Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 55
MINNINGAR
✝ Anna KristínValdimarsdóttir
fæddist í Gul-
aráshjáleigu í A-
Landeyjahreppi 11.
apríl 1917. Hún lést
á Kumbaravogi 13.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Valdimar Þor-
varðarson, bóndi í
Gularáshjáleigu,
síðar trésmiður á
Eyrarbakka, f. 14.
maí 1893, d. 1. mars
1967, og Elín Jóns-
dóttir, f. 10. október 1886, d. 13.
janúar 1974. Systkini Önnu eru
Jón Guðmann, f. 5. október 1918,
d. 28. september 1997, Jóhanna
Guðrún, f. 14. nóvember 1925 og c)
Ásdís Katrín, f. 6. febrúar 1932.
Anna giftist 20. nóvember 1937,
Guðmundi Hannessyni, f. í St-
Sandvík 3. nóv. 1899, d. 10. okt.
1948. Börn Önnu og Guðmundar
eru 1) Sigríður Elín, f. 27. júní
1938, maki Haukur Guðjónsson, f.
13. mars 1938. 2) Valgerður
Hanna, f. 2. okt. 1941, d. 20. nóv.
2002, maki Böðvar Sigurjónsson, f.
6. des. 1938. Börn þeirra eru: a)
Anna Lára, f. 9. apríl 1966, sam-
býlismaður Einar Magnússon, f.
29. ágúst 1963. Börn þeirra eru
Böðvar, f. 3. maí 1984, unnusta
Guðrún Björg Úlfarsdóttir, f. 13.
apríl 1987, Magnús, f. 22. sept.
2. nóv. 1996. d) Vignir Andri, f. 22.
apríl 1981. sambýliskona Ragn-
hildur Sesselja Georgsdóttir, f. 6.
jan. 1980. 2) Valdimar Heimir, f.
15. feb. 1955, maki Elísabet Helga
Harðardóttir, f. 26. des. 1955.
Börn þeirra eru: Anna Kristín, f.
23. mars 1981, sambýlismaður
Hlynur Hjaltason, f. 17. júní 1979,
og b) Sigurbjörn Már, f. 7. feb.
1984, unnusta Sigurborg Rútsdótt-
ir, f. 1. okt. 1987.
Anna ólst upp með foreldrum
sínum og systkinum í Gularáshjá-
leigu og Kirkjulandshjáleigu í A-
Landeyjum. Árið 1935 flutti fjöl-
skyldan að Þórðarkoti í Sandvík-
urhreppi og síðan að Eyrarbakka.
Anna hóf búskap í Stekkum í
Sandvíkurhreppi árið 1937 ásamt
Guðmundi Hannessyni eiginmanni
sínum. Þegar Guðmundur lést
1948, hélt Anna áfram búskap með
börn sín ung. Frá 1949 bjó Anna í
Stekkum með Lárusi Gíslasyni
sambýlismanni sínum þar til hann
lést árið 1963. Var þá Anna aftur
ein með börnum sínum og stóð fyr-
ir búi til 1971, er hún stofnaði fé-
lagsbú með sonum sínum Þorvarði
og Guðmundi. Anna hafði yndi af
öllum dýrum og ræktun þeirra og
skipuðu hestar þar sérstakan sess.
Hún tók virkan þátt í hestamanna-
félaginu Sleipni og var gerð heið-
ursfélagi þess árið 1999. Þegar
álagið við búskapinn minnkaði
fann Anna sér farveg á ýmsum
sviðum. Hún söng með Samkór
Selfoss, stundaði bútasaum og
vefnað og ferðaðist til útlanda.
Útför Önnu fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
1989, Andri, f. 20.
maí 1999, og Aron, f.
23. júlí 2002. b) Lilja,
f. 30. sept. 1967, maki
Einar Helgi Haralds-
son, f. 7. apríl 1962.
Börn þeirra eru Har-
aldur, f. 24. sept.
1987, Hanna, f. 18.
mars 1990, Arnar, f.
