Morgunblaðið - 22.10.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 22.10.2005, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óhappið við Land-spítalann þegarbílkrani féll um koll og hafði næstum vald- ið stórslysi vekur upp spurningar um ástand mála við vinnustaði þar sem kranavinna á sér stað. Vinnuvéladeild Vinnueft- irlits ríkisins annast eftir- lit með byggingakrönum og samkvæmt yfirliti frá Vinnueftirlitinu eru slysin við þessi tæki orðin 20 að tölu frá 2001. Á sama tímabili eru óhöpp skráð 26. Hafa ber í huga að bygginga- krönum hefur fjölgað um nær 50% frá árinu 2001 eða úr 179 í 267. Slysum hefur hins vegar ekki fjölgað á þessu tímabili heldur þvert á móti fækkað hlutfallslega og má nefna að það sem af er þessu ári hefur eitt kranaslys orð- ið. Frá 2001 til 2004 eru að með- altali tæp 5 slys á ári. Flest voru slysin 7 árið 2003. Hvað varðar óhöppin kemur í ljós að fjöldi þeirra hefur staðið nokkurn veginn í stað. Álíka mörg óhöpp verða að meðaltali á ári eins og slys og ef litið er til mikillar fjölgunar byggingakrana hefur óhöppum fækkað hlutfallslega. Þegar óhöpp eða slys verða í tengslum við byggingakrana er það í verkahring Vinnueftirlitsins að kanna aðstæður á vettvangi. Felst sú könnun í að komast að or- sökunum og gefa fyrirmæli um að viðgerð fari fram eftir fyrirmæl- um framleiðanda eða vinnist undir stjórn óháðs viðurkennds aðila. Síðan er notkun bönnuð þar til út- tekt Vinnueftirlitsins hefur farið fram eftir viðgerð. Algengustu óhöppin verða við uppsetningu Algengustu óhöppin verða við uppsetningu krananna sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnueft- irlitinu. Eitthvað virðist skorta á að menn fari ekki eftir fyrirmæl- um framleiðanda um uppsetningu kranans. Eru dæmi um að menn trassi að nota gátlista, heldur treysti á minnið við þessa vinnu. Vinnueftirlitið er eftirlitsaðili með byggingakrönum og eru kranarnir skoðaðir einu sinni á ári. Teknir eru út hlutir á borð við burðarvirki, víra, undirstöðu, and- vægi kranans. Þá er öryggisbún- aður sannreyndur sem og um- hverfi hans. Auk þess á að skoða krana eftir hverja uppsetningu. Byggingakrani verður að uppfylla öll þau skilyrði sem kveðið er á um í reglum um vélar og tæknilegan búnað og það sem kveðið er á um í handbók framleiðanda um við- komandi krana. Ekki er óalgengt að Vinnueft- irlitið banni notkun krana sem ekki standast þessi skilyrði. Notk- un allra byggingakrana sem flutt- ir eru til landsins er sjálfkrafa bönnuð þar til úttekt Vinnueftir- litsins hefur farið fram eftir upp- setningu en við þetta bætist að Vinnueftirlitið bannar notkun um 15 krana á ári. Ástæðurnar eru helst raktar til þess að einverju er ábótavant, s.s. ófullnægjandi und- irstaða, vírar eða skemmdir í burðarvirki, bilun í bremsubúnaði og bilun í öryggisbúnaði. Hvað kranastjórana sjálfa snertir eru gerðar ákveðnar kröf- ur til þeirra og þurfa þeir að hafa gilt vinnuvélaskírteini fyrir bygg- ingakrana. Georg Árnason fulltrúi hjá vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins segist ekki kvarta undan alvarleg- um brotalömum á þessu sviði en helstu brotalamirnar varðandi kranastjórana felast í því þegar réttindalausir menn eru fengnir í stað kranastjóra sem forfallast eða hætta störfum. Meðal verktaka sem hafa bygg- ingakrana á sínum snærum skap- ast mikil umræða í kjölfar slysa og óhappa og því má segja að menn reyni að draga einhvern lærdóm af því sem miður fer í meðhöndlun þessara tækja. Af hálfu Vinnueft- irlitsins er reynslan af óhöppum og slysum notuð í kennslu á nám- skeiðum í stjórnun bygginga- krana. Nefna má að bílkranar hafa verið 45 talsins frá 2001 en nú hef- ur þeim fjölgað í 55 og verður að meðaltali 1 óhapp á þeim árlega. Vernda mannslíf og eignir Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins er einn meginviðbragðsaðilinn þegar kranaóhöpp verða og gegn- ir því hlutverki fyrst og fremst að bjarga og vernda mannslíf auk þess að forða frekara