Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 69

Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 69
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 69 Kalk Citrate FRÁ Fyrir bein, tennur. maga og ristil. MeðGMP gæðaöryggi. H á g æ ð a fra m le ið sla Apótekin FRÍHÖFNIN Til dæmis fóru sjálfstæðisbaráttan og þorskastríðið fram algerlega án mannfalls. Ekki það að við séum að gera lítið úr þeim sem þar börð- ust eða þeirra málstað, þvert á móti, heldur þyrftum við að fara alla leið til Sturlungaaldar til að finna blóðug átök. Í ljósi þess get- um við sagt að sem betur fer þekkjum við ekki stríð nema úr sjónvarpi og höfum því takmark- aðari skilning á því sem er að ger- ast úti í heimi og erfiðara með að setja okkur í spor þeirra sem upp- lifa svona hörmungar. Þá komum við að því hvað skipt- ir þessa kynslóð máli. Okkur blöskraði sú staðreynd að opnun nýrrar verslunarmiðstöðvar skipti jafnmiklu máli og raun bar vitni fyrir jafnaldra okkar meðan aðrir merkilegri og málefnalegri hlutir voru settir út í kuldann í um- ræðunni. Sú gríðarlega athygli sem þetta musteri hégómans fékk hjá „Cocoa Puffs-kynslóðinni“ er henni til háborinnar skammar. En er við okkur að sakast? Við höfum verið alin upp við þau skilaboð samfélagsins að gervihamingja og veraldleg gæði skipti höfuðmáli í leitinni að lífshamingjunni. Auglýs- ingar í sjónvarpi sem beinast að yngstu börnunum hjálpa vissulega til við að gera þau ósjálfstæð í hugsun og láta þau venjast því að valið sé fyrir þau svo að þau þurfi aldrei að hugsa sjálfstætt. Því var í rauninni ekkert skrítið að um- ræðan á göngum skólans breyttist skyndilega við opnun nýrrar versl- unarmiðstöðvar frá því að fjalla um heimsmálin yfir í umræður um hversu margir skyndibitastaðir væru á landinu. En hvað skyldi framtíðin bera í skauti sér? Án efa á velmegnun eftir að halda áfram, bílaeign og skuldasöfnun landsmanna að aukast og útlitsdýrkun áfram í há- vegum höfð. Hamingja og kærleik- ur verða ef til vill úrelt hugtök sem þykja aðeins afsprengi barna- legrar hugsunar. Eða verður kannski hægt að fá þau á sérstöku tilboði, tveir fyrir einn? Höfundar eru menntaskólanemar. Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634. Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136 Í INNGANGSORÐUM Mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna segir: „Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafn- borinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“ Mannréttindayfirlýs- ing Sameinuðu þjóð- anna var samþykkt á allsherjarþingi samtak- anna árið 1948. Í henni er að finna þau réttindi sem hver og einn hefur og ber að virða. Almenn þekking á innihaldi Mannréttindayfirlýs- ingarinnar er því miður ekki næg og mannrétt- indahugtakið oft mis- notað, það er því mikilvægt að al- mennur skilningur aukist á eðli mannréttinda og hvernig hægt er að tryggja virðingu fyrir þeim. Markmið mannréttinda er að skapa samfélag þar sem fólk fær notið málfrelsis, trú- frelsis og óttaleysis um líf og afkomu, þ.e.a.s. frelsis frá ótta og skorti. Bæði einstaklingar og yfirvöld bera skyldu til að efla virðingu fyrir mannréttind- um. Raunveruleikinn er þó fjarri þeim meginreglum sem settar eru fram í Mannréttindayfirlýsingunni, stríð eru háð þar sem mannúðar- og mannréttindaákvæði eru vanvirt, pyndingar eru þekktar í meira en 150 þjóðlöndum, þó dauðarefsingar séu á undanhaldi voru á síðasta ári 28 lönd sem beittu dauðarefsingu, enn er fólk látið „hverfa“ og ástvin- ir skildir eftir í örvænt- ingu um afdrif þess, enn er fólk látið dúsa í fang- elsum vegna skoðana sinna, þeir sem bera ábyrgð á mannréttinda- brotum komast upp með morð og pyndingar án þess að þurfa að svara til saka, mismun- un á grundvelli trúar- bragða, litarháttar eða stöðu er að finna í öllum samfélögum. Þessi mynd virðist dökk og gæti gefið til kynna að lítið hafi áunn- ist í þrotlausri baráttu allra þeirra sem vinna að bættu ástandi í mannréttindamál- um, en vegna allra þeirra sem starfa að auknum mannréttindum, t.d. á vettvangi frjálsra félagasamtaka á borð við Amnesty International, hafa margir sem sæta brotum fengið vernd og komið er í veg fyrir að brot- in séu þöguð í hel. Þúsundir Amn- esty-félaga legga þeim lið sem eru of- sóttir. Á viðsjárverðum tímum eins og við lifum á í dag er grundvallaratriði að tryggja að hvergi sé vikið frá meg- inreglum mannréttinda, öryggi og lýðræði geta einungis þrifist í sam- félögum þar sem mannréttindi eru virt. Heimurinn þarfnast ekki „stríðs gegn hryðjuverkum“, heimurinn þarfnast átaks í þágu mannréttinda. Hræðsla almennings við frekari hryðjuverk verður ekki sefuð með því að skerða mannréttindi heldur með því að tryggja fulla virðingu fyrir mannréttindum. Mannréttindayfirlýsing Samein- uðu þjóðanna er það tæki sem við höf- um til að vinna að heimi þar sem allir njóta réttinda og frelsis án mismun- unar. Íslandsdeild Amnesty Internat- ional fagnar að venju alþjóðlegum mannréttindadegi og efnir til tón- leika í Neskirkju 10. desember og hefjast þeir klukkan átta. Fjöldi tón- listarmanna kemur fram á tónleikun- um. Í tengslum við mannréttindadag- inn efna samtökin einnig til málþings að kvöldi 11. desember í Borgarleik- húsinu um börn og mannréttindi. Þeir sem vilja leggja mannrétt- indabaráttu Amnesty International lið geta lagt frjáls framlög inn á reikning deildarinnar, 0101-26 96991, í Landsbanka Íslands. Allra ábyrgð Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Mannréttindi Grundvallaratriði er, segir Jóhanna K. Eyj- ólfsdóttir, að tryggja að hvergi sé vikið frá meg- inreglum mannréttinda. Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty International.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.