Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 55 alltaf gott að koma til þeirra, allt var svo snyrtilegt og matur ávallt fram borinn af einstökum rausn- arskap. Axel gekk í hvaða verk sem var jafnt úti sem inni af miklum krafti því hann var mikill vinnuþjarkur og hlutirnir voru honum ekkert mál. Síðasta heimsókn okkar til þeirra á Sauðárkrók var nú í vor og eftir að hafa borðað dýrindis mat sátum við saman og horfðum á Eurovision með sælgæti og snakk. Við Axel áttum það nefnilega sameiginlegt að vera „sælkerar“. Axel var alla tíð mjög hraustur þar til hinn 10. október 1997 en þá lenti hann í vinnuslysi og náði sér aldrei eftir það. Þau fóru síðustu ferðina aftur til Sauðárkróks 27. október eftir með- ferð en þá var hann orðinn lamaður að mestu leyti, maður sá gleðisvip þar sem hann sat í framsætinu – hann var á leiðinni heim. Þegar við kvöddum Axel var það síðasta sem hann sagði við okkur: „Svo komið þið í sumar og verðið hjá okkur í a.m.k. viku.“ Okkur grunaði það svo sannarlega ekki að mánuði seinna yrði hann farinn. Allan tím- ann sem baráttan stóð trúði Axel á lífið alveg fram á síðustu stundu. Jódís hugsaði um hann mestallan tímann frá því að hann veiktist og þar til hann lést. Elsku Jódís, þú hefur ekki bara misst góðan eiginmann heldur einnig þinn besta vin. Þú gerðir allt sem þú gast og hugsaðir vel um Axel, það hefði ekki verið hægt að gera það betur. Að lokum viljum við þakka Axeli fyrir þær ánægjustundir sem við fjölskyldan áttum með honum og Jódísi. Við vottum Jódísi, Moniku, Jóa og fjölskyldum þeirra, Sólborgu móður hans og systkinum dýpstu samúð okkar. Monika, Hilmar og börn. Það er afar sárt að missa jafn öflugan og kraftmikinn mann eins og Axel Gíslason. Hann var ótrú- legur eljumaður og virtist ekki geta orðið þreyttur eða leiður á neinu af því sem hann tók sér fyrir hendur. Ekkert verkefni var of stórt fyrir hann. Axel var lengi bóndi í Miðdal í Svartárdal í Skagafirði, og barðist þar við að hafa allt sem haganleg- ast, en jörðin er nokkuð erfið, enda bæði blaut og túnin í yfir 300 metra hæð og grasspretta oft seint á ferð- inni. Þetta lét hann ekki trufla sig á neinn hátt. Til að þurfa ekki að smala landið eins og venja er með dala- og fjallajarðir keypti hann heilan bílfarm af fiskitrönum sem hann sótti til Reykjavíkur og sag- aði niður í girðingarstaura og girti síðan allan dalinn, sem hann átti land til. Þetta var mikið verk og erfitt, sem hann vann á ótrúlega skömmum tíma með aðstoð dug- legrar konu sinnar og barna. Auk sauðfjárbúskapar á jörðinni stundaði hann akstur vöruflutn- ingabíls, sem hann átti í nokkur ár, og einnig vann hann við að selja bændum í Skagafirði ýmiss konar landbúnaðartæki. Þegar Axel var að aka flutningabílnum virtist það engu skipta hversu lengi hann þyrfti að vaka, hann keyrði bara á leiðarenda hversu langan tíma sem það tók. Axel gerði ávallt við alla sína bíla, traktora og vélar sjálfur og einnig stundum fyrir aðra. Það var ekki hik á honum við þau störf og vann hann sín verk auk þess vel og snyrtilega. Axel naut sín vel í sveitinni og hafði gaman af sveitastörfum, en viljinn var svo mikill