glíma við það líka. Flest lögin eru í þeim dúr sem ég taldi að myndi passa mér. Þetta er nú frekar í þyngri kantinum, ekki mikið um ship- ohoj-lög eðs sjúddírarírei, – þetta er frekar dramatískt, – sem er nú skrítið, því ég er ekki mjög dramatískur svona dags daglega, – en þegar kemur að söngnum er eins og það henti mér betur.“ ÞÞorgeir segist ekki vera að brjóta blað í íslenskri tónlist- arsögu; – allir höfundarnir séu löngu látnir; – bæði tónskáld og ljóðskáld. „Það má segja að þetta séu gömlu góðu lögin, sungin og leikin; – uppáhaldslögin mín og lög sem ég hef sungið allt frá barnæsku og höfðað til mín bæði lögin en ekki síður textarnir.“ Þorgeir fékk Reyni Axelsson til að búa ljóðin til prentunar, og lagði áherslu á að það yrðu allt frumútgáfur. „Einhverjir munu heyra eitthvað sem þeir telja sér- visku hjá mér, – en þá er bara verið að fylgja upprunalega text- anum.“ Þorgeir segir diskinn kjaftfullan af lögum. Þar eru standarðar eins og Vorgyðjan kemur, Í fjarlægð, Minning, Í dag er ég ríkur, Smalastúlkan, Fögur sem forðum, Sáuð þið hana systur mína, Draumalandið, Kveðja, Sprettur, Hamraborgin, Sjá dagar koma, Til skýsins, Mánaskin og Bikarinn, og auðvitað Áfram, sem diskurinn dregur nafn sitt af; en einnig minna þekkt lög, eins og Heyr mig, lát mig lífið finna eftir Inga T. Lárusson, Vinsamleg til- mæli eftir Ingibjörgu K. Sigurð- ardóttur, Kveðja eftir Emil Thor- oddsen, Hirðinginn eftir Karl O. Runólfsson og Til Unu eftir Sigfús Halldórsson. Aríurnar fjórar eru Atmest du nicht mit mir; In fern- em Land og Höchtes Vertraun úr Lohengrin og Willst jenes Tags úr Hollendingnum. Þorgeir segist sammála því að íslensku söngperlurnar eigi að vera til í flutningi sem flestra ís- lenskra söngvara; en segist þó fyrst og fremst hafa verið að „dókúmentera“ sjálfan sig. „Ég hef þó sungið talsvert inn á geisladiska; – ætli þeir séu ekki orðnir um tíu. Þar hef ég hins vegar verið að syngja með öðrum, eða einsöng með kórum og ekki ráðið ferðinni sjálfur; – en hér ræð ég ferðinni og lagavalið dreg- ur dám af því. Mér finnst gaman að geta haft þarna með lögin sem eru sjaldheyrð, það eru lög sem ég er mjög hrifinn af.“ Áfram, nýr geisladiskur Þorgeirs J. Andréssonar tenórs Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorgeir J. Andrésson tenórsöngvari. „Ansans ári væri nú gaman að glíma við þetta“ ÁSGEIR Ásgeirsson er ungur djassgítaristi sem útskrifaðist frá djassdeild Tónlistarskóla FÍH vorið 1999. Ég heyrði hann þar einhvern- tímann á nemendatónleikum og vakti athygli mína góð djasstilfinn- ing hans og stíll af ætt Wes Mont- gomerys. Síðustu tvo vetur nam hann við Tónlistarháskólann í Amst- erdam og nú er hann kominn heim og farinn að kenna í gamla skólanum sínum: Tónlistarskóla FÍH. Ég hef ekki heyrt í Ásgeiri síðan hann sneri frá hinu blauta Hollandi, en framfarirnar eru gleðilegar. Hann er undir miklum og góðum áhrifum frá Wes Montgomery, ein- um frumlegasta og magnaðasta gít- arleika sem djassinn hefur eignast. Wes notaði ekki gítarnögl