Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 75

Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 75
Jólakötturinn á Selfossi JÓLAMARKAÐUR Ullarvinnsl- unnar í Þingborg, Jólakötturinn, verður að þessu sinni á Eyravegi 3 á Selfossi. Þar eru seldar ull- arvörur og annað vandað hand- verk. Jólakötturinn er opinn síðdegis fram að jólum. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 75 OLÍS í Garðabæ fagnar um helgina endurbótum og breyt- ingum á þjónustustöðinni við Hafnarfjarðarveg. Verslunar- rýmið hefur verið stækkað um 40 fermetra og allar innréttingar endurnýjaðar. Meðal nýjunga á stöðinni er bak- arí og verður allt bakkelsi selt með 50% afslætti um helgina. Versl- unarstjóri er Örn Sigurðarson. Rúm 40 ár eru síðan Olís opnaði þjónustustöð í Garðabæ. Olís er einn af styrktaraðilum Stjörn- unnar í Garðabæ. Uppgripsverslanir Olís eru nú 20 að tölu um land allt og með breytingum á versluninni í Garða- bæ hafa þær allar gengið í gegn- um endurnýjun á síðustu miss- erum. Uppgripsverslanir bjóða, auk hefðbundinnar þjónustu við bíleigendur, allar helstu nauð- synjavörur, skyndibita, tímarit og nú í desember gott úrval jólavara og jólasælgætis. Með breyting- unum í Garðabæ rekur Olís enda- hnút á endurbyggingu hinna hefð- bundnu bensínstöðva félagsins sem hófst árið 1995 með breyt- ingum á stöðinni í Mosfellsbæ, seg- ir í fréttatilkynningu. Örn Sigurðsson, verslunarstjóri í Uppgripi í Garðabæ. Uppgrip opnað í Garða- bæ eftir breytingar ÁRLEG Jólalest Coca-Cola leggur af stað frá Vífilfelli við Stuðlaháls kl. 16, laugardaginn 8. desember og lýk- ur ferðinni við Vetrargarð Smára- lindar kl. 17.30 þar sem verður jóla- skemmtun. Að þessu sinni eru fimm Coca- Cola-vörubílar í jólalestinni, auk annarra farartækja. Jólaseríurnar sem skreyta bílalestina eru meira en 2 kílómetrar að lengd með yfir 20.000 perum. Þess má geta að það tekur 8 starfsmenn u.þ.b. sólarhring að koma ljósunum fyrir. Hljóðkerfið sem notað er til að leika jólatónlist- ina er öllu jöfnu notað á stórtónleik- um í Laugardalshöll. Jólalestin leggur af stað frá Víf- ilfelli við Stuðlaháls kl. 16. Ekið er í átt að Vesturlandsvegi, upp Víkur- veg í átt að Spönginni í Grafarvogi. Þaðan um Gullinbrú niður á Vest- urlandsveg til vesturs, inn á Sæbraut til norðurs. Upp Kringlumýrarbraut til suðurs hvar Jólalestin beygir vestur Miklubraut. Svo er ekið inn á Rauðarárstíg og þaðan niður Lauga- veg. Af Laugavegi verður haldið inn í Lækjargötu allt að Miklubraut, en nú ekið í austur, inn á Bústaðaveg og Kringlumýrarbraut ekin aftur til suðurs í átt að Smáralind. Vegna slysahættu sem kynni að skapast verður í ár brugðið út af þeirri venju að dreifa sælgæti á með- an Jólalestin ekur um bæinn. Hjálp- arsveit skáta sér um öryggisgæslu nú eins og undanfarin ár svo allir geti notið Jólalestarinnar hættu- laust, segir í fréttatilkynningu. Jólalest Coca-Cola leggur af stað JÓLAHÁTÍÐ Gleðigjafanna fyrir fatlaða verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu, sunnu- daginn 9. desember kl. 15.30 – 18. Til skemmtunar verður Hljómsveitin Gleðigjafar, söngvararnir André Bachmann og Helga Möller, leikhópurinn Perlan, Lúðrasveit verkalýðs- ins, Jóki trúður, jólasveinar, Strákarnir í 70 mínútum, Ragn- ar Bjarnason, Magnús Sigurðs- son trúbador, Bjarni Arason, Pétur pókus töframaður, Mó- eiður Júníusdóttir og Barnakór Kársnesskóla. Kynnir verður Sigmundur Ernir Rúnarsson. Miðaverð kr. 500. Jólahátíð Gleðigjafanna SÓLHEIMAR hafa opnað jólamark- að í Smáralind og verður opið alla daga fram að jólum. Á jólamarkaði Sólheima gefst fólki tækifæri á að sjá og kaupa handverk vinnustaða og íbúa Sólheima. Meðal þess sem boðið er upp á eru hljóð- færi s.s. lýrur og vindhörpur, leik- föng og skrautmunir úr tré, ýmis- konar vefnaður, leirmunir, hand- unnin jóla- og gjafakort, hár- og handsápur, kerti s.s. bývaxkerti, hefðbundin kerti og endurunnin kerti, marmelaði, sultur, chutney og tómatsósu. Fólki stendur til boða að lita eigin jólakerti á jólamarkaði Sólheima í Smáralind. Einnig eru Sólheimar með minni markaði í Kringlunni og Hafnagötu 54 í Keflavík, þar sem áhersla er lögð á kerti, segir í frétt frá Sólheimum. Jólamarkaður Sólheima HANDVERKSMARKAÐUR verð- ur sunnudaginn 9. desember í félags- heimilinu Stað á Eyrarbakka. Markaðurinn verður opinn frá kl. 14 til 18. Sjóminjasafnið og Húsið verða op- in og kaffi og vöfflur verða til sölu í Rauða húsinu. Jólahandverks- markaður JÓLAMERKI UMSB er komið út. Að þessu sinni er það kirkjan í Reyk- holti sem prýðir merkið. Guðmundur Sigurðsson teiknaði kirkjuna. Hægt er að fá bæði tökkuð og ótökkuð. Merkin eru til sölu á skrifstofu UMSB, auk þess sem við sendum merkin í pósti hvert á land sem er. Örkin kostar kr. 350. Jólamerki UMSB
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.