Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SNEMMA á 20. öldinni var geð- klofa fyrst lýst sem sérstökum sjúkdómi. Sjúkdómurinn var þá talinn fela í sér ótíma- bæra andlega hrörn- un og vera ólæknandi. Það besta sem þá var hægt að gera fyrir manneskju með geð- klofa var að sjá henni fyrir fæði, klæði og öryggi á þar til gerð- um einöngruðum stofnunum. Þekking og vísindi þeirra tíma buðu því miður ekki upp á neitt betra fyrir fólk með alvarlega geðsjúkdóma og fjöl- skyldur þeirra. Þekk- ing hefur vaxið. Lyfjameðferð og önnur meðferðarform hafa þróast á síðustu áratugum. Hátækni- sjúkrahús sinna bráðveikum en eru ekki talin ákjósanlegur staður fyrir sjúka til lengri dvalar. Eftir stendur að einstaklingur með al- varlegan geðsjúkdóm þarfnast stuðnings á mörgum sviðum lífs síns, stundum árum eða jafnvel áratugum saman, eigi hann að geta lifað við öryggi, tekist á við sjúkdóminn og náð sér af geðræn- um veikindum. Margar rannsóknir benda til að rétt aðstoð við að læra á sjúkdóminn, lyfjameðferð og stuðningur við tengslamyndun og bú- setu í samfélaginu hafi úrslitaþýðingu fyrir lífsgæði og bata geðklofasjúklinga. Með rannsóknum hef- ur verið sýnt fram á að samvinna geðsjúks einstaklings, fjöl- skyldu og heilbrigð- isstarfsmanna getur aukið mjög lífsgæði sjúklingsins. Enn- fremur hafa rann- sóknarniðurstöður leitt í ljós að mögu- leikar til að stunda nám eða vinnu eru grundvallarforsendur í lífs- gæðum geðsjúkra. Heildstæður stuðningur, vinna, eða nám standa geðfötluðum sorglega sjaldan til boða. Getur verið að um sé að kenna vanþekkingu og fordómum heilbrigðis- og félagsmála- starfsmanna? Erum við starfs- menn heilbrigðis- og félagsmála- kerfis þá fáfróðir og fordómafullir og fyrirmunað að byggja upp við- eigandi meðferð og stuðning fyrir fólk með alvarlega geðsjúkdóma? Mér er það til efs. Flestir þeir ein- staklingar sem ég hef hitt fyrir úr þessum tveimur kerfum virðast vel menntaðir einstaklingar. Við mein- um vel og höfum tekið mið af hug- sjónum okkar þegar við völdum okkur starfsvettvang. Ég held að skýringanna sé í raun að leita í því að báknin tvö, heilbrigðismálakerfi og félagsmálakerfi, reyna stöðugt að greina sig hvort frá öðru og ýta viðfangsefnum og fjárútlátum hvort á annað. Þannig er stöðugt tekist á um hvort kerfið eigi að veita sjúklingum þjónustu og starfsmenn hvors kerfis fyrir sig eyða orku sinni í að berjast fyrir því að hitt kerfið veiti skjólstæð- ingum þeirra þjónustu sem þeir eiga lögum samkvæmt fullan rétt á. Má með sanni segja að það sé Kleppsvinna! Á meðan þetta ástand varir rænir það marga al- varlega geðsjúka voninni um bata og fullnægjandi líf. Sumir eru að vísu heppnir, hafa fengið viðeig- andi aðstoð og hjálp og náð veru- legum bata. En alltof margir búa annaðhvort við algerlega óvið- unandi aðstæður eða eru heim- ilislausir eða sitja fastir inni á geð- deild vegna skorts á úrræðum. Tilboð um nám eða vinnu við hæfi er fyrir mjög marga álíka raun- hæfur möguleiki og að vinna í lott- óinu. En hvað er þá til ráða? Allir vita að það þýðir ekki að tala við „kerfið“. Kerfið er bákn. Það hefur ekki heilastarfsemi. Það verður hvorki beitt tilfinninga- né réttlæt- isrökum. Hvað er þá hægt að gera? Er þetta ekki bara vonlaust? Rannsóknir sýna að það að eiga sér von er mikilvæg forsenda bata hjá alvarlega geðsjúkum. Ég tel mig oft hafa orðið vitni að því hvernig vonleysi, sársauki og úr- ræðaleysi vegna alvarlegra geð- rænna veikinda hafa valdið tog- streitu milli heilbrigðisstarfsmanna, sjúklinga og fjölskyldna þar sem hver kenn- ir öðrum um það sem úrskeiðis fer