að honum fannst hann þyrfti að gera eitthvað meira. Hann var oft á ferðinni með útvarpssendi við jarðarfarir í Skagafirði og Húnavatnssýslu og útvarpaði líkræðum í bílana í kringum þær litlu kirkjur sem víða eru og þá komast ekki nærri allir kirkjugestir inn í kirkjuna og hlusta á prestinn úti í bíl. Á þessum ferðum sínum kynntist hann Skagfirðingum svo vel að hann þekkti hvern einasta bæ í Skaga- firði og nafnið á þeim sem þar bjuggu. Síðustu árin bjó Axel á Sauð- árkróki og ók þaðan flutningabílum um landið. Axel var afar hrein- skiptinn og traustur og hreinleik- inn í svipnum endurspeglaðist í tærbláum augunum og það stóðst vel það sem hann sagði og lofaði að gera. Hann var skapgóður og þægi- legur og fljótur að segja frá jafnvel flóknustu atriðum þannig að vel skildist og gaman að hlusta á hann enda fjörugur og áhugasamur í við- ræðum. Axel eignaðist konu sér vel við hæfi, Jódísi Jóhannesdóttur frá Merkigili, og hún hefur staðið traust við hlið hans alla tíð og stutt hann til dáða. Ég vil votta Jódísi og börnum þeirra, Moniku og Jóhann- esi, innilegustu samúð við þennan mikla missi. Bjarni Björnsson. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. (Hallgr. Pét.) Við kveðjum í dag glaðan vin og sveitunga, sem æðraðist ekki, þótt heilsa og líf hafnaði honum með svo skjótum hætti, langt fyrir aldur fram. Í minningunni er Axel í Mið- dal léttur á fæti og léttur í lund. Hann stundaði lengi vöruflutninga milli Skagafjarðar og Reykjavíkur og þurfti oft að bregða á hlaup til að sinna erindum sínum syðra, enda bóngóður með afbrigðum. Var gott að eiga Axel að þegar flytja þurfti fólk eða varning í milli. Sem barn og unglingur kom ég oft á heimili þeirra Jódísar í Miðdal með Moniku dóttur þeirra, bekkjarsyst- ur minni og vinkonu. Beið þá Axel skólabílsins í rúgbrauðinu við vega- mótin fram í Miðdal og flutti okkur vinkonurnar og Jóa síðasta spölinn. Í Miðdal var gott að koma. Innan- dyra prýddi saumur Jódísar, barnanna og Moniku á Merkigili, móður hennar, veggi, borð og sófa og utandyra gaf að líta verk lista- smiðsins Axels. Eftir að ég flutti frá Mælifelli ásamt fjölskyldu minni rofnaði sambandið við Miðdalsfólkið að mestu. Ég fylgdist þó með úr fjar- lægð þegar Mona að loknu prófi í iðnrekstrarfræði tók við búi í Mið- dal ásamt manni sínum og börnum og þau hjónin Axel og Jódís eign- uðust nýtt heimili á Sauðárkróki. Áfram héldu þau þó tryggð við dal- inn sinn og áttu sér athvarf í Svart- árdal. Á hallanda sumri áttum við mæðgur í þrjá ættliði erindi í Skagafjörðinn. Varð mér þá afar mikilvægt að skreppa fram í Mið- dal og hitta æskuvinkonu mína, óvitandi um sjúkleika föður hennar. Okkur brá að vonum við hin illu tíðindi um höfuðmein Axels, en urðum því fegnar að geta átt næð- isstund með vinum okkar á bæj- unum báðum, í Miðdal og Svart- árdal. Englamyndir húsbóndans í Svartárdal standa fyrir hugskots- sjónum, inn var gengið til bæjar og út þaðan aftur undir vernd Guðs. Ég átti þess kost að heimsækja Axel á Hótel Lind á meðan hann var til lækninga hér syðra. Var lík- amsþrekið, sem aðeins nokkrum vikum áður hafði veitt honum þrótt framkvæmdasemi