Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 69

Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 69
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 69 Kalk Citrate FRÁ Fyrir bein, tennur. maga og ristil. MeðGMP gæðaöryggi. H á g æ ð a fra m le ið sla Apótekin FRÍHÖFNIN Til dæmis fóru sjálfstæðisbaráttan og þorskastríðið fram algerlega án mannfalls. Ekki það að við séum að gera lítið úr þeim sem þar börð- ust eða þeirra málstað, þvert á móti, heldur þyrftum við að fara alla leið til Sturlungaaldar til að finna blóðug átök. Í ljósi þess get- um við sagt að sem betur fer þekkjum við ekki stríð nema úr sjónvarpi og höfum því takmark- aðari skilning á því sem er að ger- ast úti í heimi og erfiðara með að setja okkur í spor þeirra sem upp- lifa svona hörmungar. Þá komum við að því hvað skipt- ir þessa kynslóð máli. Okkur blöskraði sú staðreynd að opnun nýrrar verslunarmiðstöðvar skipti jafnmiklu máli og raun bar vitni fyrir jafnaldra okkar meðan aðrir merkilegri og málefnalegri hlutir voru settir út í kuldann í um- ræðunni. Sú gríðarlega athygli sem þetta musteri hégómans fékk hjá „Cocoa Puffs-kynslóðinni“ er henni til háborinnar skammar. En er við okkur að sakast? Við höfum verið alin upp við þau skilaboð samfélagsins að gervihamingja og veraldleg gæði skipti höfuðmáli í leitinni að lífshamingjunni. Auglýs- ingar í sjónvarpi sem beinast að yngstu börnunum hjálpa vissulega til við að gera þau ósjálfstæð í hugsun og láta þau venjast því að valið sé fyrir þau svo að þau þurfi aldrei að hugsa sjálfstætt. Því var í rauninni ekkert skrítið að um- ræðan á göngum skólans breyttist skyndilega við opnun nýrrar versl- unarmiðstöðvar frá því að fjalla um heimsmálin yfir í umræður um hversu margir skyndibitastaðir væru á landinu. En hvað skyldi framtíðin bera í skauti sér? Án efa á velmegnun eftir að halda áfram, bílaeign og skuldasöfnun landsmanna að aukast og útlitsdýrkun áfram í há- vegum höfð. Hamingja og kærleik- ur verða ef til vill úrelt hugtök sem þykja aðeins afsprengi barna- legrar hugsunar. Eða verður kannski hægt að fá þau á sérstöku tilboði, tveir fyrir einn? Höfundar eru menntaskólanemar. Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634. Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136 Í INNGANGSORÐUM Mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna segir: „Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafn- borinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“ Mannréttindayfirlýs- ing Sameinuðu þjóð- anna var samþykkt á allsherjarþingi samtak- anna árið 1948. Í henni er að finna þau réttindi sem hver og einn hefur og ber að virða. Almenn þekking á innihaldi Mannréttindayfirlýs- ingarinnar er því miður ekki næg og mannrétt- indahugtakið oft mis- notað, það er því mikilvægt að al- mennur skilningur aukist á eðli mannréttinda og hvernig hægt er að tryggja virðingu fyrir þeim. Markmið mannréttinda er að skapa samfélag þar sem fólk fær notið málfrelsis, trú- frelsis og óttaleysis um líf og afkomu, þ.e.a.s. frelsis frá ótta og skorti. Bæði einstaklingar og yfirvöld bera skyldu til að efla virðingu fyrir mannréttind- um. Raunveruleikinn er þó fjarri þeim meginreglum sem settar eru fram í Mannréttindayfirlýsingunni, stríð eru háð þar sem mannúðar- og mannréttindaákvæði eru vanvirt, pyndingar eru þekktar í meira en 150 þjóðlöndum, þó dauðarefsingar séu á undanhaldi voru á síðasta ári 28 lönd sem beittu dauðarefsingu, enn er fólk látið „hverfa“ og ástvin- ir skildir eftir í örvænt- ingu um afdrif þess, enn er fólk látið dúsa í fang- elsum vegna skoðana sinna, þeir sem bera ábyrgð á mannréttinda- brotum komast upp með morð og pyndingar án þess að þurfa að svara til saka, mismun- un á grundvelli trúar- bragða, litarháttar eða stöðu er að finna í öllum samfélögum. Þessi mynd virðist dökk og gæti gefið til kynna að lítið hafi áunn- ist í þrotlausri baráttu allra þeirra sem vinna að bættu ástandi í mannréttindamál- um, en vegna allra þeirra sem starfa að auknum mannréttindum, t.d. á vettvangi frjálsra félagasamtaka á borð við Amnesty International, hafa margir sem sæta brotum fengið vernd og komið er í veg fyrir að brot- in séu þöguð í hel. Þúsundir Amn- esty-félaga legga þeim lið sem eru of- sóttir. Á viðsjárverðum tímum eins og við lifum á í dag er grundvallaratriði að tryggja að hvergi sé vikið frá meg- inreglum mannréttinda, öryggi og lýðræði geta einungis þrifist í sam- félögum þar sem mannréttindi eru virt. Heimurinn þarfnast ekki „stríðs gegn hryðjuverkum“, heimurinn þarfnast átaks í þágu mannréttinda. Hræðsla almennings við frekari hryðjuverk verður ekki sefuð með því að skerða mannréttindi heldur með því að tryggja fulla virðingu fyrir mannréttindum. Mannréttindayfirlýsing Samein- uðu þjóðanna er það tæki sem við höf- um til að vinna að heimi þar sem allir njóta réttinda og frelsis án mismun- unar. Íslandsdeild Amnesty Internat- ional fagnar að venju alþjóðlegum mannréttindadegi og efnir til tón- leika í Neskirkju 10. desember og hefjast þeir klukkan átta. Fjöldi tón- listarmanna kemur fram á tónleikun- um. Í tengslum við mannréttindadag- inn efna samtökin einnig til málþings að kvöldi 11. desember í Borgarleik- húsinu um börn og mannréttindi. Þeir sem vilja leggja mannrétt- indabaráttu Amnesty International lið geta lagt frjáls framlög inn á reikning deildarinnar, 0101-26 96991, í Landsbanka Íslands. Allra ábyrgð Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Mannréttindi Grundvallaratriði er, segir Jóhanna K. Eyj- ólfsdóttir, að tryggja að hvergi sé vikið frá meg- inreglum mannréttinda. Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty International.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.