31. okt. 1996, og Dag-
ur Fannar, f. 23. sept.
2002. c) Íris, f. 15.
júní 1973, sambýlis-
maður Karl Þór
Hreggviðsson, f. 24.
feb. 1960. Börn Karls eru Birkir, f.
19. feb. 1987, og Theódóra, f. 13.
feb. 1992. 3) Þorvarður, f. 22. okt.
1943.
Sambýlismaður Önnu frá 1949
var Lárus Gíslason, f. í Björk í
Sandvíkurhreppi 20. sept. 1904, d.
15. júní 1963. Börn Önnu og Lár-
usar eru: 1) Guðmundur, f. 20. júní
1950, maki Margrét Helga Stein-
dórsdóttir, f. 12. nóv. 1950. Börn
þeirra eru: a) Lárus, f. 11. sept.
1972, maki Guðrún Rut Sigmars-
dóttir, f. 17. jan. 1974. Börn þeirra
eru Elías Óttar, f. 16. feb. 2002, og
Júlía Karen, f. 6. feb. 2005. b)
Steindór, f. 27. júní 1975, maki
Ólöf Ósk Magnúsdóttir, f. 19. mars
1979. Dætur þeirra eru Margrét
Helga, f. 3. júní 1996, og Guð-
munda Bríet, f. 28. júní 2004. c)
Óttar Sigurjón, f. 27. nóv. 1979, d.
Við bræðurnir vorum svo lánsam-
ar að alast upp í miklum samskipt-
um við ömmu okkar, þar sem við
bjuggum á sama hlaði. Amma, eða
amma í Stekkum, eins við kölluðum
hana ævinlega, var kjarnakona.
Hún var hörkudugleg sama hvað
hún tók sér fyrir hendur hvort sem
það var við bústörf að rækta garð-
inn sinn, sinna hestunum eða sauma
bútasaum.
Við gátum alltaf leitað til hennar
hvort sem það var með hjálp við
heimaverkefni, lestrarkennslu eða
lán á bíl. Hún var ægilega ánægð að
geta lánað okkur litlu Toyotuna sína
þegar einhver af amerísku sleðun-
um okkar var af einhverjum ástæð-
um ekki ferðafær sem kom fyrir oft-
ar en einu sinni.
Mikið vorum við bræðurnir
roggnir af ömmu okkar þegar okkur
tókst að troða okkur með henni inn
á forsíðumynd í Tímanum. Tilefnið
var að hún var að koma af fjalli úr
smalamennsku í afrétti Flóa og
Skeiða en það þótti fréttnæmt að
kona færi í þessa leit. Hennar hjart-
ans mál voru hestarnir bæði útreið-
ar og ekki síður ræktun. Hún átti
marga góða hesta og enn gætir
áhrifa af ræktun hennar. Við nutum
leiðsagnar hennar og hjálpar t.d.
eftir að hafa hlaupið sig móðan við
að reyna að ná hestunum var úr-
ræðið oft að fara til ömmu og fá að-
stoð. Þá brást það ekki að hún rölti
með manni í rólegheitunum og viti
menn, alltaf komu þeir hlaupandi til
hennar. Það er reyndar miður að
þessir hæfileikar og áhugi hefur
ekki skilað sér til okkar bræðra. Á
efri árum hennar þegar heilsan var
farin að bresta þá lifnaði ætíð yfir
henni er talið barst að hestunum.
Við kveðjum ömmu okkar og trú-
um því að núna fari hún í útreiðar-
túra á sínum uppáhaldsgæðingi.
Lárus, Steindór og Vignir.
Elsku amma. Nú er komið að
leiðarlokum hjá þér. Langri ævi er
lokið. Heilsunni hafði hrakað síðasta
árið og held ég að hvíldin sé þér
kærkomin. Það átti ekki við þig að
láta aðra annast um þig og geta
ekki lengur búið heima í Stekkum.