og elju sem ein- kenndi líf hans allt, þá frá honum tekið að mestu. Sýndi Jódís kona hans af sér einstaka þrautseigju og styrk er hún aðstoðaði hann við at- hafnir daglegs lífs. Samband þeirra hjóna var náið og traust, þau vóru sannir vinir í gleði og þraut. Ég bið föðurinn á himnum að umvefja Jó- dísi, börn hennar, tengdason og barnabörn, huggun, kærleika og vináttu, eins og hann veitti henni og þeim öllum kraft og kjark hinar síðustu erfiðu vikur og daga. Í huga mér tengjast tvær mynd- ir: Englahliðið í Svartárdal og hug- djarfur maður á sóttarsæng, hraustur í sál og sinni. „Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.“ (Sálm. 91.11.) Axel Hólm Gíslason hefur gengið inn um sitt englahlið. Blessuð sé minning hans. María Ágústsdóttir frá Mælifelli. ✝ Sólveig BennýJóhannsdóttir fæddist í Vatnsleysu í Glæsibæjarhreppi 25. desember 1932. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Hildur Páls- dóttir, f. 11. júlí 1906, d. 22. apríl 1987, ætt- uð úr Svarfaðardal og Skagafirði, og Jó- hann Hávarður Ang- antýsson, f. 9. októ- ber 1898, d. 15. maí 1990, ættaður af Snæfjallaströnd. Systkini Benn- ýjar eru: Steinar, f. 23. júlí 1928, d. 3. maí 1974, Gunnar Angantýr, f. 1. ágúst 1930, Snjólaug Guð- björg, f. 8. febrúar 1935, Guðlaug, f. 19. apríl 1937, d. 9. september 1998, Númi, f. 30. janúar 1939, Páll, f. 18.desember 1940, Hilmar Jóhann, f. 5. febrúar 1943, Guð- rún, f. 18. maí 1945, og Heiðar, f. 14. desember 1948. Benný giftist 1955 Haraldi Hannessyni, f. 11. ágúst 1926, frá Víðigerði í Eyjafirði. Börn þeirra eru: 1) Hjörtur, f. 1. maí 1956, kvæntur Helgu Björgu Haralds- dóttur, f. 27. júní 1960, þau eiga Hildi, Hörpu, og Jónas. 2) Hildur, f. 6. júlí 1957, gift Davíð Jónssyni, f. 2. september 1955, þau eiga Sól- veigu Rósu, Ragnar Örn, og Reyni Inga, Davíð á Jón Aðal- stein. 3) Hannes, f. 1. ágúst 1958, kvæntur Guðlaugu Jóhanns- dóttur, f. 25. nóvem- ber, Hannes á Sig- ríði og Harald Einar, Guðlaug á Margréti, Katrínu, Jóhann og Ívar. 4) Kristín, f. 6.júní 1960, gift Sig- urði Óla Þórissyni, f. 26. mars 1955, þau eiga Sesselju og Silv- íu Rán, Sigurður á Emil Örn. 5) Drengur, f. 26. maí 1965, d. 26. maí 1965. 6) Laufey, f. 21.maí 1966, sambýlismaður Höskuldur Jensson, f. 11. nóvem- ber 1968, þau eiga Gísla. 7) Guð- rún, f. 21. maí 1966. 8) Sólveig, f. 2. apríl 1970. 9)Snjólaug, f. 20. ágúst 1972. Benný ólst upp í Vatnsleysu til fermingaraldurs, en fluttist þá að Brautarholti í Glerárþorpi. Hún vann í verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum, ásamt fleiri störf- um. Árið 1955 fluttist Benný að Víðigerði í Eyjafirði og hóf þar búskap með manni sínum. Hún var alla tíð mjög virk í félagsmál- um sveitarfélagsins, og vann í mörg ár við Kristnesspítala. Útför Bennýjar fór fram frá Grundarkirkju 7. desember. Mig langar til að minnast elsku- legrar mágkonu minnar með örfáum orðum, því ég á svo margar góðar minningar um hana eftir hartnær hálfrar aldar kynni. Ég tel það til for- réttinda að hafa átt vináttu hennar, því heilsteyptari manneskju er vart hægt að hugsa sér. Áhugamál hennar voru mörg. Má þar nefna garðyrkju