Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 65
Salthúsið | Hljómsveitin Tilþrif spilar. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér- sveitin skemmtir. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Haustfagnaður Breiðfirðingafélagsins verður í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, kl. 22–03. Hjóm- sveitin Klassík leikur fyrir dansi. Fundir ADHD-samtökin | Fundur um málefni full- orðinna félagsmanna með adhd verður haldinn að Háaleitisbraut 11, 4. hæð, kl. 11– 13. www.adhd.is. Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Svæð- isfundur Reykjavíkursvæðis verður haldinn í safnaðarheimili Áskirkju kl. 11 14.30. KFUM og KFUK | Málfundur verður í fé- lagsheimilinu kl. 11–13 á Holtavegi 28. Er- indi flytja Elísabet Haraldsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Marteinn Steinar Jónsson sálfræðingur. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill. OA-samtökin | OA-fundur fyrir matarfíkla kl. 11.30–12.45, í Gula húsinu, Tjarnargötu 20. Nýliðamóttaka kl. 11. Reykjavíkurdeild SÍBS | Aðalfundurinn verður haldinn í Síðumúla 6, fundarsal SÍBS, 25. okt. kl. 15. Fyrirlestrar Háskólabíó | Fyrirlestur í tilefni af ári eðl- isfræðinnar verður kl. 14 í sal 2. Þá flytur Þorsteinn Þorsteinsson fyrirlesturinn Líf í geimnum? M.a. verður fjallað um leitina að lífi á Mars og annars staðar í sólkerfinu og sagt frá nýjum geimsjónaukum o.fl. Oddi – félagsvísindahús HÍ | Haukur I. Jónasson flytur fyrirlesturinn Veit andinn af efninu? þar sem hann mun sýna fram á hvernig nokkrir af kenningasmiðum sál- greiningarstefnunnar líta meðvitund mannsins, tilurð hennar og þróun bæði í mannkynssögunni og í lífi okkar sem ein- staklinga. Fyrirlesturinn er kl. 14–15. Raunvísindadeild HÍ | Hafrún Eva Arn- ardóttir heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í næringarfræði 25. okt. kl. 12.20 í stofu 158 í VR–II við Hjarð- arhaga. Fyrirlesturinn nefnist: Mataræði og holdafar 9 og 15 ára Íslendinga. Námskeið Gigtarfélag Íslands | 3ja kvölda fræðslu- námskeið fyrir fólk með iktsýki/liðagigt hefst 24. okt. Uppl. og skráning í síma 5303600. Háskóli Íslands | Námskeið Endurmennt- unnar Háskóla Íslands og Vinafélags Ís- lensku óperunnar fara fram 25. okt., 1. nóv. og 8. nóv.; Fyrirlestrar í húsnæði Endur- menntunnar. Kennari er Gunnsteinn Ólafs- son. Nánari uppl.á www.endurmennt- un.hi.is og www.opera.is. Kópavogsdeild RKÍ | Námskeiðið Slys á börnum verður 24. og 26. október kl. 19– 22 í Hamraborg 11. Þátttakendur læra að þekkja varnir gegn slysum á börnum, or- sakir slysa almennt o.fl. Rauði kross Íslands | Heimsóknarþjón- ustunámskeið verður 24. okt. kl. 18–21 í húsnæði Reykjavíkurdeildar, Laugavegi 120. Námskeiðið er fyrir fólk sem hefur áhuga á að kynna sér og/eða taka þátt í heimsóknarþjónustu Rauðakrossdeilda á höfuðborgarsvæðinu. Nánari uppl. og skráning í síma 565 2425/864 6750 eða á netfangið jon@redcross.is. ReykjavíkurAkademían | Hvernig eiga uppteknir afar og ömmur að rækta sam- bandið við barnabörnin? Umsjón: Jón Björnsson sálfræðingur. Námskeiðin verða 26. og 2. nóv. kl. 20–22. Sjá nánar: www.akademia.is. Ráðstefnur Hótel Loftleiðir | Ráðsfundur og náms- stefna I.ráðs ITC verður kl. 10 á Hótel Loft- leiðum. Skráning og uppl. arb@visir.is og í síma 8628465. OA-samtökin | Helgina 28.–30. október verður haldin OA-ráðstefna í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, Reykjavík. Nán- ari uppl. er að finna á heimasíðu samtak- anna, www.oa.is. Orkustofnun | Orkustofnun stendur fyrir ráðstefnu um umhverfiskostnað fimmtu- daginn 27. október kl. 8.30–15. Öllum er heimill aðgangur að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg. Nánari uppl. og skráning á www.os.is eða í síma 5696000. Markaður Hallveigarstaðir | Bandalag kvenna í Reykjavík efnir til flóamarkaðar og hluta- veltu í dag og á morgun kl. 13–18 á Hall- veigarstöðum við Túngötu 14. Til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna. Frímerkjasafnarar | Safnaramarkaður verður í félagsheimili Félags frímerkjasafn- ara í Síðumúla 17, 2. hæð, 23. okt. kl. 13–16. Uppákomur Tæknihornið | Tæknihornið er eins árs og í tilefni þess ætla mæður okkar að halda af- mælisveislu, baka vöfflur og bjóða gestum og gangandi að samfagna okkur. Afmælið verður haldið í dag, fyrsta vetrardag, kl. 12–16. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 65 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos frá kl. 13 vegna kvennafrídags. Nánari uppl. í síma 568 3132. Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi | Fé- lagsvist kl. 13 í Sjálfstæðishúsinu, Hlíðarsmára 19 (við hlið Sparisjóðs Kópavogs). Góð verðlaun og heild- arverðlaun eftir 4 skipti. Spilað verð- ur 22. okt., 5. nóv., 19. nóv. og 3. des. Stjórnendur: Bragi, Arnór og Guðni. Vinabær | Félagsvist og dans verður í Vinabæ, Skipholti 33, kl. 20. Að lok- inni spilamennsku verður dansað fram eftir nóttu. Fjölmennum og tök- um með okkur gesti. Félagsstarf SÁÁ. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 20, www.gospel.is. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið sam- veru í Víkurskóla kl. 11.15–12. Söngur, gleði og gaman. Brúðuleikhús o.fl. Kirkjuskólinn í Skaftárhreppi | Sam- vera fyrir börn í Skaftárhreppi kl. 13.30 í Minningarkapellunni á Kirkju- bæjarklaustri. Ath. tímasetninguna. Selfosskirkja | Alþjóðleg bangsavika bókasafna er framundan og fáum við heimsókn frá Bæjar- og héraðs- bókasafninu á Selfossi miðvikud. 26. okt. kl. 11. Gaman væri að börnin hefðu bangsann sinn með. Félagsstarf Dalbraut 18–20 | Miðvikudag 3. okt. kl. 14 kemur séra Bjarni Karlsson í sönginn með Lýð Benediktssyni. Dal- braut 21–27 býður alla velkomna á handverksstofu sína alla virka dag kl. 8–16. Lokað verður á Dalbraut 18–20 frá kl. 13 á kvennafrídaginn. Eskfirðingar og Reyðfirðingar | Eldri borgarar frá Eskifirði og Reyðarfirði búsettir í Reykjavík og nágrenni halda árlegt vetrarkaffi sunnudaginn 23. okt. kl. 15 í Félagsheimili eldri borgara, Gullsmára 13, Kópavogi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Caprí–tríó leikur fyrir dansi. Árshátíð FEB verður haldin 4. nóv. nk. í Ako- gessalnum við Sigtún, fjölbreytt dag- skrá. Skráning hjá FEB 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Leikhúsferð, lagt af stað frá Garða- bergi kl. 19.30, fyrir þá sem taka rút- una. Félagsstarf Gerðubergs | Mánud. 24. okt. fellur niður kóræfing hjá konum í tilefni dagsins. Miðvikud. 26. okt. kl. 14 leggur Gerðubergskór af stað í heimsókn á Hjúkrunarheimilið Eir. Fimmtud. 27. okt. kl. 13.15 „Kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist í sam- starfi við Fellaskóla. Fimmtud. 3. nóv. leikhúsferð í Borgarleikhúsið. Hraunsel | Dansleikur fyrsta vetr- ardag í Hraunseli laugard. 22. okt. kl. 20.30. Hljómsveit Guðmundar Stein- gríms leikur fyrir dansi. Hæðargarður 31 | Gönuhlaup alla föstudaga kl. 9.30. Út í bláinn alla laugardaga kl. 10. Fullkominn skiln- aður 6. nóv. kl. 20. Lokað mánudag RÚSSNESKI dansflokkurinn Rossiyanochka kemur fram í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs, og á fjölskylduhátíð í Smáralind um helgina í tilefni Rússneskrar menningarhátíðar í Kópavogi. Í flokknum eru um 200 atvinnudans- arar á aldrinum 6–25 ára en þar af koma tíu pör til landsins. Hóp- urinn hefur hlotið athygli víða um heim og dansar hans eru taldir endurspegla einkenni rússnesku þjóðarsálarinnar, skapsmuni og ást þjóðarinnar á föðurlandinu. Rossiyanochka-dansflokkurinn hefur komið fram víðs vegar í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Kína og bæði hlotið heiðurstilnefningar og margs konar viðurkenningar. Hann hefur hlotið fyrstu verðlaun á alþjóðlegum danshátíðum í Búlg- aríu, Danmörku, Rússlandi, Frakklandi, Kína og Búlgaríu. Listrænn