í stað þess að taka höndum saman og leggja saman krafta sína, von og trú. Þannig höfum við oft þjón- að hagsmunum kerfanna tveggja og lagt hinni eilífu togstreitu þeirra lið. Enginn má við marg- num segir máltækið. Einstakling- urinn má sín lítils gagnvart heilu „kerfi“, hvað þá tveimur. Máttur þrýstihópa af ýmsu tagi, þar sem margir leggjast á eitt, getur hins vegar verið ótrúlega mikill eins og dæmin sanna. Ég hvet því alla þá sem hafa lesið þessar línur vegna áhuga síns á málefninu, að leggja því lið með einhverjum hætti. Í Reykjavík og nágrenni eru þegar starfandi nokkrar félagsmið- stöðvar og félagasamtök í þágu geðfatlaðra og aðstandenda þeirra. Má nefna t.d. Geysi, Hugarafl, Dvöl, Vin og Læk. Í þessum stöðv- um hefur þegar myndast jarð- vegur fyrir þrýstihópa sem allir þarfnast frekari krafta. Í Geðhjálp eru starfandi allnokkrir opnir sjálfshjálparhópar fyrir bæði að- standendur og sjúklinga. Yngsti hópurinn er sjálfshjálparhópur fólks með geðklofasjúkdóm. Þátt- takendur í honum hafa á síðustu mánuðum verið að færa sönnur á það sem áður var vitað, að fólk með geðklofa getur vissulega unn- ið á ábyrgan og uppbyggilegan hátt með veikindi sín og vandamál. Einhvers staðar í þessum fé- lagsmiðstöðvum, eða sjálfshjálp- arhópum, er þörf fyrir þig, rétti staðurinn fyrir þig að leggja þitt lóð á vogarskálarnar. Leggjumst öll á árarnar, myndum einn alls- herjar þrýstihóp og berjumst fyrir því að fólk með alvarlega geð- sjúkdóma fái þau úrræði og að- stæður sem það þarfnast til að geta tekist á við sjúkdóm sinn og notið sín í lífinu. Hittumst og tök- um höndum saman! Geðsjúkdómar, fordómar og baráttan við báknið Margrét Eiríksdóttir fjallar um málefni geðsjúkra ’Leggjumst öll á árarn-ar, myndum einn alls- herjar þrýstihóp …‘ Margrét Eiríksdóttir Höfundur er geðhjúkrunarfræð- ingur, starfandi á geðsviði LSH. MARGT bendir til þess að tíðni þunglyndis fari vaxandi. Engar einhlítar skýringar eru til; sumir vísindamenn vilja rekja þessa aukningu til þess að heilbrigðisstarfsfólk greini þunglyndi nú sem áður var ógreint og ómeðhöndlað; aðrir telja að orsakir megi rekja til vaxandi streitu og firringar, grunnmeinsemdina sé að finna í þróun sam- félagsins. Hér verður ekki tekin afstaða til þessa, heldur sagt frá nokkr- um þekktum áhættu- þáttum þunglyndis, sem kalla á viðbrögð. Vissulega er það svo að erfða- vísabundnar erfðir til þunglyndis skipta miklu. Oftast þarf líka um- hverfisþætti til, að minnsta kosti til að hrinda af stað fyrstu þung- lyndislotunni. Börn og uppalendur Hvað vitum við og hvað er hægt að gera til verndar? Sýnt hefur verið fram á að ómeðhöndlað þunglyndi móður á meðgöngu getur haft áhrif á lík- amlegan og andlega þroska barns- ins. Það sama er að segja fái móð- ir ungabarns fæðingarþunglyndi sem ekki er meðhöndlað. Rannsóknir hafa sýnt að börnum þunglyndra mæðra er hættara við þung- lyndi þegar kemur fram á unglings- og fullorðinsár, jafnvel að teknu tilliti til mögulegrar ætt- arsögu um þung- lyndi. Nú er farið að skima fyrir þung- lyndi hjá verðandi og nýorðnum mæðrum víða í heilsugæslu og við mæðraskoðun og ungbarnaeftirlit til þess að hægt sé að bregðast fljótt við. Fræðsla í upphafi meðgöngu er sérstaklega mikilvæg. Ekki síst þarf að undirstrika að þunglyndi verðandi mæðra kann oft að vera tengt aðstæðum þeirra, eins og til dæmis stuðningi verðandi föður. Ofbeldi á uppvaxtarárum barns- ins er stór áhættuþáttur. Kyn- ferðislegt ofbeldi gagnvart börn- um og unglingum hefur verið í brennidepli undanfarin ár. Það er vel þekkt að slíkt ofbeldi er mjög niðurbrjótandi, sjálfsvirðing