Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 77

Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 77
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 77 V e rð s e m s læ r ö ll m e t P R E N T S N I Ð ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 mánudaga–föstudaga kl . 9–18 laugardag 8. desember kl . 10–16 sunnudag 9. desember kl . 13–16OPIÐ: Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki. 2ja ára ábyrgð og fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. VERÐ SEM SLÆR ÖLL MET VERÐDÆMI: Innbyggingarofnar frá kr. 36.240,- (20% afsláttur) Helluborð m/4 hellum - 15.800,- (35% afsláttur) 4ra hellu keramikborð - 42.480,- (20% afsláttur) Helluborð 2raf + 2gas - 25.730,- (25% afsláttur) Grill, niðurfellt í borð - 17.400,- (40% afsláttur) Djúpst.pottur, niðurfelldur 28.920,- (40% afsláttur) Veggvifta, hvít eða stál 6.900,- (22% afsláttur) Veggháfar, burstað stál frá kr. 23.960,- (30% afsláttur) Eyjuháfur 65x90cm, burstað stál 76.720,- (20% afsláttur) Einnig eldavélar með keramikborði og fjölvirkum ofni, hvítar eða burstað stál, á frábæru verði. TAKMARKAÐAR BIRGÐIR - FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR ELDAVÉLAR - OFNAR HELLUBORÐ - VIFTUR Norðurtangi 3 Verslunar/iðnaðarhúsnæði á einni hæð með tvennum innkeyrsludyrum. Malbikað bílastæði. Góð aðkoma. Laust nú þegar. Óseyri 1 Verslunar/iðnaðarhúsnæði, samtals um 2100 fm að stærð, þar af um rúm- lega 1200 fm. á jarðhæð. Á efri hæð er fullbúin starfsmannaaðstaða. Fjöldi bílastæða er við húsið. Aðkoma góð. Eignin er laus nú þegar. Fasteignasalan BYGGÐ, Strandgötu 29. Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-17. Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni BYGGÐ, símar 462 1744 og 462 1820 Nú um helgina veitir Björn Guðmundsson allar upplýsingar í síma 897 7832. Á ÞESSU og komandi ári munu Sameinuðu þjóðirnar og Ísland gefa út frímerkjaark- ir með ágylltum verð- launapeningi Alfred Nobel. Ísland mun minnast þess að Hall- dór Laxness hefði orð- ið 100 ára á næsta ári, en hann hlaut Nób- elsverðlaunin í bók- menntum 1955. Sam- einuðu þjóðirnar minnast þess svo 10. desember í ár, að aðalritari þeirra og stofnunin sjálf, skiptu með sér friðarverð- launum Nóbels nú í haust, á ald- arafmæli verðlaunanna. Íslenska frímerkið er í smáblokk með mynd af Laxness og texta eftir hann, ásamt verðlaunapeningnum og gylltum ramma. Verðgildi frí- merkisins er kr. 100. Ennfremur er sérútgáfa blokkarinnar með 22 karata upphleyptri gyllingu í pen- ingnum og ramma utan um blokk- ina. Verður þessi útgáfa í sérstakri gjafamöppu. Þá verður einnig sér- stakt myndbréf gefið út af sama til- efni. Þar sem SÞ eru með póststjórnir í þrem löndum, gefa þær út þrjár arkir núna 10. desember; í að- alstöðvunum í New York, í Bern í Sviss og í Vín í Austurríki. Þá eru verðgildi frímerkjanna í tilheyr- andi peningaverðgildum eða; sviss- neskum frönkum, austurrískum skildingum og amerískum dölum. Í rökum norsku nefndarinnar segir meðal annars um Kofi Annan: Hann hefir varið mestu af starfsævi sinni hjá SÞ. Sem aðalritari hefir hann gengið fram fyrir skjöldu við að gæða stofnunina nýju lífi. Jafn- framt hefir verið undirstrikuð söguleg ábyrgð SÞ að verja frið meðal þjóðanna og veita þeim ör- yggi. Þá hefir hann varið miklu starfi í að berjast fyrir mannrétt- indum. Þar er honum ekkert óvið- komandi, svo sem HIV og eyðni eða hryðjuverk. Einnig hefir honum tekist að bæta hagnýtingu fjár- muna samtakanna. Í samtökum, sem ekki geta orðið neitt meira en meðlimaríkin leyfa, hefir hann þó gert öllum ljóst, að hið æðsta vald getur aldrei orðið skálkaskjól fyrir neitt þeirra. Ennfremur segir um SÞ: „Sam- einuðu þjóðirnar hafa unnið marga sigra í sögu sinni og oft orðið undan að láta. Með því að veita Frið- arverðlaunin til stofnunarinnar á 100 ára afmæli verðlaunanna, í fyrsta sinn. Vill norska Nób- elsverðlaunanefndin undirstrika að eina færa samningaleiðin til heims- friðar liggur um Sameinuðu þjóð- irnar.“ Ísland og SÞ gefa út Nóbelsfrímerki Smáörkin með mynd af Laxness og verðlauna- peningnum. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ veitir árlega námsstyrk vegna lokaverk- efnis á meistarastigi í hagfræði eða viðskiptafræði sem fjallar um efni á sviði efnahags- og ríkisfjármála. Styrkurinn nemur 500.000 krónum og er veittur í tvennu lagi. Ákveðið hefur verið að styrkinn hljóti Helga Óskarsdóttir sem stund- ar meistaranám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Verkefni hennar fjallar um uppgjör ríkisreiknings og verðmætamat ríkiseigna. Fjármálaráðherra afhenti Helgu Óskarsdóttur styrkinn í dag ásamt viðurkenningarskjali. Úthlutun námsstyrks FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar á Reykjanesi sunnu- daginn 9. desember. Gengið verður frá Keflavíkurvegi að Staðarborg, fornri fjárborg. Þetta er um 3–4 klst. ganga. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Verð kr. 1.000 fyrir félagsmenn en kr. 1.200 fyrir aðra. Gengið um Reykjanes SKÍÐASVÆÐIN hafa gefið út nýja skíðapassa sem gilda fyrir skíða- svæðin í Bláfjöllum, Skálafelli og á Hengilssvæðinu. „Eins og undanfar- in ár er boðið upp á vetrarpassa, en auk þess er nú hægt að kaupa mán- aðarpassa, sem er góður kostur fyrir þá sem stunda skíðasvæðin mismikið eftir mánuðum. Þannig er hægt að kaupa sérstaka passa fyrir janúar, febrúar, mars og apríl og kostar fyr- ir mánuðinn 5.000 kr. fyrir fullorðna, en 2.500 fyrir börn. Vetrarpassinn gildir aftur á móti alla mánuði vetr- arins og er því fljótur að borga sig fyrir þá sem stunda skíðasvæðin af krafti. Vetrarpassanum fylgir nú auk þess eitt dagskort í Hlíðarfjall á Akureyri, en það er hluti af auknu samstarfi skíðasvæðanna á höfuð- borgarsvæðinu og í Hlíðarfjalli. Fullt verð vetrarpassa er 12.000 fyrir fullorðna og 6.000 fyrir börn, en fram til áramóta eru vetrarpassarnir seldir á sérstöku tilboðsverði sem er 9.900 fyrir fullorðna og 4.900 fyrir börn. Eftir sem áður er hægt að kaupa dagskort á skíðasvæðunum og kostar dagskortið 900 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Sala skíðpassanna fer fram í öllum skíðaverslunum, hjá skíðafélögunum og að sjálfsögðu á skíðasvæðunum sjálfum. Opið hefur verið í Skálafelli undanfarna daga og er það í fyrsta skipti á þessari öld sem skíðasvæðið er opið, þar sem ekki var unnt að opna svæðið neitt í fyrra vegna snjó- leysis. Sala skíðapassanna fer vel af stað enda lofar veturinn mjög góðu og er greinilegt að skíðamenn láta ekki segja sér það tvisvar þegar Vet- ur konungur gefur grænt ljós á opn- un skíðasvæðanna,“ segir í fréttatil- kynningu. Nýir skíðapassar á skíðasvæðunum Leikið og dansað á árshátíð Húnavallaskóla Röng mynd var með frétt frá Húnavallaskóla í blaðinu í gær. Þessi mynd er frá árshátíðinni. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangur myndatexti Rangt var farið með nafn Alex Freys Gunnarssonar í frétt um Opna IDSF-danskeppni undir fyrirsögn- inni, Framfarir í dansinum í gær, en rétt var farið með nafn hans í úr- slitadálki. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Morgunblaðið/Jón Sig. Skemmtiatriði á árshátíðinni voru vel heppnuð og allir skemmtu sér vel. Leiðrétt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Eddu – miðlun og útgáfu: „Edda – miðlun og útgáfa mun ekki hækka verð á þeim geisla- diskum sem útgáfan sendir frá sér fyrir þessi jól. Algengasta heild- söluverð á geisladiskum frá Eddu er 1.285 kr. og mun það verð halda sér til jóla. Leiðbeinandi útsöluverð er þá 2.399 kr. Edda – miðlun og útgáfa hefur sent frá sér hátt á þriðja tug nýrra titla á þessu ári, en stefna tónlistar- útgáfunnar er að senda frá sér vandaða íslenska tónlist af fjöl- breytilegu tagi. Meðal þeirra titla sem Edda – miðlun og útgáfa sendir frá sér fyr- ir jólin eru Sálmar jólanna með Sig- urði Flosasyni og Gunnari Gunn- arssyni, Galfjaðrir, úrval af þekktustu lögum KK, Far þinn veg með Megasi, fyrsti geisladiskur Jó- hanns Friðgeirs Valdimarssonar tenórs, Fagur fiskur í sjó, með Eddu Heiðrúnu Backman, og nýjar plötur frá hljómsveitunum Guitar Islancio og Rússíbönum, Ham, Úlpu og fleirum. Brögð hafa verið að því að ein- stakir smásöluaðilar hafi hækkað verð á geisladiskum Eddu – miðl- unar og útgáfu til samræmis við verðhækkanir annarra útgefenda. Rétt er að taka fram að slíkar að- gerðir eru alfarið á ábyrgð viðkom- andi smásöluaðila.“ Edda hækkar ekki verð á geisladiskum STÖÐIN ehf. sendi nýlega frá sér geislaplötuna „Sönglögin í leikskól- anum 3“ með 16 sönglögum. Öll lögin eru sungin og leikin af börnum. Á plötunni eru bæði leikskólalög og sígild barnalög, segir í fréttatil- kynningu. Sönglögin í leikskólanum SÖNGSVEIT Hveragerðis heldur tónleika sunnudaginn 9. desember kl. 17 í Hveragerðiskirkju. Innlend og erlend jólalög, ein- söngur, tvísöngur og kór úr Grunn- skólanum í Hveragerði syngur nokkur lög. Undirleikari er Ester Ólafsdóttir og básúnuleikari Ian Wilkinson. Stjórnandi er Margrét S. Stefánsdóttir. Tónleikar í Hveragerði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.