stjórnandi Rossiya- nochka og aðalballettmeistari er Alexander Nosikhin. Nadejda No- sikhina er ballettmeistari hópsins sem hingað kemur. Sýningar Rossiyanochka-dans- flokksins verða í Salnum í dag og á morgun kl. 17. Flokkurinn kemur auk þess fram á rússneskri fjöl- skylduhátíð í Vetrargarðinum í Smáralind í dag. Rússneskur dans í Kópavogi Lalli lævísi. Norður ♠G63 ♥KD7 S/Enginn ♦Á53 ♣Á1076 Vestur Austur ♠Á5 ♠109742 ♥G963 ♥10542 ♦D104 ♦62 ♣KDG8 ♣95 Suður ♠KD8 ♥Á8 ♦KG987 ♣432 Vestur Norður Austur Suður Lauria Duboin Versace Bocchi – – – 1 grand * Pass 3 grönd Allir pass * 12–14 HP Lorenso Lauria var enn eina ferðina í banastuði í keppninni um Evrópubik- arinn í Brussel. Þeir félagar, hann og Alfredo Versace, voru langefstir í But- ler-reikningi mótsins, nokkru á undan samsveitungum sínum í landsliðinu – þeim Georgio Duboin og Norberto Bocchi. Ítalir áttu tvær sveitir í Brussel og er spilið að ofan frá innbyrðis við- ureign þeirra í undanúrslitum. Og það verður að segja hverja sögu eins og hún er – Lorenso fór illa með vin sinn Nor- berto. Lauria valdi að spila út laufdrottn- ingu, frekar en kóngnum. Ástæðan var öðrum þræði sú að kóngurinn hefði lof- að sterkari lit, en fyrst og fremst var til- gangurinn sá að villa um fyrir sagnhafa. Vestur á það mikinn styrk að hann býst ekki við neinni hjálp frá makker og því kemur varla að sök þótt austur vaði í villu og svíma. Bocchi drap strax á laufás, tók tíg- ulás og svínaði gosanum. Lauria fékk slaginn á tíguldrottningu og spilaði … laufáttu! Bocchi átti von á því að kóngurinn væri annar í austur og dúkkaði. Versace fékk þannig slag á laufníu og svo komst Lauria inn á spaðaás til að taka tvo slagi í viðbót á KG í laufi. Einn niður. Sigurður Sverrisson hitti naglann á höfuðið þegar hann gaf Lorenso Lauria íslenska heitið Lalli lævísi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Laugavegi 54, sími 552 5201 Póstsendum Síðasti dagur 1.000 kr. tilboð * pils * peysur * gallabuxur * jakkar * bolir - og margt fleira * 20% afsláttur af öðrum vörum Árshátíð Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldin 4. nóvember í Akogessalnum við Sigtún Dagskrá: Fjölbreytt skemmtiatriði s.s. hátíðarræða, kórsöngur, leikþáttur, danssýning og almennur söngur. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Þriggja rétta hátíðarmatseðill. Verð kr. 4.200. Miðar seldir á skrifstofu félagsins í síma 588 2111 ÁSA Ólafsdóttir opnar sýningu í galleríi húnoghún í dag kl. 15. Verkin eru unnin með blandaðri tækni á striga. Rauði þráðurinn í myndverkunum eru pöntunar- seðlar frá bændum árið 1890 til verslunar Lefolii á Eyrarbakka. Opnunin er hluti af dagskrá vetr- arhátíðar Skólavörðustígsins. Ása Ólafsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1969–1973 og við Konstindustr- iskolan Göteborgs Universitet 1976–1978. Hún er í Félagi íslenskra mynd- listarmanna (FÍM) og í Sambandi ís- lenskra myndlistarmanna (SÍM). Árið 2002 hlaut hún styrk úr sjóði Listahátíðar. Hún hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í samsýn- ingum heima og erlendis. Ása Ólafsdóttir í galleríi húnoghún Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is ART Gallery Sjöfn Har., Skólavörðustíg 25a, kynnir verk skosku listakonunnar Is- hbel Macdonald D.A. í dag kl. 14.00 á Skólavörðustígshátíð- inni. Ishbel fæddist í Skotlandi og lauk myndlistarnámi við Listháskólann í Glasgow 1980. Undanfarin 20 ár hefur Ishbel búið á norðurströnd Skotlands í Sutherland og opnaði þar eigið stúdíógallerí 1987. Verkin sem Ishbel sýnir hér á landi eru silkiþrykk, innblásin af dulmagnaðri náttúrufegurð Norður-Skot- lands og fuglalífi. Ishbel hef- ur haldið fjölmargar sýningar í Skotlandi og verk hennar er víða að finna í einkaeign jafnt sem í opinberum stofnunum í heimalandi hennar sem og er- lendis. Skosk listakona kynnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.