eignatjóni. Brynjar Friðriksson, deildarstjóri útkallssviðs hjá SHS, segir slysa- tíðnina á þessu sviði sem betur fer ekki mjög háa, en óhöpp af þessu tagi eru gjarnan áberandi. Hann segir SHS vel útbúið til að sinna hjálparbeiðnum í þessum tilvikum en hinu megi ekki gleyma að slökkviliðið getur alltaf kallað til sérhæfða verktaka og aðra leik- menn í þjóðfélaginu til að hlaupa undir bagga. „Það er orðinn snar þáttur í starfi slökkviliðsins að bregðast við ýmsum uppákomum á vinnu- stöðum og verksmiðjum,“ bendir Brynjar á. „Slysin tengjast nýrri tækni og sem dæmi má nefna að fyrir fáeinum áratugum voru ekki svo margir byggingakranar í Reykjavík. Nú hefur þeim fjölgað og því fjölgar slysunum hlutfalls- lega í takt við þá þróun.“ Fréttaskýring | Slysum við byggingakrana hefur fækkað hlutfallslega undanfarin ár Læra af reynslunni Treysta stundum á minnið og trassa að nota gátlista við uppsetningu krananna 267 byggingakranar skila góðu dagsverki. Öryggiseftirlit eða aðhald verktakanna sjálfra?  Á hverju ári verða um 10 slys eða óhöpp við byggingakrana en þrátt fyrir fjölgun þessara miklu vinnutækja er ekki hægt að segja að slysunum hafi fjölgað í takt við þessa sprengingu. Hvort sem það er vegna öflugs eftirlits hins opinbera þ.e. Vinnueftirlitsins eða aðhalds og öryggisvitundar hjá verktökunum sjálfum er ekki gott að segja en tölurnar tala vissulega sínu máli. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is MIKILVÆGT er fyrir konur að byrja að æfa eða stunda íþróttir fyrir upphaf blæðinga til að koma í veg fyrir beinþynningu síðar. Þetta er ein helsta nið- urstaða rannsóknar Örnólfs Valdimarsson sem kynnt var á alþjóðlegum beinverndardegi sem samtökin Beinvernd héldu nýverið. Þema dagsins að þessu sinni var hreyfing og beinþynning og stóðu samtökin fyrir námstefnu um málið fyrir fagfólk í hreyfingu og lík- amsþjálfun. Meðal þeirra sem héldu erindi á námstefnunni var Örnólfur Valdimarsson, sem hefur nýlokið dokt- orsprófi í læknisfræði en hann rannsakaði áhrif hreyf- ingar á bein hjá ungum konum og stúlkum. Örnólfur skýrði frá niðurstöðum hluta doktorsverkefnisins síns á námstefnunni, en það var unnið í Malmö í Svíþjóð. „Í verkefninu er rannsakað hvaða áhrif hreyfing hefur á mismunandi aldursskeiðum en skoðaðar voru konur frá sjö ára aldri og upp í fimmtugt til sextugs,“ segir Örnólfur. Hann segir eina helstu niðurstöðuna vera þá að mikilvægt sé fyrir konur að byrja að æfa eða stunda íþróttir fyrir upphaf blæðinga. Þá verði beinin bæði þéttari og stærri. Sé haldið áfram að æfa haldist þetta, en hætti konur í íþróttum minnki beinþéttnin mjög hratt aftur. „Ef knattspyrnukonur sem æft hafa mikið og haft mikla beinþéttni hætta um tvítugt eða þrítugt minnkar beinþéttni þeirra mjög mikið,“ nefnir Örnólfur sem dæmi. Hann segir að stærð beinanna haldi sér hins vegar. Kalkneysla mikilvæg Örnólfur segir að einnig hafi verið gerð rannsókn á sjö til níu ára gömlum stúlkum. Hafi skólaleikfimi þeirra verið aukin úr 40–60 mínútum á viku í um 40 mínútur á dag. Þessi breyting hafi orðið til þess að beinþéttni hjá stúlkunum hafi aukist og einnig stærð beina þeirra. Einnig kom fram í niðurstöðum doktorsverkefnis Örnólfs að kalkneysla á vissum árum virðist einnig verða að vera meiri en 800 til 1.000 milligrömm á dag til þess að ná hámarksbeinþéttni. „Eins og staðan er í dag borða íslensk börn og unglingar nógu mikið af kalki,“ segir Örnólfur. Auk Örnólfs fékk Beinvernd til liðs við sig á nám- stefnunni þær Sigríði Láru Guðmundsdóttur íþrótta- fræðing, sem einnig hefur unnið við rannsóknir um áhrif hreyfingar á beinþéttni og Ellu Kolbrúnu Krist- insdóttur sjúkraþjálfa og dósent. Hún hefur rann- sakað sérstaklega mikilvægi jafnvægis varðandi bylt- ur og brot. Morgunblaðið/Sverrir Örnólfur Valdimarsson kynnti hluta doktorsverkefnis síns á námsstefnu Beinverndar í gær. Áhrif hreyfingar á bein hjá ungum konum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.