Því andinn var hugumstór og þann-
ig mun ég minnast þín sem stoltrar
og einbeittrar konu með ákveðnar
skoðanir. Hugurinn hvarflar til
baka, að eldhúsbekknum í Stekkum
þar sem ófáar umræður fóru fram
og ekki svo sjaldan um hross og
pólitík. Þessara samtala hef ég
saknað mikið og verður þungt um
hjarta að hugsa til þess að þær
marki liðna tíð. Það var einstaklega
gott að skjótast til þín þegar það
kom gat í stundarskrána í fjölbraut
og fá sér smákaffi og með því og
ennþá betra ef maður komst í mat
og alltaf var grautur á eftir. Minn-
ingar leita á og minnist ég ferða í
Skeiðaréttir á Landrovernum og
framsóknarfélagsvista í Tryggva-
skála. Á slíkum mannamótum var
ekki óalgengt að eldri bændur
kæmu að og minntu mig á hversu
mikið ég líktist ömmu minni. Í dag
finnst mér mikið gaman að fólk geti
séð á svipnum hvaðan ég er ættuð
og er dálítið stolt innst inni að
tengjast þér. Því þú varst kjarna-
kona, hafðir misst mikið, tvo eig-
inmenn, barn og barnabarn, en ég
held að andinn hafi aldri bugast
þrátt fyrir skerta heilsu í lokin.
Hestarnir voru líf þitt og yndi og
vona ég svo sannarlega að hann
Þytur þinn beri þig fallega á þeim
grundum sem þú dvelur á núna og
þú getir sprett úr spori. En það er
komið að kveðjustund. Ég óskaði
þess að þú myndir lifa til þess að sjá
ófædd börnin mín en þú vissir að
von væri á fjölgun og straukst á
mér magann og brostir. Ég er þess
fullviss að þótt þú gætir ekki tjáð
þig um það svo ég skildi gladdi það
þig mikið. Elsku amma mín ég kveð
þig með orðum skáldsins.
Haustkvöld. Langvegir.
Ljósafjöld sveitanna slokknuð
og allt þagnað
– nema einn lækur
einn hestur sem þræðir
beinan stíg
og ber mig í dimmunni
yfir heiðalönd feðra minna
til fjarlægs staðar.
Engu þarf að kvíða.
Nú kular úr opnum skörðum
og lækurinn hljóðnar
í lautunum mér að baki.
Engu þarf að kvíða
klárinn fetar sinn veg
– stefnir inn í nóttina
með stjörnu í enni.
(Hannes Pétursson.)
Íris.
Ég var ungur drengur þegar ég
kynntist Önnu móðursystur minni.
Það var lán því kynnin við Önnu og
heimili hennar urðu mikil og náin.
Hún var stórbrotin alþýðukona með
mikla réttlætistilfinningu og vel að
sér í þjóðmálum. Hún hafði skoð-
anir á stóru sem smáu og var fylgin
sér. Hrossapólitík var eitt af hennar
eftirlætisumræðuefnum og var
betra að vera vel að sér í þeim fræð-
um því í ættfræði hrossa voru fáir
kunnugri. Hún ræktaði hross í
marga áratugi og kom margur
ágætis gæðingurinn frá henni.
Önnu var margt til lista lagt auk
þess að vera góð búkona, hún var
hörkudugleg og ósérhlífin. Hún átti
vefstól sem faðir hennar hafði smíð-
að og óf hún á þennan stól auk þess
að stunda bútasaum þegar hennar
búskap lauk. Anna var tónelsk og
einnig ágæt söngkona og starfaði
hún með Samkór Selfoss til margra
ára og fór með kórnum í söngferða-
lög. Heimili hennar var fallegt og
hlýlegt og gott heim að sækja. Anna
var gestrisin og mannblendin og
fátt var henni óviðkomandi og gat
margur reitt sig á aðstoð hennar.
