Morgunblaðið - 26.01.2003, Side 19

Morgunblaðið - 26.01.2003, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 19 ÞEGAR þess er gætt hve mikið við Íslend-ingar leggjum upp úr því að eiga húsnæðier eiginlega hálfgerð synd að við skulumekki fæðast með það á bakinu. Við erumhvort eð er flest vart komin í heiminn fyrr en við erum komin með einhvern eignarhlut í húseign á bakið sem hluta af ábyrgri fjölskyldu. Þegar við erum svo nógu gömul til að sleppa byrð- inni, líður sjaldan á löngu þar til við verðum okkur úti um okkar eigin sjálf- stæðu eign til að burðast með það sem við eigum ólif- að, eða því sem næst. Kannski er það þess vegna sem við virðumst mjakast á hraða snigilsins í átt til einhvers sem mætti kalla mannlegan þroska og felst meðal annars í því að leggja meiri rækt við okk- ur sjálf sem manneskjur en þann búnað sem við telj- um okkur trú um að við þurfum að eignast til að geta notið lífsins. Munurinn á viðhorfi okkar til umbúnaðar annars vegar, en innihalds hins vegar kemur fram með ýms- um hætti, en verður óvíða jafn sorglega augljós og á menningarsviðinu. Þar hefur lengst af ríkt stefna sem kalla mætti menningarsteypustefnu og einkenn- ist af þeirri viðleitni að breyta menningu og listum í fasteignir. Auðvitað getur það verið forsenda tiltekinnnar starfsemi að hún geti holað sér einhvers staðar niður, en æði oft hefur það viljað brenna við, ekki síst þegar skattpeningar almennings eru innan seilingar að rok- ið sé af stað með metnaðarfull byggingaráform og byrjað að steypa yfirgripsmiklar plötur og slá upp háleitum veggjum án þess að menn hafi af sama metnaði tryggt framtíð, vöxt og viðgang þeirrar starfsemi sem byggingunni er ætlað að hýsa. Eitt af því sem þetta leiðir af sér eru glæsilega hýstar stofnanir sem eiga í sífelldum fjárhagsvanda og geta í raun ekki gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað. Hin dapurlega staðreynd er sú að þessi til- komumiklu hús eru alls ekki forsenda starfseminnar, heldur eru henni hreinlega fjötur um fót. Þau minna á íburðarmikla krúsidúlluramma sem þrengja að og þvinga myndirnar inni í þeim. En myndir þær sem hér eiga í hlut eru ekki safngripir, heldur vettvangur síkvikrar sköpunar og þarfnast því aðstæðna sem gerir þeim kleift að þroskast og þróast í sífellu í nýj- ar og óvæntar áttir. Sem dæmi um fórnarlömb menningarsteypustefn- unnar má nefna Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu og Ríkisútvarpið í Útvarpshúsinu við Efsta- leiti. Og hver er svo ástæðan fyrir þessum hremm- ingum? Líklegasta ástæðan fyrir þessum gangi mála er sú að þeim sem taka ákvarðanir um meðferð á skattpeningunum okkar, finnst auðveldara að verja það fyrir okkur, húseignabrjálæðingunum, að verja þeim í að steypa plötur og veggi, en til þess að búa til leiksýningar, dagskrárefni eða tónlist. Meðan svo er er lítil von til þess að þetta breytist nokkuð. Á síðustu árum hefur svonefndri einkavæðingu ver- ið hrundið í framkvæmd með ýmsum hætti og mis- munandi afleiðingum. Ein birtingarmynd einkavæð- ingar er sú að einkaaðilar taki við eignarhaldi og rekstri fasteigna, en opinberir aðilar losi þannig fé til að efla þá starfsemi sem fram fer í viðkomandi hús- um. Miðað við áhuga einkageirans á menningu og list- um er einsýnt að þessi leið er mun vænlegri en einkavæðing sjálfrar starfseminnar. Ef til vill er því hér komin leið til að létta þeirri steypubyrði af menningar- og listastarfsemi í landinu sem nú sligar hana víða svo átakanlega og forða henni um leið frá alræði hins íslenska örmarkaðar. Einkavæðing menn- ingarsteypunnar HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson tundra@vortex.is Krít- paradís Eyjahafsins Andrúmslofti› á Krít er einstakt - margir a›la›andi fer›amannasta›ir og úrval skemmtilegra sko›unarfer›a gera eyjuna a› ómótstæ›ilegum áfangasta› fyrir fer›agla›a Íslendinga. Perla Mi›jar›arhafsins sem hefur veri› efst á vinsældalista sólarlandafara í Evrópu um áratugaskei›. Engin íslensk fer›askrifstofa getur státa› af sambærilegri flekkingu á Mallorca. Portúgal - vinsælasti áfangasta›ur okkar og ekki a› ástæ›ulausu fia› er eitthva› ósnorti› vi› Portúgal, landi› og fljó›ina sem flar b‡r - eitthva› sem erfitt er a› útsk‡ra e›a festa hendur á. fietta upplifa farflegar okkar sérstaklega sterkt á vorin flegar allt mannlíf er a› springa út. Ver›dæmi 12. apríl í 13 nætur 63.467 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn í íbú› á Paladim. 82.155 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na í stúdió á Brisa Sol. Mallorca - strönd og stórkostleg heimsborg Ver›dæmi 11. apríl í 13 nætur 59.243 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn í íbú› á Royal Beach. 76.330 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na í stúdió á Royal Beach. Ver›dæmi 13. apríl í 13 nætur 59.883 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn í íbú› á Ikaros. 79.170 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na í íbú› á Ikaros. Benidorm sameinar fjörugt strandlíf og ví›frægt næturlíf. Einnig bjó›um vi› upp á Albir, en fla› er skemmtilegur og vinalegur smábær rétt vi› Benidorm sem öll fjölskyldan tekur ástfóstri vi› frá fyrsta degi. Ver›dæmi 13. apríl í 13 nætur 57.343 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn í íbú› á La Colina. 70.630 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na í stúdió á La Colina. Benidorm Albir- sta›ur sóld‡rkenda ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 00 46 01 /2 00 3 5. apríl í 18 nætur - laus sæti Kanaríeyjar eru einstakar, tala› er um eyjar hins eilífa vors. Ve›ursæld er mikil og um páska má segja a› flar sé sérlega flægilegt ve›ur fyrir okkur Íslendinga. Kanaríeyjar - eyjar hins eilífa vors Ver›dæmi 12. apríl í 11 nætur 66.965 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na og 3 börn í íbú› m/2 svefnh. á Santa Barbara. 87.030 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na í íbú› á Las Camelias. Uppselt/bi›listi Lágmúla 4: 585 4000 Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 Umbo›smenn um land allt * Innifali› í ver›dæmum: Flug, flugvallarskattar, gisting, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Uppselt/bi›listi Gluggatjaldaefni frá 200 kr. metrinn Síðasta útsöluvika Skipholti 35, sími 553 5677 Opið mán.-fös. 11-18, laugard. 11-14. Verslunin hættir 31. janúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.