Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 47

Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 47 eppni og að mjólkurbúin vörum,“ segir hann. Rannís-nefndarinnar telur að aðeins verði um eitt eða þessari grein að ræða á inn- ði innan fárra ára. gt að Danir, sem eru að markaði, séu með nánast öll undir einum hatti, þó að mörg. Þetta er auðvitað jólkuriðnaðurinn hér verð- r sér. Mér þætti það heldur mjólkuriðnaðurinn færðist rtæki og tel að íslenskir u ekki sáttir við það. En ng um bisness og framtíð- ni. framtíðarinnar ráði með mjólkurbúin ju kemur fram áhugi nýrra ast inn í mjólkuriðnaðinn. ð hagkvæmni í því fólgin ef vöruframleiðendur eignuð- æmu að samstarfi við sam- aðurinn á að vera mjög op- ð nýta þessi fyrirtæki sem u neytenda en ég vil leggja ændur framtíðarinnar ráði jólkurbúin. Við þurfum að líka í kjötinu. Bændurnir þurfa á sterkum úrvinnslufyrirtækjum að halda. Þeir eru ekki launamenn og það er lykillinn að þeirra afkomu að eiga sterkt afurðasölufyrirtæki. Þeir þurfa því að meta þessa stöðu upp á nýtt, í hvaða formi sem þær eru reknar, en skynsamlegast tel ég að um sé að ræða einhvers konar af- urðasölufélög í eigu bændanna, sem bera þannig enn frekar ábyrgð á afkomu sinni.“ Umsókn Nautgriparæktarfé- lagsins fallin um sjálfa sig – Afgerandi meirihluti kúabænda hafn- aði í atkvæðagreiðslu tilraunainnflutningi fósturvísa úr norskum kúm. Nautgripa- ræktarfélagið hefur hins vegar sótt um leyfi til að flytja inn erfðaefni úr norska kúakyninu en viðbrögð þín við úrslitum at- kvæðagreiðslunnar verða vart túlkuð öðru vísi en svo að þú afskrifir alveg þennan innflutning. Muntu hafna þessari um- sókn? ,,Mér finnst nánast að sú umsókn sé fallin um sjálfa sig. Samtök kúabænda lögðu mikið upp úr tíu ára varfærinni sam- anburðartilraun til þess að vinna sér tíma og skoða framtíðina en nú gerist það að 75% bænda hafna hugmyndum forystu- manna sinna um þessa tilraun. Þá rísa upp aðrir menn og stofna félag og segjast vera með 50 eða 100 fjós þar sem þeir ætli nán- ast að vera farnir að framleiða úr norskri kú eftir þrjú ár. Ég segi fyrir mig að mér finnst svar atvinnugreinarinnar mjög skýrt. Bændur hafna samanburðartil- rauninni og það hlýtur að vera sama nið- urstaðan og jafnvel ennþá harðari gagn- vart þeirri tilraun sem þetta nýja félag ætlar í. Ég lít því svo á að málið sé farið hjá garði eins og það stendur. Mér líst ekkert á, miðað við þá samstöðu sem mér finnst vera bæði af hálfu þéttbýlisins og þarf að vera á meðal bænda, ef menn ætla að halda áfram að berjast í þessari gryfju. Við eigum nánast allan okkar markað í dag og höfum heldur verið að styrkja okk- ur. Það er ekki gott gagnvart neytendum, sem hafa líka tekið ofurtrú á íslensku kúna, ef við ætlum að halda áfram að tak- ast á um þetta mál. Menn verða því að lúta sínum örlögum og þeirri niðurstöðu sem 75% kúabænda hafa komist að.“ – Ertu sjálfur ánægður með þessa nið- urstöðu? ,,Ég held reyndar að samanburðartil- raunin hefði verið mjög skynsamleg fyrir íslenska bóndann og íslensku kúna vegna framtíðarinnar. Í þeirri samanburðartil- raun var fólgin ákveðin sátt og ég hefði því viljað sjá hana eiga sér stað. Hins vegar fagnar maður því alltaf þegar skýr nið- urstaða fæst í einhverju máli og þá verður minnihlutinn að una þeim úrslitum. Hann hefur ekki komið sínu máli betur á fram- færi en svo að tillaga um miklu varfærnari leið kolféll í atkvæðagreiðslu.