og sjálfstraust truflast, sjálfsmynd getur einkennst af tilfinn- ingasveiflum, niðurrifi og jafnvel sjálfsfyrirlitningu; fórnarlambið kennir sér um ógæfuna, ekki ger- andanum. Hætta á þunglyndi seinna meir er stóraukin, líka sjálfseyðileggj- andi hegðun, eins og vímu- efnaneyslu og sjálfsvígstilraunum. Ofbeldi af öðrum toga á mót- unarskeiði barnsins og unglings- ins getur haft svipuð áhrif. Líkamlegt ofbeldi, ofbeldi innan fjölskyldu, misnotkun foreldra á áfengi og vímuefnum, andlegt of- beldi eins og stöðug gagnrýni, niðurlæging og skammir auka áhættu á þunglyndi seinna meir. Eins tilfinningaleg vanræksla. Og einelti. Er hægt að taka á þessu? Það er ekki nóg að afgreiða þennan vanda með því að vísa til ábyrgðar uppalenda sjálfra, sem þó er sjálfsagt lykilatriði. Það þarf að fræða og styðja uppalendur til ábyrgðar. Það er fræðsla og aftur fræðsla sem gildir. Fræðsla til foreldra og ættingja, fræðsla til kennara frá fyrsta ári í leikskólum og upp úr, fræðsla til þeirra sem koma að starfsemi fyr- ir börn og unglinga utan skóla, svo eitthvað sé nefnt. Fræðsla ein og sér nægir ekki. Samfélagslegur stuðningur við barnafjölskyldur er mikilvægur, í gegnum pólitískar aðgerðir eins og skattastefnu, greiðsluþátttöku í skólamáltíðum og skólaathvarfi, eða í gegnum fjölskylduráðgjöf og barnavernd hins opinbera. Aðgerðarleysi má ekki fela á bak við hugtök eins og frelsi og ábyrgð einstaklingsins eða ótta við „Stóra bróður“, það er ofvaxið eft- irlits- og stjórnunarsamfélag. Forvörnin snýst um börn, sem ekki hafa getu til þess að verja sig. Úrræði Hvenær á að grípa inn í? Það er mjög mikilvægt að veita fyrstu hjálp strax og einhver ofantalinna vandamála greinast. Fyrsta meðferð byggir á að- ferðafræði meðferðar við áfalla- streituröskun (post-traumatic stress disorder), sem felst í virk- um stuðningssamtölum, fræðslu og úrvinnslu. Hér þarf að sjálfsögðu að taka mið af þroska einstaklings og samheldni fjölskyldu ef um fjöl- skyldumeðferð er að ræða. Ef þunglyndi birtist löngu eftir að áfallið hefur átt sér stað, þá er mikilvægt að beita samtals- meðferð, með eða án lyfja- meðferðar. Nemeroff og félagar hans við Emory-háskólann í Bandaríkj- unum hafa sýnt fram á að þung- lyndi tengt áföllum í æsku svari vel samtalsmeðferð, lyfjameðferð ein og sér skilar ekki nægilega miklu. Þetta vekur upp spurningar um stöðu samtalsmeðferðar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Þjóð gegn þunglyndi Verkefnið hefur nú verið starf- rækt á vegum Landlæknisembætt- isins á þriðja ár. Upplýsingar um það má finna á vefslóðinni www.thunglyndi.l- andlaeknir.is. Það er unnið í sam- vinnu við fjölmarga aðila á Íslandi, opinbera jafnt sem einkaaðila, áhugamannahópa og aðra. VÍS hefur verið aðalstyrktarað- ilinn frá upphafi, auk nokkurra annarra fyrirtækja og opinberra stofnana. Samvinna er við Evrópu- samtök gegn þunglyndi (www.ea- ad.net) og njóta samtökin styrkjar frá Evrópusambandinu. Á næstu 18 mánuðum mun aðal- áherslan vera á forvarnarstarfi tengdum áhættuþáttum í lífi barna og unglinga, sem að ofan er lýst. Hér hefur verið lýst nokkrum áhættuþáttum þunglyndis í lífi barna og unglinga. Margt er ótalið og verður í ann- arri grein fjallað um áhættuþætti þunglyndis á fullorðinsárum. Rætur þunglyndis: Í upphafi skyldi endinn skoða Högni Óskarsson segir frá nokkrum þekktum áhættuþáttum þunglyndis ’Hvað vitum við oghvað er hægt að gera til verndar?‘ Högni Óskarsson Höfundur er geðlæknir og formaður fagráðs landlæknis um forvarnir gegn þunglyndi og sjálfsvígum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.