Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 85

Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 85
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 85 á nokkrum tegundum af Amerískum ísskápum meðan birgðir endast. 15-20% afsláttur Feluleikur (Hide and Seek) Spennumynd Bandaríkin 2000. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (103 mín.) Leikstjórn Sidn- ey J. Furie. Aðalhlutverk Daryl Hannah, Jennifer Tilly, Vincent Gallo. FELULEIKUR er spennumynd með ágætu leikaraliði sem fer prýði- lega af stað. Vægast sagt sérkenni- legt utangarðspar rænir nýbarns- hafandi konu í þeim tilgangi að hirða ófætt barnið hennar. Þau kefla hana niðri í kjallara hjá sér og sviðsetja dauðaslys hennar en eiginmaðurinn á samt mjög erfitt með trúa því að hann sé orðinn ekkill. Hann finnur fljótt vísbendingar sem benda til þess að hann hafi rétt fyrir sér en lög- reglan sér litla ástæðu til þess að taka mark á hon- um. Eins og fyrr segir fer myndin ágætlega af stað, spennan stigmagn- ast og persónur eru áhugaverðar. Um miðbikið fer hins vegar allt í tóma þvælu, blóðbaðið verður yfir- gengilegt og hver spennuklisjan rek- ur aðra, óþokkarnir ganga í makind- um á eftir spretthlaupandi fórnar- lambinu og ná því samt og sama hversu hjakkað er á þeim (óþokkun- um) þá ætla þeir aldrei að drepast. Þetta er náttúrlega mesta synd og skömm því leikararnir gera sitt besta. Tilly fer reyndar vel yfir strik- ið í ofleiknum en Gallo er óhugnan- lega sannfærandi og Hannah með besta móti. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Blessað barnalán Sáli er við (The Shrink is In) Gamanmynd Bandaríkin, 2000. Myndform VHS. Bönn- uð innan 12 ára. (90 mín.) Leikstjórn: Richard Benjamin. Aðalhlutverk: Courtn- ey Cox og David Arquette. Í ÞESSARI léttu gamanmynd segir frá Samönthu sem missir tökin á lífinu eftir að kærastinn segir henni upp á allfruntalegan hátt. Hún tekur að sækja tíma hjá sálfræðingi sem hins vegar brotnar líka niður andlega og er lagð- ur inn á heilsuhæli. Tekur Samantha þá við stofunni í lúmskri tilraun til að hitta og fanga hinn eina rétta. Hér er á ferðinni rómantísk gaman- saga þar sem ekki er allt sem sýnist og prinsinn birtist í froskagervi. Framvindan kemur glöggum áhorf- endum líklegast hvergi á óvart en auðvelt er að hafa gaman af mynd- inni vegna ágætrar frammistöðu hjónakornanna Cox og Arquette í aðalhlutverkunum. Heiða Jóhannsdóttir Í gervi geðlæknis MÁNUDAGURINN 3. desember var síðasti skiladagur tillagna að tilnefningum til Íslensku tónlist- arverðlaunanna og bárust yfir 350 tilnefningar, var það reyndar svo að biðröð myndaðist fyrir ut- an skrifstofu framkvæmdastjór- ans. Nú eru tilnefningarnar farnar áfram til fagnefnda sem munu ákvarða fimm tilnefningar fyrir hvern flokk. Flokkarnir eru: – Popp- og rokkhljómplata ársins – Popp- og rokkflytjandi ársins – Popp- og rokklag ársins – Popp- og rokksöngvari ársins – Popp- og rokksöngkona ársins – Popp- og rokkmyndband ársins – Bjartasta vonin (popp og rokk) – Klassísk plata ársins – Klassískur flytjandi ársins – Klassískt tónverk ársins – Djassplata ársins – Djassflytjandi ársins Tilnefningar verða svo kynntar 13. desember en sjálf verðlauna- afhendingin fer fram í febrúar á næsta ári. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bubbi hlaut heiðursverðlaun tónlistarverðlaunanna árið 1999. Íslensku tónlistarverðlaunin Verðlaunað í tólf flokkum Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.