“ Vinna dýra sérmarkaði í Bandaríkjunum og Evrópu Mikill samdráttur hefur átt sér stað í sauðfjárframleiðslu á undan förnum 10–20 árum en Guðni bendir á að neysla á lamba- kjöti hafi haldist nokkuð allt frá 1995 og sé í sókn ef eitthvað er. ,,Það jafnast engin af- urð á við lambakjötið að gæðum og ís- lenska þjóðin er afar stolt af þessari afurð. Ábyrgðin er auðvitað á höndum bænda að keppa við hinar búgreinarnar, sem eru að framleiða mjög framsæknar og góðar af- urðir s.s. svínið og kjúklinginn,“ segir hann. Aðspurður kveðst hann sjá álitleg tæki- færi fyrir útflutning lambakjöts og fleiri landbúnaðarafurða og bendir á reynsluna af lambakjötskynningu sem fram fór á svonefndum Fresh Fields mörkuðum í Washington í haust. Þar sé verið að selja neytendum lambakjötið sem lúxusafurð á tvö- til þreföldu verði miðað við innan- landsverð hér heima. ,,Ef bændurnir standa sig vel og eiga góð og markaðssækin fyrirtæki með þess- ar vörur, þá sér maður mikla möguleika þarna. Ég horfi mjög til þess í upphafi nýrrar aldar hvort íslenski bóndinn geti styrkt sinn hag á næstu árum með því að vinna dýra sérmarkaði í Bandaríkjunum eða Evrópu fyrir hátt verð. Það eru mikil tækifæri á Fresh Fields mörkuðunum. Neytendur sem þar versla gera miklar kröfur. Íslenska lambakjötið er selt á þessum mörkuðum á 3–4000 kr. kg. af hryggnum,“ segir hann. – Sauðfjárbændum hefur fækkað mikið en flestum er ljóst að sauðfjárbændur á minni búunum eru í hópi þeirra sem búa við hvað kröppust kjörin hér á landi... ,,Það er alveg ljóst að sauðfjárbúskap- urinn hefur orðið fyrir miklu áfalli við að missa rétt til útflutningsbóta og þeir sem hafa nánast ekkert annað hafa ekki úr miklu að spila. Þess vegna byggjast mögu- leikar þessa búskapar að miklu leyti á að hann sé stundaður sem aukabúgrein, hvort sem það er með hlunnindum, ferða- þjónustu eða öðrum búskap. Við þær aðstæður getur sauðfjárbú- skapurinn gefið af sér. Ég hef mikla sam- úð með smábændunum sem eru auðvitað hluti af byggðinni. Það sjá það auðvitað allir að það getur ekki gefið mörgu fólki góða lífsafkomu þegar 2.000 sauðfjár- bændur framleiða 7.000 tonn af kjöti.“ – Umræðan um niðurfellingu innflutn- ingshafta, aukna samkeppni og afnám op- inberrar verðstýringar fer sívaxandi. Samtök verslunar og þjónustu halda því fram að opinber verðstýring mjólkurvara á heildsölustigi sé tímaskekkja og hafa beðið Samkeppnisstofnun að skera úr um hvort hún standist samkeppnislög. Hver eru þín viðbrögð við þessu? ,,Ég þekki þennan söng. Þeir sem hafa mikið vilja fá meira undir sig. Það er ekki bara hér á landi heldur í mörgum öðrum löndum að búvörulög halda utan um landbúnaðinn. Það sem ég hef hvað mestar áhyggjur af er ef það gerðist í mjólkinni, eins og í kjötvörunum, að ofurvald smásöluverslunar myndi ryðja þessu öllu um koll og um leið því skipulagi, sem hefur verið okkur mjög farsælt. Osta- og smjörsalan hér í Reykjavík hefur verið flaggskip mjólkuriðnaðarins. Ef menn mega hvergi ræða saman eða skipuleggja sig gæti afleiðingin orðið sú að menn færu út í blinda samkeppni og eng- inn myndi hirða um að framleiða neitt nema dagvörur. Þá gæti íslenskur land- búnaður ekki sinnt því sem er svo mik- ilvægt, að framleiða nýjar og vandaðri vörur, sem eru dýrari og tekur lengri tíma að framleiða. Nefna má ýmsar nýjungar