Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 75
Jólakötturinn
á Selfossi
JÓLAMARKAÐUR Ullarvinnsl-
unnar í Þingborg, Jólakötturinn,
verður að þessu sinni á Eyravegi 3
á Selfossi. Þar eru seldar ull-
arvörur og annað vandað hand-
verk.
Jólakötturinn er opinn síðdegis
fram að jólum.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 75
OLÍS í Garðabæ fagnar um
helgina endurbótum og breyt-
ingum á þjónustustöðinni við
Hafnarfjarðarveg. Verslunar-
rýmið hefur verið stækkað um 40
fermetra og allar innréttingar
endurnýjaðar.
Meðal nýjunga á stöðinni er bak-
arí og verður allt bakkelsi selt með
50% afslætti um helgina. Versl-
unarstjóri er Örn Sigurðarson.
Rúm 40 ár eru síðan Olís opnaði
þjónustustöð í Garðabæ. Olís er
einn af styrktaraðilum Stjörn-
unnar í Garðabæ.
Uppgripsverslanir Olís eru nú
20 að tölu um land allt og með
breytingum á versluninni í Garða-
bæ hafa þær allar gengið í gegn-
um endurnýjun á síðustu miss-
erum. Uppgripsverslanir bjóða,
auk hefðbundinnar þjónustu við
bíleigendur, allar helstu nauð-
synjavörur, skyndibita, tímarit og
nú í desember gott úrval jólavara
og jólasælgætis. Með breyting-
unum í Garðabæ rekur Olís enda-
hnút á endurbyggingu hinna hefð-
bundnu bensínstöðva félagsins
sem hófst árið 1995 með breyt-
ingum á stöðinni í Mosfellsbæ, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Örn Sigurðsson, verslunarstjóri í Uppgripi í Garðabæ.
Uppgrip opnað í Garða-
bæ eftir breytingar
ÁRLEG Jólalest Coca-Cola leggur
af stað frá Vífilfelli við Stuðlaháls kl.
16, laugardaginn 8. desember og lýk-
ur ferðinni við Vetrargarð Smára-
lindar kl. 17.30 þar sem verður jóla-
skemmtun.
Að þessu sinni eru fimm Coca-
Cola-vörubílar í jólalestinni, auk
annarra farartækja. Jólaseríurnar
sem skreyta bílalestina eru meira en
2 kílómetrar að lengd með yfir
20.000 perum. Þess má geta að það
tekur 8 starfsmenn u.þ.b. sólarhring
að koma ljósunum fyrir. Hljóðkerfið
sem notað er til að leika jólatónlist-
ina er öllu jöfnu notað á stórtónleik-
um í Laugardalshöll.
Jólalestin leggur af stað frá Víf-
ilfelli við Stuðlaháls kl. 16. Ekið er í
átt að Vesturlandsvegi, upp Víkur-
veg í átt að Spönginni í Grafarvogi.
Þaðan um Gullinbrú niður á Vest-
urlandsveg til vesturs, inn á Sæbraut
til norðurs. Upp Kringlumýrarbraut
til suðurs hvar Jólalestin beygir
vestur Miklubraut. Svo er ekið inn á
Rauðarárstíg og þaðan niður Lauga-
veg. Af Laugavegi verður haldið inn í
Lækjargötu allt að Miklubraut, en
nú ekið í austur, inn á Bústaðaveg og
Kringlumýrarbraut ekin aftur til
suðurs í átt að Smáralind.
Vegna slysahættu sem kynni að
skapast verður í ár brugðið út af
þeirri venju að dreifa sælgæti á með-
an Jólalestin ekur um bæinn. Hjálp-
arsveit skáta sér um öryggisgæslu
nú eins og undanfarin ár svo allir
geti notið Jólalestarinnar hættu-
laust, segir í fréttatilkynningu.
Jólalest
Coca-Cola
leggur
af stað
JÓLAHÁTÍÐ Gleðigjafanna
fyrir fatlaða verður haldin í
Súlnasal Hótel Sögu, sunnu-
daginn 9. desember kl. 15.30 –
18.
Til skemmtunar verður
Hljómsveitin Gleðigjafar,
söngvararnir André Bachmann
og Helga Möller, leikhópurinn
Perlan, Lúðrasveit verkalýðs-
ins, Jóki trúður, jólasveinar,
Strákarnir í 70 mínútum, Ragn-
ar Bjarnason, Magnús Sigurðs-
son trúbador, Bjarni Arason,
Pétur pókus töframaður, Mó-
eiður Júníusdóttir og Barnakór
Kársnesskóla. Kynnir verður
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Miðaverð kr. 500.
Jólahátíð
Gleðigjafanna
SÓLHEIMAR hafa opnað jólamark-
að í Smáralind og verður opið alla
daga fram að jólum.
Á jólamarkaði Sólheima gefst fólki
tækifæri á að sjá og kaupa handverk
vinnustaða og íbúa Sólheima. Meðal
þess sem boðið er upp á eru hljóð-
færi s.s. lýrur og vindhörpur, leik-
föng og skrautmunir úr tré, ýmis-
konar vefnaður, leirmunir, hand-
unnin jóla- og gjafakort, hár- og
handsápur, kerti s.s. bývaxkerti,
hefðbundin kerti og endurunnin
kerti, marmelaði, sultur, chutney og
tómatsósu.
Fólki stendur til boða að lita eigin
jólakerti á jólamarkaði Sólheima í
Smáralind.
Einnig eru Sólheimar með minni
markaði í Kringlunni og Hafnagötu
54 í Keflavík, þar sem áhersla er lögð
á kerti, segir í frétt frá Sólheimum.
Jólamarkaður
Sólheima
HANDVERKSMARKAÐUR verð-
ur sunnudaginn 9. desember í félags-
heimilinu Stað á Eyrarbakka.
Markaðurinn verður opinn frá kl.
14 til 18.
Sjóminjasafnið og Húsið verða op-
in og kaffi og vöfflur verða til sölu í
Rauða húsinu.
Jólahandverks-
markaður
JÓLAMERKI UMSB er komið út.
Að þessu sinni er það kirkjan í Reyk-
holti sem prýðir merkið. Guðmundur
Sigurðsson teiknaði kirkjuna. Hægt
er að fá bæði tökkuð og ótökkuð.
Merkin eru til sölu á skrifstofu
UMSB, auk þess sem við sendum
merkin í pósti hvert á land sem er.
Örkin kostar kr. 350.
Jólamerki UMSB