Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 77

Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 77
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 77 V e rð s e m s læ r ö ll m e t P R E N T S N I Ð ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 mánudaga–föstudaga kl . 9–18 laugardag 8. desember kl . 10–16 sunnudag 9. desember kl . 13–16OPIÐ: Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki. 2ja ára ábyrgð og fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. VERÐ SEM SLÆR ÖLL MET VERÐDÆMI: Innbyggingarofnar frá kr. 36.240,- (20% afsláttur) Helluborð m/4 hellum - 15.800,- (35% afsláttur) 4ra hellu keramikborð - 42.480,- (20% afsláttur) Helluborð 2raf + 2gas - 25.730,- (25% afsláttur) Grill, niðurfellt í borð - 17.400,- (40% afsláttur) Djúpst.pottur, niðurfelldur 28.920,- (40% afsláttur) Veggvifta, hvít eða stál 6.900,- (22% afsláttur) Veggháfar, burstað stál frá kr. 23.960,- (30% afsláttur) Eyjuháfur 65x90cm, burstað stál 76.720,- (20% afsláttur) Einnig eldavélar með keramikborði og fjölvirkum ofni, hvítar eða burstað stál, á frábæru verði. TAKMARKAÐAR BIRGÐIR - FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR ELDAVÉLAR - OFNAR HELLUBORÐ - VIFTUR Norðurtangi 3 Verslunar/iðnaðarhúsnæði á einni hæð með tvennum innkeyrsludyrum. Malbikað bílastæði. Góð aðkoma. Laust nú þegar. Óseyri 1 Verslunar/iðnaðarhúsnæði, samtals um 2100 fm að stærð, þar af um rúm- lega 1200 fm. á jarðhæð. Á efri hæð er fullbúin starfsmannaaðstaða. Fjöldi bílastæða er við húsið. Aðkoma góð. Eignin er laus nú þegar. Fasteignasalan BYGGÐ, Strandgötu 29. Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-17. Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni BYGGÐ, símar 462 1744 og 462 1820 Nú um helgina veitir Björn Guðmundsson allar upplýsingar í síma 897 7832. Á ÞESSU og komandi ári munu Sameinuðu þjóðirnar og Ísland gefa út frímerkjaark- ir með ágylltum verð- launapeningi Alfred Nobel. Ísland mun minnast þess að Hall- dór Laxness hefði orð- ið 100 ára á næsta ári, en hann hlaut Nób- elsverðlaunin í bók- menntum 1955. Sam- einuðu þjóðirnar minnast þess svo 10. desember í ár, að aðalritari þeirra og stofnunin sjálf, skiptu með sér friðarverð- launum Nóbels nú í haust, á ald- arafmæli verðlaunanna. Íslenska frímerkið er í smáblokk með mynd af Laxness og texta eftir hann, ásamt verðlaunapeningnum og gylltum ramma. Verðgildi frí- merkisins er kr. 100. Ennfremur er sérútgáfa blokkarinnar með 22 karata upphleyptri gyllingu í pen- ingnum og ramma utan um blokk- ina. Verður þessi útgáfa í sérstakri gjafamöppu. Þá verður einnig sér- stakt myndbréf gefið út af sama til- efni. Þar sem SÞ eru með póststjórnir í þrem löndum, gefa þær út þrjár arkir núna 10. desember; í að- alstöðvunum í New York, í Bern í Sviss og í Vín í Austurríki. Þá eru verðgildi frímerkjanna í tilheyr- andi peningaverðgildum eða; sviss- neskum frönkum, austurrískum skildingum og amerískum dölum. Í rökum norsku nefndarinnar segir meðal annars um Kofi Annan: Hann hefir varið mestu af starfsævi sinni hjá SÞ. Sem aðalritari hefir hann gengið fram fyrir skjöldu við að gæða stofnunina nýju lífi. Jafn- framt hefir verið undirstrikuð söguleg ábyrgð SÞ að verja frið meðal þjóðanna og veita þeim ör- yggi. Þá hefir hann varið miklu starfi í að berjast fyrir mannrétt- indum. Þar er honum ekkert óvið- komandi, svo sem HIV og eyðni eða hryðjuverk. Einnig hefir honum tekist að bæta hagnýtingu fjár- muna samtakanna. Í samtökum, sem ekki geta orðið neitt meira en meðlimaríkin leyfa, hefir hann þó gert öllum ljóst, að hið æðsta vald getur aldrei orðið skálkaskjól fyrir neitt þeirra. Ennfremur segir um SÞ: „Sam- einuðu þjóðirnar hafa unnið marga sigra í sögu sinni og oft orðið undan að láta. Með því að veita Frið- arverðlaunin til stofnunarinnar á 100 ára afmæli verðlaunanna, í fyrsta sinn. Vill norska Nób- elsverðlaunanefndin undirstrika að eina færa samningaleiðin til heims- friðar liggur um Sameinuðu þjóð- irnar.“ Ísland og SÞ gefa út Nóbelsfrímerki Smáörkin með mynd af Laxness og verðlauna- peningnum. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ veitir árlega námsstyrk vegna lokaverk- efnis á meistarastigi í hagfræði eða viðskiptafræði sem fjallar um efni á sviði efnahags- og ríkisfjármála. Styrkurinn nemur 500.000 krónum og er veittur í tvennu lagi. Ákveðið hefur verið að styrkinn hljóti Helga Óskarsdóttir sem stund- ar meistaranám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Verkefni hennar fjallar um uppgjör ríkisreiknings og verðmætamat ríkiseigna. Fjármálaráðherra afhenti Helgu Óskarsdóttur styrkinn í dag ásamt viðurkenningarskjali. Úthlutun námsstyrks FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar á Reykjanesi sunnu- daginn 9. desember. Gengið verður frá Keflavíkurvegi að Staðarborg, fornri fjárborg. Þetta er um 3–4 klst. ganga. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Verð kr. 1.000 fyrir félagsmenn en kr. 1.200 fyrir aðra. Gengið um Reykjanes SKÍÐASVÆÐIN hafa gefið út nýja skíðapassa sem gilda fyrir skíða- svæðin í Bláfjöllum, Skálafelli og á Hengilssvæðinu. „Eins og undanfar- in ár er boðið upp á vetrarpassa, en auk þess er nú hægt að kaupa mán- aðarpassa, sem er góður kostur fyrir þá sem stunda skíðasvæðin mismikið eftir mánuðum. Þannig er hægt að kaupa sérstaka passa fyrir janúar, febrúar, mars og apríl og kostar fyr- ir mánuðinn 5.000 kr. fyrir fullorðna, en 2.500 fyrir börn. Vetrarpassinn gildir aftur á móti alla mánuði vetr- arins og er því fljótur að borga sig fyrir þá sem stunda skíðasvæðin af krafti. Vetrarpassanum fylgir nú auk þess eitt dagskort í Hlíðarfjall á Akureyri, en það er hluti af auknu samstarfi skíðasvæðanna á höfuð- borgarsvæðinu og í Hlíðarfjalli. Fullt verð vetrarpassa er 12.000 fyrir fullorðna og 6.000 fyrir börn, en fram til áramóta eru vetrarpassarnir seldir á sérstöku tilboðsverði sem er 9.900 fyrir fullorðna og 4.900 fyrir börn. Eftir sem áður er hægt að kaupa dagskort á skíðasvæðunum og kostar dagskortið 900 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Sala skíðpassanna fer fram í öllum skíðaverslunum, hjá skíðafélögunum og að sjálfsögðu á skíðasvæðunum sjálfum. Opið hefur verið í Skálafelli undanfarna daga og er það í fyrsta skipti á þessari öld sem skíðasvæðið er opið, þar sem ekki var unnt að opna svæðið neitt í fyrra vegna snjó- leysis. Sala skíðapassanna fer vel af stað enda lofar veturinn mjög góðu og er greinilegt að skíðamenn láta ekki segja sér það tvisvar þegar Vet- ur konungur gefur grænt ljós á opn- un skíðasvæðanna,“ segir í fréttatil- kynningu. Nýir skíðapassar á skíðasvæðunum Leikið og dansað á árshátíð Húnavallaskóla Röng mynd var með frétt frá Húnavallaskóla í blaðinu í gær. Þessi mynd er frá árshátíðinni. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangur myndatexti Rangt var farið með nafn Alex Freys Gunnarssonar í frétt um Opna IDSF-danskeppni undir fyrirsögn- inni, Framfarir í dansinum í gær, en rétt var farið með nafn hans í úr- slitadálki. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Morgunblaðið/Jón Sig. Skemmtiatriði á árshátíðinni voru vel heppnuð og allir skemmtu sér vel. Leiðrétt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Eddu – miðlun og útgáfu: „Edda – miðlun og útgáfa mun ekki hækka verð á þeim geisla- diskum sem útgáfan sendir frá sér fyrir þessi jól. Algengasta heild- söluverð á geisladiskum frá Eddu er 1.285 kr. og mun það verð halda sér til jóla. Leiðbeinandi útsöluverð er þá 2.399 kr. Edda – miðlun og útgáfa hefur sent frá sér hátt á þriðja tug nýrra titla á þessu ári, en stefna tónlistar- útgáfunnar er að senda frá sér vandaða íslenska tónlist af fjöl- breytilegu tagi. Meðal þeirra titla sem Edda – miðlun og útgáfa sendir frá sér fyr- ir jólin eru Sálmar jólanna með Sig- urði Flosasyni og Gunnari Gunn- arssyni, Galfjaðrir, úrval af þekktustu lögum KK, Far þinn veg með Megasi, fyrsti geisladiskur Jó- hanns Friðgeirs Valdimarssonar tenórs, Fagur fiskur í sjó, með Eddu Heiðrúnu Backman, og nýjar plötur frá hljómsveitunum Guitar Islancio og Rússíbönum, Ham, Úlpu og fleirum. Brögð hafa verið að því að ein- stakir smásöluaðilar hafi hækkað verð á geisladiskum Eddu – miðl- unar og útgáfu til samræmis við verðhækkanir annarra útgefenda. Rétt er að taka fram að slíkar að- gerðir eru alfarið á ábyrgð viðkom- andi smásöluaðila.“ Edda hækkar ekki verð á geisladiskum STÖÐIN ehf. sendi nýlega frá sér geislaplötuna „Sönglögin í leikskól- anum 3“ með 16 sönglögum. Öll lögin eru sungin og leikin af börnum. Á plötunni eru bæði leikskólalög og sígild barnalög, segir í fréttatil- kynningu. Sönglögin í leikskólanum SÖNGSVEIT Hveragerðis heldur tónleika sunnudaginn 9. desember kl. 17 í Hveragerðiskirkju. Innlend og erlend jólalög, ein- söngur, tvísöngur og kór úr Grunn- skólanum í Hveragerði syngur nokkur lög. Undirleikari er Ester Ólafsdóttir og básúnuleikari Ian Wilkinson. Stjórnandi er Margrét S. Stefánsdóttir. Tónleikar í Hveragerði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.