í mjólkurvörum sem hafa tekist mjög vel og hafa hitt beint í hjarta neytenda. Ég veit ekki hvort það á að vera markmið stór- veldanna í smásöluversluninni að ryðja þessu öllu um koll. Það yrði neytandand- um ekki farsælt. Við búum því miður við að þeir stóru vilja alls staðar njóta sér- kjara. Við höfum staðið frammi fyrir því að þeir eru að gera kröfur um svo og svo mikinn afslátt í heildsölunni, og eru svo staðnir að því að skila því ekki til neyt- enda. Hins vegar má spyrja, þegar hinir stóru eru einir eftir, hverjum á þá að gefa afslátt?“ segir Guðni. Skynsamleg samkeppni mjög mikilvæg – Hver könnunin á fætur annarri sýnir svo ekki verður um villst að matvöruverð er hærra hér á landi en í nálægum lönd- um. Þó virðist sem verð á svínakjöti stand- ist samanburð en þar er helst að finna samkeppni. Er það ekki til marks um að aukin sam- keppni leiðir til lægra mat- vöruverðs? ,,Ég tel að skynsamleg samkeppni sé mjög mikil- væg og grundvöllur þess að menn geti mætt nýjum tím- um og lækkað verð. Það er alveg ljóst að við erum með dýrari landbúnaðarafurðir en mörg önnur lönd en það er líka hluti af okkar öryggi og lúxus. Sannleikurinn er hins vegar sá að neytendur þurfa núorðið frekar að huga að ýmsu öðrum atriðum sem vega miklu þynga ef bæta á hag fjöl- skyldunnar, því matvælin vega sífellt minna í vísitölu fjölskyldunnar. En ég held að neytandinn stæði verr að vígi ef farið yrði út í glórulausa samkeppni,“ svarar Guðni. Óþarfi að ræða um evruna eins og einhverja lausn – Umræða fer sívaxandi um aðild að Evrópusambandinu, m.a. innan þíns flokks. Aðild að ESB hefði í för með sér grundvallarbreytingar á landbúnaðar- stefnunni, opnað yrði fyrir innflutning frá aðildarríkjunum og verðsamkeppni á af- urðum. Hver er þín afstaða í Evrópumálinu? ,,Ég tel að aðild að Evrópusambandinu verði ekki á dagskrá hér á næstu árum. Það eru einfaldlega svo stórir hagsmunir sem stöðva þá umræðu, þá á ég við auð- lindir Íslands. Það er þess vegna líka óþarfi að ræða um evruna eins og ein- hverja lausn eftir morgundaginn. Ég er þeirrar skoðunar að ef við færum í Evr- ópusambandið, værum við að fara inn í mjög flókið kerfi, sem hentar ekki íslensk- um möguleikum til framtíðar og það hefði afdráttarlausar afleiðingar, sem ég er ekkert viss um að yrðu Íslandi til farsæld- ar. Mér finnst að Framsóknarflokkurinn hafi komist að mjög góðri niðurstöðu á flokksþingi, en hann hefur einn flokka komist að þeirri niðurstöðu að við eigum ekki að vera að rífast um Evrópusam- bandið, heldur ganga í það verk að reyna að styrkja EES-samninginn. Þá leið eig- um við að ganga,“ segir Guðni. – Þú ert þar með ósammála Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknar- flokksins, sem lýst hefur þungum áhyggj- um af stöðu Íslands utan við Evrópuþró- unina og hvaða áhrif það muni hafa þegar evran verður tekin upp sem gjaldmiðill um næstu áramót? ,,Það er nú ekki einu sinni víst að við fengjum að taka upp evruna þótt að við færum inn í Evrópusambandið. Ég held að formaður Framsóknarflokksins sé nú frekar að vara við þeirri umræðu sem get- ur orðið framundan þegar evran verður tekin upp. Ég hef hins vegar ekki neinar áhyggjur af því. Ég tel að okkar atvinnulíf kæmist í mikla klemmu ef við tækjum upp Evruna. Við þurfum miklu frekar á því að halda að hafa gengiskörfu, því sjávarút- vegurinn er enn grundvallaratvinnuvegur Íslendinga og við yrðum þröngt settir með evru.