Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 85

Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 85
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 85 á nokkrum tegundum af Amerískum ísskápum meðan birgðir endast. 15-20% afsláttur Feluleikur (Hide and Seek) Spennumynd Bandaríkin 2000. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (103 mín.) Leikstjórn Sidn- ey J. Furie. Aðalhlutverk Daryl Hannah, Jennifer Tilly, Vincent Gallo. FELULEIKUR er spennumynd með ágætu leikaraliði sem fer prýði- lega af stað. Vægast sagt sérkenni- legt utangarðspar rænir nýbarns- hafandi konu í þeim tilgangi að hirða ófætt barnið hennar. Þau kefla hana niðri í kjallara hjá sér og sviðsetja dauðaslys hennar en eiginmaðurinn á samt mjög erfitt með trúa því að hann sé orðinn ekkill. Hann finnur fljótt vísbendingar sem benda til þess að hann hafi rétt fyrir sér en lög- reglan sér litla ástæðu til þess að taka mark á hon- um. Eins og fyrr segir fer myndin ágætlega af stað, spennan stigmagn- ast og persónur eru áhugaverðar. Um miðbikið fer hins vegar allt í tóma þvælu, blóðbaðið verður yfir- gengilegt og hver spennuklisjan rek- ur aðra, óþokkarnir ganga í makind- um á eftir spretthlaupandi fórnar- lambinu og ná því samt og sama hversu hjakkað er á þeim (óþokkun- um) þá ætla þeir aldrei að drepast. Þetta er náttúrlega mesta synd og skömm því leikararnir gera sitt besta. Tilly fer reyndar vel yfir strik- ið í ofleiknum en Gallo er óhugnan- lega sannfærandi og Hannah með besta móti. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Blessað barnalán Sáli er við (The Shrink is In) Gamanmynd Bandaríkin, 2000. Myndform VHS. Bönn- uð innan 12 ára. (90 mín.) Leikstjórn: Richard Benjamin. Aðalhlutverk: Courtn- ey Cox og David Arquette. Í ÞESSARI léttu gamanmynd segir frá Samönthu sem missir tökin á lífinu eftir að kærastinn segir henni upp á allfruntalegan hátt. Hún tekur að sækja tíma hjá sálfræðingi sem hins vegar brotnar líka niður andlega og er lagð- ur inn á heilsuhæli. Tekur Samantha þá við stofunni í lúmskri tilraun til að hitta og fanga hinn eina rétta. Hér er á ferðinni rómantísk gaman- saga þar sem ekki er allt sem sýnist og prinsinn birtist í froskagervi. Framvindan kemur glöggum áhorf- endum líklegast hvergi á óvart en auðvelt er að hafa gaman af mynd- inni vegna ágætrar frammistöðu hjónakornanna Cox og Arquette í aðalhlutverkunum. Heiða Jóhannsdóttir Í gervi geðlæknis MÁNUDAGURINN 3. desember var síðasti skiladagur tillagna að tilnefningum til Íslensku tónlist- arverðlaunanna og bárust yfir 350 tilnefningar, var það reyndar svo að biðröð myndaðist fyrir ut- an skrifstofu framkvæmdastjór- ans. Nú eru tilnefningarnar farnar áfram til fagnefnda sem munu ákvarða fimm tilnefningar fyrir hvern flokk. Flokkarnir eru: – Popp- og rokkhljómplata ársins – Popp- og rokkflytjandi ársins – Popp- og rokklag ársins – Popp- og rokksöngvari ársins – Popp- og rokksöngkona ársins – Popp- og rokkmyndband ársins – Bjartasta vonin (popp og rokk) – Klassísk plata ársins – Klassískur flytjandi ársins – Klassískt tónverk ársins – Djassplata ársins – Djassflytjandi ársins Tilnefningar verða svo kynntar 13. desember en sjálf verðlauna- afhendingin fer fram í febrúar á næsta ári. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bubbi hlaut heiðursverðlaun tónlistarverðlaunanna árið 1999. Íslensku tónlistarverðlaunin Verðlaunað í tólf flokkum Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.