Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 65

Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 65
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 65 BINDINDISDAG fjölskyldunnar ber í ár upp á 8. desember og hann er hollt að nota til umhugsunar um mik- ilvægi fjölskyldunnar í samfélaginu og þá um leið hversu brýnt er að áfengi eða önnur vímuefni varpi ekki skugga á fjölskyldulífið. Þar eiga for- eldrarnir stærstan hlut og þýðingar- mestan, þeirra fordæmi getur skipt sköpum, þeirra leiðsögn er dýrmæt- ari barninu en flest annað. Ekki sízt á þetta við nú á aðventu, í aðdraganda helgra jóla, hátíðar barnanna, sem um leið á að vera hátíð barnsins í okk- ur sjálfum. Aldrei er skelfilegra en einmitt þá ef dimmum skuggum er varpað á þessa daga eftirvæntingar og vongleði með neyzlu áfengis eða annarra vímuefna, ógæfuvaldi svo alltof margra. Allra sízt skyldu sjálf jólin vanhelguð með slíkri neyzlu, hryggilegast alls ef heimilin eru van- virt með slíkri hegðan. Vel er við hæfi að gefa þessu góðan gaum og helga einn dag á aðventu hugsuninni um það hversu fólk get- ur gjört jólin enn gjöfulli en þau svo annars eru með því að úthýsa vímu- efnunum algjörlega svo í aðdraganda jóla sem á jólunum sjálfum og auðvit- að allra helzt alla daga ársins. Bindindissamtökin IOGT í góðri samvinnu við marga ágæta aðila vilja með sérstakri bindindistileinkunn þennan dag vekja athygli á þeirri vá sem alltof víða herjar á og hrífur brott með sér hamingju lífsins, allt yfir í líf- ið sjálft. Við höfum eins og á liðnu ári skírskotað alveg sérstaklega til jólahátíðarinnar með hinu sanna kjör- orði: Gleðileg jól án áfengis. Auðvitað vildum við sjá alla daga ársins án vanhelgunar vímuefna- neyzlu og ef fólk hugar að þessum málum einlægum huga þá munu þeir fáir sem ekki viðurkenna nauðsyn hollra lífshátta, alltaf og ævinlega, en einn mikilvægasti hornsteinn slíkra heilbrigðra gilda er einmitt fólginn í afneitun vímunnar. Við viljum einmitt nota þennan dag til að undirstrika þessi einföldu sannindi, við sendum ákall til for- eldra umfram allt að þau gefi börnunum gleðilega og vímuefna- lausa hátíð, að slík óheillaneyzla skyggi hvergi á einlægan fögn- uð þeirra yfir hátíð há- tíðanna. Um leið heitum við á allt hugsandi fólk að berjast sem bezt gegn vímunnar vá, alls stað- ar, alltaf. Það er svo ótalmargt í húfi og ekki sízt eigum við þar að hugsa til hinna ungu og ómótuðu, að hið gjörvulega unga fólk, sem þessi þjóð svo sannarlega á, verði ekki fórnarlömb vímuefnaneyzlunn- ar, þar sem öll heill þeirra og hamingja er í veði. Stöldrum við, tökum höndum saman gegn þeirri mannlegu eyði- leggingu sem vímuefnin skapa. Gleymum því aldrei að þar er for- dæmið svo dýrmætt til eftirbreytni allrar. Og umfram allt biðjum við alla að gefa nú heit, gefa þetta einfalda en þýð- ingarmikla loforð: Gleðileg jól án áfengis, án allra vímuefna. Og öllu skiptir auðvitað að við sé staðið. Jól án áfengis og annarra vímuefna Helgi Seljan Höfundur er formaður Bindindissamtakanna IOGT. Bindindi Gleðileg jól án áfengis, segir Helgi Seljan, án allra vímuefna. ella tularensis). Við svarta-dauða eru gefin sýklalyf og við tularemiu er til bóluefni en sýklalyf virka einnig vel. Bóluefni er til við bótúl- ín-eitri. Aðrar veirutegundir sem koma til greina sem sýklavopn eru veirur sem valda blæðandi hitasótt svo sem ebola og Marburg. Við þessum veirum eru fá úrræði í forvörn og meðferð. Bann við sýklavopnum Samningar um stöðvun á fram- leiðslu sýklavopna voru undirritaðir 1972 en þrátt fyrir það hafa þau skotið upp kollinum síðustu ár. Árið 1990 gerðu Sameinuðu þjóðirnar upptæk sýklavopn í Írak. Þar á meðal var fjöldi flugskeyta með 600 km drægni. Tvö þeirra innihéldu miltisbrandsgró og 13 voru með bótúlín-eitri. Einnig voru gerðar upptækar 100 sprengjur sem vógu 180 kg hver. Þar af voru 50 sprengj- ur sem innihéldu miltisbrandsgró. Ekki er talið að Írakar hafi beitt slíkum vopnum í Persaflóastríðinu. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur hvatt til að hert verði verulega á samningnum um sýklavopn frá 1972. Sagði hann að hugsanlega ætti að gera það refsi- vert að hafa slík vopn undir höndum og að hætta væri á að ógnin gæti enn aukist. Hann leggur til að Sam- einuðu þjóðunum verði gert fært að hafa eftirlit með sýklavopnafram- leiðslu um heim allan og ákveðnar verði refsingar við brotum á samn- ingnum frá 1972. Tillögurnar verða væntanlega lagðar fyrir á fundi í Genf 19. nóvember 2001. Höfundur er lyfjafræðingur. Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Tannstönglabox kr. 2.470 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.