Þegar Anna kynntist fyrra
mannsefni sínu, Guðmundi Hann-
essyni frá Stóru-Sandvík, var hún
um tvítugt og starfaði sem vinnu-
kona í Kaldaðarnesi. Þau hófu bú-
skap að Stekkum og eignuðust sam-
an þrjú börn. Lífið gekk sinn
vanagang. Guðmundur lést langt
um aldur fram af völdum sjúkdóms,
þá 49 ára. Það hefðu flestir álitið að
ung kona með þrjú börn á aldrinum
5–10 ára myndi bregða búi við þess-
ar aðstæður en ekki Anna. Þarna
sýndi sig vel sá mikli styrkur og trú
á sjálfa sig sem hún bjó yfir. Með
dugnaði, vilja og trú á almættið í
þessum erfiðleikum vildi hún fyrst
og síðast halda sínu heimili og jörð.
Seinni maður Önnu var Lárus
Gíslason frá Björk og eignuðust þau
tvo syni. Lárusi fékk ég að kynnast
og fór þar mikið mætur maður. Þau
Lárus áttu hesta sem áhugamál og
litaðist lífið því mikið af hestamönn-
um og hestamennsku. Lífið gekk vel
í Stekkum og bæði bú og börn uxu.
Enn á ný verður Anna ekkja við
sviplegt fráfall Lárusar sem
drukknaði í Ölfusá við frágang á
netalögn, þá 59 ára.
Samhent hélt fjöldskyldan bú-
skapnum áfram og síðar stofnaði
Anna félagsbú með tveimur eldri
sonum sínum um búreksturinn.
Þrátt fyrir mikil áföll í lífinu lét
Anna aldrei bugast. Hún náði því
sem hugurinn stefndi að búa í sveit
innan um dýr sem voru henni svo
hugleikin og eignast fimm mann-
vænleg börn sem stóðu þétt við hlið
hennar í blíðu og stríðu. Sökum
heilsubrests dvaldi Anna á dvalar-
heimilinu Kumbaravogi síðustu 5
árin og naut þar góðrar þjónustu og
vinsemdar starfsfólks. Um helgar,
hátíðar og um tíma á sumrum kom
hún heim að Stekkum og naut á ný
samvista við sitt fólk. Ég er frænku
minni þakklátur.
Á nokkur maður sælli sólskinsstundir
hér sunnan Kjalar norðan Sprengisands
og þekkjast aðrir betri fegins-fundir
í fjallasölum okkar kæra lands
en ríða saman, fjörga fáka teygja
og fljúga’ á spretti yfir mel og grund?
– Hver mundi ei af sér áhyggjunum
fleygja
sem ætti von á síkri dýrðarstund.
(Einar E. Sæmundsen.)
Þormar Ingimarsson.
Við Anna Kristín Valdimarsdóttir
í Stekkum vorum nágrannar og
sveitungar alla mína tíð. Ég man
ekki tilveru mína án þess að Anna
væri þar einhvers staðar nærri.
Hún var fyrst gift Guðmundi Hann-
essyni, fóstbróður föður míns, og
þar af leiddi barnaboð og margs-
kyns fundir með þessum fjölskyld-
um. Jafneftirminnilegar voru sendi-
ferðirnar að Stekkum með
útvarpsbatteríin sem endalaust
þurfti að hlaða. Ekki var komið ein-
göngu með batteríin til baka, heldur
nýja bók sem Anna vildi að ég læsi.
Hvaða æskumaður sló þá ekki
hendinni við Norskum ævintýrum
og öðru slíku góðgæti? Á þann máta
varð Anna í Stekkum minn fyrsti
bókmenntalegi ráðgjafi og vissulega
var henni alla tíð létt að tala við
yngstu kynslóðina. Hún var barna-
vinur alla sína ævi.