“ Framsóknarflokkurinn þarf að skýra sína stefnu Framsóknarflokkurinn mælist með lítið fylgi í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Guðni hefur áhyggjur af slöku gengi flokksins og var spurður hvort hann teldi að flokkurinn þyrfti að setja fram skýrari línu í Evrópumálinu. ,,Ég álít að Framsóknarflokkurinn þurfi fyrst og fremst að skýra sína stefnu. Það er mjög sárt fyrir flokk, sem hefur staðið í stór- ræðum í sex til sjö ár og hefur tekið þátt í að umbylta Íslandi, að njóta þess ekki. Við erum að lifa einhvern farsælasta efna- hagstíma í sögu þjóðarinnar, með miklum uppgangi og mikilli atvinnusköpun þar sem atvinnuleysið er horfið. Hér hafa ver- ið reist ný og stórhuga fyrirtæki, við höf- um kallað heim þúsundir Íslendinga, sem voru sestir að í öðrum löndum, oft á tíðum hámenntað fólk, sem er komið aftur til fósturjarðarinnar og fengið góð störf. Öllu þessu hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir og komið áfram í þessu stjórnarsam- starfi. Ég trúi því ekki að Framsóknar- flokkurinn sé raunverulega eins fylgislítill og skoðanakannanir mæla. Það er alla vega eitthvað skrítið ef þeir sem berjast gegn allri þróun og gegn nýju fyrirtækj- unum sem eru að skapa þjóðartekjur, fá atkvæðin en hinir fái það hlutskipti að drepast úr fylgisleysi. En auðvitað verðum við framsóknar- menn að setjast yfir það verkefni hvers vegna við mælumst svona í skoðanakönn- unum. Kannski þurfum við að útskýra miklu betur að við stöndum vel fyrir okkar hugsjónum í samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn og erum jafnok- ar hans í þessu sam- starfi. Það getur vel verið að framsóknar- menn trúi þeim blekk- ingum að Sjálfstæðis- flokkurinn ráði öllu, en það er rangt. Samstarf flokkanna hefur verið heilt og farsælt og stefna okkar hefur eng- an hnekki beðið.“ – Öðru hverju hefur komið upp umræða um uppstokkun í ríkisstjórninni. Ert þú fylgjandi því? ,,Ég held að það væri mjög heppilegt fyrir okkur framsóknarmenn og reyndar fyrir báða stjórnarflokkana að það færi fram ákveðin uppstokkun. Það væri mjög heppilegt núna að reisa sig til nýrrar sóknar á síðari hluta kjörtímabilsins með því að endurskipuleggja Stjórnarráðið með ákveðnum hætti og sýna með þeim hætti að menn ætli að halda dampi og halda áfram að efla og bæta lífskjörin og engin ástæða sé að örvænta. Svartsýni og neikvæð umræða er vond,“ segir Guðni að lokum. segir mikil tækifæri í landbúnaði en aðild að ESB komi ekki á dagskrá næstu árin vægt að hagræða illiliðakerfinu aukna samkeppni og innflutning, segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Hann segir mikilvægt að þjöppunar í smásölu og ræða þurfi hvort fækka eigi mjólkurbúum og sameina þau undir einni yfirstjórn. ýnir Guðni ofurvald smásöluverslunarinnar, telur að aðild að ESB verði ekki á dagskrá hér á næstu árum óknarflokkinn þurfa að fara vel yfir af hverju hann standi veikt að vígi í könnunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg er frelsi í greiðslumarki og við þurfum að fara yfir það með kunum og forystumönnum landssambanda sauðfjárbænda og kúa- su dýru verði greiðslumark hefur verið að seljast,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. ’ Líst ekki á efmenn ætla að berjast áfram í þessari gryfju ‘ omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.