og blómarækt. Hún hafði svo sann- arlega það sem kallað er grænir fing- ur, því allt blómstraði í höndunum á henni. Hún var mikil handavinnu- kona. Þær eru ófáar flíkurnar, sem hún hefur prjónað, því aldrei féll henni verk úr hendi. Ef einhver stund gafst var hún komin með prjónana eða heklunálina í hendurnar. Hún var mjög félagslynd og tók virkan þátt í öllu félagslífi í sveitinni. Það sem stóð þó hjarta hennar næst var fjölskyld- an. Hún var vakin og sofin yfir börn- um og barnabörnum, en einnig lét hún sig stórfjölskylduna varða, þ.e. foreldra, systkini og tengdafólk. Mér fannst hún alltaf minna svolítið á ítölsku „stórmömmurnar“. Það er margs að minnast. Milli heimila okkar var alltaf mikill vin- skapur. Þótt hún byggi í Eyjafirði og ég í Reykjavík höfðum við alltaf gott samband. Þegar hún kom í bæinn gisti hún oftast hjá mér. Þá var tæki- færið notað og gert eitthvað skemmti- legt. Ef langt leið á milli funda var slegið á þráðinn. Sérstaklega er mér ógleymanleg ferð, sem við fórum fyrir nokkrum árum. Tekinn var bílaleigu- bíll og ekið um yndislega fögur héruð Austurríkis, Suður-Þýskalands, Sviss og Norður-Ítalíu. Eins er minnisstæð ferð sem við fórum í til London, sem var reyndar hennar fyrsta utanlands- ferð. Var ekki frítt við að hún væri svolítið smeyk við stórborgina í byrj- un, en hún skólaðist fljótt. Var farið á útimarkað og þar gleymdist öll hræðsla. Hún var svo heilluð af mann- lífinu þarna, að ég átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir. 11. september, þessi örlagadagur, skipti einnig sköpum í hennar lífi. Þá gekkst hún undir aðgerð, sem leiddi í ljós að hún væri haldin ólæknandi sjúkdómi. Ég er þakklát fyrir að hafa getað kvatt hana aðeins viku áður en hún fór. Hér er farin góð kona langt um aldur fram og hennar mun verða sárt saknað. Fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Far þú í friði. Sigurbjörg Guðjónsdóttir. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku amma. Kærleikur þinn er gjöf sem gleymist eigi. Hvíl í friði. Þín barnabörn. Kveðja frá kvenfélagskonum Veturinn leggst snögglega að í Eyjafjarðarsveit þetta árið. Hvít snjóbreiðan sem nú liggur yfir öllu verður kannski horfin á morgun. Ein- mitt sú staðreynd minnir okkur á hverfulleika lífsins og hversu stutt er á milli gleði og sorgar, lífs og dauða. Slíkar huganir leita á hugann þegar við kveðjum í dag Sólveigu Benný Jó- hannsdóttur í Víðigerði. Við sem eftir erum sitjum hljóðar og söknum ágætrar félagskonu sem um árabil hefur starfað af dugnaði og krafti í okkar félagsskap. Benný sat lengi í stjórn félagsins og síðasta ára- tuginn hefur hún verið fulltrúi félags- ins í hússtjórn félagsheimilsiins Laugaborgar, lengst af sem formað- ur. Um leið og henni er þakkað mikið og óeigingjarnt starf í þágu félags okkar, sendum við eiginmanni henn- ar, Haraldi Hannessyni, börnum þeirra átta, tengdabörnum, ömmu- börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guð styðji ykkur og styrki í sorg ykkar. Blessuð sé minning Sólveigar Ben- nýjar Jóhannsdóttur. Fyrir hönd kvenfélagsins Iðunnar, Helga Hallgrímsdóttir formaður. SÓLVEIG BENNÝ JÓHANNSDÓTTIR ✝ Sigurþór Skær-ingsson fæddist í Hrútafellskoti í Aust- ur-Eyjafjöllum 6. júlí 1909. Hann andaðist á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 1. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ámundadóttir og Skæringur Sigurðs- son. Sigurþór var elstur 11 barna þeirra er komust á legg. Hinn 5. maí 1934 kvæntist Sigurþór Bergþóru Auðunsdóttur, f. 1. des- ember 1906, d. 4. desember 1980. Þau eignuðust átta börn en þrjú þeirra dóu í frumbernsku. Upp komust Skæringur Eydal, f. 25.6. 1935, d. 10.11. 1992, Krist- ín, f. 11.5. 1936, María, f. 29.7. 1937, Sigurþóra, f. 23.3. 1940, d. 18.2. 1999, og Halldór, f. 6.10. 1942. Sigurþór og Berg- þóra bjuggu á Rauða- felli í Austur-Eyja- fjöllum frá 1936 til 1961 þegar þau flutt- ust til Þorlákshafnar. Síðustu fjögur árin dvaldi Sigurþór á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Útför Sigurþórs fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur systkinin langar að skrifa nokkur minngarorð um hann afa okkar.Við systurnar bjuggum heima hjá afa og ömmu í Þorlákshöfn ásamt mömmu fyrstu 18 mánuði af ævi okkar. Mamma sagði okkur að þegar eldaður hefði verið fýll hefði afi útbúið handa okkur dúsu og rétt okkur í vögguna. Honum fannst að við yrðum að smakka, þótt litlar værum. Skipta varð um alfatnað eft- ir máltíðina, en afa fannst það ekki skipta nokkru máli. Sængurfötin mætti þvo, eins væri með fötin okk- ar. Afi og amma komu oft til okkar í sveitina yfir sumartímann og biðum við ávallt spennt eftir að sjá rauðu Löduna koma upp veg. Þó kom það stundum fyrir að við vorum ekki vöknuð þegar þau komu, enda voru þau ávallt snemma á ferðinni. Eftir að amma dó fækkaði ferð- unum hjá afa. Afa þótti mjög gaman að veiða og var veiðistöngin alltaf með í för. Best þótti honum að vera einum, há- vaðinn í okkur fældi fiskana í burtu, sagði hann. Eftir að afi flutti á Lund á Hellu var styttra fyrir sum okkar að heim- sækja hann. Ávallt átti hann eitt- hvað til í skúffunni sinni. Afa leið vel á Hellu, en sennilega var hugurinn oft í Þorlákshöfn. Hann sagði að þar hefði honum liðið vel. Elsku afi, minningin um þig mun lifa hjá okkur. Bergþóra, Kristín, Tryggvi og Sigurþór. Andlát afa okkar var hægt og hljótt en svolítið táknrænt. Hann dó á 95. ára afmælisdegi ömmu Berg- þóru. Afi var ótrúlegur maður. Þó að árin væru orðin 92 var hann hress alveg framundir það síðasta og áhugi var fyrir öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort við hefð- um ekki næga vinnu og öllum liði vel. Það var gaman að koma í skúr- inn til afa og handleika öll smíðatól- in hans. Eins komst hann á flug er við nefndum veiðiskap, þá voru stangirnar stroknar og spúnar skoð- aðir og fægðir. Okkur finnst vanta svolítið í landslagið þegar við keyr- um um Óseyrarbrúna núna síðustu árin, það vantar rauðu Löduna hans afa á árbakkann, þar sem hún hefur staðið margan sumardaginn. Nú veiðir afi í öðrum vötnum og aflinn er eflaust góður eins og endranær. Við bræður þökkum honum fyrir allt og biðjum honum blessunar Guðs. Herleifur og Bergþór. SIGURÞÓR SKÆRINGSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.