Anna í Stekkum var á margan
hátt brautryðjandi á löngum bú-
skaparferli. Á fyrstu búskaparárum
sínum sló hún með hestasláttuvél
allt sléttlendið. Það munu ekki aðr-
ar nágrannakonur hennar hafa gert
á þeim tíma. Hún kom að félagsmál-
um bænda fyrr en aðrar bændakon-
ur. Var hún fyrsta konan sem tók
sæti í fulltrúaráði Mjólkurbús Flóa-
manna rétt eftir 1980. Hún sat í
hreppsnefnd Sandvíkurhrepps á
tímabili og átti drjúgan þátt í því
framfaramáli sem Vatnsveita Sand-
víkurhrepps var. Og síðast en ekki
síst var hún formaður Skógrækt-
arfélags Sandvíkurhrepps frá 1960
til 1974. Hlynnti hún vel að því fé-
lagi og var einnig samstíga fólki
sínu í Stekkum um skógrækt heima
fyrir. Þar hugkvæmdist heimilis-
fólkinu á því fræga afmælisári 1974
að stofna til gróðurreits rétt við
þjóðveginn. Og umhverfis reitinn
var skotið niður limgerðisplöntum,
1974 að tölu, sem nú bera reitnum
og skógræktarstarfinu gott vitni.
Það sem ég hefi nú sagt um Önnu
Valdimarsdóttir gæti bent til þess
að hún hefði lifað ofur venjulegu og
farsælu lífi. En lífið er ekki alltaf
eins og við óskum eftir. Anna í
Stekkum missti báða eiginmenn
sína áður en hún sjálf náði miðjum
aldri. Hún missti sonarson sinn
ungan og nú fyrir skemmstu yngri
dóttur sína. Hún var alltaf að missa,
en stóð samt af sér öll veður. Þegar
seinni maður hennar, Lárus Gísla-
son, var horfinn sjónum okkar lýsti
hún því afdráttarlaust yfir að hún
ætlaði að búa áfram. Og þá var hún
svo lánsöm að synir hennar, Þor-
varður og Guðmundur, vildu búa
með henni. Þeir voru þá ungir
menn, en með miklum dugnaði
tókst henni að brúa fyrir þá bilið,
svo þeir gátu í fyllingu tímans reist
stórt bú, sem nú er eitt af traust-
ustu kúabúum hér sunnanlands. Á
sínum efri árum gladdist hún yfir
þeirri reisn sem er yfir Stekka-
búinu. En sjálf lagði hún þar mest
af mörkum með því að hvika aldrei
þegar á móti blés, og sækja alltaf
fram á leið.
Ég veit ekki hvernig hægt er að
koma fleiri orðum að til að lýsa lífs-
hlaupi Önnu í Stekkum. Hún var
sönn kvenhetja, sem lítið hefur ver-
ið skrifað um – fyrr en nú. En reisn
hennar á erfiðum stundum og glað-
værð hennar og félagslyndi á miklu
fleiri stundum, þetta hvort tveggja
er okkur samferðamönnum hennar
til verðugrar eftirbreytni, er hún
hverfur nú af landi lifenda til fundar
við ástvini sína.
Páll Lýðsson.
ANNA KRISTÍN
VALDIMARSDÓTTIR
Þakka hlýhug við andlát og útför bróður míns,
ERLENDAR GUÐBJARNAR ÁRNASONAR
Knarrarnesi,
Sérstakar þakkir til starfsfólks, Dvalarheimilis
aldraðra Borgarnesi og Sjúkrahúss Akraness.
Guð blessi ykkur öll.
Guðríður Jóna Árnadóttir.
Þökkum innilega samúð, vinarhug og margvís-
legan stuðning vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru
SIGRÍÐAR JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR
frá Ögurnesi við Ísafjarðardjúp,
fyrrum húsfreyju
á Hvilft í Önundarfirði.
Fyrir hönd aðstendanda,
börn hinnar látnu.
Kærar kveðjur og þakkir til allra þeirra, er sýndu
okkur hlýhug við andlát og útför
FRANZ E. PÁLSSONAR,
Granaskjóli 1,
Reykjavík.
Starfsfólki á deildum K-1 og K-2 á Landspítala
Landakoti þökkum við frábæra umönnun.
Jóninna Margrét Pálsdóttir,
Páll Franzson, Þórhildur Guðmundsdóttir,
Hjalti Franzson, Fríður Eggertsdóttir,
Leifur Franzson, Margrét G. Ormslev,
Bogi Franzson, Ragna B. Sigursteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.