og list- rænn hljómsláttur hans, áttundar- spil og ryþmísk spenna mótaði heila kynslóð djassgítarleikara. Hann lést árið 1968 aðeins 43ja ára gamall. Tveir fyrstu ópusar kvöldsins voru eftir Wes og heldur var tríóið bragð- dauft; eilítið vænkaðist hagur þess þó í ópus Sonny Rollins, Airegin, en fyrst kviknaði á perunni í meistara- verki Benny Golsons, Whisper not, sem Jón Páll hefur leitt að nýju til hásætis í íslenskum djassi. Þeir brugðu nokkuð frá frumútgáfunni og það gerðu þeir einnig í öðrum ópusi af efnisskrá djasssendiboða Art Blakeys: Moanin’ eftir Bobby Timm- ons. Þar var dregið úr gospelhljómn- um án þess að spilla áhrifamætti verksins. Brubeck, Ornette Coleman, Pat Metheney og Wes voru á dagskrá eftir hlé. Í Blues connotation eftir Ornette lék Agnar ævintýralegan af- straktsóló á orgelið og svo kynnti Ásgeir Lonley Woman. Það reyndist ekki vera verkið magnþrungna eftir Ornette Coleman heldur samnefnd ballaða Horace Silvers. Þar lék Ás- geir af sannri snilli. Hann sleppti nöglinni og mjúkur tónninn hæfði ballöðu Silvers firnavel. Túlkun lag- línunnar var tær og spuninn vel upp- byggður. Ekki var Agnar Már síðri í orgelsóló sínum og burstar Eriks Qviks og vinstri hönd Agnars héldu viðkvæmri sveiflunni lifandi. Það var við hæfi að ljúka tónleikunum á enn einum Wes-blúsnum og að þessu sinni var ekkert að sveiflunni. Góður endir á ljúfum tónleikum sem gefa góð fyrirheit um gítarleikarann Ás- geir Ásgeirsson þó að fullmargir ópusar féllu dauðir til jarðar þetta kvöld. En þegar tríóið tók flugið var það gert með mjúkum stæl. Tíðindalítið á Wes-víg- stöðvunum Vernharður Linnet DJASS Múlinn í Húsi Málarans Ásgeir Ásgeirsson gítar, Agnar Már Magnússon orgel og Erik Qvik trommur. Fimmtudagskvöldið 6.12. 2001. TRÍÓ ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR KÓR Hjalla- kirkju stendur fyrir aðventuhá- tíð í Hjallakirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Að þessu sinni hefur Kór- inn fengið til liðs við sig lista- mennina Ólaf Kjartan Sigurð- arson óperusöngvara sem syngur einn og einnig einsöng með kórnum í nokkrum lögum, Guðrúnu S. Birg- isdóttur flautuleikara ásamt Lenku Mátéová organista í Fella- og Hóla- kirkju. Söngstjóri kórsins er Jón Ólafur Sigurðsson. Séra Guðmundur Karl Brynjars- son les smásögu og annast annað talað mál. Aðventuhátíð í Hjallakirkju Ólafur Kjartan Sigurðarson BRÚÐUBÍLLINN er kominn út á myndbandi. Í kynningu segir m.a.: „Flest börn þekkja Brúðubílinn, enda hefur hann ferðast um í yfir 20 ár og glatt börn um allt land með heillandi og skemmtilegum leiksýningum. Fjöldi fyndinna per- sóna, skemmtileg lög og frábærar sögur eru aðalsmerki Brúðubíls- ins.“ Fimm myndir gerðar eftir sögum Astrid Lindgren eru endur- útgefnar: Ronja Ræningjadóttir, Bróðir minn Ljónshjarta, Emil í Kattholti, Börnin í Ólátagarði og Lína Langsokkur á ferð og flugi. Allar myndirnar eru með íslensku tali í leiklestri kunnra leikara. Útgefandi er Myndform ehf. Börn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.